Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 43
Sumarstarfið
hafið í Viðey
í VIÐEY hefst
sumarstarfið nú
um hvítasunnu-
hátíðina. Á
laugardag kl.
14.15 verður
gönguferð á Austureyna með við-
komu í skólanum. Á hvítasunnudag
verður staðarskoðun heima við kl.
15.15. Annan í hvítasunnu flytur
sr. Hjalti Guðmundsson hátíðar-
messu kl. 14.00, en svo verður stað-
arskoðun að messu lokinni. Á
þriðjudagskvöld kl. 20.30 verður
svo kvöldganga með staðarhaldar-
anum um Viðey. Það er nýlunda,
sem verður fastur liður í sumar, svo
framarlega sem áhugi verður fyrir
slíku. Verður reynt að fara öll
þriðjudagskvöld.
Fastar áætlunarferðir með Mar-
íusúð hófust 1. júní. Um helgar er
farið á klukkustundarfresti frá kl.
13 til 17, á heila tímanum úr landi
en hálfa tímanum úr eynni. Sérstök
ferð með kirkjugesti er kl. 13.30
þegar messað er. Virka daga eru
ferðir úr Sundahöfn kl. 14.00 og
15.00 og í land aftur kl. 15.30 og
16.30. Fastar
kvöldferðir eru
fimmtudaga til
sunnudaga kl.
19.00, 19.30 og
20.00 úr Sunda-
höfn, en kl. 22.00, 23.00 og 24.00
í land aftur. Auk þess geta hópar
fengið ferðir á öðium tímum.
Fornleifagröftur er þegar hafinn
og hestaleiga tekur til starfa í Við-
ey fyrri hluta júnímánaðar. Ljós-
myndasýning um lífíð á Sundbakk-
anum í Viðey verður opnuð í skóla-
húsinu í Viðey um Jónsmessuhelg-
ina.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu
opnaði fyrir almenning 1. júní. Þar
er hægt að fá kaffiveitingar síðdeg-
is og mat að kvöldi. í tengslum við
veitingahúsið er svo grillskálinn
Viðeyjarnaust. Þar ætlar Karl Jón-
atansson að standa fyrir „sveita-
böllum“ á sunnudagskvöldum í
sumar. Þar verður leikið fyrir dansi
á harmóniku, gítar og trommur frá
kl. 20.00 til 23.00. Fyrsta ballið
verður 11. júní. Veitingar verða
jafnframt seldar í skálanum.
Gáfu öndunarvél
fyrír fyrirbura
LIONSKLUBBURINN Fjörgyn
hefur undanfarna mánuði safnað
peningum til tækjakaupa fyrir
Barnaspítala Hringsins.
Stefnt var að kaupum á önd-
unarvél fyrir fyrirbura. Þörfin fýrir
slíka vél var orðin brýn enda mik-
il og góð reynsla af eldri vél sem
hefur verið í notkun í nokkurn tíma
á Barnaspítalanum.
Söfnun Lionsmanna gekk sam-
kvæmt áætlun og var öndunarvélin
afhent læknum Barnaspítala
Hringsins föstudaginn 26. maí sl.
Öndunarvélin verður -etaðsett á
vökudeild kvennadeildar Land-
spítalans. Fyrir hönd Barnadeildar
Hringsins veittu Ásgeir Haralds-
son, yfirlæknir, forstöðumaður
ungbarnadeildar. Hringsins, og
Gúnnar Biering, yfirlæknir á
kvennadeild Landspítalans, tækinu
viðtöku.
Lionsklúbburinn Fjörgyn kann
öllum sem lögðu verkefninu lið
bestu þakkir.
Vorhátíð í Æfmgaskóla
VORHÁTÍÐ Æfingaskóla KHÍ
var haldin laugardaginn 13. maí
sl. og stóð foreldrafélagið fyrir
henni. Margl var til skemmtunar
t.d. leiktæki frá ÍTR, fiskveiði,
flóamarkaður, bakarí, iyólreiða-
þrautir, körfubolti, blöðrur og
hinar ýmsu veitingar voru á boð-
stólum. Góð mæting var af hálfu
foreldra, nemenda og kennara
og virtust allir skemmta sér hið
besta.
FRÉTTIR
Dr. HANNE Foss tekur við styrknum í Uppsölum 25. apríl sl.
Uthlutun úr minningarsj óði
Katrínar Fríðjónsdóttur
ÞANN 25. apríl sl. var í fyrsta sinn
úthlutað styrk úr Minningarsjóði
Katrínar Friðjónsdóttur, sem stofn-
aður var í háskólabænum Uppsölum
í Svíþjóð við ótímabært lát Katrínar
árið 1990.
Dr. Katrín Friðjónsdóttir, sem
fædd var árið 1945 á Seyðisfirði,
var dóttir Friðjóns Stefánssonar rit-
höfundar, sem lést 1971, og konu
hans, Maríu Þorsteinsdóttur. Katrín
stundaði nám í félagsfræði við há-
skólann í Lundi og starfaði þar einn-
ig, síðast sem aðstoðarprófessor við
félagsvísindadeild háskólans. Katr-
ín stundaði rannsóknir í félagsvís-
indum og átti aðild að SCASSS,
sænsku stjórnarnefndinni um fram-
haldsnám í félagsvísindum. Meðal
rita hennar er ritgerðin „Vísindi og
stjórnmál" (Lundi 1983) og rit-
gerðasafnið „Sænsk félagsfræði“
(Stokkhólmi 1987) byggt á fyrir-
lestraröð við háskólann í Lundi. í
áðurnefndri ritgerð Katrínar er
haldið fram þeirri hugmynd að vís-
indaiðkun byggist á samningi
(óskráðum) milli samfélagsins og
fræðimanna. Rétt fyrir andlát Katr-
ínar hafði hún gert áætlun um viða-
mikið verkefni um þróun félagsvís-
inda í Svíþjóð og hvemig þau mót-
uðust með samspili gagnrýninnar
vísindalegrar hugsunar, skipulagi
háskólans og samfélagsins.
Styrkir úr minningarsjóðnum eru
„La Bagu-
ette“ flutt
í Skeifuna
VERSLUNIN „La Baguette“
sem sérhæfir sig í frönskum
brauðum og kökum, er flutt
í Skeifuna 7, en hún var áður
til húsa á Laugavegi.
Verslunin flytur inn frosn-
ar, hálfbakaðar bökunai'vör-
ur frá Frakklandi, sem neyt-
andinn lýkur við að baka í
ofninum heima sér. Er m.a.
boðið upp á frönsk „bagu-
ette“-brauð, smjördeigshorn
(croissants, súkkulaðibrauð
(pain au chocolat) og margt
annað.
I fréttatilkynningu frá La
Baguette segir að sem dæmi
um verð megi nefna að þijú
„baguette“-brauð kosti 300
krónur og tíu „croissants"
450 krónur.
Kaffi og með því
Einnig hefur verið opnaður
lítill kaffibar í versluninni þar
sem hægt er að fá kaffi og
franskt bakkelsi.
Verslunin er opin mánu-
daga til föstudaga 11-18 og
laugardaga 10-16.
KATRÍN Friðjónsdóttir (fyrir miðju) ásamt móður sinni og systur.
ætlaðir ungum fræðimönnum í Sví-
þjóð og á öðrum Norðurlöndum eft-
ir ábendingar frá prófessorum í
félagsfræði við háskólana í Lundi
og Uppsölum og eru veittir af fé-
lagsvísindadeild háskólans í Upp-
sölum. Fyrsta styrkinn hlaut dr.
Hanne Foss Hansen, frá stjórn-
máladeild Háskólans í Kaupmanna-
höfn, og fór styrkveitingin fram við
hátíðlega athöfn í sal listadeildar
háskólans í Uppsölum 25. apríl sl.
Styrkveiting úr sjóðnum mun
framvegis fara fram þriðja hvert
ár til ungra fræðimanna, einkum á
því sviði hvernig þekking verður til
í samspilinu milli rannsókna, rann-
sóknarstofnana, mismunandi rann-
sóknarstefna og þjóðfélagsþróunar.
Hægt er að styrkja minningarsjóð-
inn með framlögum við ýmis tæki-
færi, bæði til að minnast gleði og
sorgar í eigin lífí svo og vina og
vandamanna.
Reikningsnúmer sjóðsins hér á
landi er 68433 á bók í Vesturbæjar-
útibúi Landsbanka íslands. Ábyrgð-
armaður sjóðsins á íslandi er Lára
Björnsdóttir, Ægissíðu 78, Reykja-
vík.
Morgunblaðið/Kristinn
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Eir afhentu lögreglusljóranum í
Reykjavík tækjabúnað að gjöf nýlega. Frá vinstri: Arnþór Ingólfs-
son yfirlögregluþjónn, Krislján Ingi Krisljánsson, fulltrúi á fíkni-
efnadeild, Böðvar Bragason lögreglustjóri, Ragna Lára Ragnars-
dóttir, Ólafur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður, Rannveig
Ingvarsdóttir, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðríður Thorarensen,
Hugrún Jónsdóttir, formaður Eirar, og Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Eir styður forvarna-
starf lögreglunnar
LIONSKLÚBBURINN Eir afhenti
lögreglustjóranum í Reykjavík nýlega
tölvubúnað til að vinna á fræðslu- og
kynningarefni í vímuvörnum.
Klúbburinn hefur í tíu ár stutt
fíkniefna- og forvarnadeild embætt-
isins með fjárframlögum og tækja-
gjöfum. Tækin hafa verið notuð í
tengslum við hin ýmsu störf fíkniefna-
deildar og fjármunur.um hefur verið
varið til útgáfu fræðslu- og upplýs-
ingaefnis um skaðsemi fíkniefna.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur
hvort tveggja komið í mjög góðar
þarfír, en hann segir lögregluna ekki
síður kunna að meta viðurkenningu
Lionsfélaganna og þann mikla áhuga
sem að baki búi.
Háskólabíó hefur á hveiju ári und-
anfarin ár látið aðgangseyii forsýn-
ingar á nýrri kvikmynd renna til Eir-
ar. Eir hefur síðan varið ágóðanum
til fíkniefnavarna.