Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 2
LIST OG HÖNNI JN
Norræna húsið
ALBERT ENGSTRÖM
KYNNING
Opið á opnunartíina kaffistofu. Til
21. júní. Aðgangur ókeypis.
EINN af nafnkenndustu sonum
Svíaríkis og ágætustu skopteiknur-
um aldarinnar á Norðurlöndum,
Albert Engström (1869-1940), gisti
Island 1911 og fór víða. Ritaði bók
eftir heimkomuna, „At Haklefjall",
er út kom 1913 og dijúga athygli
vakti, enda snjall penni og meðlim-
ur sænsku Akademíunnar frá 1922.
Bókin kom út á íslenzku 1943 und-
ir nafninu „Til Heklu“.
Norræna húsið gengst fyrir lítilli
kynningu á stórmenninu í anddyr-
inu, ofurlítilli langar mig til að
bæta við, því að hún er einungis í
tveim sýningarskápum undir gleri.
Er þar komið enn eitt tímanna tákn
um ræktarsemi við listamenn fortíð-
ar og geta menn einungis borið
virktina saman við viðamikla fram-
kvæmdina utan húss og innan á
sama tíma. Annars var það Carl-
Otto von Sydow, fyrrverandi for-
stöðumaður handritadeildar há-
skólabókasafnsins í Uppsölum, sem
hafði veg og vanda af undirbúningi
sýningarinnar, og má vera að hún
hafi öðru fremur verið í tengslum
við fyrirlestur hans, “Albert Eng-
Söngkon-
ur i sum-
arskapi
ÞRJÁR söngkonur, þær Björk Jóns-
dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og
Margrét Pálmadóttir, halda tónleika
í Kaffileikhúsinu á sumarsólstöðum,
miðvikudaginn 21. júní kl. 21. Undir-
leikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Á efnisskránni eru lög úr ýmsum
áttum, bæði innlend og erlend. Söng-
konurnar syngja meðal annars sóló,
dúetta og tríó.
Söngkonurnar eiga allar að baki
langan feril í tónlist, en undanfarið
hafa þær starfað saman að uppbygg-
ingu Kvennakórs Reykjavíkur.
-----♦--■♦-4--
Sumartón-
leikar Dóm-
kirkjunnar
MARTEINN H.
Friðriksson leikur
í kvöld kl. 20.30
á orgel Dómkirkj-
unnar.
Á efnisskrá eru
verk eftir Jón
Þórarinsson, Jón
marteinn H. Nordal, D. Buxte-
Friðriksson hude, P. Eden og
J.S. Bach.
Aðgangur er ókeypis.
Garðsláttuvélar
ÞOR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070
LISTIR
Merkur ferðalangur
ström og ísland“, í fundarsal.
Engström stofnaði skopblaðið
Strix árið 1897, sem varð hluti af
sænskri þjóðarvitund og víðþekkt á
Norðurlöndum, ásamt því að teikn-
ingar hans teljast með því ágætasta
sem gert hefur verið á sviðinu og
vörðuðu veginn um þessa tegund
risslistar.
Eitthvað er að þegar fyrnist yfir
minningu slíkra, og hætt er að sýna
henni verðuga ræktarsemi, því
mögulegt hefði verið að búa til
hrifmikla sjónræna framkvæmd úr
þeim efniviði sem menn höfðu á
milli handanna og gera hann stórum
aðgengilegri. Til dæmis með því að
stækka einstaka texta úr glósubók-
um og bréfum og raða á veggina,
sömuleiðis myndir og riss.
Ný hlið á sænskri þjóðarsál hefði
þá blasað við gestum hússins og
og vægi upplýsingastreymisins
margfaldast. Varla vanþörf á, því
að einungis elstu kynslóðir virðast
þekkja nafnið Albert Engström (!),
þótt ætla megi að menntunarkerf-
inu sé skylt að halda slíkum hátt á
lofti.
Engström virðist hafa verið upp-
tekinn við að kynna sér íslenzkt
landslag og rýna í þjóðarvitundina,
svo sem honum var lagið, því það
sýna bréf hans og lýsingar á ferða-
laginu, eins og þegar hann fór á
báti frá Siglufirði til Akureyrar:
„Höfrungar og alls konar fuglar,
óteljandi æður og skarfar. Og upp
í landi sjáum við í sjónauka hesta
og fé bíta smaragða. Og lækir leiftr-
uðu í sólskininu og rósaský sváfu
á fjallstinduuum. Þegar við komum
inn í Eyjafjörð varð enn fegurra.
Þar er aðdjúpt við vesturströndina
og við fórum nálægt henni. Fyrir
minni Ólafsfjarðar fósum við fram
hjá litlum hval og höfrungavöðu.
Þegar við sigldum fram hjá Hrísey
var hafið eins og sjóðandi af lífi.
Það var unaðslegt ferðalag.
Heiðursvini eignaðist Engström
að vonum og einn þeirra var Guð-
mundur Hallgrímsson læknir, sem
hefur verið iðinn við að opna honum
aðgang að þjóðarvitundinni líkt og
kompur hans sýna: Helltu út/ úr
einum kút/ ofan í gröf mér búna/
beinin mín/ í brennivín/ bráðlega
langar núna. Og Guðmundur hefur
einnig viljað mæra föðurland Eng-
ströms, með því að kynna honum
eina snjalla þýðingu Matthíasar
Jochumssonar: Þú rótgróna Svía-
byggð/ með sigurfrægð og hetju-
dyggð/ og málmi skærra mál/ Þú
goðum líka Gautaslóð/ þú Gústavs
prúða snilldarþjóð/ þín harpa syng-
ur sólarljóð/ og sigurorð þitt stál.
- Nei, við höfum naumast efni
á að gleyma slíku, því þá gleymum
við landinu og glötum norrænni
þjóðarvitund um leið.
Bragi Ásgeirsson
Kenndu mér að klæ5a rétt
og hvemig á að negla þétt
og hvernig á að brosa blítt (aö loknu varki)
og blikka undur þýtt. (bara svona yfirleitt)
Okkur Vírnetsmönnum er málið skylt.
Við framleiðum Borgarnesstál
og mestallan saum sem notaður er I landtnu.
Sem er enn eitt dæmi úm samkeppnisiðnað sem stenst opna og óverndaða
samkeppni við erlenda framleiðslu.
Þess vegna höfum við gefið út ritin: Naglfestan og Veðurkápan.
I þeim er utskyrt, a auðskiljanlegan hatt, hvermg
standa skal að því að klæða hús bárujárni, eða
öðrum stálklæðningum og hvaða saum skuli
nota í timbur -bæði í festingar hvers konar
timburvirkja sem og annað, t.d. klæðningar.
Ritin eru a alþyðlegu mali þott grunnurinn se
hávísindalegur. Höfundar meginefnis eru þeir
Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur
hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
og Pétur Sigurðsson, efnaverkfræðingur.
Bæði þessi rit fast i byggingarvöruverslunum
og hjá útgefanda. Eintakið kostar 500 krónur.
VÍRNET ?
Borgarbraut 74
310Borgarnesl
Pósthólf: 60 • Slrnl: 437 1000 • Bréfaslml: 437 1819