Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 49

Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 49 FRÉTTIR Kvöld- ffansra um Viðey ÞRIÐJA kvöldgangan á þessu sumri um Viðey verður farin í kvöld. Far- ið verður með Viðeyjarfeijunni Maríusúð úr Sundahöfn kl. 20.30. Gangan sjálf tekur rúmlega 1 ‘A klst. þannig að komið verður í land upp úr kl. 22.30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn til fótanna. Vikulegar kvöldgöngur um Viðey á þriðjudagskvöldum hafa farið vel af stað. Greinilegt er að þeir sem fara út úr bænum um helgar vilja gjarnan skoða borgina og hennar næsta umhverfi að kvöldlagi í miðri viku, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta ferðin var farin fyrir hálf- um mánuði á Vestureyna. Fyrir viku var farið á Austureyna og í kvöld verður gengið um norður- ströndina. Þar er fallegt útsýni og margt að sjá og ræða. í þremur ferðum er þannig hægt að sjá stærstan hluta eyjarinnar og kynn- ast henni og sögu hennar allvel. Ekkert gjald er tekið fyrir leiðsögn. Fólk þarf aðeins að greiða feijutoll- inn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. ------» » ♦----- Sólstöðu- ferð á Snæ- fellsnes j HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efn- I ir til fræðsluferðar á Snæfellsnes og umhverfis Jökul laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júní. Lögð verð- ur áhersla á gróðurfar, jarðfræði og umhverfismál auk almennrar nátt- úruskoðunar. Leiðsögumenn og fararstjórar í ferðinni verða þeir Eyþór Einarsson, grasafræðingur, Freysteinn Sigurðs- son, jarðfræðingur og Guttormur Sigbjarnason, jarðfræðingur. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 9 laugardaginn 24. júní frá Umferð- armiðstöðinni. Gist verður eina nótt á Hellissandi. Ef veður leyfir þá um kvöldið verður farin miðnætursólar- ferð upp að Snæfellsjökli undir leið- sögn Skúla Alexanderssonar, fyrr- verandi alþingismanns. Fargjald er 4.000 kr. fyrir full- orðna auk gistigjalds, en völ er á tjaldstæði, svefnpokaplássi eða ann- arri gistingu. Ferðin er öllum opin utan félags sem innan. Skráning í hana fer fram á skrifstofu HÍN á Hlemmi 3. Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Mikilölvun á þjóðhátíð 16. til 18. júní MIKILL erill var hjá lögreglu á þjóðhátíðardaginn. Ölvun var áberandi mikil að kvöldi 17. og aðfaranótt 18. og talið að þá hafi verið um 20 þúsund manns í miðbænum þegar mest var. Allnokkra þurfti að vista í fanga- geymslum. Nokkur mál komu upp vegna líkamsmeiðsla en ekk- ert þeirra alvarlegt. Þó fannst maður liggjandi á Frakkastíg með áverka á hnakka og hafði blætt talsvert úr honum. Hann var fluttur á slysadeild. Hann sagðist hafa orðið fyrir árás en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um hvað hafði gerst. Á sunnu- dagsmorgun voru ennum þúsund manns í bænum og voru 43 bók- anir í dagbók lögreglunnar þann morgun, þar af ellefu vegna ölv- unar. Á venjulegum sunnudags- morgni ná bókanir yfirleitt ekki hálfum tug. Meiddist á leikfangahnif Brotist var inn í ljósmynda- vöruverslun í Skipholti aðfara- nótt föstudags og þaðan stolið ljósmyndavörum að verðmæti um 600 þús. krónur. Um tíuleytið á föstudagsmorgun er lögreglunni tilkynnt um að sjö ára drengur hafi slasast þegar hann var að leika sér með leikfangahníf heima hjá sér. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Síðdegis á föstudag urðu þijú umferðarslys. Eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar þurfti að flytja annan ökumann- inn á slysadeild. Eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Skógarsels og Stekkjarbakka voru báðir ökumenn og farþegi úr öðrum bílnum fluttir á slysa- deild. Báðir bílarnir voru fjar- lægðir með kranabíl. Eftir tveggja bíla árekstur á Háaleitis- braut og Listabraut þurfti að flytja ökumann annars bílsins á slysadeild. Tilkynnt var um vinnuslys í Þverholti. Maður skarst sem var að skipta um blað í skurðarhníf. Fannst í skrúðhúsi Að morgni 17- júní var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í Landakotskirkju. Lögreglu fór inn í kirkjuna í fylgd með presti og fundu innbrotsmanninn inni í fataskáp í skrúðhúsi. Hann hafði brotið rúðu í kirkjunni og skriðið inn. Rétt fyrir klukkan átta valt bíll á gatnamótum Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Öku- maður hafði stolið bílnum frá bílasölu. Hann er grunaður um ölvun. Vélhjóli var ekið aftan á bifreið á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut skömmu eftir hádegi. Ökumaður vélhjólsins er grunaður um ölvun. Skömmu eftir miðnætti kom lögregla að manni á Skeiðarvogi en sprungið hafði á bíl hans. I ljós kom að hann var mjög ölvaður og hafði ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni. Taska var rifin af fullorðinni konu um tvöleytið á Kirkjutorgi. Taskan fannst skömmu síðar og höfðu þá verið teknar úr henni tvö þúsund krónur. Ökumaður stakk af Á sunnudagsmorgun klukkan rúmlega fjögur var stúlka flutt á slysadeild eftir að ekið hafði verið utan í hana þar sem hún gekk eftir Suðurgötu. Ökumað- urinn stakk af og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Meiðsl stúlkunnar voru minniháttar. Þrír piltar voru handteknir sunnudagsmorguninn 11. júní sl. Þeir höfðu klifrað upp á auglýs- ingaskilti á horni Lækjargötu og Austurstrætis, snúið baki í norð- ur og girt niður um sig samtím- is. Síðan beygðu þeir sig fram og viðruðu á sér afturendann í 10-15 sekúndur. Þeir girtu sig síðan og klifruðu aftur niður. Þeir komu niður við Rósenberg kjallara þar sem lögreglan tók á móti þeim, handtók þá og flutti á lögreglustöð. Piltarnir eru 15, 16 og 17 ára gamlir. RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-30N Kælir: 265 I - Frystir: 25 I HxBxD: 140x60x57 cm innbyggt frystihólf 41.800 FAGOR D-27R Kælir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Btgr.Kr. 49.800 Gengið út Örfyrisey og síðan til baka að Grófarbryggju. Sigling í dögun út í Engey Göngu lýkur kl. 7.00 í Dómkirkjunni SÓLSTÖÐU- ð 0 GANGAN 1995 Lagt er upp frá Víkurgarði þriðju- dagskvöld kl. 12.00 á miðnætti Sólstöðumínútan við Háskólann kl. 20.35 Næturganga í 11. smn SOLSTOÐUGONGUHOPURINN stendur fyrir næturgöngu á sumarsólstöðum 21. júní.í ellefta sinn í kvöld. Hópurinn hvetur alla sem vettlingi geta valdið að ganga sína eigin sólstöðugöngu yfír dag- inn og kvöldið eða minnast dagsins með öðrum hætti. Næturgangan hefst á miðnætti VINNIN LAUG/ GSTÖLUR kRDAGINN 17.06.1995 28) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 2.035.720 2.piús5í W o 258.387 3. 4al 5 72 6.190 4. 3af 5 2.016 510 Heildarvinningsupphæö: 3.767.947 Æ | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR í kvöld í Víkurgarði (Fógeta- garðinum) við Aðalstræti. Gengin verður leiðin sem farin var í sól- stöðugöngunni árið 1986 en þá var í fyrsta skipti gengið allan sólarhringinn. Gengið verður á milli útivistarsvæða Reykjavíkur og siglt um Sundin. skólar/ námskeið handavinna ■ Ódýr saumanamskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigrfður Pétursd., s. 551 7356. tungumál ■ Enskunám i Englandi í nágrenni við York í boði er alhliða enskunám (2-20 vikur) við virtan enskuskóla. Viðskiptaenska, unglinganámskeið og barnanámskeið (6-12) ára. Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Skoðunarferðir og íþróttir. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson f sfma 581 1652. á kvöidin. FAGOR C34R - 2 pressur Kæiir: 290 I - Frystir: 110 I HxBxD: 185x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi stgr.kr. 78.800 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblahib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu pltrginttMiiMfe -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.