Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.06.1995, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 49 FRÉTTIR Kvöld- ffansra um Viðey ÞRIÐJA kvöldgangan á þessu sumri um Viðey verður farin í kvöld. Far- ið verður með Viðeyjarfeijunni Maríusúð úr Sundahöfn kl. 20.30. Gangan sjálf tekur rúmlega 1 ‘A klst. þannig að komið verður í land upp úr kl. 22.30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn til fótanna. Vikulegar kvöldgöngur um Viðey á þriðjudagskvöldum hafa farið vel af stað. Greinilegt er að þeir sem fara út úr bænum um helgar vilja gjarnan skoða borgina og hennar næsta umhverfi að kvöldlagi í miðri viku, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta ferðin var farin fyrir hálf- um mánuði á Vestureyna. Fyrir viku var farið á Austureyna og í kvöld verður gengið um norður- ströndina. Þar er fallegt útsýni og margt að sjá og ræða. í þremur ferðum er þannig hægt að sjá stærstan hluta eyjarinnar og kynn- ast henni og sögu hennar allvel. Ekkert gjald er tekið fyrir leiðsögn. Fólk þarf aðeins að greiða feijutoll- inn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. ------» » ♦----- Sólstöðu- ferð á Snæ- fellsnes j HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efn- I ir til fræðsluferðar á Snæfellsnes og umhverfis Jökul laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júní. Lögð verð- ur áhersla á gróðurfar, jarðfræði og umhverfismál auk almennrar nátt- úruskoðunar. Leiðsögumenn og fararstjórar í ferðinni verða þeir Eyþór Einarsson, grasafræðingur, Freysteinn Sigurðs- son, jarðfræðingur og Guttormur Sigbjarnason, jarðfræðingur. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 9 laugardaginn 24. júní frá Umferð- armiðstöðinni. Gist verður eina nótt á Hellissandi. Ef veður leyfir þá um kvöldið verður farin miðnætursólar- ferð upp að Snæfellsjökli undir leið- sögn Skúla Alexanderssonar, fyrr- verandi alþingismanns. Fargjald er 4.000 kr. fyrir full- orðna auk gistigjalds, en völ er á tjaldstæði, svefnpokaplássi eða ann- arri gistingu. Ferðin er öllum opin utan félags sem innan. Skráning í hana fer fram á skrifstofu HÍN á Hlemmi 3. Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Mikilölvun á þjóðhátíð 16. til 18. júní MIKILL erill var hjá lögreglu á þjóðhátíðardaginn. Ölvun var áberandi mikil að kvöldi 17. og aðfaranótt 18. og talið að þá hafi verið um 20 þúsund manns í miðbænum þegar mest var. Allnokkra þurfti að vista í fanga- geymslum. Nokkur mál komu upp vegna líkamsmeiðsla en ekk- ert þeirra alvarlegt. Þó fannst maður liggjandi á Frakkastíg með áverka á hnakka og hafði blætt talsvert úr honum. Hann var fluttur á slysadeild. Hann sagðist hafa orðið fyrir árás en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um hvað hafði gerst. Á sunnu- dagsmorgun voru ennum þúsund manns í bænum og voru 43 bók- anir í dagbók lögreglunnar þann morgun, þar af ellefu vegna ölv- unar. Á venjulegum sunnudags- morgni ná bókanir yfirleitt ekki hálfum tug. Meiddist á leikfangahnif Brotist var inn í ljósmynda- vöruverslun í Skipholti aðfara- nótt föstudags og þaðan stolið ljósmyndavörum að verðmæti um 600 þús. krónur. Um tíuleytið á föstudagsmorgun er lögreglunni tilkynnt um að sjö ára drengur hafi slasast þegar hann var að leika sér með leikfangahníf heima hjá sér. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Síðdegis á föstudag urðu þijú umferðarslys. Eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar þurfti að flytja annan ökumann- inn á slysadeild. Eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Skógarsels og Stekkjarbakka voru báðir ökumenn og farþegi úr öðrum bílnum fluttir á slysa- deild. Báðir bílarnir voru fjar- lægðir með kranabíl. Eftir tveggja bíla árekstur á Háaleitis- braut og Listabraut þurfti að flytja ökumann annars bílsins á slysadeild. Tilkynnt var um vinnuslys í Þverholti. Maður skarst sem var að skipta um blað í skurðarhníf. Fannst í skrúðhúsi Að morgni 17- júní var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í Landakotskirkju. Lögreglu fór inn í kirkjuna í fylgd með presti og fundu innbrotsmanninn inni í fataskáp í skrúðhúsi. Hann hafði brotið rúðu í kirkjunni og skriðið inn. Rétt fyrir klukkan átta valt bíll á gatnamótum Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Öku- maður hafði stolið bílnum frá bílasölu. Hann er grunaður um ölvun. Vélhjóli var ekið aftan á bifreið á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut skömmu eftir hádegi. Ökumaður vélhjólsins er grunaður um ölvun. Skömmu eftir miðnætti kom lögregla að manni á Skeiðarvogi en sprungið hafði á bíl hans. I ljós kom að hann var mjög ölvaður og hafði ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni. Taska var rifin af fullorðinni konu um tvöleytið á Kirkjutorgi. Taskan fannst skömmu síðar og höfðu þá verið teknar úr henni tvö þúsund krónur. Ökumaður stakk af Á sunnudagsmorgun klukkan rúmlega fjögur var stúlka flutt á slysadeild eftir að ekið hafði verið utan í hana þar sem hún gekk eftir Suðurgötu. Ökumað- urinn stakk af og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Meiðsl stúlkunnar voru minniháttar. Þrír piltar voru handteknir sunnudagsmorguninn 11. júní sl. Þeir höfðu klifrað upp á auglýs- ingaskilti á horni Lækjargötu og Austurstrætis, snúið baki í norð- ur og girt niður um sig samtím- is. Síðan beygðu þeir sig fram og viðruðu á sér afturendann í 10-15 sekúndur. Þeir girtu sig síðan og klifruðu aftur niður. Þeir komu niður við Rósenberg kjallara þar sem lögreglan tók á móti þeim, handtók þá og flutti á lögreglustöð. Piltarnir eru 15, 16 og 17 ára gamlir. RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-30N Kælir: 265 I - Frystir: 25 I HxBxD: 140x60x57 cm innbyggt frystihólf 41.800 FAGOR D-27R Kælir: 212 I - Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Btgr.Kr. 49.800 Gengið út Örfyrisey og síðan til baka að Grófarbryggju. Sigling í dögun út í Engey Göngu lýkur kl. 7.00 í Dómkirkjunni SÓLSTÖÐU- ð 0 GANGAN 1995 Lagt er upp frá Víkurgarði þriðju- dagskvöld kl. 12.00 á miðnætti Sólstöðumínútan við Háskólann kl. 20.35 Næturganga í 11. smn SOLSTOÐUGONGUHOPURINN stendur fyrir næturgöngu á sumarsólstöðum 21. júní.í ellefta sinn í kvöld. Hópurinn hvetur alla sem vettlingi geta valdið að ganga sína eigin sólstöðugöngu yfír dag- inn og kvöldið eða minnast dagsins með öðrum hætti. Næturgangan hefst á miðnætti VINNIN LAUG/ GSTÖLUR kRDAGINN 17.06.1995 28) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 1 2.035.720 2.piús5í W o 258.387 3. 4al 5 72 6.190 4. 3af 5 2.016 510 Heildarvinningsupphæö: 3.767.947 Æ | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR í kvöld í Víkurgarði (Fógeta- garðinum) við Aðalstræti. Gengin verður leiðin sem farin var í sól- stöðugöngunni árið 1986 en þá var í fyrsta skipti gengið allan sólarhringinn. Gengið verður á milli útivistarsvæða Reykjavíkur og siglt um Sundin. skólar/ námskeið handavinna ■ Ódýr saumanamskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigrfður Pétursd., s. 551 7356. tungumál ■ Enskunám i Englandi í nágrenni við York í boði er alhliða enskunám (2-20 vikur) við virtan enskuskóla. Viðskiptaenska, unglinganámskeið og barnanámskeið (6-12) ára. Fámennir hópar. Fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Skoðunarferðir og íþróttir. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson f sfma 581 1652. á kvöidin. FAGOR C34R - 2 pressur Kæiir: 290 I - Frystir: 110 I HxBxD: 185x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi stgr.kr. 78.800 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblahib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu pltrginttMiiMfe -kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.