Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni /TT\ /YE5.I know ) V 1 / VOU PON'T LIKE IM. \ [ T0BECALLED \^l'J V"5M0RTY" y AND IVE NEVER CALLEP VOU *5HORTY("|4AV6 17 NO.I MAVEN'T.._ OF C0UR5E, VOU DON'T EXACTLV MAVE TO DUCK UUHENV0U G0THR0UGH A DOOR, DO YOU ? i ^ootí I /i C 1 * ^ dsrO \ S-iZ - - - - - O Ég veit að þér líkar ekki að vera kallaður „stubbur". Og ég hef aldrei kallað þig „stubb“, Þú þarft auðvitað ekki bein- línis að beygja þig þegar þú spark! er það? Nei, það hef gengur inn um dyr, er það? ég ekki... fMtargnnMafeib BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þankar um umferðar- mál á Islandi Frá Skarphéðni Hinrik Einarssyni: MARGIR eru sammála um að tvö- földun Reykjanesbrautar sé patent lausn í umferðarmálum hér um slóðir. Ugglaust þarf einhvern tíma að tvöfalda brautina en ég legg ekki mat á þörf fyrir þá fram- kvæmd. Verkfræðingar Vegagerð- arinnar eru dómbærari á það. Mér finnst að lýsing brautarinnar sé mjög brýn og myndi auðvelda vetrarakstur mjög. Einnig hefur hálkueyðingu verið mjög ábótavant í vetur. Einnig er löggæslu mjög ábótavant þar. Tíður framúrakstur og glæfraökulag tíðkast þar og virðist einkenna aksturslag íslend- inga mjög. Ljósin milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur eru stillt þannig að þessir framúrtakarar eru þar bremsaðir af og þar ekur maður fram á þá aftur þannig að þeir spara ekkert á því að vera að fara framúr en skapa aðeins slysahættu. Ég hef ekið mikið í Bretlandi og þar eru nú skráð 25 milljón öku- tæki, vegakerfið þar er gott og sumsstaðar eru fimm til sex akrein- ar í hvora átt með stálgrindverki sem aðskilur akstursstefnu. Er dregur nær stórborgum myndast oft miklir umferðarhnútar sem oft tekur langan tíma að leysa. Ég hef séð í blöðum þar og einnig á Sky stöðinni að Bretar hafa miklar áhyggjur af mengun sem fylgir stóraukinni bflaeign almennings. Einnig hefur komið í ljós að bensín með oktantöluna 95 og 97 blýlaust eykur mjög líkur á krabbameini. Þar er um að kenna efni sem bens- ól heitir og hækkar oktantölu bens- íns í stað blýs. Þó svo að olíufélög- in séu á öndverðum meiði þá hefur þetta komið í ljós og verið sannað. Menn eru komnir á þá skoðun að blýbensín sé hættuminna mönnum en blýlaust. Þar hefur verið mótuð sú stefna að hækka verð á bensíni til aldamóta um 60%. Það er nú frá 47 kr. og upp í 53 kr. Htrinn en fer langt yfír pund með þessari hækk- un. Með þessu móti mun umferð einkabíla og flutningabíla minnka en í staðinn munu almenningssam- göngur verða bættar, einnig er stefnt að því að vöruflutningar fær- ist af þjóðvegum landsins yfír til jámbrauta. Ef litið er til umferðar- mála hér á landi ætti fólk að nota almenningssamgöngur meira, skilja bílinn eftir heima, einnig fínnst mér að landflutningar með vörur út á landsbyggðina ættu að færast meira af vegum til strandferða- skipa. Sú leið er mun heppilegri hér en landflutningar. Á vorin eru veg- ir viðkvæmir og um vetur aðstæður mjög erfíðar. Islendingar standa á tímamótum í umferðarmálum. Við emm engin undantekning þar frá nágrönnum okkar í Evrópu. SKARPHÉÐINN H. EINARSSON, Grænási 1B, Njarðvík. Málfar og þjóðhátíð Frá Baldri Pálmasyni: SÚ HEFUR verið reyndin á liðnum ámm, að æði mörgum verður hnot- gjarnt á málfarsstígnum, þegar líð- ur að þjóðhátíðardegi. Þá fínnst fólki þörf á að bora forsetningu framan við dagsetninguna og segir t.d.: „dagskrá hátíðarhaldanna á 17. júní“. Slíkt er til mikilla lýta. Ég hef áður haft orð á þessu hér í blaðinu og spurt þetta forsetning- arglaða fólk: Hvernig svarið þið spumingunni „Hvaða dag fæddist þú?“ Segir þá nokkur t.d. á 1. maí eða á 18. ágúst? Enginn, sem betur fer. Annað atriði er vert að nefna varðandi 17. júní. Þá stígur Fjall- konan fram til hátíðarbrigða í mörgum kaupstöðum og flytur ætt- jarðarljóð. Og er það vel. En ekki hugnast mér að sjá nafn þessa tákn- ræna fulltrúa þjóðarinnar ritað með litlum upphafsstaf. Ég man t.d. ekki til að hafa séð orðið Frón skrif- að með litlum staf, þegar það merk- ir ísland. Þessi tvö orð, Frón og Fjallkona, em samstæð táknleg heiti og eiga bæði að halda sínu upphafs-effí. BALDUR PÁLMASON. Vesturbrún 31, R. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Rilstjórn 669 1329, fréttir 569 1181, Iþróttir 569 1156, 8érblöð 669 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.