Morgunblaðið - 18.07.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 21
*
Olistasafnið opnað í Boston
„Óður til
lista-
klúðurs“
SCOTT Wilson fommunasali áttaði
sig engan veginn á því hvílíka gull-
námu hann kom niður á fyrir þremur
ámm, er hann rakst á gylltan skraut-
ramma í rusli. í rammanum var
mynd af gráhærðri konu, sem hnipr-
ar sig saman á akri undir gulum
himni. Myndin var svo léleg, að Wil-
son gat ekki slitið augun af henni.
Ekki leið á löngu þar til til hans sást
á mörkuðum og bilskúrssölum í leit
að fleiri lélegum listverkum. Nú á
Wilson svo gott safn af ólist að hann
hefur asamt fleirum sett á fót svokall-
að „Ólistasafn" (Museum of Bad
Art) í Boston í Bandaríkjunum.
Blaðamaður The Wall Stæet
Journal kallar safnið „óð til listakl-
úðurs“. Wilson segist hafa leitað að
verkum sem séu heiðarleg tilraun til
að skapa listaverk en hafi mistekist
skelfilega. Sjálfur hætti Wilson námi
í listaskólanum í Massachusetts.
Wilson og félagar hans sem
standa að Ólistasafninu og frétta-
bréfi um það á Internetinu, segja
því ætlað að gefa hinu hefðbundna
listalífi á baukinn. Aðstandendur
safnsins eru um 80 og á meðal þeirra
eru Garen Daly, forstjóri kvik-
myndahúss og tölvunarfræðingurinn
Jerry Reilly, en hann hýsir safnið,
sem er ekki mikið að vöxtum, í
tveimur kjallaraherbergjum. Ódýrir
ljóskastarar lýsa málverkin, sem eru
áttatíu að tölu, upp en öðrum ólista-
verkum hefur verið komið fyrir í
geymslu þar sem einnig er að finna
tómar bjórdósir og garðsláttuvél.
Köttur brosir út í annað
Gestir geta haft samband við
Reilly vilji þeir sjá safnið en hann
kýs þó fremur að halda sýningar,
um 130 manns sóttu þá sem mestra
vinsælda hefur notið. Á meðal vin-
sælustu málverkanna má nefna and-
litsmynd af ketti sem brosir út í
EITT verkanna á
Ólistasafninu.
annað og mynd máluð með depla-
tækni af manni í rómverskri skikkju
sem krýpur á akri.
„Stundum er maður staddur á
stóru listasafni og hugsar með sér:
„Hvernig í óskupunum komst þetta
verk hingað?" segir Louise R.
Stacco, eigandi tölvuverslunar og
einn aðstandenda safnsins. „Á þessu
safni leikur enginn vafi á því; vegna
þess að þetta er léleg list.“
En þrátt fyrir að stofnun Ólista-
safnsins sé í raun til höfuðs hefð-
bundinni list, virðist það munu hljóta
viðurkenningu þeirra sem þar ráða.
Hefur Montserrat-listaskólinn í
Massachusetts boðið safninu að setja
upp sýningu í sölum skólans. Ástæð-
an er sögð ferskleikinn sem óneitan-
lega sé yfir Ólistasafninu.
En hvaða skilaboð eru fólgin í
stofnun safnsins? „Að einlægni
skipti enn máli,“ segir Ethan Berry
hjá Montserrat-skólanum.
Sumir listamannanna sem eiga
verk á safninu eru fullsáttir við það.
Þeirra á meðal er Bonnie Daly frá
Maine sem segist búa yfir „listrænni
endorfín-þörf“. Safnið á mynd sem
hún málaði af Elvis Presley með
yfirvararskegg og í grænum jakka.
„Þetta var eftirmynd Presleys, eins
og Picasso hefði túlkað hana, tpeink-
uð minningu Andy Warhols," segir
Daly, sem er aðstoðarkona þvag-
færasérfræðings þegar hún er ekki
að mála. „Ég fagna því að einhver
kunni að meta verk mín. Ég á 99
verk tilbúin og er viss um að safn-
stjórarnir myndu kunna að meta
nokkur þeirra."
Minnisvarði
um Eyvind
EIÐUR Guðnason sendiherra ís-
lands í Noregi afhjúpaði minnis-
varða um Eyvind skáldaspilli í bæn-
um Sandnesi á Rogalandi 17. júní.
Er minnisvarðinn settur upp af þvi
tilefni að 1000 ár eru liðin frá dauða
skáldsins.
í ræðu sem Eiður flutti í tilefni
dagsins segir m.a.: „Við erum kom-
in saman hér í dag til að minnast
þeirra verðmæta sem fortíðin hefur
látið okkur í té. Þetta er menningar-
arfur okkar, hinn norræni arfur sem
okkur er skylt að gæta og varð-
veita. Ef við gerum það ekki, gerir
það enginn."
-----♦ ♦ ♦-----
Lilja Björk í
Galleríi Birgis
NÚ STENDUR yfir sýning á verk-
um Lilju Bjarkar Egilsdóttur í Gall-
eríi Birgis Andréssonar.
Lilja Björk er nú búsett í París,
þar sem hún stundar alla sína
myndlist. Áður var hún við nám í
íjöltæknideild MHÍ og svo síðar í
Frakklandi.
Lilja hefur tekið bæði þátt í sam-
sýningum og haldið einkasýningar.
Verkin á þessari sýningu er í fram-
haldi af því sem hún hefur verið
að vinna að á undanförnu.
Sýningin er opin á fimmtudögum
frá kl. 14-18 eða eftir samkomu-
lagi. Henni lýkur svo fimmtudaginn
10. ágúst.
Nýjar bækur
• ÚT ER komin frá Árbæjarsafni
Fornleifaskrá Reykjnvikur eftir
Bjnrna F. Einarsson fornleifa-
fræðing. Árin 1982-83 skráði
Bjarni fornleifar Reykjavíkur fyrir
Þjóðminjasafn íslands. Þá höfnuðu
123 staðir á skrá. Þessi skrá var
ekki gefin út. Árin 1994-95 skráði
Bjarni fornleifar í Reykjavík á ný,
en nú fyrir Árbæjarsafn. Sömu
aðferðir voru í stórum drátum
notaðar þó að vissar breytingar
hafi átt sér stað.
í upphafi ritsins Fornleifaskrá
Reykjavíkur er fjallað um aðdrag-
andann að skráningunni, nýju
þjóðminjalögin, umhverfismat og
skráningaraðferð.
í meginhluta skrárinnar eru
minjarnar tilgreindar hver um sig,
þeim lýst, birt af þeim ljósmynd
og teikning þegar við á, lega og
staðhættir gefin upp o.s.fr. Þá er
í ritinu kort yfir borgarlandið sem
sýnir staðsetningu fornleifanna.
Skýrslan er til sölu í miða- og
bókasölu Árbæjarsafns. Er hún
187 bls. að lengd og kostar 1.990
kr.
- kjarni málsins!
Bragðgóð
blanda
LEIKUST
Kaf filcikhúsiö
HÖFUÐIÐ AF SKÖMMINNI
Höfundar og leikendur: Ánnann
Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson
og Þorgeir Tryggvason. Pianóleikari
og tæknimaður: Hulda Hákonardótt-
ir. 15. júlí.
ÞRÍEYKIÐ sem samanstendur
af þeim Ármanni Guðmundssyni,
Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri
Tryggvasyni kallar sig Allt of langt-
gengið, og hafa þeir félagar fengist
við að semja leiktexta í nokkur ár,
aðallega fyrir leikfélagið Hugleik.
Eins og leikhúsáhugamenn vita
hefur Hugleikur eingöngu sett upp
gamanleiki þar sem leitast er við
að gera sem mest grín að íslenskum
menningarararfi á einn eða annan
hátt, oft með fimagóðum árangri.
Gamanleikurinn Höfuðið af
skömminni er skilgreindur sem ís-
lenskur kabarett. Orðið kabarett
þýðir, samkvæmt orðabókinni,
skemmtun með blönduðu efni, döns-
um, söng, upplestri, smáleikþáttum
og þess háttar, og það er einmitt
slík skemmtun sem þeir félagarnir
þrír bjóða gestum Kaffileikhússins
upp á. Hér er þó ekkert sérstaklega
leitast við að gera grín að íslending-
um eða íslenskum menningararfi,
heldur er farið um víðan völl og sem
dæmi má taka að grínið spannar
svið allt frá íþróttum til heimspeki-
kenninga og er víða drepið niður.
Kabarettinn Höfuðið af skömminni
er saman settur af mörgum mis-
löngum ótengdum atriðum.
Kannski er það örlítill veikleiki að
atriðin eru lítið sem ekkert tengd,
þannig að heildarsvip vantar á sýn-
inguna. Atriðin eru einnig afar mis-
munandi fyndin, sum hittu algjör-
lega í mark þannig að áhorfendur
tóku bakföll af hlátri, önnur voru
nokkuð langdregin og kölluðu í
mesta falli fram nokkrar brosvipr-
ur. En það skal tekið fram að ekk-
ert atriðanna var beinlínis leiðinlegt
eða pínlegt, eins og misheppnaðir
brandarar eru oft. Eins og títt er
um brandara er textinn mikið til
byggður upp á orðaleikjum og skir-
skotunum sem áhorfendur þekkja
og tekst þeim þremenningum oft
afar vel upp með textagerðina.
Leikstíllinn sem þeir velja sýning-
unni er farsakenndur og ýktur og
textinn nokkuð fjarstæðukenndur á
köflum. Þessi blanda var þegar best
lét afar bragðgóð og minnti helst á
þann frábæra hóp grínista sem
kallar sig Monty Python, en stund-
um var allráðandi „hinn íslenski
ungmennafélagsandi“ eins og ég
heyrði einn leikhúsgesta hafa á orði
að lokinni sýningu - og ráði nú
hver fyrir sig hvað það merkir.
í svona stuttum gamanatriðum
ræður auðvitað leikurinn úrslitum
um hversu vel tekst til að kitla hlát-
urtaugar áhorfenda og það verður
að segjast eins og er að það vant-
aði stundum nokkuð upp á þessa
hlið. Sævar Sigurgeirsson virtist sá
öruggasti af þeim þremur og hann
sýndi yfirleitt/rábæran, kostulegan
leik. Leikur Ármanns og Þorgeirs
var mistækari og vildu þau atriði
þar sem þeir voru bara tveir á svið-
inu stundum falla nokkuð. Það
skiptir máli í svona samsettri sýn-
ingu að halda góðum hraða og flugi
og á því var nokkur misbrestur.
Hluti skýringarinnar getur vitan-
lega falist í nokkrum frumsýningar-
ótta, en á hinn bóginn ber að geta
þess að „salurinn" var afar góður
og leikendum vinveittur.
Það er óhætt að mæla með þess-
um kabarett sem dægrastyttingu á
löngu sumarkvöldi. Kaffileikhúsið
býður upp á léttan og ódýran máls-
verð á undan sýningu og víst er
að áhorfendur munu hafa allnokkra
skemmtan af Allt of langt-genginu.
Soffía Auður Birgisdóttir
Sve/vt4A/<vutOi
KOMNIR
Frábært
verð
VBBI y
¥alhú
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375
BANTHAl
TÆLENSKUR MATUR
Laugavegi 130
Nýtt símanúmer 552 2444
TILBOP:
réttir fyrir 4 kosta á mann
kr. 1.390
w7réttir fvrir 2 kosta á mann
kr. 1.490
'A HSM Pressen GmbH
• Öruggir vandaðir pappírstætarar
• Margar stærðir - þýsk tækni
• Vönduð vara - gott verð
y
(M]t) J. RSTVniDSSON HF.
NM SKIPH0LII 33,105 REYKJAVÍK, SÍMI 552 3580
Reiðskótinn Hrauni
Grímsnesi
Fyrir 10-15 ára
Erum að bóka
í síðsumars-
námskeiðin.
ÞAKRENNUR
Kantaðar eða rúnnaðar
♦ Sterkar og endingargóðar,
framleiddar úr PVC. plasti.
♦ Auðveld uppsetning -
má mála með útimálningu.
♦ íslenskar leiðbeiningar.
25 ára reynsla við
íslenskar aðstæður
BYGGINGAVÖRUR
Ármúla 18, s. 553 5697
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
Tuskur
Feiti
Lifræn efni
Hár ,
Dömubindi
Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu
byggingavöruverslanir.
Tilbúinn
stíflu
eyðir
Dreifing: Hringás hf.,
sími 567 7878 - fax 567 7022