Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 32

Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, JENNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Brunnstíg 4, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 17. júlí 1995. Börnin. t Móðir okkar og tengdamóðir, INGA ÁRNADÓTTIR, Starhaga 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. júlí. Yrsa Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Þór Vilhjálmsson, Ragnhildur Helgadóttir, Þórður Örn Sigurðsson, Auður Eir Vilhjálmsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JENSDÓTTUR, Efstalandi 18, sem lést 11. júlí, fer fram frá Bústaða- kirkju miðvikudaginn 19. júlí kl. 13.30. María Kristleifsdóttir, Jens Kristleifsson, Björn Kristleifsson, Guðrún Maggý Magnúsdóttir, Þuríður Backman, Magnús Jensson, Kristleifur Björnsson, Sigurður Óli Jensson, Þorbjörn Björnsson, Ragnheiður Sivertsen. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og bróðir, FRIÐJÓN GASTI HEIÐAR EYÞÓRSSON, Smárahlíð 1c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mið- vikudaginn 19. júlí kl. 13.30. HERBERT JÓNSSON + Herbert Jónsson fæddist á Akur- eyri 26. apríl árið 1921. Hann lést á Pjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 9. júlí sl. Foreldrar hans voru Laufey Jónsdóttir og Jón Kristjánsson versl- unarmaður. Herbert var fjórði í röð átta systkina. Þann 16. október árið 1955 gekk hann í hjóna- band með Petru Antonsdóttur frá Dalvík. Þau eignuð- ust þrjár dætur, Sólveigu, Her- dísi og Laufeyju. Herbert lauk prófi frá Stýrimannaskólanum árið 1946 og starfaði sem stýri- maður og skipstjóri. Hann var til fjölda ára á Flóabátnum Drangi. Hann var á Gunnvöru, Kristjáni og Sæfinni, þar sem hann var skipstjóri auk fleiri skipa. Árið 1956 var hann ráðinn tollvörður í Tollgæslunni á Ak- ureyri og varð síðar yfirtollvörð- ur í þrjá áratugi. Útför Herberts fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 LÍFIÐ gefur okkur fjölda tækifæra til að kynnast og vera saman. Á þeirri göngu eignumst við fjölda kunningja og lærum að þekkja hvert til annars. En það er ekki það sama að eiga kunningja og að eiga vini. Vinur er eitthvað miklu nánara og hann getur verið öllum traustari og betri, jafnvel þótt samskiptin séu ekki daglega. Við sem yngri erum horfum oft til foreldra okkar og spyijum í eigin huga hveijir séu vin- ir þeirra og kunningjar. Á bernskuár- um okkar finnst okkur, að þeir hljóti að vera bestir vina, sem samskiptin eru mest við. En lífíð er ekki ávalt svona einfalt. Við bræður minnumst þess að hafa ungir lært að þekkja Hebba toll eins og hann var gjarnan nefnd- ur. Hann og faðir okkar höfðu báðir verið til sjós á yngri árum og eftir að þeir komu í land á svipuðum tíma þá sneru þeir sér að líkum störfum í löggæslu. Oft kölluðu þeir eftir aðstoð hvors annars hvort heldur það var við tollskoðun eða eftirlit veiðar- færa. Þá þurfti gjarnan bát til þess að komast um borð í skipin þar sem enginn var hafnsögu- eða tollbátur. Það var á þessum vettvangi sem leiðir okkar lágu oft saman, þegar við strákarnir stýrðum trillunni, sem flutti tollarann um borð. Við verðum að játa, að í fyrstu stóð okkur ekki alveg á sama um tollarann. Hann var kvikur í hreyfingum og þoldi ekkert slór og sagði sína skoðun umbúða- laust. Hann bar fram ákveðnar óskir og vildi að eftir þeim væri farið. En með árunum kynnt- umst við þessum vini föður okkar betur. Við skildum að þar fór traust- ur vinur en ekki kunningi. Ekki síst höfum við séð þessa vináttu dafna og blómstra á síðustu árum, þegar ekki var nema gatan á milli heimil- anna. Oftar en ekki hringdi síminn og það var á vasklegan hátt boðað til fundar í Flækjufæti. Flækjufótur var nafn, sem Herbert hafði gefið félagsskap þeirra hjóna og foreldra okkar, sem daglega fóru í gönguferð- ir í Kjarnaskóg. Ekki síður var hvatt dyra snemma dags til að fara í sund. Þá var gjaman spurt hvers konar svefn væri á þessu fólki, því Herbert hafði þá beðið eftir að ljós kæmi í glugga. Þá hafði hann vaknað snemma og farið að lesa og í sund- inu lét hann okkur heyra þann fróð- leik, sem hann hafði numið. Og hann var sannarlega fróður. Ekki síst var það áhugi hans á sögu einstakra húsa, sem vakti for- vitni okkar. Herbert kunni skil á flestum, sem þar höfðu búið og ekki skemmdi sá fjörlegi taktur, sem fylgdi ávallt frásögnum hans. Þar var ekkert logn og þar var taiað kjamyrt og gott mál. Það var okkur bræðram notaleg tilfínning, að vita hvemig þau fylgd- ust með hvert öðru og áttu saman samfélag, sem bar ávallt yfirskrift þeirrar vináttu, sem aldrei bregst. Þannig höfðum við einnig eignast vin, sem við vissum að fylgdist vel með okkur. Jafnvel þótt samfundum okkar fækkaði eftir að við fluttum til annarra staða og landa. Það var ætíð auðvelt að taka upp þráðinn á ný og jafnvel haldið áfram að spjalla um það sama og síðast var í umræð- unni. Þegar Herbert er allur finnum við að lífið verður hljóðara en áður. Hann hafði tekist á við sjúkdóm sinn Guðrún Þ. Kjartansdóttir, G. Maríanna Friðjónsdóttir, Birgir Þ. Bragason, Gestur H. Friðjónsson, Helga Þ. Heiðberg, Guðrún Friðjónsdóttir, Aðalsteinn Árnason, Kjartan Þ. Friðjónsson, Ástríður Hjartardóttir, Hilmar Friðjónsson, Laufey Á. Friðjónsdóttir Bremer, Todd Bremer, Anna E. Friðjónsdóttir, Svanur E. Zophoníasson, Anders Ó. Friðjónsson, barnabörn og systkini. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, ÁSA JÓNSDÓTTIR, Akursbraut 22, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, þann 18. júlí, kl. 14.00. Bjarni Guðmundsson, Grétar Bjarnason, Þorgerður Haraldsdóttir, Viðar Bjarnason, Ingibjörg Hulda Björnsdóttir, Valur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. í nótt, ætla ég að ferðast í draumi. Fer ég óra vegu, til að eiga stund með þér. (I.L.) t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 54, Reykjavík, sem lést 9. júlí sl., veröur jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 19. júlí kl. 13.30. Einar G. Þórðarson, Thelma J. Grímsdóttir, Elsa Þórðardóttir, Ásta Þórðardóttir, Oddur Ragnarsson. barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOLVEIG HJÖRVAR, sem lést 4. júlí, verður jarðsungin frá Ðómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Helgi Haraldsson, Rósa Haraldsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Vilhjálmur H. Baldursson, Jóhann Þorsteinsson, Elfa Elfarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. með elju og dug. Hann átti og styrk í eiginkonu og dætram sínum. Engu að síður sagðist hann vera ferðbúinn, ef skaparinn byði svo. Þannig gaf hann okkur fullvissu trúarinnar sinn- ar og nú felum við hann góðum Guði á vald. Við sendum eiginkonu hans, Petru og dætram þeirra Sólveigu, Herdísi og Laufeyju og þeirra fjölskyldum okkar samúðarkveðjum. Guð blessi þau öll og varðveiti minningu Her- berts Jónssonar. Gunnar, Stefán og Pálmi. Nú er lífsgöngu góðs vinar og ná- granna lokið eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. í þeirri baráttu kom glöggt í Ijós það þrek og dugnaður, sem ávallt fylgdi honum. Herbert Jónsson, fyrrum yfirtoll- vörður á Akureyri, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 9. júlí. Herbert var borinn og bamfæddur Akureyringur. Hann var alla tíð stolt- ur af bænum sínum og þekkti vel til bæjarlífsins. Hann sleit barnsskónum í miðbæ Akureyrar og átti æskuheim- ili sitt á Hótel Goðafossi. Hér í bænum var hann vel kynnt- ur og hann var fróður um menn og málefni. Hann hafði gaman af því að kynna sér sögu hins liðna. Hann hafði gert skrá yfir mörg gömul hús í bænum og þá er þar höfðu búið. Margvíslegur fróðleikur fylgdi þessu grúski og hann kunni vel og skernmtilega að segja frá. Á yngri árum var Herbert til sjós. Hann var stýrimaður og skipstjóri og sigldi meðal annars öll stríðsárin. Árið 1956 kom hann í land og gerðist tollvörður. Síðar varð hann yfirmaður Tollgæslunnar á Akureyri í rúm 30 ár. Herbert var vel látinn í starfi, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann var drengur góður eins og best verður sagt með þeim orðum. Á kveðjustundu leitar hugurinn til baka og minningar hrannast upp. Við hjónin minnumst allra skemmti- legu stundanna með Herbert og hans góðu konu Petra Antonsdóttur, sem alla tíð stóð sem klettur við hlið hans. Við minnumst allra gönguferðanna í Kjarnaskógi. Skemmtiferðanna hér um nágrennið að ógleymdum haust- ferðunum. Þá var farið í sumabústað alls fimm hjón saman. Þar var Her- bert sannkallaður stýrimaður og skipstjóri auk þess að vera innkaupa- stjóri og skemmtikraftur. Margar ánægjustundir höfum við átt á þeirra góða heimili fyrr og síð- ar. Nú hringir ekki Herbert og býður í kvöldkaffi eins og hann gerði svo oft. Herbert var félagslyndur maður og sinnti öllu vel, sem hann tók að sér. Hann hafði starfað til margra ára í Oddfellowreglunni á Akureyri. Þar sakna Oddfellowar góðs bróður. Herbert var góður fjölskyldufaðir og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti. Kæra Petra, við hjónin biðjum góðan Guð að styrkja þig og fjöl- skyldu þína. Minningin um góðan dreng mun lifa. Matthías Einarsson. Sunnudaginn 9. þ.m. lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri Her- bert Jónsson fyrrverandi yfirtollvörð- ur. Herbert hafði nú um nokkurn tíma verið heilsutæpur og gengist undir erfíða aðgerð. Hann var þó, að því er virtist, að ná sér á ný þeg- - ar kallið kom. Við sem þekktum Herbert vissum þó að hann var æðru- laus og undir allt búinn. Herbert var ráðinn tollvörður á Akureyri árið 1956 og yfirtollvörður frá 1968, allt til starfsloka 1992. Hann var virtur af öllu samstarfs- fólki fyrir ljúfa og göfugmannlega framkomu. Allir sem til hans leituðu fengu hjá honum úrlausn og trausta þjónustu. Herbert var dagfarsprúður maður sem gott var að vera nærri. Við sem störfuðum með honum vilj- um senda þessa vinarkveðju og geymum í hjarta okkar minningu um góðan dreng. Eftirlifandi eiginkona Herberts er Petra Antonsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Við vottum þeim, svo og öðr- um aðstandendum, dýpstu samúð. Starfsfólk við Sýslumanns- embættið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.