Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 185. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 17 manns særast í til- ræði í París SAUTJÁN manns særðust, þar af ellefu erlendir ferðamenn, þegar sprengja sprakk nálægt Sigurbog- anum í París á háannatíma í gær. Að sögn lögreglumanna á staðnum virtist sprengjan hafa verið í gas- hylki og hún dreifði 10 sm löngum nöglum yfir svæðið. Þrír særðust alvarlega, þar af eitt barn, en ekkert fómarlambanna er í lífshættu. Fjórir Ungveijar, fjórir Italir, Breti, Þjóðvetji og Portúgali voru á meðal hinna særðu, að sögn Reuters. Þetta er annað sprengjutilræðið í París á rúmum þrem vikum. Gas- hylkissprengju var einnig beitt í til- ræði í neðanjarðarlestastöð í síðasta mánuði. Sú sprengja varð sjö manns að bana og særði 80. Franska lög- reglan telur að múslimskir bókstafs- trúarmenn frá Alsír hafi verið að verki í fyrra tilræðinu, hinu mannsk- æðasta í París í níu ár. Sprengjunni var komið fyrir í ruslafötu nálægt lestastöð og blað- sölustað við horn Charles de Gaulle- torgs og Friedland-breiðgötunnar, við hlið Sigurbogans. Tveir íranskir sendiráðsmenn voru yfirheyrðir sem vitni eftir að sjónar- vottar sögðust hafa séð tvo menn sem hefðu hegðað sér grunsamlega nálægt lestastöðinni. írönsku stjórn- arerindrekunum var sleppt eftir yfir- heyrsluna og lögreglan taldi þá ekki tengjast tilræðinu, að sögn Reuters. Champs-Elysees lokað Ásgerður Einarsdóttir, ritari í íslenska sendiráðinu í París, sem er rétt við Sigurbogann, heyrði spreng- inguna og var á vettvangi klukku- tíma eftir að hún varð. Þá hafði efsta hluta verslunargötunnar Champs-Elysees verið lokað og urmull af slökkviliðsmönnum og lög- regluþjónum var að störfum. „Við heyrðum mikinn hvell, fór- um út í glugga og sáum reyk leggja Reuter FRANSKUR slökkviliðsmaður heldur á barni, sem særðist í sprengjutilræði nálægt Sigurboganum í París klukkan fimm að staðartíma í gærdag. Læknar komu upp aðstöðu í nálægri verslun til að hlynna að þeim sem særðust. Sprengjan dreifði 10 sm löngum stálnöglum um svæðið. upp við Sigurbogann," sagði Ás- gerður, sem var við vinnu i sendiráð- inu þegar sprengingin varð. „Það fyrsta sem manni datt í hug var að nú mætti búast við sprengjutilræð- um í París á tveggja til þriggja vikna fresti. Það ríkir hins vegar ekki skelfing í borginni og þeir, sem ég hef talað við, segja að lífið haldi áfram og ekkert þýði að loka sig inni.“ Lögreglan hefur verið með mik- inn viðbúnað í stærstu borgum Frakklands eftir tilræðið í síðasta mánuði. Öllum ruslafötum í lesta- stöðvum hafði verið lokað til að hindra að sprengjum yrði komið þar fyrir, að sögn Asgerðar. Reuter SKÓGARELDAR hafa kviknað í fjallshlíðum nálægt Dubrovnik í Króatíu af völdum stórskotaárása Bosníu-Serba. Á myndinni er sjálfboðaliði að reyna að hefta útbreiðslu eldanna. Króatar kveikja í heimilum Serba Kínveijar sprengja kjarnorkusprengju Kjamorkutil- raun fordæmd llong Kong, París. Reuter. Kona Saddams fer frá Amman Meinað að hitta dæturnar EIGINKONA Saddams Huss- eins íraksforseta, Sajida, er nú komin aftur til Bagdad frá Amman og sagði dagblaðið The Daily Telegraph að jórdönsk yfírvöld hefðu meinað henni að hitta landflótta dætur sínar. Hermt er að Sajida hafi kom- ið til Jórdaníu með 20 manna fylgdarliði og krafist þess að hitta dætur sínar, sem Hussein Jórdaníukonungur hefur veitt hæli ásamt valdamiklum tengdasonum hennar. Jór- danskir embættismenn hafi hafnað þessari kröfu á þeirri forsendu að dæturnar og tengdasynirnir vildu ekki hitta neina gestkomandi Iraka. Að sögn dagblaðsins The Washington Post leggja Banda- ríkjamenn hart að Jórdönum að draga verulega úr viðskipt- um við íraka og vilja telja þá á að kaupa frekar olíu af Saudi- Aröbum og Kúveitum til að beita Saddam auknum þrýst- ingi. Talið er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að bregðast svo skjótt við flótta tengdasona Saddams vegna þess að hann hafí séð tækifæri til að koma forseta íraks frá og bæta þar með stöðu sína heima fyrir í tæka tíð fyrir for- setakosningarnar á næsta ári. Zagreb. Reuter. KRÓATÍSKIR hermenn og óbreytt- ir borgarar kveikja nú á skipulegan hátt í húsum, sem Serbar yfirgáfu á ijöldaflóttanum frá Krajina-hér- aði, að sögn embættismanna Sam- einuðu þjóðanna. Embættismennirnir segja að frá því Króatíuher náði héraðinu á sitt vald hafi Króatar kveikt í tugum draugabæja í skefjalausri eyðilegg- ingarherferð, sem fæli serbneska flóttafólkið örugglega frá því að snúa aftur til Krajina. Með eyði- leggingunni vilja Króatar hefna aðfara Serba, sem hröktu Króata úr héraðinu og kveiktu í húsum þeirra þegar þeir náðu Krajina á sitt vald fyrir fjórum árum. Serbar hafa byggt Krajina í þijár aldir og 150.000 þeirra flúðu hérað- ið eftir sigur Króatíuhers. Fram- ferði króatísku hermannanna þykir benda til þess að króatísku stjórn- inni hafi ekki verið alvara þegar hún hvatti serbnesku íbúana til að vera um kyrrt, með loforðum um að mannréttindi þeirra yrðu virt. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að Króatíuher hefði sent 4.000 menn til Dubrovnik við Adríahaf og búist er við að herinn hefji innrás í Bosníu á næstunni til að stöðva árásir á þorp í nágrenni borgarinnar. ■ Bosníustjórn neitar/18 RÍKISSTJÓRNIR víða um heim urðu í gær ókvæða við kjarnorku- sprengingu Kínverja í tilraunaskyni í afskekktri eyðimörk í vesturhluta Kína. Hörðust voru viðbrögð Jap- ansstjórnar, sem hótaði að draga úr þróunaraðstoð sinni við Kín- veija. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, sagði að kjarnorkutil- raunin gæti skaðað samningaum- leitanir um algjört bann við slíkum sprengingum. Kjarnorkusprengjan var sprengd neðanjarðar í Lop Nor, eyðimörk í Xinjiang. Sprengingin olli land- skjálfta sem mældist 5,6 stig á Richterskvarða. Kjarnorkutilraunin virtist valda enn meiri skjálfta meðal ráða- manna víða um heim sem for- dæmdu hana hver um annan þver- an. Viðbrögðin voru mun harðari en eftir síðustu kjarnorkutilraun Kínvetja í maí og andstaðan við slíkar sprengingar virðist hafa auk- ist meðal þjóða heims frá því Frakkar ákváðu að hefja kjarnork- utilraunir í september. Frakkar tóku ekki undir gagnrýnina á Kín- veija. Norðurlönd sendu sameigin- leg mótmæli. Sagðar ógna heimsfriði Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, sagði sprenginguna ganga í berhögg við skuldbindingar allra kjarnorkuveldanna frá því í maí um að sprengja ekki kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni nema nauðsyn krefði. Keating lét svo um mælt að tilraunir Kínveija og Frakka gætu valdið stóraukinni vígvæðingu í Austur-Asíu og stefnt heimsfriðnum í hættu. Ráðamenn í ríkjum, sem ekki hefðu yfir kjarnavopnum að ráða, gætu ákveðið að afla sér slíkra vopna. Þeir drægju þá ályktun að tilraun- irnar sýndu að kjarnorkuveldin myndu aldrei fallast á kjarnorkuaf- vopnun, eins og stefnt er að í samn- ingnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Lofa að hlíta banni Stjórnarerindrekar sögðu tíma- setningu sprengingarinnar furðu- lega, þar sem aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá þvi að heimsbyggðin minntist þess að hálf cld er liðin frá því fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins áréttaði þá afstöðu Kínveija að þeir myndu hætta öll- um kjarnorkutilraunum þegar samningur um algjört bann við þeim tæki gildi. Hann kvaðst vona að samningurinn yrði undirritaður fyrir lok næsta árs. Kínverjar höfðu áður sprengt að minnsta kosti 42 kjarnorkusprengj- Ur í Lop Nor- eyðimörkinni frá ár- inu 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.