Morgunblaðið - 18.08.1995, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.08.1995, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Færan- legar kennslu- stofur Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lögð fram greinargerð frá félagsmálastjóra um skóla- vistun í Bamaskóla Akureyrar næsta skólaár og kostnaðaryf- irlit um færanlegar kennslu- stofur frá byggingadeild. Þá var lögð fram ítrekun á afstöðu skólanefndar. Bæjarráð felur tæknideild að meta þá valkosti er fyrir liggja um smíði á lausum kennslustof- um með tilvísun til umræðna sem fram fóru á fundinum. Hluta- fjárútboð Krossaness STJÓRN Krossaness hf. hefur samþykkt að auka hlutafé fé- lagsins um 25 milljónir króna og er hluthöfum boðinn for- kaupsréttur í hlutfalli við hlut- afjáreign þeirra í félaginu. Akur- eyrarbær er langstærsti eigand- inn en afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs í gær. Veðheimild til Lindar BYGGINGAFÉLAGIÐ Lind hf. fór þess á léit við bæjarráð með bréfi 14. ágúst sl. að félaginu verði veitt veðheimild fyrir framkvæmdalánum að upphæð 80 miiljónum króna sem hvíla á eignarhlutum í Hafnarstræti 97 á undan veðskuldabréfum Bæjarsjóðs útg. 13. nóvember 1991. Jafnframt verða afmáð af nokkrum eignarhlutum veð sem nú hafa forgang fyrir veð- skuldabréfum Bæjarsjóðs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna afstöðu bæjarráðs til erindisins. Útför Jakobs Frímanns- sonar JAKOB Frímannsson, heiðurs- borgari Akureyrar og fyrrver- andi bæjarfulltrúi, lést 8. ágúst sl. 95 ára að aldri. Útför hans er ákveðin þriðjudaginn 22. ágúst og hefur bæjarráð sam- þykkt að Akureyrarbær kosti útförina í virðingarskyni við hinn látna. Föstudagsjazz Hinn frábæri gítarleikari Björa Thoroddsen ásarat Jóni Rafnssyni í léttri sveiflu frá kl. 10-01 Ath. Enginn aðgangseyrir. Hljómsveitin SAGA-KLASS ásamt Berglindi Björk & Reyni Guðmundssyni leika fyrir dansi í kvöld. Uíóteí ‘KE& sími 462 2200. AKUREYRI Fjarkennsla fyrir 10. bekk- inga á Bakkafirði í athugun í GRUNNSKÓLANUM á Bakka- fírði er enginn 10. bekkur frekar en á mörgum smærri stöðum á landinu. Reglur kveða á um að nemendur skuli sækja skóla í sinni heimabyggð en það hugtak er teygjanlegt og oft um langan veg að fara í næsta skóla. Heimavist- arskólar á grunnskólastigi hafa verið að lognast út af á síðustu árum og margir foreldrar eru ekki sáttir við að senda börn sín á fjar- ■lægar slóðir. Með stórauknum tölvusamskiptum er hugsanlegt að fjarkennsla sé lausn á þessum vanda, a.m.k. í sumum tilvikum. A Bakkafirði eru tveir 15 ára nemendur í uppnámi, piltur og stúlka sem eiga að fara í .10. bekk í haust. Þau kæra sig lítt um að flytja burt og skólastjóri grunn- skólans leitaði til Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem er brautryðjandi á sviði kennslu gegnum tölvur, til að kanna möguleikann á því hvort hægt væri að koma nemendunum í fjarnám. Baldvin Jóh. Bjarnason, skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar, sagði að málið hefði verið í athug- un frá því í byijun júlí og auk skólanna tveggja væru kennara- ÁTÖK hafa blossað upp í bæjarpóli- tíkinni á Dalvík og á fundi bæjar- ráðs í gær var borin upp tillaga um vantraust á Kristján Olafsson, for- mann bæjarráðs. Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihlut- ans gegn einu atkvæði flutnings- manns minnihlutans. Þrír fulltrúar sitja í bæjarráði. Gunnar Aðalbjörnsson, fulltrúi D- lista, bar upp tillöguna en meiri- hlutafulltrúarnir á fundinum voru Kristján Ólafsson af B-lista og Bjarni Gunnarsson frá I-lista. Gunnar krafði Kristján svara um samtökin og menntamálaráðu- neytið að skoða ýmsa anga þess en niðurstaða lægi ekki fyrir. Það meint vilyrði hans um fyrirgreiðslu bæjarins til handa fyrirtæki á Dal- vík, en fyrirtæki þetta á í ijárhags- erfiðleikum. Kristján kvaðst engin slík vilyrði hafa gefið en Gunnar hafði heyrt annað og í kjölfar snarpra orða- skipta bar hann upp vantrauststil- lögu á Kristján sem var umsvifa- laust felld eins og áður segir. Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson, bæjarstjóri Dalvíkur, vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál í gær. Hann staðfesti aðeins að tillaga um vantraust hefði komið fram. þyrfti hins vegar að gerast fljót- lega því skólaárið væri að hefjast. Gæti þjónað íslenskum börnum erlendis Fjarkennsla hefur verið í boði í Verkmenntaskólanum á Akureyri og að sögn Baldvins eru uppi hugmyndir um svipað ferli í GA, gegnum tölvu og mótald. Hér er hins vegar um skólaskyldustig að ræða og margt sem þarfnast nánari skoðunar, t.d. hvernig skilgreina á kennsluna og meta hana til launa. „Þetta er stórt og mikið mál og endurspeglar ástandið á mörgum smærri stöðum á landinu. Það er reyndar ekki bundið við ísland því með íjarkennslu gegnum tölvur getum við allt eins kennt íslenskum börnum erlendis á sama hátt og á landsbyggðinni,“ sagði Baldvin. Hann lagði áherslu á að málið væri enn á skoðunarstigi en það væri vissulega áhugavert og niðurstaðan gæti lagt grunninn að framtíðarstefnu í fjarkennslu á grunnskólastigi. Hiti í bæjarráði Dalvíkur Vantrauststillaga á formann felld 2:1 Lífdagamir mislangir NÚ STENDUR yfir á Akureyri óvenjuleg skúlptúrsýning í tengslum við Listasumar ’95. Verk þessi má finna á nokkrum stöðum í bænum og þau eru ekki öll varanleg. Sum eru jafnvel með þeim hætti að þau grund- vallast á þátttöku almennings. Sýningunni er aðallega komið fyrir á tveimur svæðum í bænum, Innbænum og í nágrenni Grófargils. Hluti verkanna er í Ketilhúsinu þar sem unnið var að gerð nokkurraþeirra. Fimmtán listamenn eiga verk á sýningunni, þau Anna Eyjólfsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason, Hlynur Hallsson, Hrefna Harðar- dóttir, Inga Jónsdóttir, Kristinn Hrafnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sólrún Guð- björnsdóttir, Sólveig Baldursdóttir, Sólveig Eggertsdóttir og Þór Vigfússon. Að sögn Ólafar Sigurðardóttur, fram- kvæmdastjóra Listasumars stóðu tvö verk- anna stutt við. Appelsínutré Finns Arnar Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir UMHVERFISVERKIÐ Ferð II er staðsett fyrir ofan Nonnahús. Arnarsonar í Grófargili var orðið tómlegt eftir tæpan sólarhring en þá voru margir búnir að gæða sér á ávöxtum þess. Sólveig Eggertsdóttir sýndi verkið Allt flýtur og var það fljótandi tijágarður á Pollinum. Það sökk um síðir. Almenningur tekur þátt Eitt verkanna á sýningunni byggir á þátttöku almennings. Það er verkið Ferð II sem er staðsett fyrir ofan Nonnahús. Þar eru í hvítum kassa plöntur og plöntustafur, ofan á kassanum er bók og er fólk beðið að skrifa nafn og heimilisfang í hana og planta síðan einu tré. Haft verður samband við alla þátttakendur síðar. Höfundurinn Amia Eyjólfsdóttir hóf umhverfisverkið Ferð II í Nýlistasafninu í Reykjavík 13. maí sl. og tilheyrir 1121 birkiplanta verkinu. Þær þarf að gróður- setja sem víðast um landið en fjöldinn samsvarar árafjöldanum frá byggð íslands 874. Skúlptúrsýningin mun standa fram yfir afmæli Akureyrarkaupstaðar 29. ágúst og er opið í Ketilhúsinu alla daga kl. 14-18. Merkingar eru við öll verkin en hægt er að nálgast kort í Deiglunni, Ketilhúsinu, Minjasafninu og víðar til að rata á rétta staði. i i | m t « « « « «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.