Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 21

Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 21 SVEINBJÖRN Blöndal við eitt verkanna sem er á sýningunni í Eden. Landslag í Eden NÝLEGA opnaði Sveinbjörn Blöndal listmálari sýningu á landslagsmyndum í Eden í Hveragerði. Myndirnar, sem eru 12 talsins, eru allar unnar með olíu eða akrýl á striga og eru myndefnin sótt í íslenska náttúru. Sveinbjöm stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann 1952-1953 undir hand- leiðslu Sigurðar Sigurðssonar og Sverris Haraldssönar m.a. Hann hefur málað með hléum síðan námi lauk en núna helgar hann tíma sinn myndlistinni eingöngu. „Þetta lá niðri hjá mér i mörg ár en ég gat samt aldrei hætt alveg,“ sagði Svein- björn í spjalli við Morgunblaðið. Hann hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í mörgum samsýningum. „Það er orðið erfiðara að selja nú en var áð- ur. Þá var ég ekki fyrr búinn að opna sýninguna en að mynd- irnar voru rifnar út eins og heitar lummur." Sveinbjörn segist einkum fást við landslagið í myndum sínum, en þó séu tvær myndir á sýningunni sem eru spunnar úr hans eigin ímyndunarafli. „Maður er að reyna að fanga þetta áður en það fýkur úr hausnum," sagði Sveinbjöm að endingu. Sýningin sem er sölusýning stendur til 27. ágúst. Sólveig í Þrastarlundi SÓLVEIG Eggerz opnar sýn- ingu í Þrastarlundi 20. ágúst á vatnslitamyndum og olíumynd- um á rekaviði. Sýningin stendur í hálfan mánuð. KENNARARNIR á flautu- námskeiðinu í Skálholti, Trist- an Cardew, Kristín Guðmunds- dóttir og Maria Cederborg. um. Kennararnir eru mjög góðir og maður lærir það sem maður hefur jafnvel aldrei heyrt eða séð áður,“ sagði Sigrún D. Jónsdóttir frá Vík. „Þetta eru alls konar æfingar og leik- fími sem er alveg nýtt fyrir flestar okkar og mjög skemmtilegt,“ sagði Kristbjörg Sóley Hauksdóttir frá Reykjavík. „Við höfum strax tekið miklum framförum og sjáum ekki eftir því að hafa komið hingað á þetta námskeið," sagði Unna Björg Ógmundsdóttir frá Vík í Mýrdal. Þær höfðu ekki svör á takteinum þegar þær voru spurðar um það hvers vegna strákar lærðu ekki á þver- flautu en aftur á móti voru þær allar samála um það að þverflautan væri mjög skemmtilegt hljóðfæri sem gæfi mjög fallega og fíngerða tóna. Kennararnir sögðu stelpurnar fljótar að ná saman í samleikshópunum enda verulega áhugasamar. Það þyrfti því ekki að kviða tónleikunum á laugardag. Leirlistamenn frá Danmörku LAUGARDAGINN 19. ágúst kl. 15 verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins sýning á leirlist eftir dönsku leirlistamennina Bente Hansen, Karen Bennicke og Peder Rasmussen. Sýningin kemur hingað frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn. Vakti hún mikla athygli þar og skrifuðu listgagnrýnendur mjög jákvæða um- sögn um sýninguna. Bente Hansen Bente Hansen stundaði nám við Danmarks Designskole 1960-64. Á árunum 1964-1970 starfaði hún hjá Bing & Grondahl postulínsverk- smiðjunni og 1978-82 hjá Konunglegu postulíns- verksmiðjunni. Bente Hansen hefur rekið eigin vinnustofu frá 1968 og kennir jafnframt við Dan- marks Designskole. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim og haldið einkasýningar. Bente Hansen Peder Rasmussen Verk hennár eru í eigu margra listasafna og stofn- ana, og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki. Bente Hansen sýndi verk sín ásamt gullsmiðnum Jan Lohman í Norræna húsinu á Listahátíð 1992. Karen Bennicke Karen Bennicke (f. 1943) lærði hjá ýmsum keramíkverkstæðum og hefur hún rekið vinnu- stofu í samvinnu við Peder Rasmussen allt frá 1972. Hún hefur tekið þátt í sýningum árinu 1972 á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Mörg listasöfn og stofnanir hafa keypt verk hennar og hún hefur hlotið margar viðurkenningar og styrki. Peder Rasmussen Peder Rasmussen (f. 1948) stundaði nám 1966-70 í Næstved, og í Flórens á Ítalíu 1970-71. Hann hefur rekið eigin vinnustofu með Karen Bennicke, en þau eru hjón. Ferill hans er svipaður og hjá Bente og Karen, margar sýningar og viður- kenningar. HELGARTILBOÐ Dagana 18. og 19. ágúst verða kynningar í öllum verslunum Hagkaups á pasta- og pastaréttum. Kynnt verður Barilla pasta, Uncle Ben's pastasósur, fersk Myllu hvítlauksbrauð, Heidelberg salatsósur, íslenskt grænmeti, Búrfellsbeikon og gráðostasósu úr rjóma- og gráðostum. Barilla spaghetti og Uncle Bens pastasósur 169 kr. pakkinn Barilla pastakuðungar og McCormic pastasósur saman í pakka 99 kr. pakkinn Heidelberg frönsk hvítlaukssósa 99 kr. flaskan Ip mm Rjómaostur 400 g 198 kr. stykkið Gráðostur 200 g 189 kr. stykkið Fersk Myllu hvítlauksbrauð fín/gróf 149 kr. stykkið Búrfells beikonsneiðar 689 kr. kílóið Nýtt greiBslukortatímabil HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.