Morgunblaðið - 18.08.1995, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
22? THVER S&5IRá/OAÞ iélÆPtR BORGtfKSéfM Í c —
)
1 p 00 !U
N
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Aftanáakstur
o g óðagot
Frá Sveini Olafssyni:
FYRIR UM það bil tveimur árum
ritaði ég bréf til blaðsins með ofan-
greindri yfirskrift.
Nú hafa orðið ýmsir atburðir, sem
áþreifanlega koma heim við það sem
ég var að vara við. Auk þess hafa
ýmsir aðilar fundið sig knúna til að
skrifa um hættumar í umferðinni
sakir ógætilegs aksturs, óforsjálni
og aðgæzluleysis ýmissa ökumanna,
sem er bæði tímabært og fullkomin
ástæða til að vekja athygli á.
Ég hef oft útmálað hættuna af
að hafa bil á milli bíla of lítið og
varað við hættunni af þessu og fínnst
full ástæða nú til að endurtaka þess-
ar viðvaranir.
Nýleg áþreifanleg dæmi sanna
þetta. Alvarlegt slys varð við Þyril í
Hvalfírði sem stöðvaði umferð hundr-
aða bíla um lengri tíma fyrir
skömmu. Bíll með aftanívagni snerist
á veginum og rakst á bíl sem kom
á móti. Slysið var alvarlegt og bílarn-
ir víst nánast ónýtir og óþægindin
og tjónið tilfínnanlegt.
Einnig lenti næsti bíll á eftir þeim,
sem ekið var í veg fyrir, fyrir tjóni:
hann rakst aftan á fyrri bílinn,-
Augljóst er að bilið var of lítið. Hann
réð ekki við neitt og lenti aftan á
fyrri bílnum.
Svona óvænt atvik geta alltaf
hent, og þetta er eitt dæmi um nauð-
synina á nægu bili milli bfla til að
gefa ráðrúm til viðbragða ef óvæntir
atburðir henda. - Það ættu menn að
muna, því þetta er ekkert gamanmál!
Annað dæmi var nú í útvarpinu í
morgun - (14/8). Bíll rann til í lausri
olíumöl við brú, rann inn á brúna
og rakst þar á annan, sem kom á
móti. - Hann keyrði greinilega of
hratt. - En hvað skeði svo? Annar
bfll rekst aftan á hann á brúnni.
Hvað merkir þetta? Jú, bilið milli
bflanna þama gaf ekkert ráðrúm til
að bjarga, og seinni bíllinn lenti aft-
an á þeim sem rakst á hinn á brúnni.
Og af þessu hlauzt tjón, svo annað
sé ekki nefnt.
Þessi dæmi sýna svo ekki verður
um villst, hvers áríðandi það er að
hafa aðgát hér og vera ekki að remb-
ast við að keyra nánast inni í „skott-
inu“ á næsta bíl, oft á mikilli ferð,
en líka þegar hægar er ekið, sem er
!íka afleitt, þó hættan sé minni, -
hún er samt fýrir hendi, ef ráðrúmið
er of lítið!
Þessi árátta, sem einnig var lýst í
alllöngum pistli í morgunþætti út-
varpsins á laugardag fyrir skömmu,
virðist sérstaklega þjá marga, oft
sérstaklega unga ökumenn og líka
sumt kvenfólk, er stórhættuleg fyrir
alla, og ekki sízt fyrir þá sjálfa.
Væri ekki ástæða til að meiri og
stöðugri áróður gegn þessari stór-
hættulegu vitleysu verði aukinn? -
Og löggæzlan, hún er í lágmarki. -
Lögreglan er svelt fjárhagslega. -
Ökuhraði er óhóflegur og stórhættu-
legur.
Bætum umferðarmenninguna.
Bætum aðstöðu lögreglunnar til að
hafa hemil á vitleysunni. - Þjóðfélag-
ið hlýtur að hg.fa efni á að hreinsa
af sér óværuna og sjá til að vitleysan
ógni ekki öryggi almennra borgara.
- Það verður þá að spara annars stað-
ar svo við getum notið þeirra borgar-
legu réttinda að öryggi sé tryggt fyr-
ir lögbrotum í akstri og vitleysu í því
sambandi, sem setur okkur á „plan“
með aulum og vanþróuðum samfélög-
um.
Og eins og einn góður borgari skrif-
aði í bréfí til Morgunblaðsins nýlega,
því setja ekki tiyggingafélögin pen-
inga í að halda uppi öryggisgæzlu
lögreglunnar í umferðinni. Það hlýtur
að vera þess virði til að minnka tjón-
in, lækka iðgjöldin og minnka limlest-
ingar fólks og oft ævilöng örkuml,
sem kosta þau og samfélagið jafnvel
hundruð milljóna, sökum ógætilegrar
hegðunar og vitleysu í umferðinni. -
Slíkt er hugmynd, sem ætti að athuga
samfara eflingu löggæzlu af hendi
hins opinbera. - Við borgaramir eig-
um heimtingu á því, því hver getur
vitað hver lendir næstur í óþarfa slysi,
ef þessari vitleysu heldur áfram, án
þess að við sé brugðist af þeim, sem
eiga að vemda samfélagið og hafa
hagsmuna að gæta?
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70, Kópavogi.
Spanskgræna við hæfi?
Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur:
BLAÐ ALLRA landsmanna birtir
lesendum sínum mynd af því þegar
hið nýja hús Hæstaréttar er hulið
spanskgrænu, sem aðeins er fram-
leidd á einum stað í öllum heiminum,
minna mátti það ekki vera.
Eins og konum birtast dómar þess-
arar „virðulegu" stofnunar í nauðg-
unarmálum og mismunun fólks til
skaðabóta vegna kynferðis má segja
að spanskgrænan sé mjög við hæfi,
því hún tengist því sem gamalt er
og úr sér gengið.
Tryggingafélög upptendrast þegar
í ljós kemur að iðgjöld þeirra eru
svimandi há f samanburði við ná-
grannalönd, berja sér á bijóst og
segjast greiða ríflegar bætur til
þeirra sem í slysum lenda, en 12
milljarða tjónasjóður tryggingafé-
laga segir okkur „óbreyttum" rífleg-
an sannleika þess máls. Ráðherrar
og þingmenn þiggja veiðiferðir
tryggingafélaga, semja skaðabótalög
sem leiðrétta ekki eldri tjónabætur
þeirra sem hlotið hafa varanleg örk-
uml vegna slysa og „háttvirtur" dóm-
ur dæmt viðkomandi smánarbætur.
Auk þess að úrelda aldraða festa
þessi lög með handafli 2% vexti á
skaðabætur. Hverra hagmuna er
þetta fólk að gæta?
Þjóðarbuddan greiðir 90 milljónir
í bætur fyrir skíðalyftur meðan
mannlegur harmleikur vegna slysa
er oft metinn fyrir neðan velsæmi.
Er það raunverulegur vilji þjóðar-
innar að mannlegi þáttur samfélags-
ins sé vanræktur, en peningum henn-
ar varið til kaupa á spanskgrænum,
forveðruðum koparplötum og
léttslípuðu gabbrói á hús embættis-
manna, meðan öryrkjar vegna slysa
eru í neyð?
HRAFNHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Garðabæ.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.