Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 43
I DAG
Árnað heilla
rj KÁRA afmæli. I dag,
I Oföstudaginn 18. ág-
úst, er Gunnar Jóhannsson,
Blikabraut 10, Keflavík, sjö-
tíu og fimm ára. Hann verð-
ur að heiman.
BRIDS
IJmsjón Guðmundur l'áll
Arnarson
ÞAR sem NS fengu að tala
saman í friði um spilin sín,
enduðu sagnir almennt í sjö
spöðum. Sem er ágæt al-
slemma ef aðeins er litið á
hendur sóknarinnar. En hún
versnar verulega þegar spil
AV eru tekin með í reikning-
inn. Þetta var í 27. umferð
Evrópumótsins í Vilamoura.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ ÁD76
¥ Á943
♦ ÁD97
♦ 5
Vestur
♦ G9532
V 10762
♦ 2
* 942
Austur
♦ -
V DG5
♦ G108653
* G763
Suður
♦ K1084
¥ K8
♦ K4
♦ ÁKD108
Spaðaliturinn týndist á
báðum borðum í leik íslands
og Tyrklands í opna flokkn-
um. Tyrkirnir Ince og Yilmaz
'voru í NS í opna salnum
gegn Guðm. P. Árnarsyni og
Þorláki Jónssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Guðm. Ince Þorlákur Yilmaz
Pass 1 tígull Pass 2 lauf
Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar*
Pass 3 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 lauf** Pass 7 grönd
Pass Pass Pass
*íjórði liturinn; geimkrafa.
**Þrír ásar.
Eftir þijár eðlilegar lita-
sagnir er oft erfitt að finna
samlegu í ljórða litnum.
Hækkun norðurs í þijá spaða
sýndi vissulega lengd í spaða,
en lofaði þó ekki nema þrílit.
Því ákvað Yilmaz að segja
alslemmuna í grandi frekar
en spaða. Útspilið var tígul-
tvistur og Yilmaz horfði vel
og lengi á blindan. Hann var
greinHega óánægður með
samninginn, enda eru þrettán
slagir öruggir í sjö spöðum
ef liturinn brotnar, en aðeins
tólf [ grandsamningi. En
Yilmaz tók gleði sína á ný
þegar hann prófaði spaðaás í
öðrum slag og sá leguna. Enn
hressari varð hann skömmu
síðar eftir að hafa svínað lauf-
tíu og skráð 2.220 í eigin dálk.
Á hinu borðinu áttu Jón
Baldursson og Sævar Þor-
bjömsson varla möguleika á
að finna spaðasamleguna:
Vestur Norður Austur Suður
Goksu Sævar Özdil Jón
Pass 1 lauf* 3 tíglar 4 grönd
Pss 5 lauf** Pass 7 grönd
Pass Pass Pass
^ffÁRA afmæli. Sjötíu
I Oog fimm ára verður í
dag Sesselja Guðmunds-
dóttir, Kleppsvegi 6,
Reykjavík. Maki hennar er
Ingólfur Sigurðsson. Þau
verða að heiman.
*Precision.
**Þrír ásar.
Jón fékk út tígul og byijaði
á því f öðrum slag að leggja
niður spaðakóng. Þannig
tryggði hann sér fjóra slagi á
spaða og þurfti því aðeins einn
til viðbótar. Hann kom sjálf-
krafa án svíningar, því austur
lenti í vandræðum með að
valda láglitina. Jón hefði því
einnig unnið spilið-.með lauf-
gosanum þriðja í vestur.
/"|ÁRA afmæli. Mánu-
Dv/daginn 21. ágúst verð-
ur Fríða Einarsdóttir, ljós-
móðir, Móaflöt 57, Garðabæ,
fimmtug. Eiginmaður hennar
er Viðar Hjálmtýsson, flug-
stjóri. Hún tekur á móti vin-
um, vandamönnum og göml-
um skóla- og samstarfsfélög-
um á heimili sínu á morgun,
laugardaginn 19. ágúst, frá
kl. 18.
SKAK
Umsjón Margcir
Pctursson
HVÍTUR leikur og vinnur.
Þetta hróksendatafl kom
upp á opnu móti í Gausdal í
Noregi sem lauk á sunnudag-
inn var, í viðureign tveggja
stórmeistara. Igor Rausis
(2.515) hafði hvítt og átti
leik gegn_ Skotanum Colin
McNab (2.445).
59. b6! - Hxa5 60. b7 -
Kf7 61. b8=D og með
drottningu gegn hrók vann
hvítur auðveldlega.
Þetta mót var haldið strax
á eftir Péturs Gauts mótinu
þar sem Þröstur Þórhallsson
sigraði og náði stórmeist-
araáfanga. Úrslit urðu þessi:
1. Kotronias, Grikklandi 7'/2
v. af 9 mögulegum, 2-5.
Margeir Pétursson, Gausel,
Noregi, Jansa, Tékklandi og
Sutovsky, ísrael 6'/2 v.
Þresti gekk ekki eins vei og
í fyrra mótinu og varð í
11.-18. sæti með 5'/2 v.
Þeir Héðinn Steingrímsson
og Kristján Eðvarðsson hlutu
báðir 5 v. og urðu í 19-31.
sæti. 72 keppendur tóku
þátt, þar af 8 stórmeistarar
og fjöldi alþjóðlegra meist-
ara.
HOGNIHREKKVISI
7/ann, hddurcá) þvístxrrimoCar, þtím
mun StitrrC fugCar. *
Farsi
STJÖRNUSPA
cftir Franccs Drakc
LJON
Afmælisbarn dagsins:
Þú nýtur þess að ferðast
og kynnast menningu
annarra þjóða.
Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér berast mikilvægar fréttir varðandi fjármálin. Þú lætur ekkert trufla þig við vinnuna í dag og kemur miklu í verk.
Naut (20. apríl - 20. maí) Þróun mála í vinnunni er þér mjög hagstæð. Láttu ekki óþarfa peningaáhyggjur spilla góðri skemmtun með vinum í kvöld.
Tvíburar (21.maí-20.júní) Eitthvað veldur þér áhyggj- um, en þú hikar við að leita ráða hjá þínum nánustu þótt allir vilji rétta þér hjálpar- hönd.
Krabbi (21. júnf — 22.júlí) M$8 Þú þarft að sýna ástvini umhyggju og tillitssemi. Sjálfstraustið fer vaxandi, og þú nærð mikilvægum áfanga í vinnunni.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kemur vel fyrir þig orði í dag og átt auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri. Varastu óhóflega eyðsiu í skemmtanir.
Meyja (23. ágúst - 22. september) <S$ Þótt þú verðir fýrir einhveij- um töfum gengur þér vel í vinnunni í dag og þú afkast- ar miklu. Samningar takast um fjármál.
Vog (23. sept. - 22. október) Sumir þurfa að sinna bréfa- skriftum árdegis. Einhver nákominn er tregur til að fallast á hugmyndir þínar í bili.
Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Heimilið hefur forgang í dag, og þú þarft að taka mikil- væga ákvörðun varðandi fjölskylduna. Sýndu ástvini tillitssemi.
Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) $8 Þú tekur til hendi við nýtt og áhugavert verkefni í vinn- unni í dag. Seinna gefst tími til að sinna fjölskyldumálun- um.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Misstu ekki stjórn á skapinu þótt ekki gangi allt að óskum í vinnunni, og láttu það alls ekki bitna á þínum nánustu.
Vatnsberi (20.janúar- 18.febrúar) Þú ert að íhuga fjárfestingu og leiðir til að auka tekjurn- ar. Þér verður vel ágengt, en starfsfélagi er ósam- vinnuþýður.
Fiskar (19. febrúar-20. mare) Þú átt auðvelt með að ná samkomulagi við aðra, en vinur veldur þér vonbrigðum Breyting verður á fyrirætl- unum þínum í kvöld.
„ saqlí þér ab hann, [MerísnjaU.u
Stj'órnuspána á að lcsa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra stað-
reynda.
Rýmingcirscila
í €pal!
• Lampar,
• húsgögn,
• gólfmottur,
• bútar o.fl.
I tilefni af væntanlegri 20 ára
afmælissýningu Epals, rýmum
við til fyrir nýjum vörum og
höldum rýmingarsölu dagana
17.-19. ágúst. Á laugardaginn
verður opið frá kl. 10.00 til 16.00.
Mjög
mikill
afsláttur.
Faxafen 7, sími 568 7733
ARRÆIARSAFN
Komdu á Árbæjarsafn og njóttu þess að drekka
ilmandi gott RIO kaffi í hlýlegu og notalegu umhverfi
í gamla Árbænum. Einnig þarftu að prófafrægu
lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar.
4 K
DAGSKRA HELGARINNAR
Föstudagur 18. ágúst
AFMÆLI REYKJAVÍKURBORGAR
Reykjavíkurbörnum boðið í afmælisveislu sem hefst með því að gestir
spreyta sig í íþróttum og þrautum svo sem reiptogi, þoðhlaupi, stökkum
o.fl. Síðan verður krökkunum boðið upp á Opal sælgæti á meðan birgðir
endast. Afmælisganga Reykjavíkurborgar verður gengin um Grafarvog
í fyrsta sinn. Lagt verður af stað kl. 19:30 frá Grafarvogskirkju og fornir
og nýjir staðir skoðaðir. Leiösögumenn verða Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri og Helgi Sigurðsson safnvöröur.
Laugardagur19. ágúst
Gömlu leikirnir leiknir þar sem krakkar taka þátt í leikjunum og fá þannig að
kynnast gömlu og skrýtnu gamni. Einnig er skemmtilega uppsett 19. aldar
leikfangasýning sem sýnir gamlar brúður og bíia og býsnin öll af gömlum og
skemmtilegum leikföngum sem krakkar og fólk á öllum aldri hefur bæði
gaman og gagn að. Auk þess fastir liðir.
Sunnudagur 20. ágúst
Forníþróttadagur Árbæjarsafns kl. 14:00. Glíma og fornir leikir á vegum
glímudeildar Ármanns. Sýnd íslensk glíma og auk þess farið í hráskinnsleik,
reipdrátt, brókartöf, glímt upp á lausa hendi og fleiri leikir upp á gamla
mátann. Hér er um að ræða fornustu leiki Islands og ætti enginn að láta
slíkt gaman úr hendi sieppa. Auk þess fastir liðir.
ARBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM
if SÍMI 577 1111 *FAX 5771122
0PIÐ10-18 (lokaö mánudaga)
IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
ISVAL-BORGA H/F
HÖFÐABAKKA9-112 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751