Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
■ Kostnaður ríkisins vegna kvennaráðstefna í Kína ■> - i — -
ertalinn nema minnsta kosti 13 milljónum króna j/l
Aukin
viðskipti
Samhliða opinberri heimsókn
Halldórs Ásgrímssonar utan-
; ríkisrábherra og frú Vigdísar
Finnbogadóttur forseta hafa
verib fundir milli íslenskra og
"I kínverskra vibskiptaabila
|||iit[lllim
3a 000
Þið þurfið ekki að sjá eftir þessum krónum, elskumar mínar. Það verður
stórgróði af ferðinni...“
Brúni þörungnrinn
er ennþá við lýði
LANGÁ hefur ekki skilað betri
veiði í allmörg ár, en um helgina
voru komnir rúmlega 1.300 laxar
á land og útlit fyrir prýðilega veiði
á lokasprettinum, a.m.k. er vatns-
magn í ánni ágætt og síðustu tvær
vikur veiðitímans oft þær bestu
frammi á Fjalli.
„Ég var að skoða þetta á föstu-
dagskvöldið og þá voru þetta 1.303
laxar og miðsvæðið og Fjallið
drýgst að undanfömu. Alls voru
komnir 653 laxar af neðsta svæð-
inu, 447 af miðsvæðinu og 203 af
Fjaiiinu. Fjallið hefur verið í sókn
eins og svo oft áður á þessum tíma
sumarsins, þangað hefur mikill lax
farið síðustu vikurnar og septem-
ber er oft hörkuskemmtilegur þar
efra,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson
leigutaki og landeigandi við Langá
á Mýrum. Sýnist líklegt að áin
gæti farið vel yfir 1.300 laxa í
sumar.
Dauft í Laxá í Dölum
„Síðustu dagar hafa verið slak-
ir, það fór nýverið sex stanga holl
með 17 laxa eftir tvo daga og þar
á undan var hópur með 30 laxa.
Þetta er svona reytingur, ekki
meira. Það vantar alveg nýjar
göngur og spurning hvort þær
koma úr þessu, hver veit?“ sagði
Gunnar Bjömsson kokkur í Þránd-
argili við Laxá í Dölum. Þá voru
komnir 670 laxar á land.
Vesturdalsá vel yfir
meðalveiði ...
„Það eru held ég komnir yfir
400 laxar úr Vesturdalsá í Vopna-
firði og mikið af sjóbleikju. Þetta
hefur farið á allt annan veg en
fiskifræðingarnir spáðu í Vopna-
firði. Þeir fundu engin sjógöngu-
seiði í fyrra og rejknuðu með afla-
bresti í sumar. Útkoman er hins
vegar önnur og það er nóg af fiski
um alla á,“ sagði Lárus Gunn-
steinsson í Skóstofunni Dunhaga,
en hann er einn af fastagestum
Vesturdalsár og var þar við veiðar
fyrir skömmu og er á leiðinni aftur
austur á næstu dögum til að ioka
ánni.
Tengdafeðgar með tvo eins
Nýjar veiðisögur spretta upp á
hveiju sumri og þó sumar séu þess
eðlis að engu er líkara en menn
hafi heyrt þá nýjustu áður, er samt
ekki alltaf svo. Tilvilj anir ráða oft
miklu á bökkum vatnanna eins og
meðfylgjandi saga staðfestir, en
vettvangur hennar er Laxá í Aðal-
da.1, svokallaðar Nesveiðar.
Hópur einn hefur stundað það
um nokkurra ára skeið að halda á
Nesveiðar í Laxá undir lok ágústs-
mánaðar. Foringi hópsins er Sig-
urður Valdemarsson og segir hann
menn vera á höttunum eftir stórum
löxum. „Við vitum að það getur
brugðið til beggja vona og kannski
fær maður engan fisk. Það er allt
í lagi, því við vitum að þeir stóru
eru þarna og það gengur bara bet-
ur næst,“ segir Sigurður. 25. ágúst
í fyrra snérist gæfuhjólið á sveif
með Sigurði og hann setti í og land-
aði 24 punda hæng í Skriðuflúð,
frægum stórlaxaveiðistað í Laxá,
en margir af frægustu stórlaxahylj-
um Iandsins eru einmitt á Nesveið-
um og má auk Skriðuflúðar nefna
Kirkju hólmakvísl, Þvottastreng,
Tjarnarhólmaflúð, Grundarhorn,
Hagastraum að ógleymdum hinum
einu og sönnu Presthyl og Vitaðs-
gjafa. Laxinn hangir uppstoppaður
uppi á vegg heimá í stofu Sigurð-
ar. í sumar var hópurinn aftur á
ferðinni á Nesveiðum og gerði það
gott. Það veiddist einn 20 punda,
tveir 22 punda og nokkrir 16 til
18 punda. Og einn 24 punda hæng-
ur.
Sá sem veiddi 24 punda hæng-
inn var Helgi Jóhannesson, en
hann er tengdasonur Sigurðar
Valdemarssonar. Veiðistaðurinn
var Skriðuflúð. Að vísu skeikaði
einum degi, Helgi veiddi sinn lax
HELGI Jóhannesson með 24
punda hænginn úr Skriðuflúð
á dögunum.
26. ágúst, en tilviljunin er varla
verri fyrir það.
Þörungur á ferð
Brúnleitur þörungur sem vart
varð við í nokkrum laxveiðiám hér
á landi í fyrsta sinn í fyrra virðist
vera „kominn til að vera“ að sögn
Sigurðar Más Einarssonar fiski-
fræðings við Vesturlandsdeild
Veiðimálastofnunnar í Borgarnesi.
Sigurður rannsakaði þörunginn
í nokkrum ám í Borgarfirði, m.a.
í Norðurá og Hvítá í fyrra og var
þá hafin kortlagning á útbreiðslu
þörungsins sem menn töldu að
gæti gert usla í lífríki ána við
ákveðin skilyrði. Þörungurinn kom
hins vegar seint fram og töldu
sérfræðingar almennt að tíminn
myndi veita mörg svör. Til dæmis
töldu menn ekki loku fyrir það
skotið að honum kynna að skola
út á liðnum vetri. „Það hefur ekki
gengið eftir, hann hefur ekki verið
jafn áberandi í sumar, hugsanlega
vegna meira vatnsmagns í ánum
og kaldara árferðis, en hann er
hér enn við lýði, það er ekki spurn-
ing,“ sagði Sigurður.
Okumenn ógna gangandi umferð
Gangandi á
allan rétt á
gangbrautum
IREYKJAVÍK hafa ver-
ið sett upp 86'umferð-
arljós og 30 gang-
brautarljós. Fyrstu götu-
Ijósin voru sett upp árið
1949 en síðan hafa eldri
ljósin verið, endurnýjuð og
hefur Dagbjartur Sigpr-
brandsson, umsjónarmaður
umferðarljósa, séð um upp-
setningu allra götuljósa í
borginni. í dag verður
kveikt á nýjum ljósum á
mótum Langholtsvegar og
Holtavegar en þar á fjöldi
skólabama leið um.
„Á þessum gatnamótum
var áður gangbrautarvörð-
ur,“ sagði Dagbjartur. „En
þegar skólinn hófst í haust
var enn verið að vinna við
uppsetningu umferðarljósa
með tilheyrandi jarðraski
og hafa foreldrar og kenn-
arar haft áhyggjur af því.
Þetta eru venjuleg gatnamótaljós
sem kveikt verður á en á þessum
gatnamótum virðist vera sérstak-
lega mikil hræðsla vegna skóla-
barna.“
- Eru Ijósin varasöm gangandi
vegfarendum?
„Það sem gerist er að samhliða
grænu gangbrautárljósi koma
græn ljós fyrir ökumenn. Þeir eiga
þaql þá til að beygja að gangbraut-
um og ógna um leið gangandi
vegfarenda.
Það óþægilegasta er að gang-
andi vegfarandi snýr í mörgum til-
fellum baki í ökumanninn, þar sem
hann er á gangbrautinni en hann
heyrir þegar bíllinn nálgast og verð-
ur því að gá að sér þegar hann fer
yfir götuna. Ég er búinn að horfa
á svo margar hörmungar að mér
finnst ég ekki geta þagað lengur.
Okumenn verða að taka meira tillit
til gangandi vegfarenda."
- Hvernig eiga bílstjórar að
haga sér?
„Það virðist vera sem menn mis-
skilji hvemig gangbrautarljós
virka. Ef lagt er út á gangbrautina
á grænu gönguljósi þá á að halda
óhikað áfram yfir götuna. Það er
gert ráð fyrir svokölluðum rýming-
artíma til að þess að fólk nái alla
leið en um leið og ökumenn sjá í
rautt gönguljós þá er farið að benda
og flauta og þeir virðast halda að
nú sé komið að þeim en það eru
gangandi vegfarendur sem eiga
allan rétt á gangbrautinni.
í sumum tilvikum, þegar um
stærri umferðargötur er að ræða,
kemur rautt ljós áður en gangandi
umferð hefur náð yfir götuna og
vil ég ítreka að gangandi eiga þá
allan rétt en ekki öku-
menn eins og þeir virð-
ast halda. Þetta á við
um öll krossgatnamót
þar sem ekki eru sér-
stök ljós fyrir þá sem —
beygja eins og til dæmis við Miklu-
braut."
- Hvað með gangbra u tarljósin,
hvernig virka þau?
„Ljós eins og eru á gangbraut-
inni yfir Suðurlandsbraut skammt
frá Hátúni eru svokölluð Pelikan-
ljós en þegar þau blikka mega bíl-
ar fara af stað ef enginn er á
gangbrautinni. Ljósin eru í raun
að stytta biðtíma ökumanna ef
þeir kunna að fara eftir þeim. En
bílstjórar eru farnir að leggja, af
stað um leið og Ijósin blikka og
þá guggnar fólk á að halda áfram
og verður strandaglópar á miðri
götu. Fólk er orðið hrætt við að
fara yfir á ljósum.
Dagbjartur
Sigurbrandssson
►Dagbjartur Sigurbrandsson,
umsjónarmaður umferðarljósa,
er fæddur árið 1946. Hann lauk
rafvirkjanámi frá Iðnskólanum
í Reykjavík árið 1968 og hefur
unnið við uppsetningu umferð-
arljósa í Reykjavík frá árinu
1971. Dagbjartur hefur sótt
námskeið erlendis í uppsetn-
ingu ljósanna og meðferð
þeirra. Eginkona Dagbjarts er
Guðfinna Kjartansdóttir og
eiga þau þrjú börn.
Yfir Sæbraut og við Geirsgötu
og Kalkofnsveg framan við Kola-
portið eru miðljós á göngubrautum
eins og tíðkast víða erlendis. Svo
virðist sem þessi ljós valdi nokkr-
um misskilingi og gangandi halda
viðstöðulaust áfram yfír götuna í
stað þess að bíða á umferðareyj-
unni. Þessi ljós hafa verið sett upp
á breiðum götum, þar sem rýming-
artíminn er skammur.
Þá erum við með hálfumferðar-
stýrð ljós, sem sýnir grænt ljós, í
þá átt sem umferðin er mest en
rautt á hliðargötu. Nemar eru við
stöðvunarlínu í götunni, sem
skynja bíla þegar þeir nálgast og
koma boðum um að breyta þurfi
Ijósunum. Svo eru önnur Ijós með
nemum sem halda umferðarljós-
unum rauðum þegar engin umferð
er og á það sérstaklega við þegar
kvöldar."
- Hvernig virka þessir nernar?
„Við setjum víra í götuna, sem
mynda rafspólu, og þegar ekið er
inn á hana gefur málmmassi bíls-
ins til kynna að þarna sé kominn
bíll og sendir nema boð þar um
til stýribúnaðarins. Ökumenn
verða því að aka alveg
að stöðvunarlínu ef ekki
á að fara fyrir þeim eins
og ökumanninum, sem
_________ ekki vildi aka yfir poll-
inn framan við skynjar-
ann og sat því og beið og beið
eftir ljósi sem aldrei kom, þar sem
neminn náði ekki til bílsins."
- Er oft kvartað undan Ijósun-
um?
„Já, mæður hringja mikið í mig
og eru svo æstar að ég get ekki
rætt við þær. Þær halda því fram
að ljósin séu biluð og vilja ekki
skilja að það er ökumaðurinn sem
ekki hlýðir umferðarlögunum þeg-
ar hann ógnar gangandi barni á
gangbraut. Barnið á allan rétt.
Um leið og gengið er út á gang-
brautina á grænu ljósi þá sér rým-
ingartíminn á ljósunum til þess að
menn ná yfir þó svo Ijósið skipti
yfir í rautt.“
Hef séð
margar
hörmungar