Morgunblaðið - 12.09.1995, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. SERTEMBER 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Flug Flugleiða til Halifax í Kanada fær jákvæð viðbrögð
Nýta Boeing 737-
vélar að næturlagi
FLUGLEIÐIR hf. sjá fram á bætta
nýtingu á Boeing 737-400 vélum
sínum þegar flug félagsins til
Halifax í Kanada hefst í maí á
næsta ári. Þannig er gert ráð fyr-
ir að vél sem lendir síðdegis í
Keflavík eftir flug til Evrópu geti
haldið áfram til Halifax en komist
til baka snemma um morguninn
næsta dag til að annast flug til
einhverrrar Evrópuborgar. Þessi
nýting Boeing 737 vélanna að
næturlagi var raunar aðalforsenda
fyrir hagkvæmni flugs til Halifax.
Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Flug-
leiða, segir að þetta flug falli inn
í það mynstur sem sé í flugi til
Bandaríkjanna. Fyrirhugað sé að
vélarnar á leið til Halifax fari héð-
an milli kl. 16 og 17 á daginn en
komi til baká'milli kl. 6-7 morgn-
ana. Félaginu sé þó aðeins heimilt
að fljúga þangað tvisvar í viku.
„Við vonumst til að fá að fljúga
þangað oftar sem myndi þýða stór-
aukna nýtingu á 737-vélunum.
Það hefur aldrei náðst jafngóð
nýting á 737-vélamar eins og
757-vélarnar sem eru nánast í lofti
allan sólarhringinn."
Verslunarferðir
til Halifax
Pétur segir að nokkuð góð við-
brögð hafi fengist frá Kanada
vegna fýrirhugaðs fiugs Flugleiða.
„Það hefur sýnt sig að skortur er
á sætum þarna yfir sumarið en
baráttan verður meiri yfir vetrar-
tímann. Við erum þó ekkert svart-
sýnir yfir því. T.d. teljum að að
hægt verði að selja íslendingum
verslunarferðir til Halifax á haust-
in því þarna er mjög ódýrt.
Kanadadollarinn er 30% lægri en
sá bandaríski en verðið er hið sama
í dollurum talið.“
Flugleiðir sjá einnig mikla
möguleika á að laða hingað Vest-
ur-Islendinga í ríkara mæli en
verið hefur. í þessu sambandi mun
félagið njóta góðs af evrópsku
átaki í Norður-Ameríku við að laða
ferðamenn til Evrópu sem vilja
leita uppruna síns. „Það er verið
að skrá afkomendur Islendinga í
Bandaríkjunum og Kanada sem
mun gera okkur kleift að nálgast
þennan hóp. Við munum vinna
mjög mikið í því að selja ferðir til
Vestur-íslendinga. Þá munum við
bjóða tengiflug frá Halifax til
helstu staða í Kanada og erum í
viðræðum við kanadískt flugfélag
um það.“
Landsbank-
inn sterkur á
Austurlandi
Eskifirði, Morgunblaðið.
ÁRLEGUR fundur bankaráðs
Landsbankans utan Reykjavíkur
var haldinn á Eskifirði síðastlið-
inn laugardag. Þar kom fram að
staða bankans í landsfjórðungn-
um var mjög sterk um síðustu
áramót. Hlutdeild hans í heildar-
innlánum nam 73% en í útlánum
var hlutdeild bankans enn meiri
eða 77%. Samkvæmt fréttatil-
kynningu bankans námu heildar-
innlán hjá útibúum Landsbankans
á svæðinu 5,1 milljarði í árslok
1994 en á sama tíma voru heildar-
útlán nærri því helmingi hærri
eða 9,6 milljónir króna. Helming-
ur útlána bankans eru bundin í
sjávarútvegi en um fjórðungur
þeirra hjá einstaklingum.
Á ferð um landshlutann ræddu
bankaráðsmenn við atvinnurek-
endur á svæðinu og gætti nokk-
urrar bjartsýni hjá þeim enda
hefur talsverð uppbygging átt sér
staðj sjávarútvegi á Austurlandi
að undanförnu. Á myndinni má
sjá bankaráðið ásamt starfsfólki
bankans framan við útibú Lands-
bankans á Eskifirði.
Hlutabréf í
Olivetti
hríðfalla
Mílanó. Reuter.
HLUTABRÉF í ítalska tæknifyrir-
tækinu Olivetti hríðféllu í verði á
mánudag vegna frétta um að stjórn
þess hyggi á mestu aukningu hluta-
ijár í sögu þess.
Carlo De Benedetti forstjóri sagði
um helgina að Olivetti mundi fara
fram á viðbótarfjármagn upp á
2.257. billjónir líra (1,4 milljarða
dollara) frá hluthöfum til þess að
hraða endurskipulagningu fyrirtæk-
Lækkun varð einnig á hlutabréf-
um í eignarhaldsfyrirtækjum De
Benedetti, Compagnie Industriali
Riuniti (CIR) og Cofide, sem bæði
hafa boðað fjármagnsaukningu.
Viðskiptum með öll þessi hluta-
bréf var hætt skömmu eftir opnun,
þegar verð þeirra hafði lækkað um
10%. Viðskiptin voru hafin aftur
þegar verð bréfanna hafði verið
lækkað og bankar tengdir fyrirtækj-
unum komu til hjálpar.
Hlutabréf í Olivetti hafa lækkað
í verði síðan í ágústlok vegna bolla-
legginga um að fyrirtækið hyggist
gefa út ný hlutabréf í annað skipti
á tveimur árum, en mörgum kom á
óvart hve víðtæk útgáfan verður.
Fjárfestum kom einnig á óvart
að Olivetti skýrði frá tapi á fyrri
árshelmingi upp á 1.1 billjón líra
(680 milljónir dollara), að meðtöld-
um 562.4 milljóna dollara útgjöldum
vegna endurskipulagningar.
Þar með nemur heildartap Olivett-
is síðan 1991 3.3 billjónum líra (2.1
milljarði dollara) og er illa staddri
tölvndeild fyrirtækisins að miklu
leyti kenn um erfiðleikana.
„Ég skil ekki af hveiju þeir losa
sig ekki við hana,“ sagði sérfræðing-
ur í Mílanó. Fjarskiptadei 1 d Olivettis
á hins vegar mikla möguleika, segir
sami sérfræðingur.
Útflutningsverðmæti hjá Sæplasti jókst um 30%
20 millj. hagnaður
RÚMLEGA 20 milljón króna hagn-
aður varð af rekstri Sæplasts hf. á
Dalvík á fyrstu sex mánuðum þessa
árs. Þetta er mun betri rekstrarnið-
urstaða en á síðasta ári en þá nam
hagnaður alls ársins 10 milljónum
króna. Samanburður við sama.tíma-
bil í fyrra er ófullkominn þar sem
fyrirtækið hefur aðeins sent frá sér
4 og 8 mánaða uppgjör fram til
þessa.
Heildartekjur Sæplasts námu
191 milljón króna á fyrstu sex
mánuðum ársins, en þar af námu
tekjur af útflutningj um 102 millj-
ónum króna eða 54% af heildartekj-
um fyrirtækisins. Tekjurnar hafa
aukist um 18% frá því á sama tíma
í fyrra. Rekstrargjöld fyrirtækisins
á fyrri árshelmingi námu 162 millj-
ónum króna og veltufé frá rekstri
var 27,7 milljónir.
Töluverð söluaukning
Hannes Garðarson, skrifstofu-
stjóri hjá Sæplasti, segir forsvars-
menn fyrirtækisins bera höfuðið
hátt og vera bjartsýna með fram-
haldið.
„Eins og staðan er í dag er fyrir-
sjáanlegt að við munum keyra verk-
smiðjuna á fullu fram til áramóta.
Sala á nýju og umhverfisvænu keri
frá okkur er að skríða af stað og
það er mun dýrara en önnur ker
frá okkur. Við reiknum því með að
það verði veigamikill þáttur í rekstri
fyrirtækisins."
Að sögn Garðars hefur sala fiski-
kera aukist um tæp 18% milli ára
og munar þar mest um sölu á keij-
um til fjarlægari heimsálfa á borð
við S-Austur Asíu, S-Ameríku og
S-Afríku. Þá scgir hann sölu á
plaströrum hafa fimmfaldast og
nemi hún nú um 8% af heildarveltu
fyrirtækisins.
Bókfærðar eignir Sæplasts hf.
voru ríflega 400 milljónir króna í
lok júnímánaðar en heildarskuldir
fyrirtækisins námu um 130 milljón-
um króna. Eigið fé fyrirtækisins
var því 274,4 milljónir í lok júní og
er eiginfjárhlutfall þess 68%.
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI fyrstu
átta mánuði ársins voru alls um
1.655 milljónir króna eða um tvö-
falt meiri en á sama tíma í fyrra.
Þar af voru viðskipti með hluta-
bréf í ágúst um 310 milljónir.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
upplýsingariti Kaupþings um
hlutabréfamarkaðinn. Bent er á
að ástæður aukinna viðskipta séu
vafalítið bætt afkoma skráðná
hlutafélaga og hækkandi hluta-
bréfaverð í kjölfar þess.
Samkvæmt milliuppgjörum fyr-
ir fyrstu sex mánuði ársins hefur
Hlutabréfavið-
skipti tvöfaldast
hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja
í rækjuvinnslu og iðnaðarfyrir-
tækja í útflutningi aukist mest frá
sama tíma í fyrra.
Fyrirtækin sem hér um ræðir
eru Þormóður rammi hf., Hampiðj-
an hf. og Marel hf. en hagnaðar-
aukning þeirra var á bilinu
60-200%. Afkoma sjávarútvegs-
fyrirtæki loðnuvinnslu var heldur
lakari en í fyrra. Síldarvinnslan
hf., Haraldur Böðvarsson hf.,
Vinnslustöðin hf. og Hraðfrystihús
Eskifjarðar hf. voru öll rekin með
hagnaði á fyrri helmingi ársins en
afkoman er ekki eins góð og í
fyrra.
í upplýsingaritinu er bent á að
mikill söluhagnaður Flugleiða og
Vinnslustöðvarinnar skekki tölu-
vert samanburð milli ára á afkomu
skráðra félaga. Að þessum tveim-
ur félögum undanskildum nam
samanlagður hagnaður hlutafé-
laga á Verðbréfaþingi alls 1.177
milljónum 'fyrstu sex mánuðina.
Þetta er örlítið lakari afkoma en
á sama tíma í fyrra þegar hagnað-
ur þeirra var 1.276 milljónir.
Áfengisgjald lagt
á einkareknar
fríhafnir
Áfengi
hækkar
um 400-
600 kr.
FLUGLEIÐIR telja sig þurfa
að hækka verð á hverri flösku
af áfengi um 400-600 krónur
í fríhöfn sinni á Reykjavíkur-
flugvelli vegna sérstaks áfeng-
isgjalds sem lagt var á um
síðustu mánaðamót. Þetta
gjald var sem kunnugt er lagt
á áfengi sem ferðamenn flytja
sjálfir inn umfram tollfijálsan
skammt, en leggst einnig á
áfengisverð í einkareknum frí-
höfnum. Pétur J. Eiríksson,
framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Flugleiða hf., segir
álagningu þessa gjalds mjög
furðulega. „Það áttar sig eng-
inn á því til hvers þetta gjald
er lagt á. Ef það kemur í ljós
að Fríhöfnin í Keflavík hækkar
ekki sitt verð og ríkið notar
þetta gjald til að færa á milli
sinna eigin vasa þá sé ég ekki
að tilgangurinn sé annar en
sá að gera út af við einka-
reknu fríhafnirnar. Tekju-
aukningin verður engin.
Okkur er nær að halda að
þessi hluti reglugerðarinnar sé
mistök, sem þá verði leiðrétt."
Indriði H. Þorláksson, skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneyt-
inu, sagði að hingað til hefði
ríkið ekki tekið neitt gjald af
áfengi í fríhöfnum Flugleiða og
Flugfélags Norðurlands. „Þess-
ir aðilar hafa fengið í sinn hlut
þær tekjur sem ríkið hefur haft
af samsvarandi sölu gegnum
Fríhöfnina í Keflavík. Núna var
sett á gjald sem var miðað við
hagnað Fríhafnarinnar hefur
eftir að búið er greiða allan
rekstrarkostnað. Það gjald er
lagt á alla sem reka fríverslan-
ir, bæði í Keflavík og annars-
staðar. Ef þessir aðilar þurfa
að hækka verð og selja dýrara
en Fríhöfnin í Keflavík byggir
það ekki á skattinum heldur
einhveiju öðru.
Indriði tók hins vegar fram
að fylgst yrði með framkvæmd-
inni við álagningu gjaldsins og
kæmu einhveijir óæskilegir
hlutir í ljós yrði það tekið til
skoðunar.
Ráðstefna
um aug-
lýsingar
SAMBAND íslenskra auglýs-
ingastofa efnir til ráðstefnu á
föstudaginn 15. september nk.
með yfirskriftinni: „Auglýsing-
ar sem arðbært og árangursríkt
markaðstæki."
Aðalfyrirlesari ráðstefnunn-
ar er John Philip Jones, prófess-
or við Syracuse University, NY.
Fjallað verður um nýjar rann-
sóknir frá Bandaríkjunum um
bein áhrif auglýsinga á sölu og
kauphegðun neytenda og áhrif
vel heppnaðrar langtíma aug-
lýsingaherferðar á markaðs-
stöðu BMW í Englandi. Þá verð-
ur einnig fjallað um mikilvægi
þess að rækta sköpunargáfu
starfsfólks á auglýsingastofum
og ná hámarksnýtingu á birt-
ingafjármagni.
Ráðstefnan er ætluð stjórn-
endum fyrirtækja ekki síður en
starfsfóiki markaðsdeilda
þeirra en skráning fer fram á
skrifstofu SÍA.
m
€>
€
€
e
m
€
C
c
€
€
€
I
4
4
c
H