Morgunblaðið - 12.09.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 12.09.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 25 LISTIR FRÁ opnun sýningarinnar. VERKSTJÓRN Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu. Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda. Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru: - vinnusálfræði og stjórnun, - valdframsal, - Almenn samskipti, - hvatning og starfsánægja, Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta: 02. - 07. október og 23. - 28. október áætlanagerð, stjórnun breytinga. lóntæknistofnun 11 Innritun stendur .yfir í síma 587 7000. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholt,112 Reykjavík Ingann Eydal sýnir í Svíþjóð INGUNN Eydal myndlistarkona opnaði sýningu í Konsthallen í Lysekil í Svíþjóð 5. ágúst síðast- liðinn. Sýningin hlaut mikla at- hygli og voru m.a. bæði forsíða og baksíða dagblaðsins í Lysekil, sem er skammt norður af Gauta- borg, prýddar myndum og við- tölum í tilefni sýningarinnar. Ingunn hefur haldið 12 einka- sýningar, þar af sex erlendis. Þetta er fjórða sýning hennar í Svíþjóð og hafa þær allar verið boðssýningar. Hún hefur tekið þátt í u.þ.b. 130 samsýningum víða um heim og hlotið tvenn alþjóðleg verðlaun fyrir list sína. Vetrarstarf Kvennakórs Reykjavíkur í VETUR munu um 250 konur starfa í hinum ýmsu hópum sem Kvenna- kór Reykjavíkur rekur. Æfingar kórsins hefjast 13. september nk. en starfið í vetur mun einkennast af undirbúningi fyrirhugaðrar Ítalíu- ferðar kórsins næsta vor. Eins og undanfarin ár mun kórinn standa fyrir aðventutónleikum ásamt hljóð- færaleikurum og messósópransöng- konunni Elsu Waage. Stjórnandi er sem fyrr Margrét Pálmadóttir. Vox Feminae-hópurinn byrjar vetrarstarfið með námskeiði hjá Si- byl Urbancic, en hún mun halda tvö námskeið á ári fyrir hópinn næstu tvö árin. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur tekur til starfa nú í haust, en stjórnandi hennar verður Jóhanna V. Þórhallsdóttir auk Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Léttsveitin mun æfa einu sinni í viku, auk radd- æfinga, og lýkur vetrinum með tón- leikum. Kórskóli Kvennakórsins mun starfa áfram eins og undanfarin ár undir handleiðslu Hörpu Harðardótt- ur. Kennsla fer fram á mánudögum, en þar er lögð -áhersla á raddbeit- ingu, tónfræði og samsöng. Nýjung í starfi Kvennakórs Reykjavíkur er svokallaður „Senjór- ítu“-kór, fyrir síungar eldri konur sem áhuga hafa á söngstarfi. Kórn- um stjórnar Rut Magnússon. Öll starfsemi kórsins fer fram á Ægisgötu 7, þar sem kórinn hefur komið sér upp æfinga- og félagsað- stöðu. f vetur mun Nýi söngskólinn - „Hjartans mál“ - einnig starfa á Ægisgötu 7. Skólastjóri hans er Guðbjörg Sigutjónsdóttir og með henni starfar íjöldi þekktra söngv- ara. Þar er hægt að stunda nám í undirbúnings- og/eða einsöngsdeild. PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 Listhúsið í Laugardal er 3 ára í dag _ Z'. Haust við jökulinn, olía 40 x 90 cm; 1994 ' ' Vinnustofa • Gallery Olíumálverk og myndir unnar á handgerðan pappír Opið virka daga kl. 13-18 • laugardaga 11-16 Hanámáíaðir íkohar frá Grikkíandi og Spárti í rnikfu úrvafi. í tiCefni af afmteCi Listívússins 6jóðum við 10 - 40 % afsíátt af ýmsum vör|un þessa viíút. ',e2^200.' AFMÆLISTILBOÐ 30% afsláttur af innrömmuðum listplakötum Vatnslitamyndir og teikníngar 30% afsláttur í tilefni afmælisins þessa viku Grafikmyndir,, oiíumálvevk* vatsUtumymUf. kvvamík, listgler og ítalhkar hötmunarvörur i sérflokki 10 - 25% afmælisafsláttur af eigin myndurn og ítölskum vörum ( dll ItH'í LIST Upplýsingar í Listacafé sími 568 4255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.