Morgunblaðið - 12.09.1995, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 29
AÐEIMDAR GREINAR
Nýtt boðtæki
Stærilæti nokk-
urra kvenna
DAGANA 22.-27.
apríl 1990 stótti undir-
ritaður fyrsta alþjóða-
fundinn, sem haldinn
hafði verið í Beijing,
höfuðborg Kína, frá því
að kommúnistar náðu
þar völdum.
Til ráðstefnunnar
var boðað af hálfu
hinna merku samtaka,
World Jurist Associati-
on, WJA, sem hefur
höfuðstöðvar í Was-
hington DC og láta sig
mannréttindi og lausn
vandamála með frið-
samlegum hætti meira
varða, en flest önnur
samtök. Ráðstefnan var haldin í
beinu framhaldi af þeirri þíðu í al-
þjóðamálum, sem kom í kjölfar hinn-
ar merku Kínaheimsóknar Nixons,
Bandaríkjaforseta, en þó í skugga
hinna alvarlegu atburða, sem átt
höfðu sér stað, nokkru áður á Torgi
hins himneska friðar í Beijing.
Mér þótti það lofa góðu um skiln-
ing á vandamálum Kínverja, hinnar
fornu menningarþjóðar, að forsvars-
menn WJA skyldu ekki láta hræða
sig frá því að halda fundinn, en
nokkur andstaða var gegn því
vestra.
Mér er ógleymanlegt hlýtt viðmót
og velvilji Kínveija, hvar sem ég
Mér blöskraði hvernig
ein stertileg framsókn-
arþingkona, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son, talaði af yfirlæti
um ástandið í Kína.
fór. Enn merkilegra þótti mér,
hvernig kínversk stjórnvöld hafa
tekið á vandamálum sínum, en þar
er mannfjölgunin eitt erfiðasta mál-
ið. Það er geigvænlegt að hugsa til
afleiðinga þess, ef Kínveijar gerðu
ekkert til þess að hamla gegn mann-
ijölguninni, hungur tugmilljóna og
barnadauði óhjákvæmileg og örugg-
lega margar ófyrirséðar hörmungar.
Kínverskum stjórnvöldum tekst nú
að brauðfæða þjóð sína, það er af
sem áður var.
Kínversk menning er meira en
5.000 ára gömul og byggist að miklu
leyti á virðingu fyrir foreldrum og
eldra fólki. Ofbeldi karla gagnvart
konum ku vera fátítt. Kínverjar eru
löghlýðnasta fólk heims. Til skamms
tíma hafa kínverskir innflytjendur
verið taldir löghlýðnustu og hvað
bestu borgarar Bandaríkjanna og
Kanada. Vitað er að margvíslegt
misrétti á sér stað með þessari
tvöllvöxnu þjóð, en það er án efa
miklu minna en víðast
hvar annars staðar.
Hugsum til Brazilíu eða
Indlands. Alvitað er, að
í ýmsum afskekktum
héruðum Kína, veit fólk
ekki að keisarinn hafi
verið rekinn frá völdum,
fyrir áratugum síðan og
að nýir stjórnarhættir
eru komnir á.
Mér blöskrar hvernig
ein stertileg framsókn-
arþingkona, bersýni-
lega ófróð um Kína og
margt annað, talaði af
yfirlæti um ástandið í
Kína eftir að hin vafa-
sama breska kvikmynd
hafði verið sýnd í sjónvarpi.
Þá vantaði eina þingkonu Kvenna-
listans ekki stærilætið, er hún sagði
það vera helsta ástæða til að fara á
kvennafundinn í Kína að gaghrýna
ástandið þar - ,já, miklir menn erum
við, Hrólfur minn“.
Annars er það athyglisvert, að
fréttir af kvennafundinum í Kína
hafa lítið snúist um efni hans, held-
ur ýmislegt er varðar fundarstaðinn
og erfiðleika og uppákomur við fund-
arhaldið.
Það er undarlegur misskilningur
um kvenréttindi, að halda að útrás
óeðlilegra kynhvata sé einn þáttur
í kvenfrelsisbaráttunni. Öðru máli
gegndi um að reyna að sporna við
umskurði kvenna, sem á sér stað
af trúarástæðum.
Einn ljós punktur er þó í allri
þessari öfgafullu umfjöllun um Kína
og vandamál Kínveija, en það er
framkoma Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands, í Kínaförinni, sem
var með sóma í hvívetna. Að vísu
er framkomu Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta skorður settar, þar
sem hún er þjóðhöfðingi og getur
sem slík ekki komið fram í eigin
persónu til þess að gagnrýna eitt
eða annað. Greinilegt er þó að forset-
anum blöskrar skilningsleysið á
vanda kínversku þjóðarinnar, eins
og það hefur birst, jafnvel meðal
æðstu kvenna heims. Það er auðvit-
að nokkuð annað að koma fram, sem
forsetafrú eða sjálfur þjóðhöfðing-
inn.
Það má að einhveiju leyti taka
undir þá gagnrýni, sem kallar nor-
rænar konur dekurdúkkur, þær hafa
aldrei þurft að tefla neinu í tvísýnu
til þess að bæta stöðu barna og
kvenna í heiminum eða þeirra, sem
minnst mega sín.
Það er lofsvert að kínversk stjórn-
völd buðu Beijing sem fundarstað
kvennafundarins, vitandi að stjórn-
arhættir þar myndu sæta gagnrýni.
Það gefur vissulega vonir um væn-
legra mannlíf þar í framtíð, því má
þó ekki gleyma að gagnrýni er einn
af hornsteinum lýðræðis.
Höfundur er lögfræðingur.
Gunnlaugur
Þórðarson
FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA
Frábær uppskrift...
...að fríinu þínu.
Margskonar gistimöguleikar:
velði, hestaleigur, gönguterðir o.fl.
Bæklingurinn okkar er ómissandi
á ferðalaginu.
Geturþúaxlað
áb>Tgð á einu
barnií neyð?
Einhverstaðar bíður barn þess
að þú takir þátt í framtíð þess.
Fyrir 1.000,- á mánuði getur þú
fætt, klætt og séð þessu barni
fyrir menntun.
SOS BARNAÞORPIN
Sími 564-2910 e.h.
Fjórfrelsið
ogforsetinn
ÞEGAR Roosevelt
Bandaríkjaforseti skil-
greindi ástæðurnar fyr-
ir þátttöku Bandaríkj-
anna í seinni heims-
styijöldinni, flallaði
hann um frelsið, sem
beijast þyrfti fyrir og
greindi það í fjóra þætti:
1. Tjáningarfrelsi. 2.
Trúfrelsi. 3. Frelsi frá
ótta. 4. Frelsi frá skorti.
Fyrir þessu fjórfrelsi
kvað forsetinn vestræn-
ar lýðræðisþjóðir þurfa
að beijast, og framhald-
ið af því varð stofnun
Sameinuðu þjóðanna og
mannréttindayfirlýsing þeirra. Ro-
osevelt hefði vart verið að tilgreina
Þar sem ekki er tjáning-
ar- og trúfrelsi myndast
grundvöllur harðstjórn-
ar, sem fæðir af sér ótta
og skort, segir Omar
Ragnarsson, en bætir
við: Tjáningar- ogtrú-
frelsi verður einskis
virði hjá fólki, sem býr
við algeran skort.
alla fjóra þætti frelsis-
ins ef honum hefði ekki
verið ljóst að hver og
einn þeirra getur orðið
forsenda hinna. Dæmi:
Þar sem ekki er tjáning-
ar- og trúfrelsi myndast
grundvöllur harðstjórn-
ar sem fæðir af sér ótta
og skort. Á hinn bóginn
vérða tjáningar- og trú-
frelsi einskis virði hjá
fólki sem býr við alger-
an skort. I þessu felst
afstæði hvers þáttar
frelsisins gagnvart hin-
um, og þótt menn setji
tjáningar- og trúfrelsi
ofar öllu, þrífst það ekki við ótta og
skort. Ef Roosevelt forseti hefði þeg-
ið heimboð leiðtoga fjölmennustu
þjóðar heims, er vart að efa að þessi
fjögur höfuðatriði stefnu hans hefði
borið á góma ekki síst vegna skorts
á tveimur höfuðþáttum frelsisins í
Kína. En jafnvel þótt forsetinn hefði
átt þess kost að tala. einn allan tím-
ann, hefði hann vart sett hugsjónina
um frelsið fram fyrir viðmælanda
sinn á annan hátt en hann gerði fyr-
ir sína eigin þjóð, þegar hann skil-
greindi þættina flóra og velti fyrir
sér afstæði hvers þeirra gagnvart
hinum. Það er enn stærsta viðfangs-
efni mannkyns sem ógnar tilveru
sjálfs sín með því að yfirfylla og
menga jörðina og ganga á auðlindir
hennar.
Höfundur er fréttamaður.
Ómar Ragnarsson
Helstu eiginleikar:
■ Geymir 12 skilaboð.
■ 2 númer- kóði.
■ Allt að 99 tæki á sama númeri
og hægt að skilja á milli.
■ Klukka sýnir hvenær skilaboð
bárust.
■ Vekjari.
Rafögn hf.
Ármúla 32, Reykjavík,
sími 588 5678.
mctxon
talstöðvar og boðtæki.
Blab allra landsmanna!
ptioyoiimlilabib
- kjarni málsins!
gerð ST-350
Vitara V6
Nýr eöaljeppi þar sem afl
og öryggi hafa forgang.
Vitara 116 er einstaklega aflmikill, meö hljóðláta Vö vél,
24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum.
Hann er byggður á sjálfstæða grind og er með hátt og lágt drif.
Nákvæmt vökvastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin
eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðveldan
í akstri á vegum sem utan vega.
Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega,
höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum
gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst.
Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum
sem eiga heima í eðaljeppa éins og Vitara V6.