Morgunblaðið - 12.09.1995, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
Mér datt í hug hvort þú gætir Ég veit að þú ferð eftir Á sur.ium kortum er Þá getum við
flogið með mig til Grímseyjar. litunum á kortinu. hún appelsínugul, og á ekki farið.
öðrum er hún græn.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Ennaf
Þrándi í Götu
Frá Bergþórí Bjarnasyni:
SIGUR minnihlutaflokkanna í borg-
arstjórn vorið 1994 var á margan
hátt ólíkur sigrinum 1978. Flokk-
arnir í minnihlutanum voru búnir
að koma sér saman um helstu
stefnu, búnir að velja í embætti og
síðast en ekki síst undir forystu
borgarstjóraefnis sem naut bæði
trausts og vinsælda. Sigurinn kom
heldur ekki á óvart nema kannski
fyrir sjálfstæðismenn. Síðan hefur
minnihlutinn í borgarstjórn átt í
mikilli sálarkreppu og ekki fundið
sér samastað í tilverunni.
Nei, nei, nei
Fulltrúar D-listans hafa verið á
móti nánast öllum tillögum til breyt-
inga eða nýjunga á þessu rúma ári
sem Reykjavíkurlistinn hefur
stjórnað borginni og rokið upp til
handa og fóta af litlu sem engu
tilefni, allt til að reyna að spilla
trúnaðarsambandi meirihlutans við
borgarbúa og til að gera tillögur
Reykjavíkurlistans tortryggilegar.
Fyrsta mál D-listans var að gera
veður út af sumarfríi borgarstjóra
sumarið 1994. Ekki mátti flytja
Hitt húsið í Geysishúsið þar sem
nú hefur verið opnuð glæsileg Upp-
lýsinga- og menningarmiðstöð ungs
fólks. Við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar borgarinnar fyrir árið 1995
var helsta framlag D-listans, sem
skildi eftir sig tólf þúsund milljóna
skuldir í borgarsjóði, að gagnrýna
holræsagjald og hugmyndir að
auknum tekjum bílastæðasjóðs.
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn
lagði engar tillögur fram um hvern-
ig ætti að stöðva skuldasöfnun
þeirra sjálfra án þess að skera nið-
ur framkvæmdir og þjónustu, að:
eins mótmæli og aftur mótmæli. í
ár lítur út fyrir að borgarsjóður
verði rekinn með minnsta halla frá
árinu 1990 og um leið eru framlög
til leikskólauppbyggingar og grunn-
skóla tvöfölduð, nokkuð sem D-list-
inn hafði tólf ár til að vinna að en
kaus að gera ekki. í vor ólmaðist
minnihlutinn yfir því að vinna 14-15
ára unglinga í Vinnuskólanum væri
stytt til þess að leggja meiri áherslu
á að veita 16 ára og eldri sumar-
vinnu í kreppunni.
Næsta skotmark: borgarritari
Steininn tók þó fyrst úr í mál-
flutningi minnihlutans við ráðningu
borgarritara í vor. Þá tapaði D-list-
inn sér gjörsamlega og hótaði að
reka þá embættismenn borgarinnar
sem Reykjavíkurlistinn myndi ráða.
Annar oddviti D-listans, Árni Sig-
fússon,_sagði í sjónvarpsviðtali orð-
rétt: „Ég held að það liggi alveg
Ijóst fyrir að þeir sem eru pólitískir
embættismenn, pólitískir aðstoðar-
menn borgarstjóra, þeir hljóta auð-
vitað að taka föggur sínar þegar
R-listinn hættir störfum." Borgar-
ritari verður sem sagt fyrsta skot-
mark í pólitískum hreinsunum kom-
ist Árni aftur til valda. Sjálfstæðis-
menn fara svo langt út fyrir öll
mörk að meira segja Víkveiji Morg-
unblaðsins sem er nú oftar en ekki
sammála Sjálfstæðisflokknum sér
ástæðu til að mótmæla upphlaupi
D-listans í borgarstjórn og fagna
ráðningu svo hæfs borgarritara sem
Helga Jónsdóttir er. Það skyldi þó
ekki vera að Tíminn hafi rétt fyrir
sér 30. mars sl. um að skýringin á
ólátum minnihlutans sé sú að hann
er að átta sig á því að hann situr
ekki lengur að völdum og hann er
að upplifa bakslagið?
Rauður varalitur Raisu
Gorbasjovu
D-listinn í borgarstjórn er þó
ekki af baki dottinn og síðasta
framlag hans . til hagsbóta fyrir
okkur borgarbúa er Höfðafarsinn
svokallaði. Sjálfstæðismenn hafa
spókað sig í hanastélsboðum í
Höfða í rúma 6 mánuði eftir að
skipt var um myndir þar. Nú í miðri
sumargúrkutíð fjölmiðlanna kjósa
þeir hins vegar að blása upp nýju
moldviðri. Upphlaupinu er pakkað
inn í sérstakan áhuga þeirra á að
varðveita fundarstað leiðtogafund-
arins 1986. Fyrst og síðast nefna
þeir samt málverkið af Bjarna
Benediktssyni, fyn-verandi borgar-
stjóra og formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Nú á borgarstjóri að vera
að setja skugga á minningu Bjarna
Benediktssonar með því að fara að
tillögum forstöðumanns Kjarvals-
staða í myndavali. Er það líka ekki
sérkennileg tilviljun að 1. ágúst
þegar Morgunblaðið blæs í lúður
og skrifar heilan leiðara um Höfða
undir yfirskriftinni „Söguleg um-
hverfisspjöll" eru báðir oddvitar
Sjálfstæðisflokksins með grein á
besta stað um sama efni? Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson segir borgartjóra
ekki skilja að Barni Benediktsson
hafi verið einn merkasti stjórnmála-
maður þessarar aldar og Árni Sig-
fússon telur sagnfræðiþekkingu
borgarstjóra ábatavant og að hún
skilji ekki varðveislugildi fundar-
herbergisins. Það er engu líkara en
að það standi til að rífa Höfða og
byggja leikskóla á lóðinni! Ég held
að allir séu sammála um að varð-
veita þetta herbergi en að það þurfi
að vera með telaufum Gorbasjovs
(og rauðum varalit Raisu sem hún
gleymdi víst á Hótel Sögu) og að
það tengist Bjarna Benediktssyni,
þó hann sé dýrkaður í Sjálfstæðis-
flokknum, er mér fyrirmunað að
skilja. Enda fjallar þetta mál ekki
um Höfða, leiðtogafundinn, Bjarna
Ben. eða varðveislugildi. Höfðafars-
inn er bara enn eitt dæmi um hvern-
ig borgarfulltrúar D-lista sem ekk-
ert hafa fram að faára reyna að
þyrla upp ryki til að sverta meiri-
hlutann og breiða yfir eigið getu-
leysi. Þetta er málflutningur minni-
hlutans i borgarstjórn og málatil-
búnaður hans. Er hægt að taka
mark á þessu fólki?
BERGÞÓR BJARNASON,
félagi í Regnboganum,
samtökum um Reykjavíkurlista.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyi'iryari hér að. lútandi.