Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Miklar umræður á aukabúnaðarþingi um búvörusamningimi í gær Deilt um hvernig af- greiða á samninginn AÞINGINU kom fram mikill ágreiningur um hvort þingið sjálft ætti að afgreiða samn- inginn eða vísa honum til atkvæða- greiðslu meðal bænda. Meirihluti ræðumanna taldi að þingið ætti að greiða atkvæði um hann þar sem tímaþröng kæmi í veg fyrir að unnt væri að viðhafa atkvæðagreiðslu um samninginn meðal bænda, en hún tæki a.m.k. þijár vikur. Töldu þeir jafnframt að ef svo færi ættu ein- göngu bændur með greiðslumark í sauðfé að taka afstöðu til samnings- ins. Aðrir töldu ekki veijandi annað en að samningurinn yrði sendur út til félagsmanna til atkvæðagreiðslu. Fram kom að ekki hefðu verið samdar reglur um hvemig standa ætti að slíkri atkvæðagreiðslu, m.a. um frágang kjörskrár. Ingi Tryggva- son á Narfastöðum benti á að þingið hefði ekki vald til að ákveða að að- eins ákveðinn hópur innan bænda- stéttarinnar greiddi atkvæði um samninginn. Áður en búnaðarþingið hófst í gærmorgun samþykkti stjóm Lands- sambands sauðíjárbænda ályktun til þingsins þar sem mælt var eindregið með því að þingið samþykkti búvöru- samninginn svo að sem fyrst yrði unnt að fara að vinna eftir honum. Telur stjómin ekki aðstæður til að efna til atkvæðagreiðslu meðal bænda, m.a. þar sem reglur um at- kvæðagreiðslu liggja ekki fyrir. „Stjómin telur sérstaklega brýnt að uppkaupa- og fækkunartilboð verði frágengin hið fyrsta og farið verði að vinna að því að Iosna við umfram- birgðir og þær fluttar úr landi að svo miklu leyti sem unnt er,“ segir í álykt- uninni. Þingið sitja 28 fulltrúar búnaðar- sambandanna og 11 fulltrúar ein- stakra búgreinafélaga og búgreina- sambanda. Að loknu ávarpi Guð- mundar Bjamasonar landbúnaðarráð- herra flytti Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka ísiands, skýrslu um endurskoðun búvörusamningsins og rakti ákvæði samningsins lið fyrir lið. Ari lagði áherslu á að samningurinn fjallaði í raun ekki aðeins um kjöt- framleiðslu, heldur snerist hann fyrst og fremst um byggð í landinu. Ágreiningurinn á þinginu stóð ekki síst milli talsmanna hinna ýmsu bú- greina. Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúabænda, sagði að ákvæði samningsins um end- urúthlutun mismunaði bændum sem stunduðu blandaðan kúa- og íjárbú- skap samanborið við sauðíjárbændur. Því gæti hann ekki samþykkt samn- inginn óbreyttan. Miklar umræður og deilur urðu um nýgerð- an búvörusamning á aukabúnaðarþingi sem hófst í gær. Hátt í 30 þingfulltrúar tóku þátt í umræðunum en þrátt fyrir óánægju með ýmis atriði samningsins lýstu fæstir fundarmanna yfir að þeir ætluðu að greiða atkvæði gegn honum. Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, ráða ráðum sínum á aukabúnaðarþingi á Hótel Sögu í gær. Þingfulltrúar lýstu margir hveijir ánægju með hversu mikil framlög af ríkisins hálfu hefðu náðst fram í samningaviðræðunum og að rofín hefðu verið tengslin á milli fram- leiðslu og greiðslumarks. Fjölmargir ræðumenn lýstu hins vegar miklum áhyggjum vegna birgðavandans og töldu flestir sem til máls tóku ekki koma til greina að stór hluti umframbirgða yrði settur á innlendan markað. Einn þingfulltrúa sagði að ef kjötið yrði sett á innan- landsmarkað myndi það hafa alvar- legar afleiðingar fyrir kjötmarkaðinn í heild og einnig fyrir Bændasamtök- in sjálf. Óm Bergsson á Hofi í Öræf- um, formaður Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga, sagði að bænd- ur mættu engan tíma missa. „Ef þessi samningur verður felldur er alveg á hreinu að sauðflárbændur fá ekki útborgað innleggið sem þeir eru að leggja inn í haust. Bankamir munu ekki veita afurðalán fyrr en þeir vita með hvaða hætti menn ætla að leysa birgðimar," sagði hann. Einn ræðumanna, sem gagnrýndi samninginn harðle'ga, taldi að hann myndi leiða til slagsmála milli kjöt- framleiðenda á mörkuðum og að öll félagsleg samstaða bænda væri brot- in á bak aftur. Einnig voru mjög skipt- ar skoðanir um hversu langt væri gengið í fijálsræðisátt í samningnum. Sumir fögnuðu þeim breytingum og sögðu að sauðfjárbændur yrðu að horfast í augu við breytta tíma. Umræðum var frestað í gærkvöldi og málum vísað til þriggja nefnda sem áttu að starfa í gærkvöldi og fram eftir nóttu til að ganga frá tillögum sem lagðar verða fram í dag. NÝR BÚVÖRUSAMNINGUR: „ \ Framlögtllsauðfjárræktar 1996-20004^ Snæumkr. 1996 1997 1998 1999 2000 Samtals 1996-2000 Beingreiðslur 1.480 1.480 1.480 1.480 1.480 7.400 Lífeyrissjóður bænda 66 66 66 66 66 330 Ullarniðurgreiðslur 230 210 210 210 210 1.070 Vaxta- og geymslugjöld 279 240 225 225 225 1.194 Uppkaup fullvirðisréttar 125 206 112 - - 443 Uppkaup skv. samningi frá 1991 460 220 - - - - Birgðaráðstöfun ( 1>150+) 63 37 - - - 250 Hagræðing/vöruþróun - 83 50 45 40 218 Umhverfisverkefni - 15 20 20 20 75 Samtals 2.703 2.557 2.163 2.046 2.041 10.980 Hlutfall m.v. fjárlög 1995 100% 95% 80% 76% 76% 1) I fjáraukalögum 1995 er 150 milljónum bætt við. Tillaga um nefnd sem vinni að bætt- um skattaskilum Kanni ósamræmi milli tekna og eigna í GÆR var lögð fram þings- ályktunartillaga á Alþingi um að sett yrði á stofn níu manna nefnd sem myndi meðál annars kanna ósamræmi á milli uppgefinna tekna einstaklinga til skatts annars vegar og mik- illa eigna og tekjumyndunar hins vegar. Að tillögunni standa þingmenn úr öllum flokkum. Hjálmar Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutn- ingsmaður tillögunnar minnti í þessu sambandi á að árangur af bættri skattheimtu og skattaskilum hafi orðið lítill seinustu ár. Skýrslur um skatt- svik hafi áætlað að um 10 millj- arðar króna skili sér ekki í ríkis- sjóð, og sé það rétt megi ná enn betri árangri í að rétta hag ríkissjóðs. Tillögur fyrir 1. febrúar „Þessir óinnheimtu milljarð- ar kæmu sér vel í menntamál- um, innan heilbrigðiskerfisins eða í nýsköpun atvinnulífs," sagði Hjálmar. Samkvæmt tillögunni er nefndinni ætlað að skila til íjár- málaráðherra ábendingum um skilvirkar leiðir til úrbóta, og að skoða hvort ekki sé brotalöm í sambandi annars vegar skattastofns einstaklinga og hins vegar tekju- og eigna- myndunar þeirra. Gangi það eftir sé markmiðið að ráðherra geti gert Alþingi grein fyrir til- lögum nefndarinnar fyrir 1. febrúar á næsta ári. „Tiliagan felur í raun í sér að tími aðgerða er upp runn- inn,“ segir Hjálmar og benti á sögusagnir og dæmi um að fjöl- margir einstaklingar borgi hverfandi litið í opinber gjöld á sama tíma og eigna- og tekju- myndun þeirra virðist vaxa í öfugu hlutfalli við uppgefnar tekjur. „Réttlætiskennd hins al- menna launþega er freklega misboðið og spurningin er raun- ar sú hvort að fyrir því sé pólit- ískur vilji á hinu háa Alþingi að gera á þessum viðkvæmu málum bragarbót." Hjálmar lagði til að tillögunni verði vísað til annarrar umræðu og efnahags- og viðskipta- nefndar, og var atkvæða- greiðslu frestað. Hugmyndir forsætisráðherra um að taka 3% hækkun um áramót af ráðherrum og þingmönnum Ovíst hvort Kjaradómur tók tillit til hækkunar FORSVARSMENN Alþýðusam- bands íslands segja erfitt að leggja mat á þá hugmynd Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra, að sett yrðu lög til að hindra að sú 3% launahækk- un, sem launþegar á almennum vinnumarkaði eiga yfirleitt að fá um næstu áramót samkvæmt kjara- samningum, næði til þingmanna, ráðherra og embættismanna sem Kjaradómur hefur úrskurðað launa- hækkun. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASI, segir að til þess að hægt sé að meta hvort lagasetning af þessu tagi hefði þau áhrif að jafna þann mun, sem ÁSÍ telur á launahækkun- um almenns launafólks annars vegar og þess hóps, sem Kjaradómur úr- skurðaði um í síðasta mánuði hins vegar, þurfi forsendurnar fyrir úr- skurði dómsins að liggja fyrir. Ekki sé ljóst hvort dómurinn hafi tekið tillit til væntanlegrar 3% hækkunar eða ekki, þegar hann úrskurðaði um launahækkun þingmanna og ráð- herra. Ekki rætt á fundinum Benedikt Davíðsson; forseti ASÍ, segist ekki vilja tjá sig um hugmynd Davíðs, enda hafi, hún ekki verið rædd á fundi hans og Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra með forystu ASI um seinustu helgi, gagnstætt því sem forsætisráðherra hefur sagt. „Hann varpaði upp ýmsum hugmyndum, sem hugsan- legt væri að skoða, en þetta var ekkert rætt við okkur,“ segir Bene- dikt. „Ég treysti mér ekki til að fara að leggja neitt út af þessu eins og það er haft eftir Davíð, en tel að þetta sé nú varla aðkomuleið fyrir okkur.“ Davíð Oddsson benti í Morgun- blaðinu í gær á að allmargir hópar, sem væru innan ASÍ, og ættu rétt á 3% launahækkun um næstu ára- mót, hefðu fengið meiri launahækk- un en þeir hópar, sem nú yllu mest- um deilum. Benedikt Davíðsson segist telja af og frá að forsætisráð- herra hafi verið að gefa í skyn að jafnframt ætti að taka 3% hækkun- ina af hópum innan Alþýðusam- bandsins. Ekki óeðlilegl að dómurinn hafi reiknað með hækkuninni Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir sjónarmið forsætis- ráðherra athyglisvert. „Það vekur hins vegar spurningu um það, hvort dómurinn hafi ekki einmitt ætlað sér að hafa hliðsjón af 3% hækkuninni um áramót. Hækkanirnar gefa til- efni til þess og tímasetningin einn- ig,“ segir Þórariiyi. „Það er ekki óeðlilegt að dómurinn hafi bæði horft fram og aftur, til þegar ákveðinna launabreytinga á yfirstandandi samningstímabili. Á meðan dómurinn gefur ekki annað frá sér, mætti ætla að þetta væri ákvörðun sem gilti fyrir tímabilið í heild, nema eitthvað óvænt gerðist á vinnumarkaði." Kjaradómur hefur ekki komið saman Þorsteinn Júlíusson hæstaréttar- lögmaður, formaður Kjaradóms, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um það hvort Kjara- dómur legði fram einhver þau gögn, sem lægju til grundvallar ákvörðun hans. Bæði verkalýðshreyfingin og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú óskað eftir slíku. Þorsteinn sagði að dómurinn hefði ekki getað komið saman til að taka ákvörðun um það hvernig brugðizt yrði við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.