Morgunblaðið - 11.10.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 11.10.1995, Síða 32
.32 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVANUR LÁRUSSON + Svanur Lárus- son var fæddur 28. maí 1913 á Breiðabólstað á Skógarströnd á Snæfellsnesi, en fluttist ungxir með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann lést á Landakots- spítala 3. október síðastliðinn 82 ára að aldri. Foreldrar ' Svans voru Arn- björg Einarsdóttir, f. 11. júlí 1879, d. 30. nóv. 1945, og séra Lárus Halldórsson, f. 19. ágúst 1875, d. 16. nóv. 1918. Systkini Svans voru Bárður, Rósa, Sigurbjörg, Einar og Halldór. Sigurbjörg er nú ein eftirlifandi. Svanur var kvæntur Gunn- þórunni I.R. Stefánsdóttur frá Arnarstöðum í Núpasveit í N- Þing., f. 11. mars 1915, d. 23. maí 1961. Börn þeirra eru: Sonja Einara, gift Þóri H. Oskarssyni ljós- myndara; Lárus, skósmiður, kvænt- ur Ragnheiði Egils- dóttur læknafull- trúa; og Halldór Orn, skósmiður, kvæntur Elsu E. Drageide. Aður var Svanur í sambúð með Sigurbjörgu Benediktsdóttur frá Ásmundarnesi í Strandasýslu og áttu þau saman tvær dætur: Svanbjörgu Láru, gifta Geir- laugi Sigfússyni verslunar- manni, Finnfríði Huldu, gifta Þorsteini Jónssyni sjómanni. Barnabörnin eru fjórtán og barnabarnabörnin 15. Útför Svans fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. ÞAÐ ER einkennileg tilfínning þeg- •fc^ar dauðinn og sorgin betja að dyrum þá skuli hugurinn jafnframt fyllast þökk fyrir það að sá, sem gaf, skuli nú loksins líka hafa tekið. Eitthvað þessu líkt var það samt að morgni 3. október sl. þegar tengdafaðir minn Svanur Lárusson kvaddi þennan heim. Ég hafði staldrað við hjá honum nokkurn tíma þegar þessi dagur var rétf nýhafinn en sýnu lengur konan mín eða til kl. 4, en kallið kom svo kl. 6 en það hefði getað dregist svo að öllum fannst að því léttir, því slík var líðan Svans búin að vera dapurleg alllengi. Það eru nokkur ár frá því fyrst var vitað um þennan sjúkdóm, sem læknavísindin standa frammi fyrir að mestu ráðþrota. Meðferð, sem Svanur fékk hjá læknum og hjúkrunarfólki, hefur þó framlengt hans lífdaga um all- langan tíma og skal hér öllum þakk- að, sem þar komu að og ekki siV á hans erfiðu dögum nú í lokin bæði á Borgarspítala og í Landakoti. Það var hinn 10. ágúst sl. að við hjónin fylgdum honum á Borgarspít- alann en þá hafði af honum dregið jafnt og þétt og var hann alls ekki fær um að vera lengur heima. Þá þrýsti hann hönd mína og sagði: „Jæja, þá er líklega komið að leiðar- lokum, Þórir minn.“ Hann átti nú eftir að þrýsta hönd mína á þennan hátt nokkru oftar og í handtakinu fann ég í hvert sinn þó engin orð væru sögð: „Jæja, þetta gæti þó allt eins orðið það síðasta," en það vantaði aðeins eina viku upp á að mánuðirnir yrðu tveir. Svanur var að eðlisfari lífhræddur en sýndi mikið æðruleysi og dugnað þessa síðustu daga. Ég kynntist honum fyrir hartnær 40 árum og höfðu kynni okkar ver- ið allnáin því nokkuð var hann hjá okkur hjónum, því lengstum bjó hann einn og tengdamóðir mín lést þegar aðeins voru fimm ár liðin frá því að við hjónin kynntumst. Af þessu leiddi m.a. að Svanur var flest þessi ár hjá okkur á jólum og fann maður alla tíð hvað honum var hugleikið að gefa þrátt fyrir lít- il efni. Ekki var hann maður auðugur á veraldlega vísu en var því ósínkari þegar að því kom að gefa börnum sínum, bamabömum og nú síðustu árin bamabamabömum. Líf hans var reyndar oft og lengi enginn dans á rósum. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjug við andlát og útför ÁSTUÞÓRÐARDÓTTUR frá Bergi, Vestmannaeyjum. Þórða Berg Óskarsdóttir, Birkir Baldursson, Óskar Eyberg Aðalsteinsson, Margrét Árdis Sigvaldadóttir, Bjarni Ólafur Birkisson, Ásta Sigríður Birkisdóttir, barnabarnabörn, og Bergþóra Þórðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, afa og langafa, GUÐMUNDAR A. ERLENDSSONAR Ijósmyndara, Skeiðarvogi 25, Reykjavik. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á 13D á Landspítalanum fyrir góða umönnun. Auður Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Ólafur Yngvi Högnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Þorláksson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Sigurðarson, barnabörn og langafabörn. Hann var yngstur systkina og var aðeins fimm ára þegar faðir hans lést úr spönsku veikinni árið 1918 og ólst því upp hjá móður sinni, sem lifði til ársins 1945. Móðir hans Arnbjörg hafði ekki úr miklu að spila eftir að faðirinn séra Lárus Halldórsson, sem verið hafði prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd, lést. Á þessum árum var ekkert trygg- ingakerfi og ekki er mér kunnugt um að embættismenn svo sem prest- ar hafi haft nokkurn sjóð til að rétta ekkjum hjálparhönd og má nærri geta að Ámbjörg móðir hans hafi oft átt erfiða daga þau 27 ár, börn- in sex, Svanur yngstur og það elsta, Bárður, 16-17 ára. Þetta hefur eflaust mótað hinn unga dreng og haft áhrif og föður- missirinn kann að hafa valdið því að Svan vantaði ef til vill svolitla hörku til að beijast áfram og lét því fara nokkuð illa með sig á stund- um eins og þegar hann hafði farið til náms í útvarpsvirkjun, sem aldeil- is hefur nú þótt spennandi og fram- andi starfsgrein á þessum árum. Eitthvað fórst fyrir með námssamn- inginn og fiosnaði Svanur upp frá þessu námi sínu. Það var ekkert Iðnnemasamband þá, sem gætti réttar iðnnema enda ýmsar sögur til frá þessum árum þar sem iðnnemar máttu þola ýmis- legt misjafnt því annars voru þeir bara reknir. Svanur var alla tíð hagur mjög og handlaginn og eitthvað hefur setið eftir í honum af útvarpsvirkja- náminu því oft gerði hann við út- vörp og þess háttar og jafnvel úr og klukkur. Þá vann hann ýmis fleiri störf þar sem handlagnin kom að góðum notum svo sem við bílavið- gerðir og ýmsa málmsmíði. Síðustu starfsár sín vann hann hjá miklum ágætismanni Jóhannesi Guðnasyni við að smíða eldavélar, Sólóeldavélar, sem margir kannast við og hafa hjá sér á sveitabæjum, í sumarbústöðum og í bátum og jafnvel víðar. Ég veit að Svani féll veT að vinna hjá Jóhannesi enda fóru skoðanir þeirra nokkuð saman, báðir til vinstri og höfðu lífsstrit og erfiðleik- ar eflaust haft sín áhrif til að móta þeirra pólitísku skoðanir. Fann ég þó oft að ekki höfðu þessar pólitísku skoðanir djúpar rætur og ekki eins og manni finnst hjá sumum jaðra við trúarbrögð heldur var réttlætiskenndin rík og þó umfram allt að þeim væri hjálp- að, sem þörfína höfðu mesta. Ég held að þrátt fyrir að við hefð- um ekki að öllu jöfnu aðhyllst sama stjórnmálaflokkinn þá hafí skoðanir okkar farið nokkuð saman um lífið sjálft og tilveruna. Eitt höfðum við Svanur sameig- inlegt umfram nokkuð annað og það var áhugi okkar á að spila á harmon- iku og höfðum við báðir til að bera allnokkra sjálfsþjálfun á það hljóð- færi, sem sagt spiluðum eftir eyranu eins og það er ætíð kallað. Svanur þótti vel liðtækur harm- onikuleikari og hafði yndi af að hlusta á góðan harmonikuleik um- fram aðra tónlist. Þegar nú er komið að skilnaði um hríð eru ótal minningar, sem hrannast upp og margs að minnast, en hér skal láta staðar numið. Ég þakka Svani fyrir samfygldina í þessu lífí og veit að nú líður honum betur hjá þeim guði, sem við kristn- ir menn trúum á og ég er þess full- viss að við eigum eftir að mætast aftur þegar þar að kemur. Það þyk- ir allgott að ná því að verða 82 ára, en það er líka gott að fá að fara til guðs þegar lífið er orðið svo sem það var undir það síðasta. Góður guð geymi Svan Lárusson þangað til við hin komum á eftir. Þórir Halldór Óskarsson. Nú hefur hann Svanur afí minn verið leystur frá þrautum sínum en undanfarin ár hefur hann átt við erfið veikindi að stríða. Afi var mjög hlédrægur maður og held ég að hon- um hafi liðið best í einrúmi enda hafði hann yfirleitt nóg fyrir stafni. Hann var mjög handlaginn og voru ófáir hlutimir, sem honum tókst að koma í lag eftir að þeir höfðu verið dæmdir ónýtir. Þessu til staðfesting- ar vitna ég í orð systursonar míns Jóhannesar þegar hann sagði gjarn- an: „Hann afí, sem getur allt.“ Afí átti heima í nágrenni við ljós- myndastofuna hjá okkur pabba og eftir að hann hafði lokið sinni starf- sævi kom hann daglega til okkar og þá nokkum veginn á sama tíma hvern dag því vanafastur var hann eins og gengur með eldri menn. Ef hann kom ekki þá fór maður að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Ekki gerði hann alltaf langan stans en oft gaf hann sér tíma til að rifja upp ýmislegt frá fyrri árum og þótti mér það iðulega bæði fróðlegt og skejnmtilegt. Á yngri árum má segja að líf afa hafí stjórnast að verulegu leyti af einum mesta óvini mannkynsins „Bakkusi" og átti fjölskyldan hans oft erfítt vegna þess. Þó hefur móðir mín sagt mér, að þrátt fyrir þennan alvarlega veikleika hafi þau alltaf getað treyst á hann á jólum, virðing hans fyrir fæðingarhátíð Frelsarans var slík að hann var ætíð allsgáður síðustu vikumar fyrir jólin og hjálp- aði til við undirbúninginn. Ég man ekkert aðfangadagskvöld án afa og það sama gildir um Olgu Sonju dóttur mína og er ég viss um að hún á eftir að sakna langafa um næstu jól eins og reyndar við öll í fjölskyldunni. Þó hann hafí verið orðinn mjög lasburða fyrir síðustu jól fór hann t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, frú AÐALBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Miklubraut 18, Reykjavík, er lést 23. september sl. , Sigurlaug Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Björnsson, Þorfinnur Jóhannsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Björn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts okkar elskulega föður og tengdaföður, ÖGMUNDAR ÓLAFSSONAR vélstjóra frá Litla-Landi, Vestmannaeyjum, Norðurbrún 1, Reykjavík. Börn og tengdabörn. sem endranær með móður minni að kaupa jólagjafímar en hann hafði gaman af að velja þær sjálfur, sér- staklega fyrir börnin og voru þau alltaf mjög ánægð með þær gjafír. Olga Sonja á ennþá dúkku, sem hann gaf henni þegar hún var tveggja ára og var hún ekki lengi að velja henni nafn „Langafí“. En það var ekki aðeins gaman að þiggja af afa, það var ekki síður gaman að gefa honum, það þurfti ekki að vera mikið, hann gladdist yfír litlu. Undir niðri held ég að afí hafí verið trúaður maður og lýsti hann fyrir börnum sínum á mjög sérstakan hátt nokkmm dögum fyrir andlátið að í upphafi veikindabaráttu sinnar hefði hann upplifað nærvem Krists. Með eftirfarandi ljóðlínum í þýð- ingu Stefáns Thorarensen kveð ég afa minn: Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt Hjarta’ er mætt og hðfuð þreytt; því halla’ að bijósti mér.“ Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Sjá Heimsins ljós ég er. Lít þú til mín og dimman dvin og dagur ljómar þér.“ Ég leit til Jesú, ljós mér skein; það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. Harpa Þórisdóttir. Ég ætla að skrifa örfá orð um tengdaföður minn, sem nú er látinn. Ég ætla ekki að rekja ættir hans. Svanur var dulur maður, sagði ekki mikið. Hann var listamaður í höndum, alveg sama hvað hann gerði. Svanur vann með bróður mín- um á bílaverkstæði hjá Sveini Egils- syni í gamla daga. Hann sagði mér að þeir hefðu ekki verið með betri réttingamann. Þau eru ófá stykkin sem Svanur lagaði eða smíðaði fyrir okkur, t.d. lampar, gleraugu, snældustokkur, höldur á bakka, og er þetta bara brot af því sem hann gerði. Eins spilaði hann á harmoniku og spilaði á böllum hér áður fyrr. Svan- ur hefði ekki verið hrifinn af skjalli, þannig að ég læt hér staðar numið. Ég þakka góð kynni, Svanur minn. Einnig þakka ég hvað þú varst dætr- um mínum góður. I bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í btjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guð geymi þig. Ég kveð að sinni. Það var vestast í Vesturbænum þar sem fjaran og sjórinn voru við bæjardyrnar. Þar ólst ég upp hjá ömmu minni frú Arnbjörgu Éinars- dóttur ásamt föðurbróður mínum Svani Lárussyni, sem hér er kvadd- ur. Amma mín og afi, séra Lárus Halldórsson, voru prestshjón á Breiðabólsstað á Skógarströnd en afí lést 1918 eftir að þau höfðu flutt til Reykjavíkur. Á heimili ömmu minnar voru for- eldrar mínir Margrét og Einar auk Bárðar og Svans en gift voru Rósa, Sigurbjörg og Halldór. Þegar ég var barn kom sorgin til okkar og var hún sár og gleymist aldrei. Fyrst dó móðir mín aðeins 19 ára og síðan fórust bræðurnir Bárður og Halldór með b.v. Ólafi frá útgerðarfélaginu Alliance 2. nóvember 1938. Þá dó faðir minn Einar eftir tíu ára baráttu við berkla aðeins 30 ára, 1941. Sigurbjörg lifir nú ein systkinanna. Svanur var í sambúð með Sigur- björgu Benediktsdóttur og átti með henni tvær dætur, Láru og Huldu, sem aldar voru upp hjá móðurfólki sínu. Þau slitu samvistir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.