Morgunblaðið - 11.10.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.10.1995, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRÚIN yfir Kringlumýrarbraut verður tilbúin i lok næsta mánaðar. Á teikningunni er horft í norðaustur. Fyrsta göngu- brúin byggð FRAMKVÆMDIR eru hafnar við göngubrú yfir Kringlumýr- arbraut, en hún tengir göngu- og hjólreiðastíg sem liggja á frá bæjarmörkum SeKjarnarness og Reykjavíkur og upp í Heiðmörk. Brúin verður tilbúin í lok næsta mánaðar og áætlaður kostnaður við hana er 45 milljónir króna. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að brúin væri liður í stígagerð um höfuðborg- ina. „Nú liggur samfelldur stíg- ur frá suðurenda Hofsvallagötu upp í EUiðaárdal, en þegar framkvæmdum lýkur nær hann frá Seltjarnarnesi upp í Heið- mörk. Á þessari leið eru tvær stórar umferðargötur, Kringlu- mýrarbrautin, sem nú verður byggð brú yfir, og Reylqanes- brautin, en þar eru undirgöng." Úr stáli og tré Sigurður segir að brúin sé sú fyrsta í Reykjavík sem eingöngu sé ætluð gangandi vegfarend- um. „Kostnaður við brúna er áætlaður 45 milljónir króna og hann greiðist úr ríkissjóði, en Reykjavíkurborg ber kostnað af stígagerðinni." Burðarvirki brúarinnar verð- ur úr stáli og á henni trégólf. Brúin verður sett saman úr ein- BYRJAÐ er að steypa undirstöður brúarinnar. ingum á verkstað, og í framtíð- Hönnun brúarinnar var í inni má taka einingar úr brúnni höndum arkitektastofunnar ef þörf verður á vegna flutninga Studio Granda og verkfræði- á sérstaklega háum farmi. stofunnar Línuhönnunar. Þeim fjölgar sem fá fjárhagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 170 mílljóna króna auka- fjárveiting vegna aðstoðar BORGARRÁÐ hefur samþykkt 170 milljón króna aukafjárveitingu til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsaðstoðar. í ágúst síðastliðnum fjölgaði þeim um 20,9% sem fengu fjárhagsaðstoð miðað við sama mánuð í fyrra. í ágúst 1994 var heildarfjöldi mála 2.604 en 3.148 í ágúst 1995. Þá hefur atvinnulausum fjölgað um 32% miðað við ágúst í fyrra. Fyrirvari um aukafjárveitingu í erindi félagsmálastjóra til borgarráðs kemur fram að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995 hafi verið gert ráð fyrir samtals 543,7 millj. í fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur. Miðað hafí verið við árið 1994 þó að ljóst hafi verið að það ár var veitt 110 millj. aukafjárveiting. Gengið hafí verið út frá óbreyttri upphæð með fyrirvara um að til aukafjárveitingar kynni að koma. Fjárveiting uppurin Milli áranna 1993 og 1994 varð 25% aukning útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar en rúmlega 31% milli áranna 1994 og 1995. Heildarfjárhagsaðstoð frá janúar til ágúst var 428 millj. og aðstoð sem veitt hefur verið í sept- ember nemur um 51 millj. Eftirstöðvar fjárveitingar ársins þegar gert hefur verið ráð fyrir húsleigubótum, voru 50 millj. í lok ágúst. Þá segir að með greiðslu fjárhagsaðstoðar í september yrði fjárveiting ársins, uppurin. Ef gengið yrði út frá sömu upphæð mánuðina októ- ber til desember, það er 50 millj. á mánuði, yrði fjárhagsaðstoðin 648,7 millj. að meðtöldum 20 millj. millifærslum vegna framleigu. Flóðhæð verður með mesta mótí í vetur Lést í um- ferðarslysi Maðurinn sem lést í umferð- arslysinu á Skeiðavegi á mánu- dag hét Sigvarður Haraldsson til heimilis að Borgarsandi 4 á Hellu. Sigvarður var fertugur að aldri og lætur eftir sig sam- býliskonu og fjögur börn. FLÓÐHÆÐ verður með mesta móti við ísland í vetur samkvæmt upplýsingum frá sjómælingum Landhelgisgæslunnar. Innbyrðis afstaða himintungl- anna, einkum tungls og sólar, veldur þessu en á 18 ára fresti er afstaða þeirra með þeim hætti að flóðhæð getur orðið allt að 5 metrar þegar þannig stendur á. Næstu fjóra til fimm mánuði verða áhrif innbyrðis afstöðu himintunglanna á sjávarföll hér við land með mesta móti. Hilmar Helgason hjá sjómæling- um Landhelgisgæslunnar segir að stórstreymt verði í desember um jólin. Nýtt tungl er 22. desember og stærsti straumur 2-3 dögum seinna. Klukkan 8 að morgni að- fangadags jóla verður flóðhæð 4,5 metrar í Reykjavík. Þessi flóðhæð miðast við að loftþrýstingur verði í meðallagi, þ.e.a.s. 1.010-1.013 millibör. Hilmar segir að við hvert millibar sem loftvog fellur aukist flóðhæð um einn sentimetra. „Ef við fengjum 950 millibara lægð á þessum degi yrði flóðhæðin 5-5,2 metrar. Bryggjurnar eru hins vegar á fimm metra kvótanum, eins og við segjum,“ sagði Hilmar. Hann segir að verði djúp lægð yfír landinu þegar flóðhæðin er með mesta móti geti skapast stórvanda- mál í höfnum á Suðvesturlandinu. Hugsanlegt er að flóð verði í miðbæ Reykjavíkur. 24. nóvember nk. er flóðhæðin 4,4 metrar og því einnig ástæða til að menn hafí vara á sér þann dag. „Það er nánast ástæða fyrir menn að vera á varðbergi í allan vetur," segir Hilmar. Hilmar segir að áhrifanna gæti um allt land en flóðhæðamunurinn er hins vegar mestur á suðvestur- horninu og langmestur í Breiða- firði. Þar háttar þannig til að hafn- ir eru fáar og ekki eins opnar fyrir óhagstæðustu vindáttunum, og í Grindavík og Sandgerði þar sem oft hafa skapast vandræði í mikilli flóðhæð. Mestra áhrifa gætir á tímabilinu janúar til mars og svo aftur á sama tíma á næsta ári. Síðast gætti þessara áhrifa hér við land 1974. Fæddi bam íbílá Tjörnesi FJÓRTÁN marka stúlkubam fædd- ist í bíl á fleygiferð á Tjömesi í Þingeyjarsýslu í fyrrinótt og gekk fæðingin vel. Foreldrar stúlkunnar eru Vigdís Sigvarðardóttir og Sig- urður Tryggvason, sem búsett em á Lyngási í í Kelduhverfí. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið, að konan hefði vakn- að um kl. hálf fjögur og viljað leggja af stað á sjúkrahúsið. Þau hafí því drifið sig af stað til Húsavíkur í fólksbifreið sinni. Þau komu við á Hóli, sem er næsti bær við Lyngás, en þar býr móðir hans, Hrefna María Magnúsdóttir, fyrram ljós- móðir, og fór hún með Sigurði og Vigdísi til Húsavíkur. Sú litla gat ekki beðið þar til komið var til Húsavíkur og kom í heiminn á miðju Tjömesinu. ’ „Fæðingin átti sér stað í aftur- sæti bílsins og aðstoðaði móðir mín við fæðinguna, sem gekk bæði hratt og vel. Ég fylgdist hins vegar með fæðingunni í baksýnisspeglingum, enda hélt ég ferð okkar til Húsavík- ur ótrauður áfram,“ sagði Sigurð- ur. Þangað kom fjölskyldan svo um fímmleytið í gærmorgun. Þetta var þriðja bam Sigurðar og Vigdísar en fyrir eiga þau stúlku og dreng. Litla stúlkan mældist 14 merkur og 50 sm. Móðir og barn dvelja nú á sjúkrahúsinu á Húsavík og heilsast mjög vel. ----» ♦ ♦ Júmbó-þota Atlanta í fyrsta sinn á Islandi AGNAR Kofoed Hansen, BOEING 747-100 þota fiugfélagsins Atlanta, lenti í fyrsta sinn á Keflavíkurflug- velli í gær, en vélin verður notuð í tvö leiguflug Samvinnuferða-Land- sýnar til Bahamaeyja og verður fyrri ferðin farin á fímmtudags- morgun. Að sögn Amgríms Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Atlanta, hefur félagið notað þessa vél um nokkurt skeið en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur hingað til lands. Hann segir að vélin hafi upphaflega verið fengin á kaupleigusamningi og hafi félagið gengið frá síðustu greiðslu á henni nú í lok september. Vélin mun sinna þessum tveimur verkefnum áður en hún fer í skoðun og síðan til Nígeríu til að sinna píla- grímaflugi félagsins sem hefst í desember. ♦ ♦ ♦--- A Afram í verðlauna- sætum ELÍSABET Haraldsdóttir og Sigur- steinn Stefánsson urðu í 2. sæti og Sesselía Sigurðardóttir og Brynjar Öm Þorleifsson í þriðja sæti í flokki 12-15 ára í Ínternational dans- keppninni sem fram fór í London í gær. Keppt var í s-amerískum döns- um. Par frá Irlandi sigraði í keppn- inni, en alls tóku 70 pör þátt í henni. í flokki 11 ára og yngri komust tvö íslensk pör í undanúrslit. Þetta er fjórða keppnin sem íslensku þátt- takendurnir í flokki 12-15 ára ná að komast í efstu sæti og sú stærsta til þessa. I í 1 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.