Morgunblaðið - 11.10.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.10.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 35 FRETTIR BRYNHILDUR G. Flóvenz, Iögfræðingur Jafnréttisráðs, Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Þórunn Svein- björnsdóttir, fulltrúi ASÍ og formaður Sóknar, Þórveig Þormóðs- dóttir, fulltrúi BSRB. Á myndina vantar Arndísi Sigurgeirsdótt- ur, fulltrúa VSÍ. Bæklingrir um kyn- ferðislega áreitni Leiðrétting Konur á landsfundi í GÆR, þriðjudag, birtist hér í blaðinu á bls. 34 grein eftir Birnu Friðriksdóttur, formann Landssam- bands sjálfstæðis- kvenna, sem fjall- ar m.a. um þátt- töku kvenna í fyrirhuguðum landsfundi Sjálf- staeðisflokksins. í kynningu með greininni féllu niður nokkur orð og breytti það efnisinnihaldi við- komandi málsgreinar. Rétt er kynn- I ingin þannig: | Konur gera nú þær kröfur til sjálfra sín og flokksins, seglr Birna Friðriksdóttir, að breytingar á stöðu þeirra sjái dagsins ljós. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. -----♦ ♦ ♦... Gengið upp ! með Elliðaánum HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengur upp með Elliðaánum í mið- vikudagskvöldgöngu sinni 11. októ- ber. Mæting er í Hafnarhúsportinu kl. 20. Fyrst verður gengið vestur í I Ánanaust og litið inn til Gunnars j víkingaskips. Þaðan verður ekið með rútu inn með Sundum að Ell- iðaárósi og gengið upp með ánni að Elliðavatni. Val er um að hefja gönguna við neðri stífluna. Báðum hópunum verður ekið til baka. Allir eru velkomnir í ferðina. JAFNRÉTTISRÁÐ hefur gefið út bækling um kynferðislega áreitni á vinnustað sem unnin var á Skrifstofu jafnréttismála í samvinnu við ASÍ, VSÍ og BSRB. Umræða um þetta efni hefur ekki verið mikil hér á landi enn sem komið er og er það von Jafnréttisráðs að útgáfa þessa bækl- ings megi verða til að fá þetta vel geymda vandamál margra vinnu- staða fram í dagsljósið þar sem hægt er að taka á því með viðeigandi hætti, eins og fram kom á blaða- mannafundi sl. fimmtudag þegar bæklingurinn var kynntur. Hér á landi hafa ekki verið gerðar neina nákvæmar kannanir á umfangi vandans. Þó stóð Iðja, félag iðn- verkafólks á Akureyri, fyrir könnun árið 1987. Árið 1989 kom út skýrsla á vegum jafnréttisnefndar Reykja- víkurborgar um störf og aðbúnað kvenna hjá borginni og fjallaði hluti hennar um kynferðislega áreitni. Hins vegar liggja fyrir margar er- lendar kannanir. í könnun sænska jafnréttisumboðsmannsins frá 1987 kom fram að 17% kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnu- stað og er það í samræmi við aðrar svipaðar kannanir. Samkvæmt þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Al- þingi 7. maí 1993 skal gerð könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöð- um á Islandi og umfangi hennar. Á grundvelli könnunarinnar og þeirrar þekkingar sem liggur fyrir hjá öðrum þjóðum verði unnið markvisst að því að auka umræðu um og vinna gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þá verði sett ákvæði varðandi kyn- ferðislega áreitni í viðeigandi löggjöf. Framkvæmdaáætluninni hefur verið fylgt þannig eftir að nú er að fara í gang könnun á þessu sviði sem er samvinnuverkefni Vinnueftirlits- ins og Jafnréttisráðs. Þá er útgáfa bæklingsins liður í því að upplýsa og auka umræðu meðal almennings. Starfsmenn á skrifstofu Jafnréttis- mála eru reiðubúnir til að koma á fundi á vinnustað eða hjá aðilum vinnumarkaðarins til að kynna efnið og ræða það og veita alla þá aðstoð og upplýsingar sem þeir geta. Ferð á Hekluslóðir FJALLIÐ, félag jarð- og landfræði- nema, gengst fyrir ferð á Heklu- slóðir laugardaginn 14. október. Leiðsögumaður í ferðinni verður jarðfræðingurinn Árni Hjartarson en hann er ritstjóri nýjustu árbókar Ferðafélags íslands sem fjallar um Hekluslóðir og er ferðin farin í til- efni af útkomu bókarinnar. Ef veður leyfir verður gengið á Heklu undir fararstjórn Árna en verði tíðin tvísýn verður ekið um fjallsrætur og gengið í stuttar skoð- unarferðir frá bíl. Lagt verður af stað frá Jarðfræðihúsi Háskóla ís- lands kl. 9 og er öllum heimil þátt- taka. Miðaverð er 1000 kr. og eru menn hvattir til að taka með sér nýjustu Árbók Ferðafélagsins, kort af Heklusvæðinu, gott nesti og hlý föt og góða gönguskó. -----♦ ♦ ♦---- Myndakvöld Ferðafélagsins FYRSTA myndakvöld Ferðafélags Islands í vetur er í kvöld, miðviku- dagskvöldið 11. október, í nýjum sal að Mörkinni 6 (gengið inn um miðbyggingu) og hefst kl. 20.30. Myndefni er úr vinsælum ferðum frá í sumar o.fl. Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson myndir úr ferðinni Vestfjarðastiklur, (Isa- fjarðardjúp, Æðey, Kaldalón, Grunnavík, Klofningsheiði, Dýra- fjörður, Lokinhamrar og Svalvog- ar.) Þá eru fallegar myndir úr ferð- um í Landmannalaugar, að Álfta- vatni og Sprengisandi. Eftir hlé sýnir Höskuldur Jónsson úr ferðinni „Vestfirsku alparnir“ (Haukadalur í Dýrafirði, Lokinhamradalur, Sval- vogar og Kaldbakur). Kaffiveitingar verða í hléi og eru allir velkomnir. Nýr skó- gámur við Domus Medica NÝJUM gámi frá Samskipum hefur verið komið fyrir við skóverslun Steinars Waage við Domus Medica. Fyrir nokkru var kveikt í gámi á þessum stað og skemmdust þrjú þús- und pör af notuðum skóm, sem safnað hafði verið. Fyrir tveimur árum sendi fyrirtækið 50 þúsund pör af notuðum skóm til bágstaddra í Afríku og fyrr á þessu ári voru 30 þúsund pör send sömu leið í samvinnu við þýskar kirkjudeildir. Auk gámsins við Domus Medica er tekið á móti notuð- um skóm til bágstaddra í versl- un Steinars Waage í Kringl- unni og í Toppskónum í Veltu- sundi. —leikur að lcera! .................. ..... m Vinningstölur 10. okt. 1995 9*10*12*16*17*19* 27 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Blat) allra landsmanna! - kjarni málsins! Birna Friðriksdóttir ATVINNVJ/A UGL YSINGA R Ferðaskrifstofa óskar eftir starfsfólki, vönu farseðlaútgáfu. Um er að ræða heilsdags- og hálfsdagsstörf. Upplýsingar um aldur menntun og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Ferðaskrifstofa - 8275“. VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Hjúkrunarfræðingur óskast í fullt starf við Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Um er að ræða dagvinnu og helgarvakt um 4. hverja helgi. Vinsamlega hafið samband við hjúkrunarfor- stjóra, Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, milli kl. 11 og 12 virka daga í síma 552 9133. Dvalarheimilið í Sjálfsbjargarhúsinu er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoðar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 45 og starfsmenn um 50. Læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar og aörir starfsmenn vinna við heimilið. Við vinnum nú sérstaklega að því að auka lífsgæði íbúa heimili§ins. Boðið er gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar. - kjarni málsins! VÁTRYGGINGAFÉIAG ÍSLANDS HF Þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag íslands hf. óskar eftir tryggingasölumönnum til starfa fyrir félagið. Um er að ræða krefjandi verktakastörf á sviði tryggingasölu, þar sem tekjumöguleikar eru góðir fyrir duglegt fólk. Boðið er upp á aðstöðu í húsakynnum VÍS. Starfið felst í sölu á tryggingum, tilboðsgerð og mati á tryggingaþörf viðskiptavina sjálf- stætt eða í samstarfi við starfsfólk fyrirtækis- ins. Við leitum að áhugasömu og þjónustulipru fólki. Ef þú vilt taka þátt í spennandi verk- efni á sviði trygginga, hikaðu þá ekki við að sækja um. Einkunnarorð félagsins eru: „Þar sem trygg- ingar snúast um fólk.“ Þú þarft ekki að kunna allt á því sviði; aðalatriðið er að vilja læra um tryggingar og fólk. Við aðstoðum við það og bjóðum upp á skemmtilegt einnar viku aðlögunarnám og stuðning í sölustarfi, m.a. með reglubundinni ráðgjöf. Umsóknir sendist fyrir 16. október nk. til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, merktar: „Þar sem tryggingar snúast um fólk.“ Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. EFTA-dómstóllinn Starf við fjármál og stjórnun EFTA-dómstóllinn starfar eftir ákvæðum í Samningnum um evrópska efnahagssvæðið, sem gildir milli Evrópusambandisins annars vegar og íslands, Liechtenstein og Noregs hins vegar. Dómstóllinn starfar í Genf, en verður fluttur til Luxemborgar, sennilega fyrir mitt næsta ár. Hjá dómstólnum er laust starf við fjármál og stjórnun. Starfsmaðurinn skal bera ábyrgð á daglegri stjórnun á skrifstofu dóm- stólsins, öllu bókhaldi og reikningsskilum,. undirbúningi fjárhagsáætlana, starfsmanna- haldi, skjalasafni o.fl. Umsækjendur, sem til greina koma, þurfa að hafa nokkurra ára reynslu á sviði fjár- mála, við áætlanagerð, bókhald og reiknings- skil, svo og af starfsmannamálum og eigna- umsýslu. Þá er krafist góðrar enskukunnáttu. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi vald á frönsku, hafi starfað hjá alþjóðastofnun og hafi þekkingu á tölvuvinnslu. Ráðning er til tveggja eða þriggja ára og framlenging getur komið til greina. Starfs- staður er Luxemborg, en æskilegt er að starfsmaðurinn geti byrjað starfið í Genf. Umsóknarfrestur er til 3. nóvember nk. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá: EFTA-Court, Avenue des Morgines 4, CH-1213 Petit-Lancy (Geneva), Switzerland Fax41 22 709 09 98. Sími 41 22 709 09 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.