Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIÐFERÐI FJÖLMIÐLA MÁLÞING Siðfræðistofnunar Háskóla íslands, um sið- ferði fjölmiðla, sem haldið var í Odda í liðinni viku, er ákveðin vísbending um að athygli alménnings sé í aukn- um mæli að beinast að fjölmiðlum, vinnureglum þeirra og starfsháttum. Það er vel að almenningur beini sjónum sínum að fjölmiðlum og þeim vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð, enda hefur slík athygli í för með sér þarft að- hald og brýnir væntanlega fjölmiðlafólk til þess að standa sig í stykkinu og ástunda vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Væntanlega hafði einn frummælandi málþingsins tals- vert til síns máls, þegar hann sagði að fjölmiðlar hefðu vald til að „taka menn af lífi“ en það væri erfiðaca að „reisa þá upp frá dauðum“. Á fjölmiðlaöld, þar sem ljósvakamiðlar, dagblöð, viku- rit og tímarit beina kastljósi sínu að nánast hverju og hveijum sem er, er mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að fjölmiðlarnir beiti sjálfa sig auknu aðhaldi, geri auknar kröfur um vönduð og heiðarleg vinnubrögð, áreiðanlega úrvinnslu og skýra framsetningu. __ Þessi umræða er ekki ný af nálinni í fjölmiðlaheiminum, {fott hingað til hafi ekki farið mikið fyrir henni hér heima á íslandi. Erlendis frá berast með jöfnu millibili fregnir af því að fjölmiðlar sem farið hafa með rangt mál, haft menn fyrir rangri sök eða skaðað viðskiptalega hagsmuni fyrirtækja eða einstaklinga, með óábyrgum og ósönnum fréttaflutningi, hafa verið látnir sæta ábyrgð fyrir dómstól- um. Það er að líkindum aðeins tímaspursmál hvenær slík mál koma til kasta íslenskra dómstóla. Fjölmiðlar hafa löngum verið í hlutverki gagnrýnandans og aðhaldsins, einkum gagnvart stjórnvöldum, embættis- mannakerfinu og yfirleitt þeim sem áhrifa- og valdastöðum gegna. Það er sjálfsagt og eðlilegt hlutverk fjölmiðla í þjóðfélaginu. Almenningur í landinu á skýlausa kröfu á því, að fjölmiðlar ræki það hlutverk sitt af samvisku- semi, sannfæringu og elju. En til þess að svo sé í raun, verða fjölmiðlar að ástunda sjálfsgagnrýni í auknum mæli og gera sömu kröfur til sjálfra sín og þeirra vinnu- bragða sem þar eru ástunduð og þeir gera á hendur þeim sem þeir reyna dag hvern að veita aðhald í þjóðfélaginu. DANSKT VINARÞEL TILLAGA þriggja þingmanna danska íhaldsflokksins til þingsályktunar, um að dönsk stjórnvöld styðji við bakið á dönskukennslu á íslandi með 120 milljóna króna framlagi, ber vott um vinarþel Dana í garð okkar íslend- inga. Tillagan er flutt meðal annars vegna þeirra radda, sem uppi eru hér á landi um að kenna ensku sem fyrsta er- lenda tungumál í skólum og flytja dönskuna í annað sæti. í greinargerð með tillögunni, sem Hans Engell formaður íhaldsflokksins er fyrsti flutningsmaður að, segir að ís- land sé eina landið í heiminum, þar sem danska sé kennd sem fyrsta erlenda tungumálið og bent á að danskan auðveldi íslendingum að skilja og tjá sig á öðrum norræn- um tungumálum. Staða dönskunnar á íslandi hafi því mikla þýðingu fyrir norrænt samstarf. Þingmennirnir segja brýnt að danskt mál fái að heyr- ast oftar og víðar á íslandi og sérstaklega sé mikilvægt að gefa dönskukennurum tækifæri til að heyra og tala dönsku. Morgunblaðið hefur áður lýst andstöðu við þær tillögur menntastefnunefndar, sem fram komu í fyrra, að taka ensku fram fyrir dönsku í skólum landsins. Þá afstöðu sína hefur blaðið meðal annars rökstutt með því að kunn- átta í dönsku sé lykill að þátttöku í norrænu samstarfi og nauðsynlegt mótvægi gegn þungri sókn enskunnar og engilsaxneskra menningaráhrifa hér á landi. Jafnframt hefur blaðið sagt að lifandi áhuga á Norðurlandamálunum verði ekki viðhaldið nema með utanaðkomandi stuðningi við tungumálanámið með þeim þjóðum, sem um ræðir. Það er því ástæða til að fagna þessum tillöguflutningi á danska þinginu. Vonandi nær þingsályktunartillagan fram að ganga, og fari svo hljóta yfirvöld menntamála hér á íslandi að nýta sér stuðninginn sem bezt og leggja áherzlu á að efla og bæta dönskukennslu í skólum landsins. Afskipti bæjarstj órnar Hafnarfjarðar af framkvæmdum Miðbæj ar Hafnarfjarðar hf. FRAMKVÆMDIR á vegum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. við Fjarðargötu 13-15 hefur valdið deilum í bæjars. Erfiðleikar frá upphafi Meirihluti bæjarstjómar Hafnarfjarðar mun á næstunni ákveða með hvaða hætti verði brugðist við yfírvofandi gjaldþroti Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Kristín Gunnarsdóttir rifjar upp sögu framkvæmdanna við Fjarðar- götu 13-15 og afskipti bæjaryfirvalda af þeim í fjórum greinum. Þær munu birtast á næstu dögum. ITR lætur gera könnun á öryggi á sundstöðum borgarinnar Morgunblaðið/Þorkell Nýr búningur GESTIR á sundstöðunum í Reykjavík mega eiga von á því seinna í vikunni að sjá sundlaugarverði í búningum svipuðum þeim sem Björn Björnsson klæðist á myndinni. Nýrturní Laugardalinn AÐ VAR um miðjan ágúst síðastliðinn sem Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra barst bréf frá forsvars- mönnum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. þar sem enn á ný var leitað til bæjar- ins um kaúp á hluta eigna við Fjarð- argötu 13—15 og lækkun á gatnagerð- argjöldum. í erindinu kemur fram að miðað við forsendur þeirra séu eignir fyrirtækisins álíka miklar og skuldir. Erfiðleikarnir stafi fyrst og fremst af slæmri lausafjárstöðu. Þá segir: „Ef Hafnarijarðarbær kaupir fyrrgreindar eignir sem bærinn er í verulegum ábyrgðum fyrir og fellir niður gatna- gerðargjöld af göngugötu og þjón- usturými hússins eins og gert er í nágrannasveitarfélögum okkar myndi það létta verulega greiðslubyrði fé- lagsins. Þá telur félagið sig eiga inni hjá Hafnarfjarðarbæ um fjórar millj- ónir vegna affalla af skuldabréfi sem gefið var út vegna bílakjallara." Fram kemur að ef þessar aðgerðir nái fram að ganga þá þurfi samt sem áður að losa rúmar 50 millj. Tekið er fram að samningar hafi staðið yfir við verktaka hússins um yfírtöku eigna á móti kröfum þeirra og að þeir telji ekki óraunhæft að selja nokkrar eignir til þess að mæta þeim skuldum. Loks segir að eigendur líti svo á að með þessum aðgerðum megi fullklára bygginguna og vekji jafn- framt athygli á að Samband ísl. fisk- framleiðenda muni flytja skrifstofur sínar í húsið með því skilyrði að öll sameign verði fuilbúin. Þessu skilyrði sé ekki hægt að fullnægja nema í samstarfi við bæjaryfirvöld. Sjá fyrir hóteli Á fundi bæjarstjórnar í nóvember 1991 lagði Guðmundur Árni Stefáns- son, þáverandi bæjarstjóri, fram til- lögu ásamt greinargerð um að Miðbæ Hafnarfjarðar hf. yrði úthlutað lóðum við Fjarðargötu. Guðmundur Ámi tók fram að væntanlegur lóðarhafí hafi þegar kynnt fyrir skipulagsstjóra hug- myndir sínar að byggingu og ráðstöf- un einstakra hluta hússins og að þeir hafí þróað hugmyndir sínar sameigin- lega. Til standi að selja mest af hús- næðinu og kemur fram að engar kvað- ir séu af hálfu bæjarstjórnar þar um en tekið er fram að sjá skuli fyrir möguleikum á hóteli í byggingunni, sem og aðild Búnaðarbanka Islands sem kaupanda eða sjálfstæðs bygg- ingaraðila að hluta hússins. Þá segir: „Hönnun og undirbúningur verði þó á einni hendi a.m.k. fram að þeim tíma að framkvæmdir hefjast og verði í náinni samvinnu við bæjarstjórn." í framhaldi var samin og undirrituð yfirlýsing bæjaryfírvalda og forsvars- manna Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., þar sem bæjarsjóður lýsir yfir að hann sé tilbúinn til að kaupa eignarhlut í verslunarmiðstöðinni fyrir allt að 60 millj. til þess meðal annars að greiða fyrir framkvæmdum. Jafnframt að 10 millj. þar af yrðu stofnframlag í eign- arhaldsfélagi um væntanlegt hótel í byggingunni. Greiðslur bæjarsjóðs yrðu í formi niðurfellingar á gatna- gerðargjöldum sem lögð hafí verið á til jafns við aðrar byggingar í þessum bæjarhluta en að lóðarhafi greiði að öðru leyti gatnagerðargjöld. Leitað eftir bæjarábyrgð Af fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar má ráða að miðbæjar- menn leita til bæjarins um einfalda bæjarábyrgð í október 1992. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, Guð- mundi Árna, að vinna að málinu og er tekið fram að almennt sé litið já- kvætt á erindið. Á fundi bæjarráðs viku síðar er samþykkt að auglýsa lóðina við Fjarðargötu 15 lausa til umsóknar og á fundi tveim- ur vikum síðar er lögð fram áætlun frá Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. um fjármögnun framkvæmdanna. Bæjarráð samþykkir erindið í grófum dráttum en felur ijármála- stjóra að vinna áætlun á grundvelli gagna frá Miðbæ Hafnarfjarðar hf., þar sem einföld bæjarábyrgð yrði veitt í áföngum, að upphæð 120 millj. og að henni yrði fyrirkomið á þann hátt sem henta þyki og tryggi hagsmuni bæjarsjóðs eins og kostur væri. I bókun Magnúsar Jóns Ámasonar, bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins, á fundinum segir að hann telji að bygg- ingaraðilar, sem byggi húsnæði í ábataskyni, eigi að fjármagna og ábyrgjast framkvæmdir sínar sjálfír. Bærinn hafí úthlutað lóð og keypt hlut í húsnæðinu, sem eigi að rísa til að flýta fyrir framkvæmdum. Því sé óeðlilegt að veita bæjarábyrgð. Tryggt með veði í hótelinu Á fundi bæjarráðs 13. nóvember 1992 var samþykkt fyrirkomulag bæjarábyrgðar með tryggingu í veði í hótelhluta hússins og frekari bak- ábyrgð við fokheldisstigi að upphæð 50 millj. Jafnframt var samþykkt að veita veðheimild fyrir allt að 162 millj. til viðbótar við fyrri veðheimild vegna gatnagerðargjalda. Á fundinum var lögð fram bókun tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, þeirra Jóhanns G. Bergþórssonar og Ellerts Borgars Þorvaldssonar, þar sem lýst var sam- þykki fyrir bæjarábyrgðinni en að veð bæjarsjóðs yrði betur tryggt í verslun- ar- og þjónusturými en í hótelturni. Þar segir enn fremur að margháttaður stuðningur bæjaryfirvalda væri ótví- ræður og leggði siðferðilegar skyldur á forsvarsmenn fyrirtækisins um að framkvæmdin gengi vel og eðlilega fram. Á fundi bæjarstjómar í lok nóvem- ber eru málefni Miðbæjarins hf. enn til umfjöllunar og þar leggja Þorgils Ottar Mathiesen og Magnús Gunnars- son, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram tillögu um að miðbærinn yrði skipuiagður á ný _ með tilliti til ná- lægra bygginga. í lok umræðunnar bókuðu þeir mótmæli gegn bygging- unni og þeim teikningum sem fyrir lægju og jafnframt að þeir gætu ekki fallist á bæjarábyrgðina. Bílageymslan Fyrstu hugmyndir að bílageymslu með 114 bílastæðum eru kynntar í bæjarráði 7. janúar 1993 og var Guð- mundi Áma falið framhald málsins. 14. janúar sam- þykkir bæjarráð og fagnar áformum um byggingu bílageymslunnar. Jafn- framt er samþykkt að end- urgreiða hluta gatnagerð- ar- og bílastæðagjalda fyrir bíla- geymsluna sem lóðarhafar muni reisa og kosta. Fram kemur að: „Endur- greiðsla er að nafnverði sem svarar um það bil 3.300 þús. kr. á ári hverju að viðbættum verðbótum og markaðs- vöxtum næstu 15 árin.“ Þá segir að þessi greiðsla tryggi þeim sem erindi eigi í miðbæinn óheftan aðgang að bifreiðageymslunni. Nokkrar umræður urðu á fundi bæjarstjórnar í lok sama mánaðar og í bókun sjálfstæðismannanna Þorgils Óttars Mathiesens og Magnúsar Gunnarssonar, lýsa þeir andstöðu við byggingu við Fjarðargötu og jafn- framt að þeir gætu ekki fallist á 50 millj. króna greiðslu bæjarins vegna byggingu bílakjalla. Framkvæmdir hefjast Það var Guðmundur Árni sem tók fyrstu skóflustunguna að nýju stór- hýsi Miðbæar Hafnarfjarðar hf., í febrúar 1993 og var gert ráð fyrir að húsið yrði 9.000 fm hótel-, versl- unar- og þjónustumiðstöð. Styr stóð um stærð hússins á fundum bæjarráðs og í bæjarstjórn og um fimm- þúsund Hafnfirðingar skrif- uðu undir áskorun um að húsinu yrði breytt og það lækkað. Guðmundur Árni sagði í við- tali við Morgunblaðið það ekki nýtt að deilt væri um byggingu stórhýsis í miðbænum og taldi það fagnaðarefni að menn réðust í stórverkefni og ryfu þá deyfð sem hafði verið í atvinnulíf- inu. Byggingarframkvæmdimar yrðu sem vítamínsprauta fyrir atvinnulífíð. Deilunni lauk með því að byggingin var lækkuð um eina hæð og hótelher- bergjum fækkað úr 50 í 40 en for- svarsmenn Byggðavemdar lýstu yfír óánægju og sögðu ekki nóg að gert. Samþykkt að kaupa þrjá eignarhluta Fram á vor 1994 er ekki að sjá annað í fundargerðum bæjarins en að friður ríki um framkvæmdir Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. en einstaka athuga- semdir berast vegna skipulags í mið- bænum auk þess sem deilt er um gatnaframkvæmdir og kostnað við þær. Það er ekki fyrr en um miðjan maí 1994, rétt fyrir sveitarstjórnar- kosningar, sem lagður er fram í bæjar- ráði samningur um kaup bæjarsjóðs á þremur eign- arhlutum í Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. Á fundi bæjar- stjórnar em kaupin sam- þykkt. í bókun Magnúsar Jóns Árnasonar, kemur fram að hann samþykki kaup á að- stöðu fyrir almenningsvagna þrátt fyrir að húsnæðið sé lítið en að hann sé mótfallinn kaupum á hinum eignar- hlutunum, þar sem gert var ráð fyrir bókasafni. Nýr meirihluti Nýr meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks tók við eftir sveitar- T stjórnarkosningarnar í maí. Magnús Jón Árnason, Alþýðubandalagi, varð bæjarstjóri og var haft eftir honum í viðtali í Morgunblaðinu að hann hafí varla verið sestur í bæjarstjórastólinn þegar forsvarsmenn Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf., leituðu til hans um að- stoð. I bréfí Miðbæjarmanna, sem lagt var fram í bæjarráði 30. júní 1994, var óskað eftir því að bæjaryfirvöld lýstu eindregnum vilja sínum til að ljúka við framkvæmdirnar og vikið að því að fjárfestar og íjármögnuna- raðilar efist um vilja nýja meirihlutans um framgang verksins. Af því tilefni bókaði nýr meirihluti Alþýðubanda- lags og sjálfstæðismanna að hann myndi styðja við uppbyggingu versl- unar- og þjónustu í miðbænum eins og kostur væri með einum eða öðrum hætti. Nýjar hugmyndir um kaup bæjarins í lok ágúst 1994 var lögð fram í bæjarráði ósk frá Miðbæ Hafnarfjarð- ar hf. um viðræður vegna nýrra hug- mynda um kaup bæjarins á hótelhluta hússins, þar sem enginn rekstraraðili fáist. Var bæjarstjóra falið að taka upp viðræður við forsvarsmennina. Lagt er til að kaup bæjarins á hús- næði fyrir bókasafn gangi til baka og gangi upp í kaup á hótelturni. Jafn- framt að fyrirhuguð hlutafjárloforð í hóteli yrðu felld niður. Ef bæjaryfir- völd féllust á þessa tilhögun töldu Miðbæjarmenn fullvíst að þeim myndi takast að ljúka við bygginguna fyrir 5. nóvember. Metið af fasteignasala Um sama leyti skilaði fasteignasal- an Laufás bæjarstjóra greinargerð um Miðbæ Hafnarfjarðar hf. sem unnin var að hans beiðni. Þar var bent á að í Reykjavík og nágrenni séu 12 versl- unarmiðstöðvar og að einungis tvær þeirra séu fullnýttar. Jafn- framt að gera megi ráð fyrir að mörg ár taki að koma á fullri nýtingu ef það þá tækist. Það væri því veruleg áhætta að fjárfesta í húsnæðinu á þessu stigi málsins. Ef byggingarkostnaður næðist fyrir hvern fermetra væri það hærra verð en búst mætti við að þeirra mati. Bent var á að gert væri ráð fyrir um 30 verslunum í húsinu en eftir lauslega talningu í símaskrá hafí komið í ljós að um 30 fyrirtæki væru þegar starfandi við Strandgötu. í lok- in var lagt mat á eignina og markaðs- verð talið rúmar 517,5 millj. 60% ráðstafað í viðtali við Morgunblaðið 9. sept- ember er haft eftir Þorvaldi Ásgeirs- syni tæknifræðingi, sem umsjónar- manni daglegra framkvæmda við bygginguna, að þegar sé búið að ráð- stafa með sölu eða leigu yfír 60% af öllu húsnæði í verslunarmiðstöðinni. Áætlanir um kostnað séu viðskipta- leyndarmál en aðal fjármögnunaraðil- inn sé verðbréfafyrfrtækið Handsal hf. Fram kemur að allar kostnaðará- ætlanir hafí staðist í hvívetna og að nú standi yfir viðræður við bæjaryfir- völd um að bærinn kaupi hótelturninn undir bæjarskrifstofur. Nokkrum dögum síðar eða 15. sept- ember samþykkti bæjarráð bókun, þar sem áréttað var að óskir um óformleg- ar og formlegar viðræður um hugsan- leg kaup bæjarins á húsnæði í miðbæj- arkjamanum hafí einungis komið frá forsvarsmönnum Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf. Á sama fundi var enn á ný lagt fram nýtt tilboð Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf. í eignarhluta bæjarins. Þar er gert ráð fyrir að kaupverð verði rúmar 157,8 millj., sem greiðist með yfírtöku 135 millj. króna lána með bæjarábyrgð, yfírtöku 10 millj. króna víxils og rúmlega 12,8 millj. króna innborgun á gatnagerðargjöld. í bók- un bæjarstjóra kemur fram að útgáfa víxilsins sé brot á sveitarstjórnarlög- um, þar sem ekki megi binda sveitar- sjóð við sjálfskuldarábyrgð á skuld- bindingum annarra aðila en stofnana sveitarfélaga. Fjáhagsstaðan líklega í járnum í yfirliti Sveins Bragasonar, yfír- manns kostnaðareftirlits hjá Hafnar- ijarðarbæ, yfír stöðu Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf., sem einnig var lagt fram á fundinum 15. september, kom fram að búið væri að ganga frá kaup- og leigusamningum um fyrstu hæð húss- ins en óljóst væri með aðra hæð. Ekki væri vitað um kaup- og leigu- verð en vitað að fasteignir hafí geng- ið upp í söluandvirði einstakra eininga og lausfé því lítið. Þá segir: „Án þess að hafa hanbærar upplýsingar um íjárhagslega stöðu Miðbæjar Hafnar- flarðar hf., er mjög líklegt að hún sé í jámum og ekki megi mikið út af bera, eigi ekki illa að fara.“ Síðan segir að kaup bæjarins á hóteltumi muni alls ekki tryggja að reksturinn verði tryggður til frambúð- ar. Þó væri líklegt að traust fjárfesta og áhugasamra kaupenda mundi auk- ast vegna betri nýtingar á húsinu og væntanlegra viðskipta við bæinn. Fjárhagsstaðan mundi lítið sem ekk- ert breytast, þar sem ekkert hand- bært fé kæmi úr sölunni. Bæjaryfír- völd yrðu að velta fyrir sé hugsan- legri stöðu sem upp kæmi ef frekari sala gengi ekki eftir, fjármögnun fengist ekki og lánveitendur fæm að ganga að fyrirtækinu. Bent var á að hótelturninn kæmi til með að kosta bæjarsjóð allt að 260 millj. auk um- talsverðs sameiginlegs rekstrarkostn- aðar. Fjárhagsstaða bæjarins leyfði ekki slík kaup. Þegar hafi verið keypt eign í húsinu fyrir 55 millj. sem fullbú- in kosti 75 millj. Ef ekki yrði af kaup- unum þyrfti eftir sem áður að leggja mat á öryggi 135 millj. bæjarábyrgða og möguleikum á 63-79 millj. króna kröfu á lóðargjaldi. Fram kemur að kaupin muni ekki tryggja endanlegan framgang versl- unarmiðstöðvarinnar og því hugsan- legt að bíða fram á mitt næsta ár og sjá hver framvinda verksins yrði. Eðli- legast væri að kalla eftir greinargerð frá Miðbæjarmönnum með árshluta- uppgjöri, staðfestingu á gerðum kaup- og leigusamningum, greiðsluáætlun áranna 1995-1998, annars vegar miðað við gerða samninga og hins vegar fullnýtingu hússins. Til við- bótar þyrfti að leggja fram greinargott yfírlit um veð- setningar. Þann 20. september óskar bæjar- lögmaður eftir upplýsingum um stöðu fyrirtækisins, byggingakostnað við Fjarðargötu og afrit af kaupsamning- um sem gerðir hafí verið og upplýs- ingar um samninga sem væru í gangi. Upplýsingarnar væru bænum augljós- lega mjög þýðingarmiklar vegna ógreiddra gatnagerðargjalda og bæj- arábyrgðar. YFIRSÝN úr turni Laugardalslaug- arinnar samrýmist hvorki hönnun né lögun laugarinnar að því er fram kem- ur í úttekt á sundstöðum borgarinnar. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs, segir að kostnaðaráætlun vegna nýs turns verði tilbúin í næsta mánuði. Kostnað- aráætlun verður lögð fram við gerð Ú'árhagsáætlunar fyrir árið 1996. íþrótta- og tómstundaráð óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um ör- yggi á sundstöðum borgarinnar eftir að þriggja ára dönsk telpa drukknaði í Laugardalslaug í ágúst sl. Upplýs- ingarnar og ábendingar um úrbætur voru lagðar fyrir ÍTR á mánudag og borgarráð í gær. ÍTR samþykkti að fela framkvæmdastjóra í samráði við íþróttafulltrúa og forstöðmenn_sund- staða að vinna að framgangi tillagna og ábendinga í gögnunum. „Blindir" blettir Fram kemur að yfirsýn úr turni Laugardalslaugarinnar samrýmist hvorki hönnun né lögun laugarinnar. Þó vörður í turni fylgist með mynda- vélum, speglum og sundlaug, og ann- ar vörður fylgist með sundlaugargest- um af bakkanum, séu svokallaðir blindir blettir í lauginni. Turninn gefí ekki nægilega yfírsýn ýfír svæðið hjá rennibraut, við og undir brú, og ef staðið sé við eystri enda laugarinnar og horft yfir hana sé yfírsýn lítil. Þangað til turninn hafi verið end- urbyggður sé nauðsynlegt að fjölga vörðum á bakkanum í tvo og fjölga verði myndavélum til að yfírsýn og gæsla geti talist fullnægjndi. Þeir sem gerðu úttektina segjast því miður hafa verið á bakkanum í rúmar 20 mínútur án þess að verða varir við sundlaugarvörð sem þar hafi átt að verg. Fram kemur í gögnunum að forstöðumaður laugarinnar hafi gert athugasemd við þessa ábendingu og bent á viðkomandi sundlaugarvörð á bakkanum. Fremur sé spurning um áberandi einkennisfatnað. Beðið var eftir endurbótum á lauginni Ómar segir að ástæðan fyrir því að ekki hefðu verið gerðar nauðsyn- legar endurbætur á tuminum felist í því að beðið hefði verið eftir að ráðist yrði í endurbætur á sjálfri sundlaug- inni. „Nú er hins vegar Ijóst að ekki verður ráðist í endurbæturnar alveg á næstunni. Því teljum við nauðsynlegt að ekki verði tafir á því að vinna með arkitektum hefjist. Vinnan miðar að því að ákveða hvar turninum verður komið fyrir, hvort hann verður byggð- ur eða keyptur af lager út í löndum, og hver kostnaðurinn verður. Kostnað- aráætlun verður lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1996,“ sagði Omar. Hann sagði að endurbæt- ur vegna turnsins væru forgangsverk- efni í Laugardalslauginni. Hann sagði að ekki væri síður mik- ilvægt að huga að smærri ábendingum í öðrum laugum. Þegar hefði verið hafist handa við að lagfæra ýmis atr- iði og sundlaugargestir yrði áþreifan- lega varir við ýmsar breytingar á næstu vikum. Nefndi Ómar í því sam- bandi að stefnt væri að því að teknir yrðu upp samræmdir einkennisbún- ingar sundlaugarvarða í vikunni. Almennt um úttektina sagði Ómar að komið hefði þægilega á óvart að öll meginatriði væru í góðu lagi. Engu að síður væru allar ábendingar að sjálfsögðu teknar alvarlega og lögð áhersla á að vinna að úrbótum með skjótum hætti. Hvað fjölgun sund- laugarvarða í Laugardalslauginni varðaði sagðist hann telja að aðeins þyrfti tvo sundlaugarverði á sundlaug- arbakkanum á mestu álagstímum. Þeim tíma væri að ljúka og ef hægt yrði að hefjast handa við nýjan turn - næsta vor væri ekki víst að þyrfti að bæta einum verði við á bakkanum. Áhersla á ábyrgð foreldra og fylgdarmanna barna Fram kemur í tillögum Slysavarna- félagsins til úrbóta að á öllum sund- stöðum borgarinnar megi og eigi að bæta starfsskilyrði laugarvarða til að gera þeim betur kleift að fylgjast með gestum og auka þar með öryggi þeirra. Merkingar og leiðbeiningar þurfi að endurbæta og sérstaklega með táknskiltum. Sérstaklega er talað um að koma þurfi á legg markvissri uppriíjun um notkun búnaðar á hveijum stað nokkrum sinnum á ári. í því sam- bandi má geta þess að aðeins einn sundlaugarvörður af sjö sundlaugar- varða úrtaki gat óhikað talið upp innihald neyðartösku og sýnt hvernig ætti að nota innihald hennar. Allir höfðu verðirnir farið á námskeið ný- verið. Hins vegar skorti þá reglu- bundna æfingu. Aðrar tillögur Slysavarnafélagsins eru að með almennu öryggiskerfi þurfi að skoða möguleika á kerfi II, þar sem gestir geti beðið um aðstoð á þeim stöðum þar sem stöðugri gæslu verði ekki komið við. Á sund- stöðum geti fólk með smábörn fengið lánaða armkúta af viðurkenndri gerð. Eins og þegar hefur komið fram verði sundlaugarverðir auðkenndir og síð- ast enn alls ekki síst að komið verði upp markvissri kynningu og stöðug- um áróðri um öryggisreglur og þá sérstaklega ábyrgð foreldra og fylgd- armanna barna. Kaupi bærinn þarf samt 50 millj. Bæjarstjórn vildi fá hótel Enginn vildi reka hótel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.