Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 11 Hverfafundur borgarstjóra í Árbæjarhverfi Málefniungs fólks ofar- legaábaugi íþróttahús, virk]’unin við Elliðaárnar og vistfræði ánna, lögreglustöð, bókasafn, hundahald, Fylkisvegurinn, sinueldar, götu- lýsing, Kattholt, umferð við skóla, gæsluvell- ir og göngubrýr. Þessi atriði eru nokkur þeirra sem bar á góma á fundi borgarstjóra á hverfafundi í fýrrakvöld. Meðal 200 gesta var Gunnar Hersveinn sem greinir frá því helsta sem var til umræðu. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt hverfafund í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæ síðastliðið mánudagskvöid. Fundur- inn var vel sóttur og má áætla að um 200 manns hafi setið hann, en ýmis málefni ungs fólks voru ofar- lega á baugi á fundinum. Með borgarstjóra á fundinum voru ýmsir af æðstú embættismönnum borgarinnar. Fundurinn hófst á yfir- liti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um framkvæmdir og nefndi hún sér- staklega skólamál, nýtt leiðarkerfi strætisvagna, vegaframkvæmdir og nýbyggingu leikskóla. Megintími fundarins var lagður undir fyrirspurnir íbúa og svör borg- arstjóra. Hver borgar íþróttahúsið? íþróttahús Fylkis var nokkuð til umræðu og þótti mörgum ekki rétt að Fylkir greiddi kostnað við flýti- framkvæmdir á húsinu vegna þess að það verður notað sem skólahús- næði. Borgarstjóri benti á að fjár- framlög hefðu komið frá borginni vegna byggingarinnar og sagði að beiðni hefði borist frá Fylki um styrk vegna hússins. Svar við því kæmi innan tíðar. Lýsingu í hverfinu bar á góma og sögðu íbúar að hún væri ófull- nægjandi á nokkrum stöðum, meðal annars við undirgöngin við Höfða- bakka. Svarið var að ef til vill væri svokölluð ratlýsing ófullnægjandi á nokkrum stöðum. Borgarstjóri var spurður hvort það kæmi til greina að byggja bóka- safn, því hverfisbúar þurfa að leita upp í Breiðholt eða í Sólheimana til að fá lánaðar bækur: Svar borg- arstjóra var að vandi Aðalborgar- bókasafnsins væri fyrstur á dagskrá og vantaði nýtt húsnæði undir það. Bókasafn í Árbæ yrði að vera lang- tímaverkefni. Kvartað var yfir að bann við hundahaldi væri slælega haldið af borgaryfirvöldum. Borgarstjóri sagði að talsvert væri um að hundum væri sleppt lausum við Elliðadal og í athugun væri að gera breytingar til að hundaeftirlitsmenn fylgdu strangar eftir en áður banninu við hundahaldi. Er nauðsynlegt að virkja Elliðaárnar? Elliðaárvirkjun var talsvert til umræðu á fundinum. Spurt var hvort hún hefði ekki svo lítið vægi að það mætti ieggja hana niður. Nefnt var að vatni væri miðlað í mismunandi farvegi eftir árstíðum og hættur gætu skapast fyrir börn af þeim sök- um. Borgarstjóri svar- aði að vel mætti kanna hvort það ætti að leggja hana niður en benti á að virkjunin hefði sögu- lega þýðingu. Þess má geta að Kristján kon- ungur X vígði stöðina árið 1921. Það kom fram hjá borgarstjóra að hafin væri vistfræði- leg úttekt á Elliðaánum. Spurt var um göngubrýr í Árbæ og svaraði borgarstjóri að tvær göngubrýr væru á dagskrá hjá borginni, önnur við Kringlumýrar- braut og hin við Rauðagerði. Móðir lýsti áhyggjum_ sínum vegna frákeyrslunnar við Árbæjar- skóla og sagði hún að öryggi barna væri ábótavant vegna umferðar þar. Borgarstjóri svaraði því til að slæmt væri ef foreldrar sem væru akandi sköpuðu skólabörnum svona mikla hættu og fannst miður hversu al- gengt það væri að foreldrar keyrðu börn sín úr og í skóla. Fylkisvegurinn að íþróttahúsinu var foreldrum í Árbæijarhverfi áhyggjuefni. Bílstjórar ættu það til að keyra hann of hratt og skapa gangandi börnum eða hjólandi hættu. Borgarstjóra fannst koma til greina að setja hraðahindrun á veg- inn og bjóst við að það væri auðsótt mál. Spurt var hvernig hefta mætti útbreiðslu sinuelds næsta vor í Ell- iðadal. Ingibjörg Sólrún sagði það vera í undirbúningi og að túnið yrði hólfað niður þannig að eldurinn myndi ekki breiðast út nema yfir afmörkuð svæði. Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri á fundinum í Árbæjarhverfi. BORGIN Morgunblaðið/Þorkell FJÖLMENNT var á hverfisfundinum í Árseli, Morgunblaðið/Kristinn ELLIÐAÁRVIRKJUN var til umræðu á fund- inum og spurt hvort hún væri ennþá nauðsynleg. Morgunblaðið/Kristinn RÆTT var um íþróttahús Fylkis og greiðslu kostnaðar við flýtiframkvæmdir hússins. Þarf lögreglustöð í Árbæ? Kvartað var yfir að ekki væri lög- reglustöð í Árbæ. Borgarstjóri svar- aði því til að það strandaði á fjár- munum og húsnæði en að Reykjavík- urborg þrýsti mjög á ríkið að veita meira fé til löggæslu í borginni. Ingi- björg sagði að borgaryfirvöld hefði áhuga á grenndarlögreglu í Árbæ eins og er í Breiðholti og Grafarvogi. Nokkuð var spurt um umferðar- mál og sagði borgarstjóri að fáar nefndir fengju eins mörg mál til at- hugunar og hún. íbúar væru oft hissa að erindi sem nefndin hefði samþykkt væru ekki framkvæmd og sagði borgarstjóri að ástæðan væri skortur á fé. Ef til vill væri betra að nefndin samþykkti ekki erindin fyrr en fé væri tryggt til að fram- kvæma hvert mál fyrir sig. Bygging nefnd Kattholt var nefnd oftar en einu sinni á fundinum og t'elst hún ekki til mikillar prýði, að mati fundarmanna. Kom fram hjá borgarstjóra að beiðni um að ganga frá húsinu að utan hefði borist en gallinn væri að þeir sem rækju þar starfsemi gætu ekki lagt fram fé á móti.' Ekki fleiri gæsluvelli Spurt var um fjölgun gæsluvalla. Borgarstjóri sagði að rekstur gæslu- valla í borginni væri dýr og þar sem fá börn sæktu þá væri varla hægt að fjölgá þeim. Nokkrir íbúar á fundinum höfðu áhuga á að Ártúnsskóli yrði heil- stæður skóli sem felst í því að nem- endur í 1. til 10. bekk geti stundað hann. Borgarstjóri sagði að það væri ekki á áætlun. Hins vegar ætti hann að verða einsetinn fyrir 1. til 7. bekk og að unglingarnir yrðu áfram í Árbæjarskóla. 12 milljónir verða lagðar í viðbyggingu Ártúns- skóla. Annars kom fram hjá Borgar- stjóra að 2,200 milljónir króna væru ætlaðar tii grunnskólans í borginni vegna yfirtöku á rekstri hans og einsetningu til ársins 2001. Hótel Island laugardagskvöld Föstudags- og laugardagskvöld ÞÓ LÍÐIÁR OG ÖLD LADDI þar sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON rifjar upp öll bestu lögin frá 25 áraglæstum söngferli ásamt fjölmörgum frábærum listamönnum ^ í glæsilegri sýningu. tiestasöngvai'i: SIGRÍÐUR BÉINTEINSDÓTTIR Hljómsveilarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit Kynnir: , JÓN AXEl. ÓLAFSSON / Dansaltöfundur: i HELENA JÓNSDÓTTIR J Dansarar úr BATTU flokknum Handrit og leikstjórn: Æ BJÖRN G. BJÖRNSSON fl Hljómsveitin Karma í Aðalsal Ásbyrgi: Magnús ogjóhann og Pétur Hjaltested leika fyrir dansi. Norðursalur: Diskótek DJ Gunimi þevtir skífum í Norðursal. I Ath. Enginn aðgangseyrir á dansleik. I Nœstu sýningar:\ 14,21. og28.okt. \ Matseðill Forréttur: Freyðivínstónuð lavasúpa m/rjómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/púrtvínssósu, kryddsteiktum jarðeplum, gljiðu grænmeti og fersku salati. F.ftirrétttir: Heslihneluís m/súkkulaðisósu og ávöxmm. Verð kr. 4.600 Sýnlngarverð. kr. 2.000 flOTF.Ii TAJAND Borðapantanir í stma 5681111. Sértilboð á gistingu, sími 568 8999■ vinsælasti skemmtikraftur landsins í Asbyrgi austursal Hótel Islands 1 vetur vcrður sýning I.adda föstudags- og laugardagskvöld. LADDI kemur enn og aftur á óvart með sínum margbreyti- legu persónuleikum. Stórkostleg skemmtun sem enginn ætti að missa af. Undirleikari Hjörtur Howser ■ Austu Matseðill Austurlensk rækjusúpa með anansbitum og kókos Lambapiparsteik t sesainhjup með rifsberjasósu, smjörsteiktum jarðeplum og grænmeti. Sukkulaðirjomarönd Cointreau með appelsinukremi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.