Morgunblaðið - 11.10.1995, Side 37

Morgunblaðið - 11.10.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Ef allar framkvæmdir yrðu stöðvaðar... Frá Helga Steingrímssyni: HVAÐ myndi gerast á íslandi ef all- ar framkvæmdir á vegum hins opin- bera yrðu stöðvaðar í fimm ár? Aðeins yrði gert út á viðhald hvað varðar húsnæði og samgöngumann- virki eða í fáum orðum aðeins það allra nauðsynlegasta fengi fjárfram- lög? Hafíð þið velt því fyrir ykkur hvað myndi gerast? Það fyrsta sem fólki dettur í hug er að verktakafyrirtæki myndu fara beinustu leið á hausinn og þúsundir bætast á atvinnuleysisskrárnar fyri utan það fólk sem myndi umsvifa- laust pakka niður og kaupa farseðil til Danmerkur, aðra leiðina. Algjört hrun og velferðarríkið far- ið út í hafsauga og allir í vondu skapi. Fólk vill nefnilega brú yfir Gilsfjörð og göng í gegnum Fjarðarheiði og helling af mislægum gatnamótum því tíminn sem fer í smákrók eða bið á umferðarljósum eða að þurfa að moka snjó kostar peninga og hver mínúta er rándýr. En hvers vegna erum við að flýta okkur svona afskaplega mikið fyrst það kostar okkur rúmlega aleiguna? Hvers vegna slöppum við ekki af í þessi fimm ár og látum okkur nægja það sem við þegar höfum, sem er alls ekki svo lítið, og lærum að nýta það til fullnustu? Astæðan er einföld. Á Islandi sem og í öðrum löndum eru - og hafa alltaf verið - athafnamenn sem gera allt út á aurinn og til að eignast sem mest á sem skemmstum tíma vinna þeir eins og bijálæðingar og gera um leið alla hálf vitlausa í kringum sig. Skyndilega er öll þjóðin orðin snar- vitlaus og hver höndin upp á móti annarri. Fólkið í næsta húsi var að kaupa nýjan bíl - Við þurfum nýjan bíl í hvelli. Eldra fólkið sem man tímana tvenna botnar ekki neitt í neinu og gerist kærulaust og þunglynt. Börnin með lyklakippuna hang- andi við hlið sér botna heldur ekkert í þessari vitleysu til að byija með en samlagast síðan Hrunadansinum og lífsgæðakapphlaupið gengur líka af sjálfsögðu í arf. Góður vinur minn hélt því fram af römmustu alvöru að ef fram- kvæmdavaldið hefði þá gæfu tii að bera að segja hingað og ekki lengra og láta skynsemina ráða í fimm ár þá yrði ísland að þeim tíma liðnum eftirsóttasta land í heimi til að búa í. Hörðustu sálirnar þraukuðu þessi fimm ár og næðu skuldunum niður og gott betur og nú á svo sannan- lega að hefja aftur framkvæmdir af fullum krafti. Nú á að skapa velferðarríki sem á fyrir því sem það ákveður að gera, og hefur efni á því að gefa sér góð- an tíma til þess. HELGI STEINGRÍMSSON, Jörfabakka 18, Reykjavík. WtÆkWÞAUGL YSINGAR Laxveiðiá til leigu Veiðfélag Búðardalsár óskar eftir tilboðum í veiðirétt fyrir veiðisumarið 1996. Um er að ræða tveggja stanga veiðiá á Skarðsströnd í Dalasýslu. Frekari upplýsingar veitir for- maður veiðifélagsins, Þorsteinn Karlsson, Búðardal, Skarðsströnd, sími 434 1435. Tilboð skulu hafa borist formanni veiðifélags- ins eigi síðar en 25. október nk. Veiðiréttar- eigendur áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Geymsluhúsnæði Geymslupláss óskast til leigu í Reykjavík og nágrenni, helst sem næst Hafnarfirði. Má vera af öllum stærðum og lofthæð, þó ekki minna en 100 m2. Svör óskast send til afgreiðslu Mbl., merkt: „Geymsla - 333“, sem fyrst. Til leigu Einn af viðskiptamönnum okkar hefur beðið okkur um að útvega leigjanda að mjög góðu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, ca 110 fm, í einu af bláu húsunum við Suðurlandsbraut. Laust 1. nóvember. Upplýsingar veitir: Skeifan, fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568-5556. Stofnfundarboð Boðað er til stofnfundar B-hluta Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar á Grettis- götu 89, 4. hæð, mánudaginn 16. október nk. kl. 17.00. Samkvæmt drögum að lögum félagsins verð- ur það stéttarfélag og mun starfa skv. lögum nr. 80/1938 og verða opið einstaklingum, er starfa hjá stofnunum eða fyrirtækjum, sem starfa í almanna þágu og hafa verið í eigu Reykjavíkurborgar en eru nú rekin af öðrum aðilum, svó og þeim, er starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum í almannaþjónustu. Félags- svæðið er höfuðborgarsvæðið, þ.e. Reykja- vík, Kópavogur, Hafnarfjörður og aðliggjandi sveitarfélög. Fundurinn er opinn öllum sem gætu átt aðildarrétt að félaginu. Dagskrá stofnfundarins verður: 1. Ákvörðun um stofnun félagsins og samþykkt laga þess. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál. Drög að lögum félagsins, ásamt lögum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, liggja frammi á skrifstofu St.Rv. á Grettisgötu 89 á skrifstofutíma fram til stofnfundarins. Stjórn St.Rv. Umsókn um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 1996 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1996. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skai sérstök umsóknareyðublöð, sem fylla ber samvisku- samlega út, og liggja þau frammi í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega ein- ingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþröf ásamt mati þjón- ustuhóps aldraðra (mathóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1994 end- urskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1995. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt, áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa um- sókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóð- stjórninni fyrir 1. desember 1995, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu, Lauga- vegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Góð íbúð Góð tveggja herbergja íbúð til leigu á svæði 105, Reykjavík. Langtímaleiga. Svör vinsamlegast sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Ibúð - 105“. íþróttakennarar Framhaldsaðalfundur íþróttakennarafélags íslands verður haldinn í sal ÍSÍ, Sporthótelinu í Laugardal, miðvikudaginn 18. október kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla gjaldkera. 2. Önnur mál. Stjórnin. Hvað felst í búvörusamningnum? Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík mun stendur fyrir opnum stjórnmálafundi um nýgerðan búvörusamning í dag, miðvikudag. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða þeir Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins. Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Evrópusamtakanna verður hald- inn í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 21. október kl. 13.30. Gestur fundarins verður sænski hagfræðing- urinn Carl B. Hamilton, einn helzti forystu- maður stuðningsmanna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu og sérfræðingur um málefni Mið- og Austur-Evrópu. Hamilton mun flytja erindi með heitinu: „Reynsla Svía af ESB-aðild og sýn til ársins 2000“. Á fundinum fer fram kjör í stjórn samtakanna og fulltrúaráð, auk venjulegra aðalfundar- starfa. Tillögum til ályktunar eða lagabreytinga ber að skila stjórn samtakanna á Hólatorgi 6, eigi síðar en 15. október. Stjórn Evrópusamtakanna. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Miðstræti 16, Nes- kaupstað, þriðjudaginn 17. október 1995 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Hafnarbraut 32, e.h., au., Neskaupstað, þingl. eig. Lúðvík Emil Arnar- son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Austur- lands og Sparisjóður Norðfjarðar. Hafnarbraut 34, Neskaupstað, þingl. eig. Ásólfur B. Gunnarsson, gerðarbeiðandi Póst- og símamálastofnunin. Miðstræti 8A, kjallari, austur, Neskaupstað, þingl. eig. Einar Sölvi Elíasson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Tryggvi Krist- insson. Miðstræti 8A, mh., vestur, Neskaupstað, þingl. eig. Ágúst Rúnar Þorbergsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Póst- og símamálastofnunin. Nesgata 18, Neskaupstað, þingl. eig. Sveinn Þór Gíslason, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Strandgata 22, 1. hæð, Neskaupstað, þingl. eig. Hólmfríður Jónsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Sparisjóður Norðfjarðar og Vátryggingafélag jslands hf. Strandgata 36, Neskaupstað, þingl. eig. Geir Snorrason, gerðarbeið- endur Landsbanki (slands, Langholti, Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Urðarteigur 28, Neskaupstað, þingl. eig. (var Sæmundsson, gerðar- beiöendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn í Neskaupstað. Ásgarður 5, Neskaupstað, þingl. eig. Bára Garðarsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild og Lífeyrissjóður Aust- urlands. Þiljuvellir 21, miðhæð, Neskaupstað, þingl. eig. Lúther Harðarson, gerðarbeiðendur Hótel Norðurljós, Raufarhöfn, Lífeyrissjóður Austur- lands (2b) og sýslumaðurinn í Neskaupstað. Þiljuvellir 9, miðhæð, Neskaupstað, þingl. eig. Georg P. Sveinbjörns- son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands. Sýslumaðurinn í Neskaupstað, 9. október 1995. Félag sjálfstæðismanna f Langholti Aðalfundur félagsins verður haldinn í Val- höll í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning landsfundarfulltrúa. Önnur mál. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.