Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 29 p. ) I k t \ > \ $ I I ’ J í tilefni alþjóða- dags geðheilbrigðis í DAG, 10. október, er alþjóðadagur geð- heilbrigðis. I tilefni þess langar mig til að geta nokkurra þeirra sjúkdóma er kallast geðsjúkdómar og eru algengastir allra sjúk- dóma er tengjast truflun á starfsemi heilans. Þið allir, lesendur góðir, hafið kynnst einhverjum þessara sjúkdóma, ef ekki af eigin raun, þá af sam- ferðamönnum ykkar. Þeir eru algengir og valda ómældum vandræðum, þján- ingum og óhamingju. Ég kynntist geðsjúkdómum löngu áður en ég þekkti á þeim nokkur deili. Foreldrar mínir voru Skagfirðingar en höfðu flutt hing- að á mölina í Reykjavík í leit að betra lífi. Tengsl við ættingja og vini úr Skagafirði voru þó mikil og margir samsveitungar komu heim til okkar í Reykjavíkurferð- um sínum og þáðu að borða og húsaskjól. Margir voru þeir hress- ir og kátir en aðrir alvörugefnari. Eins aldraðs bónda minnist ég sérstaklega vegna þess hve hnýp- inn hann var. Hann kom til höfuð- borgarinnar til að leita sér lækn- inga við ýmsum þrautum er ekki hafði tekist að ráða bót á fyrir norðan. Auk margvíslegra verkja er ég heyrði hann lýsa vakti það eftirtekt mína að hann var á þeirri skoðun að flest væri á leið til verri vegar, grassprettan lélegri, veðrið lakara, rollurnar dugminni og hrossin ekki söm og áður. Hann sat beygður, tárfelldi og tók engum hughreystingum. Ekki held ég að hann hafi fengið hér neina bót og fór víst heim jafn hnugginn og þjáður og hann var þegar hann kom. Nú tel ég víst að hann hafi verið þunglyndur. Hefði hann verið á ferðinni nú nær 50 árum síðar eru öll lík- indi á að hægt hefði verið að létta honum lundina og þrautirnar. En nú er hann löngu fallinn frá. Á þessum árum olli það mér nokkurri furðu og umhugsun að nágrannakona fjölskyldu minnar tók sig stundum til og gekk skrautbúin og syngjandi um götur og tún þótt oftast nær virtist hún hæglætið sjálft og kæmi stundum ekki út úr húsi langtímum saman. Ég tel nú líklegt að þessi kona hafi liðið af geðhvarfasjúkdómi sem lýsir sér aðallega í því að fólk verður á köflum óhæfilega ört en er þar á milli oft niðurdregið og þunglynt. Ekki veit ég hvort hún leitaði læknis vegna þessa en nú væri hægt að hjálpa henni mikið við þá erfíðleika sem líklegt er að veikindin hafi skapað henni. í bamaskóla átti ég marga góða félaga og vini. Einn þeirra var nábúi minn og jafnaldri. Fórum við oft saman gangandi all Ianga leið í skólann. Hann var skemmti- legur og einstaklega skýr og greindur. Einn ljóður var þó á ráði hans sem mér þótti þá afar Algengi geðsjúkdóma, segir Jón G. Stefáns- son, er svipað á íslandi og meðal annarra þjóða. stór. Hann var svo hræddur við flest dýr að lægi leið okkar hjá túni þar sem kýr voru á beit fékkst hann með engu móti til að fara þar um og urðum við því oft að Íeggja langa lykkju á veg okkar mér til sárrar skapraunar. Ég sé nú að hann hefur þjáðst af fælni sem er algengur kvíðasjúkdómur. Að því er ég best veit fór þetta af honum er hann fullorðnaðist. Þannig gengur það þó alls ekki alltaf því kvíðasjúkdómar er oft mjög langvarandi og sumir glíma við þá meira eða minna ævilangt. Þá er þó hægt að bæta verulega með læknismeðferð og stundum lækna alveg. Beklq'arfélagi minn í mennta- skóla var afar hraustur og góður íþróttamaður, duglegur og ósérhlíf- inn, en feiminn og hlédrægur. Milli okkar dafnaði vinátta og urðum við sessunautar og gengum oft saman heim á leið í lok dags. Á göngunni þögðum við mest en ræddum á milli um tilveruna. Oft vorum við sama sinnis en stundum greindi okkur á. Fór sá ágreiningur vaxandi er leið að vori í 4. bekk. Þótti mér vinur minn óhæfilega einsýnn og tortryggin og mér tókst ekki að skilja hugmyndir hans eða fella mig við þær. Ég reyndi, með löngum fortölum, að snúa honum til minnar sýnar af umhverfi og mannlífi, en án merkjanlegs árang- Jón G. Stefánsson Hvað er maðurinn eiginlega að segja? TALIð er sundurslitið og höktandi. Talfærin eru föst og spenna er í andliti. Augun blikka og hendumar eru á hreyfingu. Orðin þrýst- ast út, oft með erfiðis- munum. Sama atkvæð- ið er endurtekið aftur og aftur. Við vitum að þetta er stam og verð- um óþolinmóð, óörugg og finnum til með við- mælandanum. Flestir hafa talað við mann- eskju sem stamar. Af hveiju á hún svona erf- itt með að segja það sem hún ætlar sér? Er hægt laga stamið? Hvemig eigum við að bregðast við? Getum við gert eitthvað til að hjálpa? Af hverju stamar fólk? Þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur ekki fundist einn einstakur líkamlegur, sálrænn eða félagsleg- ur þáttur sem orsakar stam. Lík- lega em orsakavaldar margir og jafnvel mismunandi eftir einstakl- ingum. Flestir sem stama á fullorð- insaldri byijuðu að stama þegar þeir voru á aldrinum 3-5 ára. Stamið hefur áhrif á allt líf þess sem stamar. Sjálfsmyndin og sam- skiptin em lituð af því hvemig gengur að tala við aðra. Stam getur legið í ákveðnum ættum og mun fleiri strákar stama en stelp- ur. Stamið getur ver- ið vægt, miðlungs eða alvarlegt, allt eftir því hve oft er stamað og hvemig stamið er. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að um 4% bama stama og um 1% full- orðinna. Er hægt að sigrast á staminu? Það er hægt að breyta því hvernig maður talar. Fyrsta skrefið er að viður- kenna stamið. Hlusta á stamið en forðast það ekki. Finna hvað gerist þegar maður stamar. Hvaða aðstæður em erfiðar og hvaða tilfinningar eru tengdar staminu. Flestir sem stama vona að það hverfi af sjálfu sér. Þeir skammast sín fyrir stam- ið. Næsta skref er að breyta tal- inu. Það þarf að læra ákveðna tækni til að stýra talinu. Mjög mikilvægt er að tala hægt. Við- komandi þarf að ná valdi á stam- inu, stama með mikilli eða lítilli spennu. Hann þarf að geta breytt talhraðanum eftir hentugleikum. Þá þarf að yfirfæra breytt tal á (allar mögulegar aðstæður. Að lok- um er mikilvægt að vita hvemig á að forðast bakslag og hvað á að gera ef stamið byijar aftur. Sigur felst að hluta til í því að glínia við Stamið, segir Jóhanna Einarsdóttir, hefur áhrif áalltlífþess sem stamar. stamið í stað þess að forðast það eða afneita því. Því fyrr sem með- ferðin byijar þeim mun betra. Mikilvægt er að leita sér hjálpar hjá sérfræðingum og ræða við aðra sem eru í svipuðum sporum. Mál- björg er félagsskapur þeirra sem vinna að málefnum þeirra sem stama. Hvernig bregstu við ef þú hittir einhvern sem stamar? Við könnumst við að vita ekki hvernig við eigum að bregðast við ef við hittum einhvern sem stam- ar. Við horfum eitthvert annað eða jafnvel forðumst að tala við við- komandi. Grundvallarreglan er sú að við eigum að tala við þann sem stamar eins og við tölum við aðra. Við hlustum róleg á hvað hann er að segja og grípum ekki fram í. Horfum á hann þegar hann talar. Þeir sem stama eru ekkert frá- brugðnir öðrum nema þeir eiga erfitt með að koma orðunum frá sér. Þeir hafa frá jafnmörgu og jafnmerkilegu að segja og aðrir. Gefum þeim tækifæri. Höfundur er tnlmeinafræðingur. Jóhanna Einarsdóttir urs. Nokkru fyrir vorprófin hvarf hann úr skólanum. Hann sagði mér síðar að hann hefði farið á Klepp. Löngu seinna varð mér ljóst að hann hafði veikst af geðklofa. Þótt hann yrði nýtur þjóðfélags þegn og ynni fyrir sér alla tíð olli sjúk- dómurinn honum ævilangri fötlun. Hann er nú látinn en ég vona að einhveijir drauma hans hafi náð að rætast þrátt fyrir allt. í menntaskólanum byijuðu margir að nota áfengi. Þótt ég væri ekki sérstaklega bindindis- samur vakti það mér ugg að sjá skólafélaga mína ofurölvi og fór sá ótti vaxandi með árunum er ég sá þetta koma fyrir þá sömu aftur og aftur. Sumir þessara félaga minna hafa síðan látið lífið vegna drykkjuskapar, aðrir hafa sloppið með kal. íslenskir drykkjusiðir hafa ótrúlega lítið breyst frá dögum Egils Skalla-Grímssonar og valda gífurlegum skaða í samfélagi okk- ar. Ég held að yngra fólkið sé menningarlegra í áfengisneyslu sinni en mín kynslóð var en þó skortir enn töluvert á að vel sé. Frá þessum árum minnist ég þess að hafa haft fregnir af sjálfs- vígi pilts á mínum aldri. Þótt ég væri honum ekki kunnugur, vakti fregnin mér þá óhug og angur, nánast reiði og verknaðurinn var mér óskiljanlegur. Síðan hef ég þekkt marga náið er hafa fallið fyrir eigin hendi. Ég veit nú um og tel mig stundum skilja þær þján- ingar og kvöl er liggja að baki slíks atburðar. Frétt um slíkan dauð- daga þyngir alltaf huga minn. Hér á Islandi er algengi geð- sjúkdóma svipað og meðal annarra þjóða. Það eina er sker sig úr er hve margir hafa einhvemtíma misnotað áfengi eða um 27% þeirra sem komnir era yfir miðjan aldur. Það er mun meira en gerist víðast hvar annars staðar þótt til séu menningarsamfélög þar sem tíðnin er sambærileg. Afengismis- notkun er miklu algengari meðal karla en kvenna þótt þær hafi því miður heldur nálgast karla að þessu leyti í seinni tíð. Innan við einn af hveiju hundraði veikist af geðklofa en nokkra fleiri af geð- hvarfasjúkdómi. Tíðni þessara sjúkdóma er svipuð meðal karla Nýtt morgunútvarp Rásar I, Rásar 2 og fréttastofu Útvarps! „Á níunda tímanum“ er fréttatengt útvarp sem sent er út á báðum rásum eftir ki. 8.00. tne<L tnáíi cUufáúu, t ‘ÚttMVtfUiUtl 1 © RÁS I . RÁS 2 OG FRÉTTASTOFA ÚTVARPS. og kvenna og algengið sambæri- legt við það sem er hjá öðrum þjóð- um. Um 12% fólks líður af þung- lyndi á einhveju æviskeiði og helm- ingi fleiri af kvíðasjúkdómum. Bæði þunglyndi og kvíðasjúkdóm- ar eru tíðari meðal kvenna. Verið getur að kvíðasjúkdómar og þung- lyndi felist að baki áfengissýki hjá körlum og algengi geðsjúkdóma í heild er það sama hjá báðum kynj- um. Að baki hveiju sjálfsvígi, en þau skipta tugum árlega hér á landi, liggur oftast einhver þessara sjúkdóma og stundum fleiri en einn. Það er nefnilega svo að sé maður veikur af einum sjúkdómi er líklegra að maður veikist af öðrum en ella væri. Það er mikið verk, sem þarf að ' vinna af kunnáttu og ummhyggju, að lækna og líkna, styrkja og styðja þá sem sjúkir era. Það er gleðilegt þegar sjúklingur læknast og sá sem var óvinnufær getur aftur tekið við starfi sínu. Það er gott að geta linað þjáningar, ang- ist og kvíða, depurð og vonleysi. Hitt er slæmt þegar lítt gengur að draga úr veikindum og vanlíð- an. Sem betur fer er oftast hægt að hjálpa að einhveiju leyti. Það er misjafnt hvernig menn standa af sér sjógang mannlífsins, veijast brotum og .þola kulda og vosbúð. Öll höfum við takmarkan- ir og veikleika og öll getum við*“ orðið vanheil. Ekki hefur það ver- ið okkar vani, íslendinga, að haf- ast ekki að vissum við af manni í lífsháska eða nauð hvort sem er við strendur landsins eða á fjöllum uppi. Oft hefur verið lagt í svaðil- för til að ná í lækni til sjúklings. Hjálpsemi og umhyggja fyrir ná- unganum hefur hjálpað þjóðinni til að lifa af harðindi og hamfarir og gert lífið þess virði að lifa því hér á ísaköldu landi. Ekki er til_ svo vesælt kot að ekki hafi þar verið hlúð að veðurbörðum ferða- langi og honum veitt hlutdeild í því sem til var. Þessi náttúra þjóð- arinnar er samofín náttúru lands- ins. Hún er sannur þjóðarauður sem við þurfum að varðveita á hveiju sem gengur. Hðfundur er formnður Geðvemd- arfélngs tslands. ANDREW • Hraöhleösla í bílinn fyrlr GSM farsíma • Tæknilegir yfirburöir • Lengir líftíma rafhlaöna • Leiöandi framleiöandi á aukahlutum fyrir GSM farsíma J. áSTVALDSSON HF. Skipholtl 33,105 Reyfcjavík, slmi 552 3580 ALLl Tlt mnnUNAZ! ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30 - 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 ■ 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG ■ fmf“ GREIÐSLUSKILMÁLAR. HKt" Einar Fanestveít & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.