Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 21 fall núll-tjóna er lágt á Islandi í ljósi þess að í Svíþjóð er talið að um helmingur tilkynntra ábyrgð- ar- og húftjóna leiði ekki til greiðslu bóta vegna þess að trygg- ingatakinn er ekki valdur af tjón- inu eða hann vill frekar halda bónus í ábyrgðartryggingunni. Hugsanlegt er að færri núll-tjón hér á landi bendi til rýmri bótarétt- ar. Meðalslysið dýrara á íslandi Kostnaður við hvert bótaskylt líkamstjón virðist vera töluvert hærri á íslandi en í Svíþjóð og Noregi. Þegar bótum tryggingafé- laganna er jafnað út á hvern slas- aðan einstakling sést að meðal- bæturnar eru rúm milljón á ís- landi en 630-650 þúsund í Svíþjóð og Noregi. - Kostnaður Skandia vegna slysa á fólki er þrefalt meiri á Islandi en í Svíþjóð. Þegar slysabótum fé- lagsins er deilt á alla bíla sem félagið er með í tryggingu í Sví- þjóð jafnar kostnaðurinn sig út á tæplega 5 þúsund kr. á bíl en sam- bærileg tala fyrir ísland er tæp- lega 15 þúsund kr. Erik Elvers treystir sér ekki til þess að segja til um hvort ástæða þessa munar sé mismunandi fjöldi líkamstjóna eða hvort mikill munur er á tjóna- bótum að meðaltali fyrir hvert tjón, vegna þess hve venjur um talningu tjóna eru mismunandi milli landa og jafnvel félaga. í Noregi virðist meðaltalið vera litlu hærra en í Svíþjóð, eða 5.500 kr. á tryggðan bíl, þegar litið er á niðurstöðuna hjá öllum norsku fé- lögunum. Hins vegar segir Erik að svo virðist sem kostnaður við slysabætur sé mun lægri í Dan- mörku en í Svíþjóð og Noregi þó ekki séu til samanburðarhæfar tölur um það. Munatjónin svipuð Ekki liggja fyrir tölur um meðaltalskostnað við eignatjón í umferðaróhöppum á Norðurlönd- unum. Tölur Skandia gefa vís- bendingar um að meðal munatjón í ábyrgðartryggingu kosti svipað hér og í Svíþjóð, eða um 100 þús- und kr. Tölur frá Noregi benda til þess að kostnaðurinn þar sé á svip- uðu róli. Aftur á móti er meðaltjón í kaskótryggingu nokkru dýrara hér, eða 175 þúsund á móti 110 þúsund í Svíþjóð. Erik Elvers bendir á að munurinn á meðaltjóni í húftryggingu á milli landanna geti stafað af mismunandi trygg- ingavenjum. Þannig sé húftrygg- ing helmingur allra ökutækja- tiygginga í Svíþjóð en aðeins fjórðungur á íslandi. Líklegt sé að dýrustu bílarnir séu tryggðir á íslandi og það sé ástæðan fyrir því að húftjónin eru dýrari. Hafa ber í huga við samanburð á þessum tölum að Skandia er með örfá prósent af trygginga- markaðnum hér, þó ekkert bendi til þess að tjónin séu öðruvísi hjá því félagi en öðrum. Tölurnar benda þó óvítrætt til þess að ekki þurfi að leita að ástæðu hærri tjónakostnaðar hér í kostnaði við hvert eignatjón, heldur í fjölda tjóna sem tryggingafélögin bæta og dýrari slysum á fólki. Fleiri slasaðir í færri árekstrum Eins og rakið hefur verið í ann- arri grein er ekki hægt að fullyrða um áreiðanleik opinberra talna sem gefa til kynna að slys og árekstrar séu séu mun fleiri á ís- landi en í nágrannalöndunum. Þær upplýsingar um fjölda bótaskyldra tjóna sem raktar eru hér að ofan hljóta þó að renna stoðum undir þá skoðun að hér verði fleiri slys í umferðinni en í nágrannalöndun- um. Það eru þó fleiri atriði en sjálf slysin sem geta skýrt það að ís- lensku tryggingafélögin bæti mun fleiri tjón en félögin í nágranna- löndunum. Þar koma til sögunnar mismunandi bótareglur milli landa, bæði reglur umferðarlaga og skaðabótaréttar, og jafnvel vinnubrögð lækna, lögfræðinga og tryggingafélaga. Líklegt er að all- ir þessir þættir og fleiri verki sam- an. Undanfarin ár hefur munatjón- um í bílatryggingum fækkað. Hjá stærsta tryggingafélaginu, VÍS, hefur munatjónum fækkað úr tæp- lega 7.700 árið 1990 í 6.170 á síðasta ári. Er það reyndar tölu- vert meiri fækkun en á markaðn- um í heild, ef marka má óstaðfest- ar tölur Vátryggingaeftirlitsins. Bótaskyldum slysum á fólki hefur hins vegar heldur fjölgað á sama tímabili og þeim fjölgaði mjög á árunum 1986 til 1991. Á þeim tíma fjöigaði slösuðum hjá öllum íslensku tryggingafélögun- um úr rúmlega 1.000 í liðlega 2.600. Þá reið hálshnykkjafarald- urinn svokallaði yfír og þeirri skoðun hefur verið haldið fram að þar sé að leita skýringanna á mikl- um mun á fjölda slysa hér og í nágrannalöndunum. Slösuðum fækkaði aftur 1992, en fjöldinn er nú aftur kominn í 2.550. Á árinu 1994 voru færri um- ferðaróhöpp tilkynnt til trygginga- félaganna en þrátt fyrir það bár- ust fleiri kröfur um slysabætur. Bendir það til þess að árekstrarnir hafí verið harðari. Óhöppum er aftur að fjölga á þessu ári og stefnir í slæmt ár í umferðinni ef fram fer sem horfir. Erfiðara er að átta sig á þróun- inni hjá Sjóvá-Almennum, því tryggðum bílum hjá því félagi hef- FJÁRMAGNSTEKJUR trygg- ingafélaganna eru færðar beint inn á rekstrarreikning félag- anna, þó stór hluti þeirra mynd- ist við ávöxtun eigna á móti vá- tryggingarskuld. Þær koma því ekki inn í afkomuútreikninga einstakra tryggingagreina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þessa skiptingu enda líta margir trygg- ingamenn svo á að þessar tekjur eigi að standa undir rekstrar- kostnaði félaganna. Vátryggingaeftirlitið hefur ekki sundurliðun á því hve stór hluti fjármagnsteknanna tilheyr- ir ökutækjatryggingum. Allar fjármagnstekjur tryggingafélag- anna sex sem selja bílatrygging- ar námu liðlega milljarði kr. á árinu 1993. Ganilir bókhaldshættir Ólafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri Sjóvá-Almennra trygginga og Benedikt Jóhannes- son, ráðgjafi fyrirtækisins, segja eðlilegt að færa tekjur af ávöxt- un bótasjóðanna á viðkomandi ur fækkað töluvert og skekkir það myndina, en Einar Sveinsson framkvæmdastjóri telur að þróun- in sé mjög í takt við það sem nefnt hefur verið um VÍS. Veruleg fækkun tjóna varð á árinu 1994 vegna fækkunar bíla. Slysum á fólki hefur fjölgað á undanförnum árum hjá Sjóvá-Almennum, eins og hinum tryggingafélögunum, en þeim fækkaði ekki á síðasta ári þegar bílum í tryggingu hjá félag- inu fækkaði og því urðu tjónin dýrari að meðaltali. Kostnaður við hvert tjón eykst Á sama tíma og slysum á fólki í umferðinni hefur fjölgað hefur kostnaður við hvert slysatjón auk- ist verulega, bæði samkvæmt ábyrgðartryggingu ökutækja og slysatryggingu ökumanns og eig- enda, en báðar þessar tryggingar eru lögbundnar. Sem dæmi má nefna að meðalslysatjón í ábyrgð- artryggingu var áætlað 650 þús- und hjá VIS á árinu 1990. Er það svipuð fjárhæð og enn er í Svíþjóð og Noregi, samkvæmt þeim vís- bendingum sem raktar eru framar í þessari grein. Þessi áætlun VÍS reyndist hins vegar allt of lág og meðaltjón vegna þessa tiltekna árs er nú áætlað 940 þúsund kr. Tjón- ið reyndist sem sagt 45% dýrara en gert var ráð fyrir í upphafí. Meðaltjónið var nokkru lægra árið 1991, en síðan hefur línan legið upp á við á ný og VÍS áætlar að líkamstjón sem varð á síðasta ári grein og benda á að Sjóvá- Almennar tryggingar sýni við- leitni í þá átt í ársreikningum sínum. Hins vegar séu trygginga- félögin bundin af reglum Vá- tryggingaeftirlitsins sem ekki geri ráð fyrir þessu fyrirkomu- lagi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Ólafur áætlar að vaxtatekjur af bótasjóðum bif- reiðatrygginga hjá Sjóvá- Almennum hafi verið 200-300 milljónir kr. á síðasta ári en kostnaður félagsins við rekstur greinarinnar er áætlaður 265 milljónir. Erlendur Lárusson, forstöðu- maður Vátryggingaeftirlitsins, segir að það séu gamlir bók- haldshættir sem ráði því að fjár- magnsliðir séu ekki sundur- greindir eftir tryggingagrein- um. I undirbúningi eru nýjar reglur um ársreikninga trygg- ingafélaga og segir Erlendur að í þeim sé gert ráð fyrir því að vaxtatekjur komi inn í út- reikninga á afkomu einstakra greina. kosti 1.250-1.300 þúsund kr. í ábyrgðartryggingu, eða tvöfalt meira en fyrsta áætlun fyrir árið 1990. Þeim sem fengið hafa varanlega örorku eftir umferðarslys hefur fjölgað mjög á undanförnum árum.' Fyrir áratug fengu innan við 100 metna varanlega örorku hjá VÍS á ári en 380 árið 1990. Slysin það ár er að mestu búið að meta. Enn á eftir að fjölga örorkumötum vegna ársins 1991 og áætla starfsmenn VÍS að þau verði hátt í 400 þegar upp verður staðið. Þrátt fyrir mikla fjölgun slasaðra á þessum tíma hefur hlutfall þeirra sem fá metna varanlega örorku hækkað jafnvel enn meira og er komið í 38% vegna ársins 1990. Ef þessar tölur eru framreiknaðar á allan tryggingamarkaðinn sést að tæplega 1.000 íslendingar slas- ast það alvarlega í umferðinni á hveiju ári að þeir fá metna varan- lega örorku. Hærra hlutfall bótanna vegna slysa Hinar hlutfallslega háu fjár- hæðir sem tryggingafélögin greiða í slysabætur koma vel fram þegar skoðað er hlutfall bóta sem greidd- ar eru annars vegar fyrir Iíkams- tjón og hins vegar fyrir munatjón. Öfgarnar eru milli íslands og Danmerkur. í Danmörku er aðeins einn sjötti hluti bótanna vegna slysa á fólki en hér er það meira en helmingur. Á hinum þremur Norðurlandanna fer um það bil þriðjungur bótanna í slysabætur. Minni áverkarnir kosta mest Minni áverkarnir kosta trygg- ingafélögin mest. Athyglisvert er að þeir slösuðu sem VIS greiðir bætur vegna varanlegrar örorku sem metin er yfir 15%, eru jafn margir á árinu 1990 og árinu 1988. Á þessum tveimur árum meira en tvöfaldaðist hins vegar fjöldi þeirra sem fékk metna 15% örorku eða minni. Nú er svo komið að 85% allra örorkumata eru vegna fólks sem metið er með tiltölulega „litla“ örorku og er markið þá sett við 15% örorkumat. Háls- hnykkjafaraldurinn kemur meðal annars fram í þessum tölum. Pétur Már Jónsson, fulltrúi í tjónadeild VÍS, telur að þessi fjölgun minni örorkumata sé meðal annars skýr- ingin á því að' kostnaður trygg- ingafélaganna af slysum á fólki hefur vaxið eins og raun ber vitni á síðustu árum. Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri einstaklingstrygginga hjá Vátryggingafélagi íslands, telur að slysum hafi í raun fjölgað eitt- hvað á síðustu árum. Einnig komi til aukinn bótaréttur ökumanns og eiganda með breytingum á umferðarlögunum 1988 og hækk- un bótakostnaðar tryggingafélag- anna í ársbyijun 1994, þegar Tryggingastofnun hætti að annast hluta slysatryggingar ökumanns og eiganda. En Örn segir að fólk sé einnig harðara að sækja sér bætur, sé meðvitaðra um rétt sinn. Einar Sveinsson tekur í sama streng, segir að vegna umræðunnar um aukinn bótarétt hafi orð- ið einskonar vakning í þjóðfélaginu um að hægt væri að fá bætur vegna umferðarslysa þó fólk væri lítið slasað. Örn segir að tryggingamenn hafi velt því fyrir sér hver skýringin kunni að vera. Nefnir minni fjárráð fólks og atvinnuleysi. En trygginga- menn sem rætt er við segja einnig að það hafí verið rætt í þeirra röðum hvort læknar hafi ekki skrifað ótæpilega upp á minnihátt- ar áverka og lögfræðinga vantað verkefni. Umdeilt verklag Síðla árs 1991 settu trygg- ingafélögin sér samræmdar verk- lagsreglur um uppgjör slysatjóna „Við tókum upp verklagið vegna þess að okkur ófbauð hvað gengið var á okkur með minniháttar tjón sem ekki takmörkuðu fjárhag manna,“ segir Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra. í verklagsreglunum fólst meðal annars að ef varanleg örorka var metin 15% eða lægri, eða ef um var að ræða hálshnykksáverka, voru tjón ekki gerð upp fyrr en að liðnum þremur árum frá slysa- degi. Tilgangurinn var að sann- reyna að hinn slasaði hafi eða myndi bíða fjártjón af áverkanum til lengri tíma litið. Ef hinn slas- aði vildi ekki bíða þennan tíma stóð honum til boða að Ijúka mál- inu með fastri greiðslu. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, segist ekki geta fullyrt um fjárhagsleg áhrif verklagsreglnanna. Margir hafi tekið við bótum samkvæmt föstum viðmiðunum verklagsins. Lögmenn gagnrýna reglurnar harðlega. Hafa meðal annars sak- að tryggingafélögin um að snuða það fólk sem þáði bætur sam- kvæmt verklagsreglunum. Sigm- ar segist ekki hafa tölur um það hve margir hafi fengið bætur á þennan hátt en bendir á að tjón- þolar hafi þá væntanlega metið það svo að þeir fengju tjón sitt bætt og þeir fengju ekki hærri fjárhæðir með því að fara fyrir dómstólana. Fjölmargir tjónþolar vildu ekki bíða í þijú ár eftir mati á fjárhagslegu tjóni og fóru hundruð mála fyrir dómstólana. Mörg eru þar enn. Að sögn Sigmars hafa dóm- kvaddir matsmenn lækkað varan- lega örorku í meirihluta þeirra mála sem farið hafa fyrir dómstól- ana. Hins vegar sé þessi mála- rekstur dýr. Þannig muni dómk- vaðning matsmanna væntanlega kosta tryggingafélögin tugi millj- óna kr. Því segir hann að óvissa ríki um heild- aráhrif verklagsins á tjónakostnað félaganna. „En ef reglurnar hefðu ekki verið settar hefðu skaðabætur vegna umferðarslysa orðið margfalt tíðari og margfalt hærri en þær þó eru og við hefðum átt óskorað heimsmet í iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Sigm- ar. En hann segir jafnframt að regl- urnar hafi leitt til vandaðri vinnu við uppgjör líkamstjóna. Trygg- ingafélögin geri meiri kröfur til gagna og gagnaöflunar til sönnunar á tjóni og þannig hafí þær haft víð- tækari áhrif. Þá hafi þetta þróast út í það að hvor aðili tilnefni lækni til að komast að sameiginlegri nið- urstöðu um örorkuna og með því Vaxtatekjur ekki sundurgreindar Munatjónum fer stöðugt fækkandi Mikill fjöldi „lágra“ ör- orkumata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.