Morgunblaðið - 11.10.1995, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.1995, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BILATRYGGINGAR f u m l:rg ■ftv. b: m $ Mgir Fm ájiV' ■ "^****"^ft | ÞREFALT DÝRARITJÓN Kostnaður tryggingafélaganna vegna óhappa og slysa í umferðinni er langstærsti útgjaldaliður þeirra vegna bflatrygginga og ræður því mestu um iðgjöldin. Tjónakostnaður er hér tvö- til þrefalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Erfítt er að skýra þennan mun til fulls en Helgi Bjamason rekur staðreyndir og vísbendingar um að hér séu bætt fleiri tjón og að líkamstjón séu dýrari. MISHÁR tjónakostnaður tryggingafélaga er að- alástæða mismunandi iðgjalda í bílatrygging- um milli landa. Bótagreiðslur vegna tjóna eru megin kostnaðar- liður tryggingafélaganna og ið- gjöldin ráðast af áhættunni. Tjónakostnaðurinn ræðst svo aftur af tíðni bótaskyldra tjóna og af kostnaði við hvert tjón. Ekki er alltaf auðvelt að greina þama á milli þegar leitað er að ástæðum fyrir miklum mun á tjónakostnaði milli landa þar sem reglur og vinnubrögð eru svo mismunandi. Þó stöðugt talnaflóð renni frá tryggingastarfseminni er erfitt að fá samanburðarhæfar tölur þegar verið er að bera saman kostnað milli landa. Ég hef þó aflað mér upplýsinga um heildar tjónakostn- að frá samtökum tryggingafélag- anna á hinum Norðurlöndunum og Vátryggingaeftirlitinu á Is- landi. Raunhæfast er að bera sam- an tjónakostnað vegna ábyrgðar- trygginga vegna þess að þær eru löghundnar í öllum löndunum. Verra er að bera saman húftrygg- ingar því fólk ræður því sjálft hvort það tryggir og eru þær ákaf- lega misalgengar í löndunum. Tjónakostnaður tvöfaldur eða þrefaldur Þegar tjónakostnaði vegna lög- boðinnar ábyrgðartryggingar á ár- inu 1994 hefur verið jafnað'á alla skráða bfla í viðkomandi löndum kemur fram gríðarlegur munur á bótagreiðslum íslensku trygginga- félaganna og félaganna á hinum Norðurlöndunum. Tjónakostnaður á hvem bíl er 10-11 þúsund í Finn- landi og Svíþjóð, 14 þúsund í Dan- mörku og Noregi en 34 þúsund krónur á íslandi. Munurinn er því ýmist liðlega tvöfaldur eða þrefald- ur eftir því við hvaða lönd er mið- að. Munurinn jafnast nokkuð þegar húftryggingin er tekin með. Gera verður þann fyrirvara að áætlanir tryggingafélaganna um tjón ársins og þar með framlög í bótasjóði reynist réttar en um það má deila, eins og fram hefur kom- ið. Ef til dæmis helmingur af fram- lagi í bótasjóði lögboðnu trygging- anna í fyrra hefði verið til að byggja upp öryggisálag, myndi tjónakostnaður á hvern bíl sarftt vera meira en helmingi hærri á íslandi en á því Norðurlandanna sem næst kemur. Öllu erfíðara er að greina það nákvæmlega í sundur hver ástæð- an er fyrir þessum mikla mun. Annaðhvort er verið að bæta fleiri tjón hér á landi eða hvert tjón er dýrara. Ákveðnar vísbendingar eru um að báðir þessir þættir gangi í sömu átt, eins og hér verð- ur rakið. Helmingi fleiri slasaðir sækja bætur á íslandi Ef byrjað er á tíðni tjóna má sjá vísbendingar um að hlutfalls- lega fái tvöfalt fleiri íslendingar bætur vegna meiðsla í umferðar- slysum en Svíar og Norðmenn. Ef fjölda slasaðra sem fá bætur úr lögboðnum tryggingum er jafn- að á alla skráða bíla í löndunum sést að hér er einn slasaður á hveija 50 bíla en í Svíþjóð og Noregi eru 100 bílar um hvern slasaðan mann. Sambærilegar töl- ur fyrir Frakkland liggja fyrir, þar er einn slasaður á hverja 125 bíla. Skandia býður tryggingar víða á Norðurlöndunum og gefa tjóna- tölur félagsins sömu vísbendingar. Að sögn Eriks Elvers, trygginga- stærðfræðings hjá Skandia í Sví- þjóð, lendir einn af hveijum 30 bílum í ábyrgðartjóni hjá Skandia í Svíþjóð en áttundi hver bíll sem Skandia tryggir hér á landi. Tíðni tjóna á húftryggðum bílum er tæplega tvöföld. Á sama tíma og 4‘/2% húftryggðra bíla hjá Skandia í Svíþjóð lenda í tjóni, skemmast 8% bíla félagsins á íslandi. Tölurnar eru reiknaðar án svo- kallaðra núll-tjóna, það er tjóna sem tryggingafélagið fær upplýs- ingar um en þarf ekki að bæta. Erik segir einkennilegt hvað hlut-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.