Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 19 LISTIR FRÁ undirbúningsfundi verkefnisins Ný öld - Norræn framtíðar- sýn sem haldinn var í Hinu húsinu. * Alyktun um tón- listarhús Á RÁÐSTEFNU norrænna sinfóníuhljómsveita sem fram fór dagana 5.-7. október 1995 kom fram að á íslandi er háð barátta fyrir nýju tónlistarhúsi. Sinfóníu- hljómsveit íslands starfar í dag í kvikmyndahúsi. Þessar aðstæður hafa í för með sér að bæði hljóm- burður og önnur vinnuaðstaða eru ekki í samræmi við þarfir sinfóníu- hljómsveitar sem stefnir hátt á al- þjóðlegum vettvangi. Það er skoðun ráðstefnugesta, sem allir eru fulltrúar fyrir atvinnu- hljómsveitir í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Danmörku og á Islandi, að góð vinnuaðstaða og góður hljóm- burður séu nauðsynleg forsenda fyrir því að hljómsveitartónlist haldi áfram að vaxa og eflast á íslandi. Listrænar framfarir Sinfó- níuhljómsveitar íslands eru alger- lega háðar því að starfsaðstaða hljómsveitarinnar sé bætt. Samsvarandi þróun annars stað- ar á Norðurlöndum hefur sannað þetta, að því er segir í ályktuninni. Leiðrétting Rangt nafn Í TÓNLISTARDÓMI sem birtist í blaðinu í gær um kórverkið Carm- ina Burana, sem sýnt er í íslensku óperunni þessa dagana, var rang- lega sagt að einn slagverksleikar- anna sex héti Pétur Grétarsson. Nöfn þeirra eru Einar V. Scheving, Eggert Pálsson, Kjartan Guðnason, Ludvig K. Forberg, Steef van Oost- erhout og Oddur Björnsson. Norræn framtíð- arsýn NÝ ÖLD - Norræn framtíðarsýn er heitið á samnorrænu verkefni sem er nýhafið í fjórum skólum hér í Reykjavík og einni borg í hverju hinna Norðurlandanna. Verkefnið, sem styrkt er af nor- rænu ráðherranefndinni, fjallar um sýn unglinga á framtíðina allt fram á næstu öld. Ungmennunum, alls um 100 að tölu hér á landi, gefst kostur á að vinna með lista- mönnum og fagfólki á sex mis- munandi verkstæðum sem sett hafa verið upp í skólunum. Þar verður viðfangsefnið kannað og leitað leiða til túlkunar í gegnum dans, myndlist, tónlist, tölvur og fleira. Verkefnið er notað sem valgrein í skólunum og nær yfir allt skólaárið. Það endar með sýn- ingu á Listasafni íslands í mars á næsta ári. Haustið 1996 hittast svo hóparnir frá öllum löndunum í Kaupmannahöfn og reisa þar Borg unga fólksins, í beinu fram- haldi af verkefninu. Blaðamaður hitti þau Rakel Pétursdóttur verkefnisstjóraog Auði Eysteinsdóttur og Olaf Árna Georgsson úr Menntaskólanum við Sund en þau eru á meðal þátt- takenda. Stórt tækifæri „Við erum í verkefni sem heitir Manngert umhverfi og fjallar um hvernig umhorfs verður á næstu öld. “ sögðu þau Auður og Ólafur. Þau sögðust vera komin vel af stað með verkefnið. Þau vinna nú undir leiðsögn Illuga Eysteinsson- ar arkitekts og myndlistarmanns en alls verða leiðbeinendur þeirra fjórir fram að áramótum. „Þemað þjá okkur er ást, rómantík og kyn- líf í framtíðinni og þessa dagana erum við að reyna að skilgreina hvað rómantík er,“ sögðu þau. Rakel sagði að vinna nemend- anna byggðist á þeirra eigin hug- myndum og frumkvæði sem að sögn unglinganna er bæði nýst- árlegt og krefjandi því algengara er að þau séu mötuð á upplýsing- um án beinnar þátttöku í kennslu- stundinni. Rakel sagði verkefnið stórt tækifæri fyrir ungt fólk til að verða sýnilegt og ráðamenn væru nú tilbúnir að hlusta á þeirra hugmyndir og tillögur að mótun framtíðarinnar. Afmæli Pavarottis NÝI söngskólinn „Hjartansmál" heldur sitt fyrsta óperu/vídeókvöld fimmtudaginn 12. október kl. 20. að Ægisgötu 7. Sýnd verður óp- eran La Traviata eftir Verdi. Í hlutverki Alfredo Germont er Roberto Alagna en á hann er bent sém arftaka Pavarottis. Violettu syngur Tiziana Fabbrizini og Ge- orgio Germont syngur Paolo Coni. Stjórnandi er Riccardo Muti. Þetta er upptaka frá Scala-óperunni í Mílanó. „Þess má geta,“ segir í kynn- ingu „að 10., 11. og 12. október eru merkisdagar fyrir söngáhuga- fólk því þá eiga afmæli: Verdi, 10. október, Sigurður Demetz, 11. október og Pavarotti, 12. október. Skólinn heldur upp á afmæli þess- ara merkismanna með því að horfa á La Traviata og skála fyrir þeim á sextugsafmæli Pavarottis.“ Kynnir kvöldsins verður Ingveldur Ólafsdóttir. UMDEILT leikrit um samkyn- hneigð í bandaríska hernum, verður sýnt áfram í London en hætt hafði verið við sýningar á því sökum slakrar aðsóknar. Leikritið, „Burning Blue“ eftir David Greer, verður flutt úr Theatre Royal Haymarket og í Amassador’s Theatre, þar sem fullyrt er að miklum sumarhit- um megi kenna um hversu fáir leikhúsgestir sáu leikritið í sum- ar. Þá stendur til að taka „Burn- ing Blue“ til sýninga í New York og fleiri löndum, auk þess sem Greer er að skrifa kvikmynda- handrit byggt á leikritinu. Það fjallar um nornaveiðar sem hefj- ast í hernum eftir að sést til tveggja flugmanna stíga dans á bar fyrir samkynhneigða. Nýjar bækur Urval ljóða Jóns Oskars ÚT ER komið úrval ljóða Jóns Óskars: Ljóð. Aðfaraorð eru eftir Jó- hann árelíuz. Frumsamdar ljóðabækur Jóns Óskars eru Skrifað í vindinn (1953), Nóttin á herð- um okkar (1958), Söng- ur í næsta húsi (1966), Þú sem hlustar (1973) og Næturferð (1982). Nokkur ljóðanna hafa ekki áður birst í bók, m.a. Ijóð um París. „Jón er maður söngs og seiðs, bjartrar vonar en sjaldan leiðrar eða Jón Óskar lífsþreyttrar," skrifar Jóhann árelíuz. Enn fremur: „Það er ekki síst birtan sem setur svip og lit á ljóð Jóns Óskars og til marks um styrk hans og fjölbreytni sem skálds má hafa það að næsta auðvelt væri að setja saman önnur úrvöl í viðbót við það sem hér er á ferðinni." Ljóð eru 78 síður. Útgefandi er Valdimar Tómasson. Gylfi Gísla- son teiknaði kápu. Prentvinnslu sá Repró um. Abba-tvímennmgarmr með nýjan söngleik Líkt við Schubert Stokkhólmi. Reuter. SONGLEIKUR sem félagarnir í Abba sálugu, Benny Anderson og Björn Ulvaeus sömdu og frumsýnd- ur var um helgina í Malmö, hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda. Líkti einn þeirra tónlistarhæfileik- um Andersons við Schubert. Söngleikurinn nefnist „Kristina frán Duvemala". Er hann byggður á hinu sígilda verki Vilhelm Mo- berg, „Vesturfaramir" og Ijallar um þá milljón Svía sem flúðu fá- tæktina í heimalandinu um alda- mótin síðustu og settust að í Vestur- heimi. Segja gagnrýnendur að Anderson og Ulvaeus hafi skapað „mikinn sænskan söngleik" þar sem m.a. sé tekið á þeim vandamálum sem nútímamenn glími við, eins og sagði í dómi í Dagens Nyheter. Auk þess sem tónlist Anderson er líkt við Schubert, segja gagnrýnendur að textar Ulvaeus standi fyllilega fyrir sínu, þrátt fyrir það hversu langur söngleikurinn sé, svo langur raunar að helst minni á Wagner-óperu. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í lok frumsýningar og stóðu áhorf- endur upp og klöppuðu í tíu mínút- ur fyrir höfundum og flytjendum. „Hversu lengi höfðu þeir [áhorfend- ur] ekki beðið eftir því, sem við áttum ekki hingað til, góðum sænskum söngleik," segir í Svenska dagbladet. Þetta er þó ekki frum- raun tvímenninganna á söngleikja- sviðinu því þeir voru meðhöfundar Tim Rice að söngleiknum „Chess“ sem frumsýndur var í London 1988. Uthlutun úr menning- arsjóði útvarpsstöðva ÚTHLUTAÐ var styrkjum úr Menningarsjóði út- varpsstöðva á fundi stjórnar sjóðsins 3. október sl. í stjórn sjóðsins eiga sæti Ólafur Stephensen, Dögg Pálsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Auglýst var eftir styrkjum í júní 1994 og bárust þá umsóknir um styrki til 192 verkefna. Ekki varð af úthlutun í kjölfar þessarar auglýsingar vegna fjárhagsstöðu sjóðsins. Aftur var auglýst eftir um- sóknum um styrki í ágúst sl. Þá bárust umsóknir um styrki til 96 verkefna, auk þess sem áréttaðar voru umsóknir um styrki til 108 verkefna af þeim sem umsóknir bárust um 1994. Styrkumsóknirnar námu samtals tæpum 500 milljónum króna og heildarkostnaðaráætlanir verkefnanna námu u.þ.b. 1.400 milljónum króna. Úthlutað var kr. 38.986.000, auk þess sem endurúthlutað var styrk að fjárhæð kr. 6.500.000 frá úthlutun 1993, þar sem hætt hafði verið við það verkefni sem þá var út.hlutað til. I. Eftirtaldir fengu styrk til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir hljóðvarp: Þórunn Sigurðardóttir, Feigðarfór 2.765.000 kr. Aflvakinn hf., Ljóð og lag 720.000 kr. Aflvakinn hf., íslenskt mál 1.200.000 kr. Aflvakinn hf., Þjóðsögur 780.000 kr. Aflvakinn hf., Piltur og stúlka . . 1.500.000 kr. Jóhann Hauksson, Hugur ræður hálfri sjón 500.000 kr. Útvarp FM hf„ Þjóðfélagsgagnrýnandinn 760.000 kr. Útvarp FM hf., Bilið brúað 450.000 kr. Sígilt FM 94,3, Hæfileikafólk-Tónlist 450.000 kr. Pétur Pétursson, Viðtalsþættir 300.000 kr. Ríkisútvarpið - IsaQörður, Þar vex gras undir vængjum fugla 275.000 kr. Ríkisútvarpið - Rás 2, íslensk sakamál 330.000 kr. Ríkisútvarpið - Rás 1, Trillukarlar nú og áður fyrr 540.000 kr. Ríkisútvarpið - Rás 1, Ég bið að heilsa 260.000 kr. Ríkisútvarpið - Rás 1, Heimur leikjanna 300.000 kr. Ríkisútvarpið - Rás 1, Ljóðár 1.500.000 kr. Ríkisútvarpið - Leiklistardeild, íslenskir gamanleikir 800.000 kr. Ríkisútvarpið - Austurlandi, Vestur-íslenskir Austfirðingar 200.000 kr. Samtals 13.630.000 kr. II. Einn fékk styrk til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir textavarp: Jón Kalman Stefánsson, Ljóð vikunnar í textavarpi 256.000 kr. II. Eftirtaldir fengu styrk til undirbúnings og framleiðslu efnis fyrir sjónvarp Framleiðslustyrkir: Kelvin myndirehf. Uxi ’95 1.000.000 kr. Kvikmyndagerð Alvis, Fjölmiðlabyltingin l.'500.000 kr. Hafnfirsk ^ölmiðlun hf., heimildarmynd um Rafha 400.000 kr. Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Kalt borð 1.000.000 kr. Kristín Bergþóra Pálsdóttir, Þá riðu hetjur um héruð 2.000.000 kr. Kjól & Anderson, Nautn nr. 1 1.000.000 kr. Kjól & Anderson, Grúví sé lof og dýrð 1.000.000 kr. Baldurkvikmyndagerð.Ráðagóðastelpan 1.000.000 kr. Ríkisútvarpið - Sjónvarp, Hreinn Sveinn 4.000.000 kr. Kvikmyndafélag íslands hf., Sjálfvirkinn _ 1.500.000 kr. EinarM.Magnúss.,Heimildarm.umfíkniefnaheiminnáíslandi 1.000.000 kr. Klassíski listdansskólinn hf., Lata stelpan 1.500.000 kr. Saga fílm hf., Aldarteikn 800.000 kr. F.I.L.M., Þegar það gerist 1.500.000 kr. Ingólfur Margeirsson, Sögur úr Hrisey 1.500.000 kr. Hans Kristján Ámason, Tónlist fyrir alla 1.000.000 kr. Handritsstyrkir. Idéfilm.HeimildarmyndumEinarBenediktsson 500.000 kr. JónOrmarOrmsson.JónMagnússonÓsmann 500.000 kr. Oddný Sen, Kínverskir skuggar 1.500.000 kr. Saga film hf. o.fl., Fornbókabúðin 900.000 kr. Samtals 25.100.000 kr, IV. Endurúthlutun styrks: í mars 1993 voru Ríkisútvarpinu - Sjónvarpi úthlut- aðar kr. 6.500.000 til framleiðslu verkefnis sem bar nafnið: Hún vidi fá að vera í friði /Og á þessum aldri. Af framleiðslu verkefnisins hefur ekki orðið og hún ekki fyrirhuguð skv. upplýsingum sjóðsins. Stjórn sjóðs- ins hefur því ákveðið að fella styrkveitinguna niður og endurúthluta þessari fjárhæð þannig: Ríkisútvarpið - Sjónvarp, Björgunin 2.500.000 kr. Rikisútvarpið - Sjónvarp, Rondó 2.000.000 kr. Ríkisútvarpið - Sjónvarp, Hreinn Sveinn 2.000.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.