Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ' 1/Á! F£N 60 K. 1 Grettir Ljóska Smáfólk Ég hef ákveðið að verða betri En auðvitað ekki alveg strax ... Kannski eftir fáeina daga ... manneskja... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Greiðum fyrir framförum í umfer ðarmálum Frá Óskarí Dýrmundi Ólafssyni: STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur eru bjarta vonin í umferðinni. Þessi fullyrðing er sönn þegar við horfum til þróunar í samgöngumálum borg- arinnar. Það fer ekki fram hjá nein- um að gatnakerfi borgarinnar er sprungið. Þetta er greinilegt þegar horft er á umferðina silast eftir Miklubraut og Hringbraut milli 8 og 9 á morgnana. Það er ekki sprungið vegna þess að hér býr millj- ónaþjóð heldur að hér notar fólk bílinn margfalt á við það sem eðli- legt getur talist þegar litið er tii hliðstæðra borga erlendis. Þetta skrifast að hluta til á borgaryfirvöld og að hluta til á notendur. Til eru tvær lausnir, annaðhvort byggjum við fleiri og breiðari hraðbrautir eða við breytum umferðinni og drögum úr fyrirferðinni. Atlagan að SVR Á síðasta kjörtímabili var gerð alvarleg atlaga að SVR og var nán- ast búið að eyðileggja þennan þjóð- hagslega hagkvæma samgöngu- máta með gríðarlegum niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu. Borgarbúar lögðust eindregið gegn þessum breytingum og sýndu í síð- ustu kosningum að SVR á að vera öflugt almenningsflutningafyrirtæki í eigu borgarbúa. Reykjavíkurlistinn brást við með því að taka til baka breytingar á eignaformi og stórauka framlag borgarinnar til SVR. Þetta framlag virðist ekki ætla að nægja og því grípur SVR til þess að hækka fargjöldin. Þó er hækkunin ekki meira en svo að nágrannasveitarfé- lög eru enn með töluvert hærri far- gjöld. Þessi hækkun hefur mælst illa fyrir með þeim rökum að hér sé verið að skerða félagslega þjónustu. Þessi fullyrðing er máttlítil þegar horft er til þess hvernig kjör eru í boði. Aldraðir, unglingar og öryrkjar halda áfram að fá töluverðan afslátt og til þeirra sem þurfa að borga fullt gjald þá er þetta ekki há upp- hæð þegar við berum hana saman við valkostinn sem felst í rekstri bif- reiðar. Þegar við borgum trygging- ar, bensínið og öll mislægu gatna- mótin þá fer umræðan ekki fram á þeim nótunum að hér sé verið að tryggja félagslega þjónustu. Þær forsendur sem þar gilda eru arðsem- isútreikningar. Ef við berum saman arðsemi strætó og svo einkabílsins fyrir einstaklinga jafnt sem borgar- sjóð þá eru strætisvagnarnir marg- falt hagstæðari kostur þrátt fyrir umrædda hækkun fargjalda. Í ein- faldri líkingu má segja sem svo að því minna sem borgarbúar nota einkabílinn, því minni samfélagsleg- ur kostnaður er við gatnagerð og því meira fé er til ráðstöfunar við að greiða niður þjónustu SVR. Þrátt fyrir hækkun fargjalda er þjónusta strætisvagnanna enn ódýrasti sam- göngumáti sem völ er á, það er ef við undanskiljum notkun reiðhjóla. Einkabíllinn er meinsemdin Vandamálið snýst því ekki um títtnefnda fargjaldahækkun heldur þann gríðarlega kostnað sem hlýst af notkun einkabílsins. Forgangsröð borgaryfirvalda undanfarinna kjör- tímabila hefur miðast við það að gera einkabílinn að helsta sam- göngutækinu og sem dæmi vekur það ekki neina furðu að oddviti sjálf- stæðismanna ?rá síðustu borgar- stjómarkosningum skuli nú gegna formennsku hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda. Allir vita að FÍB vinn- ur ekki að bættum hag SVR. Þess- ari forgangsröð er Reykjavíkurlist- inn að breyta. Það er stefna borgar- yfirvalda alls staðar í hinum vest- ræna heimi að vinna að því að fólk hvíli bílinn sinn og nýti sér frekar valkosti eins og strætisvagna, reið- hjól og samnýtingu/sameign bíla. Sama stefna er nú þegar í fram- kvæmd hjá Reykjavíkurborg. Stór- felldar umbætur standa yfir fyrir hjólandi og gangandi, og í undirbún- ingi eru umbætur hjá SVR næsta vor sem sýna að mikill sóknarhugur er á þeim bæ. Þessum umbótum eig- um við sem ábyrgir samfélagsþegn- ar að taka á móti með opnum örmum og styðja við. Hver vill ekki draga úr byggingu mislægra gatnamóta og fjárfesta frekar í vistvænum og hagkvæmum almenningssamgöng- um og eiga samt nóg eftir til þess að styrkja hrörnandi heilbrigðis- og menntakerfi þjóðarinnar. Það er okkar sem búum í borginni að styðja við bakið á framfaraöflum eins og SVR sem munu í nánustu framtíð skila okkur betri umferðarmenningu og betri borg. ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFSSON á sæti í Umferðarnefiid Reykjavíkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 til kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrval af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán - föst. kl. 10-18. og laugard. kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.