Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1995 9 FRETTIR Morgunblaðið/Ásdis Viltu lakkrís? „VIÐ erum að selja lakkrís til styrktar flogaveikum börnum,“ upplýstu Tjörvi, 4 ára, (t.v.) og Atli, 7 ára, ljósmyndara um þegar hann átti leið um Vestur- götuna á dögunum. Þó lakkrís- inn sé líkari hvönn hefur salan gengið ágætlega. Bræð- urnir hafa selt „lítinn“ á tíkall og „stóran" á fimmtíukall og höfðu á þremur dögum samtals selt fyrir 1.600 kr. til styrktar flogaveikum börnum. Tjörvi og Atli mæla með að „lakkrísinn“ sé notaður í te. Ilm- urinn er indæll en ekki er ólík- legt að magakveisa fylgi í kjöl- far áts. d 20. október á Hótel íslandi Karlakór Akureyrar/Geysir syngur létt lög undir stjórn Roars Kvam við undirleik Richíirds Simm, píanóleikara. | Fjórir af bestu hagyrðingum Eyjaijarðar kasta íhun stökum og kveðast á undir handleiðslu Þráins Karlssonar. | Leikhúskvíirtettinn; Atli Guðlaugsson, Jóhanncs Gíslason, Jónasína Arnbjörnsdóttir og Þuríður Baldursdóttir. Undirleikari a gítor Birgir Kíirlsson. r 1 Matseðill: Sherrylöguð Villisveppasúpa með kryddjurtasósu og I Kattadúcttinn; Atli Guðlaugsson og Þuríður Baldursdóttir. I Norðlenskt jazztríó leikur fyrir matiu-gesti. Mikael J. Clark syngur við undirleik Sítrónuhnetuís með ávöxtum ogrjóma. Verð kr. 3-900 ^Sýningarerð kr. 2.000^ Richards Simm. I Kynnir: Þráinn Karlsson, leikari. I Hljómsveit GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR TTT^p.-j- leikurlyrirdansi. ilVv L UU Stúlka stórslösuð eft- ir ölvaðan ökumann FJÓRTÁN ára stúlka hlaut mikla andlitsáverka þegar 17 ára ölvaður og réttindalaus ökumaður ók á hana á Hofsstaðabraut í Garðabæ um miðnætti á laugardagskvöld. Ökumaðurinn stakk af frá slysinu en var handtekinn skömmu síðar. Fjöldi vitna var að akstri manns- ins um Garðabæ þetta kvöld. Stúlkan var að ganga yfir göt- una ásamt vinkonum sínum á mót- um Hofsstaðabrautar og Hofs- lundar þegar bíllinn kom að og ók á hana. Stúlkan kastaðist á fram- rúðu bílsins og síðan yfir þak hans og lá eftir í götunni en bílstjórinn stoppaði ekki. Höfuðkúpubrotnaði og áverkar í andliti Stúlkan var flutt meðvitundar- laus á slysadeild og síðan lögð inn á Borgarspítalann þar sem hún liggur nú en er á batavegi, að sögn lögreglu. Hún höfuðkúpubrotnaði og hlaut mikla áverka í andliti og meiddist einnig á fæti. Takið þátt i Appollo 13. getrauninni í dag Áður en pilturinn ók bíl sínum á stúlkuna hafði hann stungið af eftir að hafa ekið á kyrrstæðan bíl annars staðar í Garðabæ. Skömmu eftir umferðarslysið var tilkynnt um bíl sem æki eftir gang- stíg á Sunnuflöt og hefði ekið yfir stóran kantstein. Jafnframt bárust lögreglu vísbendingar um hver ökumaðurinn væri. Sýndi mótþróa Skömmu síðar var pilturinn handtekinn við heimili sitt. Að sögn lögreglu var hann mjög mikið ölv- aður og sýndi mótþróta við hand- töku. Hann var vistaður í fanga- geymslum lögreglunnar í Hafnar- firði og yfirheyrður síðdegis á sunnudag. Bíll hans fannst mikið skemmdur við heimili hans. Pilturinn varð 17 ára sl. vetur og en missti ökuréttindi sín vegna ölvunaraksturs tveimur vikum eftir að hann fékk ökuskírteinið og er því enn réttindalaus. Erþérfejlt áftöndunum? Haustsendingar af ódýrum „ÚlpuhönskumV VERÐ KR.1.800.-TIL 2.500,- lOlT^ljaiÁ, 3ini55l-58l4 EG ER HÆF KONA OG VEIT HVAÐ ÉG VIL Námskeið fyrir konur sem vilja efla hugrekki sitt og láta óskir sínar og drauma rætast. Þú lærir að skýra markmið þín, finna leiðir að þessum mark- miðum og setja málið í framkvæmd. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík í Síðumúla 33 laugar- daginn 14. október frá kl. 10-14, í Keflavík laugardaginn 21. októ- ber og Borgarnesi laugardaginn 28. október. Tímapantanir óskast staðfestar fyrir nk. föstudag. Upplýsingar í sfma 588-7010 alla daga. Steinunn Björk Birgisdóttir, M.A. ráðgjafi Ævitrygging Alþjódlejj! Sveijjjanlejj! Líf- tekjutjóns- ojj lífeyristryjujinjj Frábær kostur fyrir sjálfstætt starfandi fólk! LOGGILT VATRYGGINGAMIÐLUN HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Simi 55 11 110 • • Orugg ávöxtun sparifjár Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 'h ár, 11/2 ár, 2V2 ár, 31A ár og A'h ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskírteina: Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 1991 1D5 Gjalddaga 1/2 1996 1992 1D5 Gjalddaga 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddaga 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddaga 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddaga 1/2 2000 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem erú skráð á Verðbréfaþingi íslands, og erú því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.