Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Vilja forseta- stólinn ÞEIR, sem ætla að taka þátt í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári, tóku þátt í hringborðsumræðum í sjónvarpi í fyrradag. Var myndin tekin við það tækifæri en yst til vinstri er Arlen Specter öldunga- deildarþingmaður; þá Phil Gramm öldungadeildarþingmað- ur; Allen Keyes, fyrrverandi sendiherra; Lamar Alexander, fyrrverandi ríkisstjóri; útgefand- inn Steve Forbes; Bob Dole, þing- flokksformaður repúblikana í öldungadeild; fréttaskýrandinn Pat Buchanan, sem bauð sig fram í forkosningum repúblikana 1990; Bob Doman; Morrey Tayl- or og öldungadeildarþingmaður- inn Richard Lugar. ----» ♦ »-- Rússnesk geimstöð Fjárskortur tefur heimkomu Moskvu. Reuter. HUGSANLEGT er, að áhöfn rúss- neskrar geimstöðvar, tveir Rússar og Þjóðverji, verði að framlengja dvölina í geimnum um 44 daga vegna fjárskorts. Skýrði starfsmað- ur rússnesku geimferðastofnunar- innar frá þessu í gær. Starfsmaðurinn, sem óskaði nafnleyndar, sagði í viðtali við Reut- ere-fréttastofuna, að smíði nýrrar Sojuz U-2-eldflaugar, sem á að flytja nýja áhöfn upp í Mír-stöðina og sækja hina, hefði tafist vegna fjárskorts. Geimfararnir þrír, Júrí Gídzenko, Sergei Avdejev og Thomas Reiter, hafa verið í Mír-stöðinni frá 3. sept- ember og var fyrirhugað, að þeir yrðu sóttir 7. janúar nk. Starfsmað- urinn sagði hins vegar, að nú væri ljóst, að eldflaugin yrði ekki tilbúin fyrr en 21. febrúar. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 14. OKT. Þú geturgreitt miðann þinn með greiðslukorti E SÍMI581 3947 ~ Reuter Irakar reiðir vegna skýrslu SÞ um eyðingu vopna Ekeus sakar Iraka um blekkingar Baghdad, London. Reuter. The Daily Telegraph. ÍRAKAR sökuðu í gær vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um lygar vegna skýrslu Rolfs Ekeus, embættismanns SÞ, um eyðingu gereyðingarvopna ír- aka. Þar er fullyrt að írakar hafí beitt blekkingum og haidið leyndum upplýsingum um vopnasmíði. Ekeus afhenti skýrslu um eyðingu gereyðingarvopna í írak á miðvikudag. Ákvörðun SÞ um það hvort refsi- aðgerðum gegn írökum verður haldið áfram byggist að stórum hluta á niðurstöðu skýrslunnar. Ekeus sagði að írakar hefðu gefið starfsmönnum hans misvísandi og rangar upplýsingar og að þeir hefðu reynst hafa framjeitt mun öflugri vopn en áður var talið. M.a. áttu írakar tífalt meira magn af miltis- brands-birgðum en áður hafði komið fram. Hafði sýkla-hleðslum í mörgum tilfellum verið komið fyrir í eidflaugaroddum og voru því tilbúnar til notkunar. I skýrslunni segir að írakar hafí átt næg vopn til að „gjöreyða mannkyninu margoft" og að stór hluti þessara vopna hafí ekki verið eyðilagður. Sagði Ekeus að skoðunarmenn hans hefðu ekki fengið að sjá nema brot af efnavopnum íraka, þau hefðu verið vandlega falin. - / „Mikill lygari" írakar hafa brugðist æfir við skýrslp Ekeus. „Á einni síðunni segir embættismaðurinn [Ekeus] að írakar hafi aðstoðað og átt samstarf við nefndina, á þeirri næstu segir hann að írakar haldi upplýsingum leynd- um. Þarna stangast fullyrðingar á,“ sagði Taha Mohi- eddin Ma’rouf, varaforseti íraks. „Hann lýgur. Hann er mikill lygari," bætti hann við. Fullvissaði Ma’rouf Sameinuðu þjóðirnar enn á ný um að írakar myndu vera starfsmönnum þeirra innan handar. „Auðvitað viljum við að refsiaðgerðunum verði aflétt en ekki á þeirra skilmálum. Þeir ráðast gegn sjálfstæði okkar og fullveldi og íraska þjóðin mun ekki failast á það,“ sagði Ma’rouf. Verð á lífsnauðsynjum í Baghdad rauk upp er frétt- ir af innihaldi skýrslu Ekeus bárust í gær. Þá lækkaði gengi dínarsins gagnvart dollaranum. Bölvuðu búðar- eigendur Ekeus og sögðu hann helsta mælikvarðann á matvælaverð í borginni. Gengi dínarsins hækkaði úr 2.000 og upp í 2.600 dínara gegn dollara og kíló- verð á eggjum úr 3.000 og upp í 4.000 dínara. Fullyrðing Yassers Arafats Segir Hamas hyggja á framboð Gaza. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), sagði í gær að Hamas-hreyfíngin, sem hefur lagst gegn friðarsamningum við ísraela, hefði ákveðið að taka þátt í kosningum á Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu á næsta ári. „Mikilvægast er að þeir hafa tekið ákvörðun um þátt- töku af fullum krafti í öllu pólitíska ferlinu, meðal annars kosningum," sagði Arafat við fréttamenn í Gaza. Ekki náðist i leiðtoga Ham- as í gær til að fá þetta stað- fest. Hreyfingin hefur orðið tugum Israela að bana í sjálfs- morðsárásum til að hindra friðarumleitanirnar. Hún hef- ur ekki útilokað þátttöku í kosningunum en krefst þess að yfirvöld á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna setji lög sem heimili stofnun ýmissa stjórnmálaflokka. O.J. Simpson í blaðaviðtali Bandarí kj amenn trúa á sakleysi Burbank. Reuter. BANDARÍSKA ruðnings- kempan O.J. Simpson, sem sýknaður var í síð- ustu viku af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og vin hennar, kveðst í samtali við dagblaðið The New York Times telja að meirihluti Bandaríkja- manna sé þeirrar skoð- unar að hann sé saklaus. Simpson veitti blaðinu viðtal í kjölfar þess að hann hætti við að koma fram í umdeildum sjónvarpsþætti á AffiC-sjónvarpsstöðinni í fyrrinótt. „Eg er saklaus maður,“ sagði Simpson í forsíðuviðtali blaðsins. Nýlegar skoðanakannanir hafa leitt í ljós að um 70% bandarísks almennings telja hann hafa framið tvö morð. „Ég veit að ég verð að fá marga til að skipta um skoð- un,“ sagði hann. Simpson hringdi á ritstjórnar- skrifstofur New York Times á miðvikudag og kvaðst vilja út- skýra hvers vegna hann hefði hætt við að koma fram í þætti NBC. Fyrirhugaður þáttur hafði vakið harðar deilur en sjónvarps- stöðin var m.a. sökuð um að ætla að hagnast á þessum harmleik. Þegar Simpson tilkynnti að hann væri hættur við, kvaðst-hann gera það að ráði lögfræðinga sinna. Þeir hefðu sagt sér að með því að svara spurn- ingum um málið, kynni hann að draga úr mögu- leikum sínum á að veija sig í einkamáli sem höfð- að hefur verið á hendur honum. „Lögmenn mínir sögðu mér að verið væri að egna fyrir mig gildru. Þeir sögðu viðtalið myndu jafnast á við vitnaleiðslur fyrir kviðdómi." I viðtalinu viðurkennir Simpson að það hafi verið rangt að neyta aflsmunar við eiginkonu sína árið 1989. Kvaðst hann vera reiðubú- inn að ræða við konur sem hafa orðið fórnarlömb heimilisofbeldis um hjónabandserfiðleika sína. Aðspurður sagði Simpson að réttarhöidin hefðu ekki kostað hann aleiguna. Kvað hann sam- komulag vera á milli sín og fyrr- verandi tengdaforeldra sinna um forræði tveggja barna hans og að fjölmiðlar hefðu séð til þess að lit- arhaft hans hefði leikið svo stóran þátt í réttarhöldunum sem raun bar vitni. Jiang og Clinton funda í New York ÁKVEÐIÐ hefur verið að leið- togafundur Jiangs Zemins, forseta Kína, og Bills Clintons Bandaríkjaforseta fari fram í New York 24. október, að sögn yfirvalda í Peking. Þann dag verður þess minnst að 50 ár verða liðin frá stofnun Samein- uðu þjóðanna og munu Jiang og Clinton ávarpa allsheijar- þingið af því tilefni. Með fund- inum gefst tækifæri til að bæta samskipti Kínveija og Bandaríkjamanna sem hafa versnað eftir að Lee Teng-hui, forseti Taiwans, heimsótti Bandaríkin í júní sl. Afsögn í Ecuador ALBERTO Dahik, varaforseti Ecuador og höfundur umbóta- stefnu stjórnarinnar, sagði af sér í gær eftir að hæstiréttur hafði gefið út handtökutilskip- un á hendur honum. Dahik er sakaður um að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum og þykir réttinum sýnt, að nægar sannanir liggi fyrir. Línuskautar bannaðir BANN hefur verið lagt við línuskautaiðkun í mörgum al- menningsgörðum í London í framhaldi af því að hjólreiða- maður lést í sumar eftir árekstur við skautahlaupara í Hyde Park. Skautarnir hafa verið gerðir útlægir í St. Ja- mes’s Park, Green Park, Reg- ent’s Park og Greenwich Park. Sérstök svæði hafa hins vegar verið tekin frá fyrir skauta- hlaupara í Hyde Park og görð- um Kensington-hallar. Forsljóri myrtur ANATOLÍJ ívanov, aðstoðar- forstjóri Baranov-verksmiðj- anna, sem framleiða hreyfla í MiG-29 orrustuþotur, var myrtur í miðborg Omsk í Síb- eríu í gær. Talið er að leigu- morðingi hafí verið að verki. Eftir hrun Sovétríkjanna eru leigumorð og sprengjutilræði nær daglegt brauð í rússnesku viðskiptalífí. Clarke boðar skattalækkun KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Breta, gaf til kynna í ræðu á flokksþingi íhalds- flokksins í Blackpool í gær, að skattalækkanir væru á næsta leiti. Flokksmenn urðu reyndar margir fyrir vonbrigð- um því að þeir höfðu vonast eftir því að hann myndi kynna ákveðnar lækkanir í þeim til- gangi að auka líkur á sigri flokksins í næstu kosningum. Clarke sagði að efnahags- bati væri orðinn varanlegur og senn yrði hægt að draga úr álögum á almenning. Hann sagðist þó ekki ætla að lækka skatta til þess að afla sér vin- sælda, heldur þegar ríkissjóður hefði efni á því, og gaf til kynna að þess myndu sjást merki í næsta fjárlagafrum- varpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.