Morgunblaðið - 13.10.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.10.1995, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RÓSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Rósa Kristín Jónsdóttir fæddist á Akureyri 12. maí 1933. Hún lést á heimili sínu á Akureyri, 6. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristinsdóttir, f. 23. september 1908 á Kerhóli í Saur- bæjarhreppi, og Jón Gunnar Vil- mundarson vél- stjóri, f. 24. mars 1898 á Arnareyri í Hvalvatnsfirði, d. 13. ágúst 1939. Systur Rósu eru Sigur- jóna, f. 3. desember 1936 og Sóley, f. 8. júlí 1950. Rósa gift- ist 31. maí 1952 eftirlifandi manni sínum, Sigurði Indriða- syni, f. 4. desember 1930. Börn þeirra eru: 1) Steinunn, f. 29. september 1954, maki hennar er Arni Bjarnason, búsett á Akureyri og eiga þau þrjú börn. 2) Jón Gunn- ar, f. 12. júlí 1958, maki hans er Sig- rún Sigurgeirs- dóttir, búsett í Reykjavík og eiga þau tvo syni. 3) Sigurður Unn- steinn, f. 30. mars 1963, maki hans er Þórdís Jóns- dóttir, búsett á Akureyri og eiga þau tvö börn. Útför Rósu Kristínar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞEGAR mér barst sú fregn að hún Rósa, tengdamóðir mín, hefði kvatt þetta tilverustig fór um hugann óteljandi fjöldi minninga um þá við- burði sem hæst hafa borið í lífi mínu undanfarna áratugi. Fyrstu ' 'viðbrögðin við andláti hennar eru margþætt, þótt hæst beri sorg og söknuður þá er einnig þar einnig ofarlega í huga þakklæti fyrir allt sem hún veitti mér og einnig léttir vegna þess að erfiðu stríði við illvíg- an sjúkdóm er lokið. Okkar kynni hófust þegar Steina einkadóttir hennar og ég ákváðum að rugla reitum okkar saman. í upphafi var ég hálfuppburðarlítill gagnvart þessari stóru og myndar- legu konu sem mældi mig út með —^ velferð dótturinnar í huga, en það var sannarlega það sem stóð hjarta hennar næst. Ekki leið á löngu þar til við urðum dús og höfum verið það alla tíð síðan. Ógleymanleg er minningin um þá innilegu gleði og hamingju sem ríkti hjá ykkur hjón- um þegar fyrsta barnabarnið kom $ & % 7 \ £ FOSSVOGI Þegar anciját bsr a'ö hönclum Útfararstofa KirlcjugarÖanna Fossvogi Sími 551 1266 í heiminn. Þannig hefur það verið með hveiju barninu sem bæst hefur í hópinn. Ekki var gleðin minni þegar loks fyrir rúmum fjórum árum bættust við tvær yndislegar stúlkur í fríðan drengjahóp sem fyrir var. Ekki get ég ímyndað mér að samband milli ömmu og bams geti verið innilegra en það sem ver- ið hefur milli Rósu litlu dóttur okkar og Rósu ömmu. Söknuðurinn er því sár hjá litlu ömmustelpunni og vafa- laust erfitt fyrir hana að skilja hvers vegna hún amma þurfti svo snemma að fara til Guðs. Upp í hugann koma jólin öll sem við áttum saman, þar sem þú varst löngum í aðalhlut- verki. Samverustundirnar í sumar- bústaðnum ykkar sem þú fékkst allt of skamman tíma til að njóta. Hugur minn hvarflar til Sigga tengdaföður míns sem af óbilandi staðfestu hefur vakinn og sofinn stutt konu sína í veikindum henn- ar. Einnig vil ég nefna hana Siggu mína. Aldraða móður sem nú horfir á eftir dóttur sinni. Nonni, Siddi, Sóley, Jóna og fjölskyldurnar, að okkur er nú harmur kveðinn. Sá harmur mun þjappa okkur enn bet- ur saman og snúast í gleði góðra minninga um konu sem var okkur Öllum svo kær. Það er erfitt að vera fjarri fjöl- skyldu sinni norður í dumbshafi þegar sorgin knýr dyra og geta ekki fylgt tengdamömmu síðasta spölinn. Eg er samt viss um að þið styðjið og styrkið hvert annað og hugur minn verður hjá ykkur. Ég kvaddi þig Rósa á spítalanum áður en ég fór á sjóinn. Við vissum bæði að líklega sæjumst við ekki oftar í þessu lífi, en þú sagðir svo undurró- lega að við hittumst þá bara í því næsta og vona ég að svo verði. Oftar en tölu verður á komið baðst þú mig að spila Spönsku aug- un á hljóðfærið. Ávallt er ég spila það í framtíðinni mun ég hugsa til þín, því það var lagið okkar. J Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar ^ greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Árni Bjarnason. Við fráfall Rósu frænku vakna ótal minningar sem okkur systkinin langar að minnast og þakka. Frá fyrstu tíð höfum við átt samleið með Rósu vegna frændskapar en móðir Rósu, Sigríður, er systir Daníels föður okkar. Hún bjó þegar við munum fyrst eftir í Lundargötu 1 á Akureyri og þar bjuggu með henni Rósa amma okkar og Svein- björg föðursystir ásamt dætrum Siggu. Aðalsteinn föðurbróður okk- ar bjó einnig á Akureyri og mikill samgangur var milli þessa fólks alls. Systkinin fjögur frá Kerhóli í Sölvadal eru nú látin nema Sigríð- ur, sem nú syrgir Rósu dóttur sínu 87 ára gömul. Við sendum henni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigga frænka varð ung ekkja og bjuggu þessar mæðgur saman í Lundargötu. Þarna var gestkvæmt og öllum vel tekið, þótt efnin væru ekki mikil. Gjarnan var tekið í spil, farið í leik og sungið eins og títt var í þá daga. Þessar minningar eru okkur dýrmætar. Rósa frænka giftist ung Sigurði Indriðasyni frá Skógum í Fnjóska- dal, miklum ágætismanni og traust- um. Heimili þeirra stóð lengst af á Grenivöllum 30 á Akureyri og þang- að var gott að koma. Heimili þeirra bar vitni um ráðdeild og myndar- skap sem þau hjón voru samhent um. Ábyrðgartilfinning Sigga og nákvæmni vakti jákvætt andsvar í fari Rósu og saman mynduðu þau heimili sem var máttarstólpi í fjöl- skyldum þeirra. Unga fólkið í kring- um þau fékk góða fyrirmynd í þeim, sem það hefur augljóslega tekið mið af. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá heimsóknum til þeirra á Grenivelli 30. Þar var oft glatt á hjalla og margt spjallað. Rósa var glaðleg í viðmóti og eink- ar hressileg og sá gjarnan spaugi- legar hliðar á hlutunum og sló þá á lær sér og hló dátt. Hún gat vel gert grín að sjálfri sér ekki síður en öðrum. Hún var gjörvileg kona og bar sig vel og það var eftir henni tekið, þar sem hún fór. Rósa var hamingjukona í einka- lífi sínu og var sér vel meðvitandi um það og lét það í ljós í orðum og verkum. Hún átti góðan og samhent- an lífsförunaut og börnin þeirra þijú bera foreldrum sínum gott vitni. í fyrrahaust hittum við Rósu hér í Reykjavík. Hún var þá búin að ganga í gegnum eríiða sjúkdóms- raun, en var full bjartsýni og vonar og þakklát þeim sem stutt höfðu hana í baráttunni, ekki síst góðu hjúkrunarfólki á Akureyri. í sumar dró ský fyrir sólu er sjúkdómurinn tók sig upp .og ekki varð við neitt ráðið. Ástvinir hennar önnuðust hana og vöktu yfir henni þar til yfir lauk og hún dó á heimili sínu umkringd þeim. Að leiðarlokum þökkum við Rósu samfylgdina og allt það góða sem henni var gefið, ekki síst hve nota- leg hún var við foreldra okkar alla tíð. Við sendum ástvinum hennar öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við kveðjum hana með erindi sem faðir okkar orti í minn- ingu móður sinnar og nöfnu Rósu. Farðu sæl til friðarheima fjarri þraut, með hreinan skjöld. Bjartan, nýjan bústað áttu bak við huljn dauðans tjöld. Sælir eru hjartahreinir, herrann Jesús mælir slíkt. Dyggum eftir dagsverk unnið drottinn fagnar kærleiksríkt. (D.Krist.) Blessuð sé minning Rósu frænku. Magnús, Halla og Auður. Elsku amma, núna þegar þú ert farin í ferðalagið þitt til annarra heima söknum við þín mikið. Við vitum að þú ert á góðum stað, og af því þú varst orðin svo mikið veik fínnst okkur gott að vita af þér þama sem þér líður vel. Við ætlum að hugsa oft til þín og minnast dag- anna á Akureyri og í sumarbústaðn- um þegar við afí vorum að vinna úti og þú fylgdist með okkur út um gluggann og gerðir fínt inni. Þá var alltaf gaihan að fá þig í heimsókn til Reykjavíkur, við fórum stundum í göngutúr og í bæinn og gerðum ýmislegt skemmtilegt. Alltaf komstu með eitthvað til að gleðja okkur með. í uppáhaldi eru lopapeysurnar sem þú pijónaðir handa okkur, og pabba og mömmu. Elsku Rósa amma, við biðjum Guð að geyma KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kristján Krist- jánsson var fæddur í Reykja- vík 15. júní 1939. Hann lést á heirriili sínu í Reykjavík 28. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Olöf Jóhanna Krislj- ánsdóttir húsmóð- ir, á Efri-Grund í Grindavík, f. 14. júlí 1907, d. 18. júní 1963, og Kristján Eggerts- son verkamaður f. á Sauðárkróki 22. september 1908, d. 16. apríl 1983. Systkini hans eru Eggert, f. 10.2. 1931, d. 6.3. 1969; Sigurður, f. 6.10. 1932, d. 23.4. 1959; Katrín, f. 20.1. 1936; Þorvaldur, f. 11.6. 1937; Sigrún, f. 3.8. 1941; Halldóra Guðrún, f. 13.8. 1943 og Rósa, f. 23.2. 1949. Hálfsystkini hans sammæðra eru: Guð- björg, f. 10.1. 1926; Asgeir, f. 17.12. 1927; Unnur, f. 9.3. 1929, d. 30.8. 1974 og Haf- steinn, f. 10.3. 1929, d. 30.10. 1982. Kristján stundaði nám við Málleysingja- skólann og útskrif- aðist þaðan 1957. Eft- ir það vann hann ýmis verkamannastörf. Útför Kristjáns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. KRISTJÁN Kristjánsson er látinn aðeins 56 ára að aldri. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tveimur árum þegar ég hóf störf hjá Félagi heyrnarlausa. Mér var það bæði ljúft og skylt að sinna honum sem skjólstæðingi. Kristján var einstæðingur sem oft á tíðum var einangraður í ís- lensku samfélagi. Þrátt fyrir það var hann einstaklega ljúfur í um- gengni og kvartaði aldrei undan aðstæðum sínum, þótt erfiðar væru. Hann hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og alltaf var stutt í brosið hans og hlátur. Það var sérstaklega gefandi og þroskandi að vinna með Kristjáni. Ég vil að lokum þakka honum ánægjuleg kynni og vona að hans bíði bjartari tímar handan okkar heims. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Blessuð sé minn- ing Kristjáns. Kristjana Mjöll. Kveðja frá Félagi heyrnarlausra Við, sem höfum gengið saman í skóla heyrnarlausra, erum eins og stór fjölskylda. Við höfum eytt þar saman stórum hluta ævi okkar, þekkjum hvert annað vel og höldum hópinn áfram. En nú er einn úr ijöl- þig og þökkum þér fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndisleg og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann — lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Gunnar og Sigurgeir. Elsku Rósa frænka, nú ert þú farin í ferðalagið langa og laus við erfið veikindi. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin en rhinningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar og við vitum að við munum hittast síðar. Alltaf mætti okkur hlýhugur þegar við komum í heimsókn til þín og Sigga og kom- uð þið fram við okkur eins og við værum barnabörnin ykkar. Þú skil- ur eftir þig skarð í fjölskyldunni okkar sem erfitt verður að fylla og fjölskylduboðin verða tómleg án þín. Missir Sigga og okkar allra er mikill og söknuðurinn er sár á stund sem þessari. Megi góður Guð blessa minningu þína, elsku frænka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Halldór, Kristinn, Sigríður og Davíð. skyldunni dáinn, Kristján Kristjáns- son. Ævi Kristjáns var ekki auðveld. Hann átti erfitt með að tjá sig og var þess vegna félagslega einangr- aður. Samt bar hann það ekki utan á sér, hann var alltaf brosandi og hress í viðmóti. Hann kom oft í félagsheimilið okkar á kvöldin. Á daginn kom hann teinréttur og virðulegur á hjólinu sínu til að spjalla. Fyrir nokkrum árum átti Kristján.hvergi höfði sínu að halla, en samtökin Vernd skutu yfir hann skjólshúsi til dauðadags, og vil ég nota tækifærið og þakka þann vel- vilja. Fyrir nokkrum vikum fórum við nokkur saman í Þórsmörk. Það sem var merkilegt við þessa ferð fyrir okkur, var að með í för voru leið- sögumaður og túlkur sem túlkaði á táknmál allt sem leiðsögumaðurinn sagði. Við sáum að Kristján fylgd- ist með af áhuga og hann benti okkur glaður á þá staði í Þórsmörk sem hann hafði áður komið á. Helg- ina áður en Kristján lést var haldið upp á dag heyrnarlausra. Við hitt- um hann öll við hátíðarhöldin, þar sem hann var hress í bragði. Ekk- ert okkar grunaði að örfáum dögum seinna væri hann dáinn. Við erum þó fegin að svona mörg okkar skyldu hitta hann á þessari gleði- stundu. Við munum sakna þess að sjá brosandi andlit Kristjáns í hópi okk- ar og vottum fjölskyldu hans og sambýlismönnum á Laugateignum samúð okkar. Einnig þökkum við sérstaklega Magnúsi, Jónasi og Halldóri fyrir þann stuðning sem þeir veittu honum. Megi Kristján Kristjánsson hvíla í friði. Fyrir hönd Félags heyrnarlausra, Anna Jóna Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.