Morgunblaðið - 13.10.1995, Side 37

Morgunblaðið - 13.10.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIVIGAR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 37 systkini mín tvö og halda til sænsku skóganna í austri þar sem áin Ljungan liðast hægt um dal og bærinn Ange stendur. Meðferðis hafa þau græna grein úr þeim skógi sem frændi okkar sáði forðum til með fræi langt að komnu úr vestri °g leggja á kistu hans í kveðju- og þakklætisskyni. Það sýnist vel við hæfi þeim brautryðjanda sem nú er allur. Valborgu ekkju hans og sonun- um., þeim Gunnari og Birgi og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu sam- úð við fráfall eiginmanns og föður. Einar Jónsson. Ef tveggja ást er vel af guði gjörð er gengið djarft á móts við örlög hörð. (Davíð Stef.) Fögru mannlífi er lokið. Hjörleifur Zófoníasson organisti og handíðakennari er látinn. A Læk í Dýrafirði fæddist hann og þar ólst hann upp ásamt tveim bræðrum sín- um hjá góðum foreldrum. Oftlega samvistum við föðurafa og -ömmu og frændsystkini sín í Litla-Garði, sem einnig áttu fyrstu bernskuárin á Læk. Þau voru bræðrabörn og sá kærleikur sem tengdi þau í bernsku var alltaf til staðar, þótt spor full- orðinsáranna lægju víða og langt yrði á milli. Amma sagði sögur, sem með öðru áttu dijúgan þátt í því að frænd- systkinahópurinn leit landið sitt, himin, haf og jörð aðdáunaraugum. Fundu undur að lifa þegar stormur- inn blés og brimið svarf ströndina, jafnt og þegar vorið fór mjúkum höndum um vaknandi gróður og sólin lét sér annt um. hinn minnsta bróður meðal vaxandi blóma. Þar lærðist frændsystkinunum að skapari alheims fól mönnum þessa jörð til þess að annast hana og rækta - fara aldrei um hana hörðum höndum. Það væri í raun krafa hans til mannkyns alls. Hvemig sem á því stóð virtist Hjörleifur, sem þó var ekki elstur í hópnum, verða leiðbeinandi hinna í að sýna gróðri staka umhyggju og veita honum þá umönnun, sem síðar var ætíð sterkur þáttur í ævi hans sjálfs. Hvar sem hann fór markaði hann spor þess sem elskar og virðir móður jörð og fer nærfærnum hönd- um um gróður hennar. Þess ber merki fágætur trjágróð- ur á bernsku- og æskuheimili hans, Læk í Dýrafirði, og garðurinn þeirra Valborgar í Ánge. Allur villtur gróð- ur í margra kílómetra fjarlægð frá Ánge var þeim hjónum kunnur. Það var stórkostlegt að sjá þau hlynna að veikburða tré eða jurt þar, sem síðar var vakað yfir og vitjað þar til brós móti sól varð augljóst. Maður sem virðir svo og ræktar móður jörð, ræktar einnig fagurt mannlíf. Hæglátur, dulur, kærleiksríkur í dagfari, vandaður í allri umgengni og þekkti hvorki baktal né agg - þannig var Hjörleifur. Hann var virtur kennari og organisti - enda heiðraður fyrir störf sín á því sviði. Samleið þeirra Valborgar var „blómum stráð“ í þeim skilningi, allt til loka, þótt sorgir, og stundum stórar, mættu þeim á lífsleiðinni eins og flestum. í alvarlegum veik- indum Hjörleifs, tæp síðustu tvö ár, hefur Valborg reynst svo sterk og sönn að undrun getur sætt. Synir þeirra tveir, báðir verk- fræðingar, hafa sýnt foreldrum sín- um sama ástríki og þeir ólust upp við. Heimilislífið mótaðist ávallt af ást og virðingu er var eðiislæg mik- ilhæfri eiginkonu og móður - og móðurömmu er dvaldi síðustu æviárin á heimilinu. Þegar litið er langt aftur í liðna tíð þakkar lítil stúlka handleiðslu elskaðs frænda, sem leiddi hana og fræddi um þau undur lífsins er fól- ust í fegurð náttúrunnar og skyldum okkar mannanna að rækta og bæta. Að sitja við sjúkrabeð Hjörleifs í sumar og geta aðeins rifjað upp nokkrar vísurnar hennar ömmu okk- ar á Læk, í yl ástar og vonar er fyllti sjúkrastofu frá líknandi hönd- um eiginkonu hans, er minning sem gerir tilveruna bjartari. Við Gyða skólasystir okkar og vinkona þeirra gleymum ekki samverunni í sumar. Eisku Valborg og synir, við skóla- systur og vinkonur hér heima send- um ykkur og öðrum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur - þær kveðj- ur verða margar sem leita til ykkar yfir hafið nú. Hvíl í friði, elsku frændi. Jenna Jensdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður ög afa, JÓNS ÞÓRÐARSONAR, Árbæ. Elfsabet Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Þórður Magnús Jónsson, Ása Björg Stefánsdóttir, Valdimar Ólafur Jónsson, Steinunn Erla Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, andaðist í Landspítalanum 24. september. Bálför hefur farið fram. Þökkum samúð og hlýhug. Hanna Sigurðardóttir, Hilmar Skarphéðinsson, Anna Sigurðardóttir, Skúli Jóhannesson, Katrín Egilsdóttir, Sólbjört Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur Fiskveiðasjóðs íslands verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar ÞÓRDÍSAR BJARNADÓTTUR. Fiskveiðasjóður. RAÐAUG[ YSINGAR Rekstrarstjóri á veitingastað IKEA Óskum að ráða rekstrarstjóra veitingastaðar IKEA. Um er að ræða skemmtilegt starf í vaxandi fyrirtæki. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: 1. Þarf að hafa reynslu af stjórnun. 2. Eigi gott með að starfa með fólki. 3. Sé framtakssamur. 4. Sé metnaðarfullur. 5. Sé tilbúinn að vinna langan vinnudag. 6. Sé á aidrinum 25-40 ára. 7. Hafi reynslu af áætlanagerð. 8. Hafi góða enskukunnáttu. 9. Grunnþekkingu á tölvum. Skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur, fyrri störf og annað, sem til greina kemur varð- andi þetta starf, skulu sendar fyrir mánudag- inn 16. október nk. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og öllum svarað. IKEA, co. Gestur Hjaltason, pósthólf4030, '124 Reykjavík. Hrossauppboð Laugardaginn 14. október nk. kl. 14 verður haldið uppboð á 85 hrossum að Árbakka í Hróarstungu, Norður-Múlasýslu, (u.þ.b. 6 km neðan við nýju Jökulsárbrúna). Hrossin eru úr þrotabúi Guðmundar Sveins- sonar að Bakka í Borgarfirði eystra. Skiptastjóri. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Ásavegur 18, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Óskar F. Óskarsson og Þorbjörg H. Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, S. ída hf. og Vestmannaeyja- bær, miðvikudaginn 18. október 1995 kl. 16.00. Faxastígur 8a, efri hæð og ris (50%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Guðmundur Pálsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, Sel- fossi, miðvikudaginn 18. október 1995 kl. 16.30. Foldahraun 40, 2. hæð C, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Hafsteinn Hermaníusson, gerðarbeiðendur Húsfélagið Foldahrauni 40 og Vest- mannaeyjabær, miðvikudaginn 18. október 1995 kl. 17.00. Miðstræti 24, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jóhann Friðrik Gíslason, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn 18. október 1995 kl. '18.00. Sólhlíð 3, néðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Óskar Pétur Frið- riksson og Torfhildur Helgadóttir, gerðarbeiðandi Fannberg Jóhanns- son, miðvikudaginn 18. október 1995 kl. 17.30. Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 10. október 1995. Brynhiidur Georgsdóttir, ftr. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 17. október 1995 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Aðalgata 32, Súðavík, þingl. eig. Hilmar Guðmundsson, gerðarbeiö- andi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Aðalstræti 19, n.h., Þingeyri, þingl. eig. Þorvaldur Ottósson, gerðar- beiðandi Tollstjórinn í Reykjavfk. Brekkugata 44, Þingeyri, þingl. eig. Sigurður Jónsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Hjallavegur 5, Flateyri, þingl. eig. Flateyrarhreppur, geröarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Sætún 10, 0101, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sætún 10, 0102-, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 27, n.h. Suðureyri, þingl. eig. Hjördís M. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 9, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Ytri Hjarðardalur, Mosvallahreppi, V-(s., þingl. eig. Jón Jens Kristjáns- son, gerðarbeiðandi Glóbus hf. Framhald uppboðs á eftlrtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Strandgata 5, 0202, e.h., isafirði, þingl. eig. Bjarni Maríus Heimis- son og Sigríður Dagný Þrastardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð- ur ríkisins, húsbréfadeild, Landsbanki (slands og (slandsbanki hf., (safirði, 16. október 1995 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á isafirði, 12. október 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Áshamrar 67, 3. hæð (2 herb. íbúð), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Stefán S. Harðarson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar ríkisins, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Áshamar 71,2. hæð E, Vestmannaeyjum, þingl. eig Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur verkamanna, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Áshamar 75, 3. hæð B, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Erna Fannbergs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Faxastígur 21, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Ásdís Gísladóttir, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Foldahraun 41, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Helga Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur verkamanna, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Foldahraun 42, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðis- nefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Goðahraun 24, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Guðmundur Elmar Guð- mundsson og Kristin Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður ísl. námsmanna, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Heiðarvegur 1, 2., 3., 4. hæð (66,25%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Ástþór Rafn Pálsson, gerðarbeiðandi Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Helgafellsbraut 19, (50%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Pétur Árn- marsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Herjólfsgata 4, Heiöarvegur 1 (33,75%), Heiðarvegur 3, þingl. eig. Ástþór Rafn Pálsson, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, fimmtudag- inn 19. október 1995 kl. 10.00. Kirkjubæjarbraut 11, efri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Ragnar (saksson og Ásta Ragnheiður Rafnsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Kirkjubæjarbraut 16, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jón Ólafur Ólafsson, gerðarbeiöandi Fjárfestingarfélagið Skandía hf., fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Kirkjuvegur 70B, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Trausti Kristjánsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Miðstræti 28, austurendi, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Sigtryggur Þrastarson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjarbær, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Nýjabæjarbraut 3, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Heiða B. Scheving, gerðarbeiðenur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, sýslumaðurinn i Hafnarfirði og sýslumaðurinn f Vestmannaeyj- um, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Sigurborg VE-121 (skipaskrnr. 1019), þingl. eig. Sæhamarhf., gerðar- beiðandi Byggðastofnun, fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Vestmannaeyjabraut 32, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jón Högni Stefánsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og íslands- banki hf., fimmtudaginn 19. október 1995 kl. 10.00. Vesturvegur 13A, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Anna Sigmarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar, fimmtudaginn 10. október 1995 kl. 10.00. Sýslumaðurínn í Vestmannaeyjum, 12. október 1995. Brynhildur Georgsdóttir, ftr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.