Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 40

Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Dýraglens C1995 Tribune Media Senrices, Inc. AJl Rights Resefved. Ferdinand BREF TIL BLADSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Orgel í Lang- holtskírkju Frá Guðmundi E. Pálssyni: SÓKNARNEFND Langholtskirkju hefur nú ákveðið að festa kaup á orgeli frá Noack orgelverksmiðjunni í Bandaríkjunum. Þetta er 33 radda orgel í barr- okkstíl sem verður staðsett við aust- urgafl kirkjunnar og hefur raddskip- an og gerð orgelsins fengið mjög lofsamlega dóma frá orgelnefnd þjóðkirkjunnar og segir meðal ann- ars í dómi hennar: „Að öðru leyti viljum við í orgelnefndinni lýsa ánægju okkar með að veglegt orgel muni koma í kirkjuna, því hljóm- burður er þannig að litríkt orgel mun geta hljómað þar mjög vel. Þar að auki erum við sérstaklega ánægðir með þann orgelsmið sem fyrir valinu hefur orðið, sem er mikil trygging þess að orgelið verði öllum til ánægju." Nú hafa safnast um 15 milljónir og því má líta svo á, að það sé fyrsti áfangi af þremur en áætlaður kostn- aður er um 42 milljónir með virðis- aukaskatti. En fjórðung verðs þarf að borga við undirritun samnings og eftirstöðvamar á næstu þremur áram. Það er sá tími sem það tekur orgelsmiðjuna að afhenda orgelið uppkomið í kirkjunni. Dagana 15. og 18. október verða hinir árlegu orgelstyrktartónleikar, en það era tónleikar sem haldnir eru fyrir styrktaraðila orgelsöfnunar. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa komið þar fram og gefið vinnu sína, enda er Langholts- kirkja eitt fjölsóttast tónleikahús landsins og því mikið kappsmál tón- listaráhugafólks almennt að þar komi veglegt hljóðfæri. Á þessum tónleikum koma fram, auk Kórs Langholtskirkju, Karlakór Reykja- víkur undir stjóm Friðriks D. Krist- inssonar og Sigrún Hjálmtýsdóttir, ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur. Með þessum tónleikum viljum við blása til sóknar að upphafí annars áfanga orgelsöfnunar. - Hér með er skorað á alla velunn- ara Langholtskirkju að taka höndum FRUMHUGMYND að útliti orgelsins. saman og ljúka byggingu kirkjunnar með því að kaupa veglegt hljóðfæri í hana. GUÐMUNDUR E. PÁLSSON, formaður sóknarnefndar. ♦ ♦ ♦ Studdi Pét- ur J. Thor- steinsson Frá Sigurði Líndal: í GREIN i Morgunblaðinu föstudag- inn 6. október sl. um forsetakosning- arnar 1980 er nafn mitt nefnt meðal þeirra sem studdu Guðlaug Þorvalds- son opinberlega. Ekki kannast ég við þetta. Eg studdi Pétur J. Thorsteins- son þótt ekki hefði ég mig mikið í frammi — og þetta gerði ég að öðrum frambjóðendum ölöstuðum. Smáfólk 50 WEIL PUT ALL THE 5ANP RI6HT AB0UT BUT REMEM8ER, UIHEEL8ARR0W5 TIP OVER EA5ILV SO DON'T PU5H IT T00 FA5T.. _________Q 1995 Untlad Faaluf Syndicala. Inc. 6-21 1 ryp, Keppnissundlaug íGrafarvog Frá Þórdísi G. Stephensen: FYRIR skömmu barst frétt um að borgaryfirvöld hygðust reisa yfír- byggða keppnissundlaug. Slík hug- mynd er vissulega jákvæð og getur dregið að erlent keppnisfólk um leið og hún þjónar vel íslensku sund- íþróttafólki. Vora nefndirtveir staðir sem mögulegir byggingarstaðir fyrir keppnissundlaugina. I fyrsta lagi Laugardalurinn, þar sem er nú þegar mikið íþróttasvæði og síðan Grafar- vogurinn. Undirrituð telst til 'frumbýlinga í Grafarvogi. Þar er nú risið stórt hverfí og era barnafjölskyidur áber- andi í hverfínu. Fyrir löngu var því lofað að fjölskyldusundlaug yrði reist í hverfínu við núverandi íþróttahús. Þar er skjólsæll dalur miðsvæðis í hverfinu og hvergi betra að hýsa opna almenningssundiaug. Slík laug myndi þjóna prýðilega hinu barn- marga hverfí sem fer sístækkandi og væri mikið fagnaðarefni fyrir íbú- ana. Lokuð keppnislaug á ekki heima á slíkum stað. í Laugardalnum er eins og áður sagði mikið íþróttasvæði og góð að- staða fyrir keppnisíþróttir. Lokuð keppnislaug styrkir það svæði mjög og má þar samnýta ýmsa aðstöðu fyrir keppnisfólkið. Fjölskyldulaugin á heima í Grafarvoginum og eru íbú- ar teknir að gerast langeygðir. Bestu kveðjur, ÞÓRDÍS G. STEPHENSEN, Hverafold 96, Reykjavík. Svo við setjum sandinn rétt um það bil hérna... En mundu að hjólbörur velta auðveldlega, svo ekki ýta þeim of hratt... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.