Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 21

Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 21 LANDIÐ Stofnun sérstaks íþróttahéraðs rædd á Selfossi Selfossi - Umræða er um það á Selfossi meðal íþróttafélaganna á staðnum hvort heppilegt sé að stofna sérstakt íþróttahérað á Sel- fossi. í síðustu viku var haldinn fundur íþróttafélaganna og sér- staklega boðið til hans fulltrúum frá ÍSI, UMFÍ og íþróttanefnd rík- isins. Einng var bæjarstjórn Selfoss sérstaklega boðið til þessa kynn- ingarfundar um stöðu málsins. í máli Sigmundar Stefánssonar, for- stöðumanns íþróttamannvirkja á Selfossi, sem hefur unnið að athug- un vegna þessa máls með Ung- mennafélagi Selfoss og öðrum íþróttafélögum, kom fram að helstu kostimir em aukin, beinni og sjálfstæðari áhrif á málefnaum- ræðu innan hinna ýmsu sérsam- banda og aukin hlutdeild í tekjum miðað við það sem félögin á Sel- fossi fá í gegnum aðild sína að Héraðssambandinu Skarphéðni. Á kynningarfundinum kom fram að núverandi hlutdeild íþróttafé- laga á Selfossi í skiptingu fjár- magns héraðssambandsins er ekki í takt við íþróttastarfsemina að magni til. Fylgjast grannt með umræðunni Fulltrúar ÍSÍ , UMFÍ og íþrótta- nefndar ríkisins sögðust fylgjast mjög grannt með umræðunni en tjáðu sig ekki sérstaklega um það hvort þeir mæltu með stofnun nýs íþróttahéraðs á Selfossi eða ekki. Þeir vom sammála um að fara þyrfti vandlega yfir málið áður en ákvörðun væri tekin en það væra fyrst og fremst heimamenn sem tækju slíka ákvörðun. í máli þeirra kom fram að mikilvægt væri að telq'uskipting og áhrif væm í takt við það starf sem unnið væri í félög- unum. í máli þeirra kom og fram að fylgst væri vel með umræðu sem þessari í mörgum þéttbýlisbyggðar- lögum með öfluga íþróttastarfsemi. í máli Sigmundar Stefánssonar kom fram íþróttafélögin á Selfossi myndu hagnast vemlega á því að fá til sín framlög úr sameiginlegum tekjustofnum íþróttahreyfíngarinn- ar og kennslustyrki væra þau ekki í HSK heldur sérstakt íþróttahérað. Sú viðmiðun er háð því að fjöldi íþróttahéraða haldist nokkurn veg- inn óbreyttur. Landbúnaðarmál rædd á opnum fundi á Hvolsvelli Selfossi - Opinn fundur um land- búnaðarmál verður haldinn í fé- lagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli í kvöld, þriðjudag 31. október, klukkan 20:30. Það em Alþýðusamband Suður- lands og Búnaðarsamband Suður- lands sem gangast fyrir fundinum. Á honum verður meðal annars rætt um nýgerðan búvörusamning, stefnu sunnlenskra bænda, sam- starf við verkalýðshreyfínguna og almenna stefnumótun í landbúnaði. Framsögumenn á fundinum verða Hansína Á. Stefánsdóttir, formaður Alþyðusambands Suður- lands, Guðmundur Gylfi Guð- mundsson, hagfræðingur ASÍ, og Bergur Pálsson, formaður Búnað- arsambands Suðurlands. Fundar- boðendur hvetja allt áhugafólk um sunnlenskan landbúnað og atvinnu- uppbyggingu í tengslum við hann til að mæta á fundinn en á hann er sérstaklega boðið þingmönnum kjördæmisins. 20% KYNNINGARAFSLATTUR AF HJÓLBARÐAÞJÓNUSTU OG DEKKJAGANGURINN GEYMDUR Starfsmenn eru í vinnufötum frá HEXA POIAR RAF6EYMAÞJÓNUSTA ■ EINHOLTI 6 ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI S61 8401 • FAX S61 8403 Islendingar á öllum aldri þekkja vel hinn vinsæla Skólaost. Hann er mildur og góður og tilvalinn ofan á brauðið, bæði heima og í skólanum. Skólaosturinn er nú kominn í nýjar og fallegar umbúðir sem hæfa betur þessum ljúffenga osti, en ostinum sjálfum breytum við ekki - enda engin ástæða til! ISLENSKIR Ostar. ,v>.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.