Morgunblaðið - 05.11.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 05.11.1995, Síða 22
tjp* 22 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í ; 1 f t < ; ; r t f. Eftir Guðmund Guðjónsson Pétur var fyrst um sinn ósköp venjulegur dreng- ur og gekk hefðbundinn menntaveg þar til ungl- ingsárunum var náð. Þá heillaði hann sjómennskan. Hann réð sig á fragtskip og sigldi um heimsins höf. Kom þá til ýmissa fjarlægra hafna. Þá var hann um tíma á síld í Norðursjó, meðan einhver síld fannst þar, og um tíma var hann meira að segja stríðsmaður, um borð í Tý, nánar tiltekið Hval 9 í 50 mílna þorskastríðinu við Breta. „Það var mikið ævintýri. Við vor- um að klippa á togvíra og svoleið- is. Það var helv. gaman!“ segir Pétur og hlær við endurminning- unni. Og hann er á því að hann hafi verið ósköp dæmigerður. En fyrir 22 árum varð vendipunktur í lífí Péturs. Hann hafði kynnst Önnu S. Einarsdóttur og þau hófu bú- skap sem stendur enn þann dag í dag. Það blasti við í beinu fram- haldi að festa sig í sessi í ein- hverri góðri vinnu á fastalandinu. Leiðin lá til SS, fýrst í verslun félagsins á Bræðraborgarstíg þar sem Hafliði heitinn bróðir hans var verslunarstjóri. Um leið byrjaði hann að nema kjötiðn. Dvölin hjá SS var þó ekki löng, því leiðin lá skjótt í Kjötbúð Tómasar, lands- þekkta verslun sem staðsett var í kjallara á homi Laugarvegs, Bankastrætis og Skólavörðustígs og rekin af myndarskap af Garð- ari H. Svavarssyni. Þar var Pétur innanbúðar í sex ár, er hann hætti og hélt út á þá braut að ljúka kjöt- iðnamáminu. Það tók tvö ár undir merkjum SS og síðan tók við ár í verslun Víðis í Starmýri. Þrotabúin keypt Þótt þrjú ár séu ekki langur tími þá getur margt gengið eftir á skemmri tíma eins og dæmin sanna. Eftir að Pétur hætti í Kjöt- búð Tómasar tóku þar við stjórn nýir eigendur sem sigldu í gjald- þrot og í febrúar 1984 varð enn vendipunktur í lífi Péturs er hann keypti þrotabúið. „Það hafði verið illa farið með nafn Kjötbúðar Tómasar og ekki um það að ræða að halda því. Þarna fæddist því Kjötbúr Péturs og var fyrst til húsa í kjallaranum gamla. Ég þekkti innviðina frá gamalli tíð og var með ákveðnar hugmyndir um hvaða áherslur þyrftu að vera til að rétta rekstur- inn við. Ég fékk fljótt byr undir báða vængi þó að þetta sé og hafi aldrei verið neinn dans á rósum,“ segir Pétur. I janúar 1991 gekk Pétur síðan skrefinu lengra og keypti þrotabú Verslunarinnar Austurstræti 17 og rak báðar verslanimar undir Kjöt- búrsnafninu til ársins 1993, að hann brá búi í gamla kjallaranum og hefur einbeitt sér síðan að versl- uninni í Austurstræti. Hvað var það í umhverfinu sem olli því að tvær verslanir af þessu tagi á líkum slóðum lögðu upp laupana? „Á þessum áram vora stórmark- aðimir að sækja í sig veðrið og í gangi var gengdarlaus vitleysa með niðurboðum á vörum, of lítilli álagningu, þannig að kaupmenn voru að borga með sér á sama tíma og þeir voru í dýru leiguhúsnæði. Þegar þannig aðstæður skapast hefur enginn efni á því að sóa einni einustu krónu. Þetta voru því erfið- ir tímar,“ segir Pétur. Var það þess vegna að þú hætt- ir með aðra búðina? „Það var nú ekki svo. Við höfum ávallt lagt á það ríka áherslu að vera með faglega og persónulega þjónustu og mér fannst þetta vera orðið þannig að ég eyddi öllum deginum í að hlaupa á milli búð- anna og standa í alls konar snatti og snúningum sem ekki komu við- skiptavinunum sérstaklega til góða, að minnsta kosti ekki með beinum hætti. Auk þess var gamla búðin í iitlu húsnæði og löngu búin að sprengja utan af sér starfsem- Morgunblaðið/Sverrir NÁTTÚRU- BARNW ÍBÚRINU VIÐSKIPnAIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ►Pétur Kúld Pétursson er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann ólst þar einnig upp en hélt sig að mestu til sjós á unglingsárunum, eða þar til fyrir 22 árum að hann sneri sér að kjötiðn og lét í vaxandi mæli til sín taka í verslunarrekstri. Hann er nú kenndur við KjötbúrPéturs. Kannski má eins segja að Kjötbúrið í Austurstræti sé alveg eins kennt við hann. ina. Þetta hefur undið svo upp á sig.“ Ankabúgrein í vexti Hvað áttu við þegar þú talar um að starfsemi hafí undið upp á sig? „Með tilkomu Hagkaups, Bónus og hvað þeir nú heita allir þessir stórmarkaðir, þá þurfa smærri verslanimar að hafa einhveija sér- stöðu sem gerir gæfumuninn. Ann- ars er hætt við að reksturinn verði afar þungur. Það loddi alltaf við gömlu búðina, Kjötbúð Tómasar, að þar fengu menn ferska villibráð af hvers kyns tagi, enda var og er Garðar H. Svavarsson mikill veiðimaður og auk þess með góð sambönd. Þetta var vinsælt og gaf versluninni sérstöðu og hana hef ég ræktað. Landsmenn hafa tekið vel við sér seinni árin, hafa lært í vaxandi mæli að meta góðan mat og fjölbreyttari matreiðslu. „Éftirspurnin á þessu sviði hefur því aukist verulega og þar af leið- andi má ekki slá slöku við. Við eram að tala um rjúpur, gæsir, hreindýr, endur, svartfugl og reyktan villtan lax, en Reykofninn í Kópavogi reykir fyrir okkur átta tonn af laxi á sumri. Lambakjötið okkar má auk þess heita að sé hrein villibráð og hreindýrakjötið er hreinasta lostæti. Það er hins vegar að klárast núna, veiðikvótinn var skorinn svo mikið niður, og ég er að athuga með að sækja um undanþágu til þess að flytja inn hreindýrakjöt frá Grænlandi. For- dæmin eru komin. Þessi matur, villibráðin, er yfírleitt uppistaðan í matarpökkunum sem við erum beðnir fyrir árið um kring og alveg sérstaklega rétt fyrir jólin. Það er breytilegt hvað við sendum marga matarpakka um heim allan, en talan hleypur á bilinu frá 1.500 og upp í 2.000 á hverjum jólum. Þetta era Islendingar að senda vinum og ættingjum og viðskipta- vinahópurinn er raunar mjög fjöl- breyttur. Ég get nefnt að banki í Lúxemborg fær 100 flök af reykt- um laxi hver jól, þrír læknar í Hous- ton í Texas fá 20 til 25 flök af reyktum laxi þrisvar á ári. Uppi- staðan í matarpökkunum er þó þolgott kjöt eins og hangikjöt. Hraðþjónustan er hins vegar orðin það pottþétt og góð, að við getum meira að segja sent frosinn físk og hann er varla þiðnaður er hann er kominn í hendurnar á móttakanda. Að reigja sig í norður... Pétur telur að á ýmsan hátt mætti standa betur að verðmæta- sköpun í útflutningi. Hann telur t.d. að leggja beri miklu meiri áherslu á villibráðarímyndina. „Við eram með feikilega gott hráefni í höndunum og eigum bara að reigja okkur í norður og láta rigna upp í nefið. Það mætti til dæmis stofna fyrirtæki með sérbúðir, eina t.d. í New York, aðra í Lundúnum og þá þriðju í París, hafa toppklassa íslenska matvöra þar á boðstólun- um, lambalæri, hryggi, svartfugl, rjúpu, hreindýr, lax. Verðleggja hátt. „Það gæti þurft að borga með slíkum verslunum í 2 til 3 ár, en síðan er ég sannfærður um að hróður þeirra myndi berast. Þetta væri betri auglýsing en einhverjar niðurgreiðslur. Henda bara lakara kjötinu og selja góða kjötið dýrt!“ segir Pétur og segist vera opinn fyrir alls konar hugmyndum af þessu tagi og fleirum. „Því skyldum við ekki prófa þetta? Hvað eru ekki Frakkar t.d. að gera með sína matargerð og hráefni? Þeir era að borða lóur og skógarþresti og það era ekki ódýrar máltíðir. Ég hef smakkað lóur þama úti. Þær era æðislega góðar. Ég hef ekki smakkað þresti, en séð þá matreidda, það era girnilegir litl- ir kjötbitar!,“ bætir Pétur við. Matarpakkarnir þekktu í jóla- vertíðinni eru ekki einu matar- sendingarnar sem Pétur í Búrinu stendur fyrir. Eins og alkunna er, fyrirfinnst varla sá staður á jarðkúlunni að þar sé ekki eða hafi nýlega verið íslendingur. Og mjög víða eru Islendingafélög, stór og smá! Og þau halda þorra- blót. Að sjálfsögðu. Pétur segist vera með 1.200 til 1.500 manns í þorrablótum erlendis á hveiju ári og það færist í vöxt að hann sé beðinn um að koma sjálfur út með matargámnum til að laga hann ofan í soltna landa sína. Hann hefur ekki getað sinnt því sem skyldi, en á síðasta þorra lét hann þó tilleiðast og stóð fyrir 170 manna þorrablóti íslendingafé- lagsins í Frakklandi. Veislan fór fram á báti úti á Signu og var „ógleymanleg" að sögn Péturs. Af framanskráðu má ráða að það sem fyrir augu ber í verslun- inni AusturStræti 17 sé aðeins brot af þeirri starfsemi sem fram fer í nafni Kjötbúrs Péturs. Hvað segir Pétur um það? Hann glottir og segir: „Það er rétt, það er bara brot af öllu saman. Samt vil ég ekki gera lítið úr því, það fara fram 1.100 til 1.500 sölur á degi hveij- um. Sumar þeirra era að vísu smá- ar, kannski ein jógúrt, en aðrar era stærri eins og gengur. Það labbaði háseti af japönsku skipi hérna út rétt áðan með vörur upp á 22.000 krónur, þannig að það er allur gangur á þessu. Stundum ér ég spurður hveijir versli hérna eiginlega þar sem menn halda að verslunin sé illa staðsett. „Hún er það ekki í raun og veru. Við erum mikið með gamalt fólk,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.