Morgunblaðið - 05.11.1995, Side 40

Morgunblaðið - 05.11.1995, Side 40
40 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vaskhugi hf.: Yfír milljarð í laun Forritið Vaskhugi er fullkomið bókhaldsforrit sem hentar flestum rekstri. Um þúsund aðilar nota Vaskhuga um allt land. Vaskhugi kemur tilbúinn til notkunar og krefst ekki 'sérstakrar tölvu- eða bókhaldskunnáttu. Um þessar mundir áætlum við að um milljarður króna hafi verið greiddur út með launabókhaldi Vaskhuga, sem þó kostar aðeins kr. 48.000! Eitt forrit með öllu: Vaskhugi. Hringið og fáið sendar upplýsingar um Yaskhuga. llíváskhugi hf. Skeifunni 7, sími 568 2680. AUKIN URÉTTIN Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst miðvikudaginn 8. nóvember kl. 18 Upplýsingar í síma 567 0300 frá kl. 13 - 20 alla virka daga. OKUSKOLINN i MJ arabakka 3, Mjóddinni, sími 5j if 0300. Ábendingar á mjólkunimhúdum, nr. 16 af'60. Att þú við ramman reip að draga? Það er gaman að velta fyrir sér merkingu og uppruna orðatiltækja. Orðatiltækið „að eiga við ramman reip að draga“ merkir að erfítt er að fást við eitthvað. Hér er talað um að eiga að draga reip (= reipi) við ramman (= sterkan), þ.e. að vera í reiptogi við sterkan mann. Notum orðatiltækið rétt! —zx MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar múlnefndur og Múlrœktarsjóðs. í DAG SKÁK llmsjðn Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í deildakeppni Skáksam- bands Islands um dag- inn. Sveinn Ingi Sveins- son (1.905), Taflfélagi Vestmannaeyja var með hvítt, en Jóhann Þórir Jónsson (1.940), Taflfé- lagi Reykjavíkur, C sveit, var með svart og átti leik. 26. — g3+! (En alls ekki 26. - Dxf4+ 27. Kgl - De3+ 28. Khl og það er hvítur sem hefur stórsókn og vinnur) 27. Dxg3 — Re4+! 28. Rxe4 - Hxf4+ 29. Dxf4 - Dxf4+ 30. Ke2 — Bg4+ og hvítur gafst upp. Byijun skákarinnar fær að fljóta með, því herfræði svarts er býsna athyglisverð. Hann hirðir ekki hætis hót um að dulbúa áform sín um sókn á hvíU kónginn og ryðst fram án þess að hugsa neitt um eigin vamir. Það er vissulega virðingar- vert að ganga svo hreint til verks, en þó varla til eftirbreytni: Hollensk, gijótgarðs- afbrigðið, 1. d4 — d5 2. Rf3 - Rf6 3. g3 - Re4!? 4. Bg2 — e6 5. 0-0 - Bd6 6. c4 - c6 7. a4?! - Rbd7 8. Dc2 - f5 9. Rc3 - Df6 10. e3 - g5!? 11. Rd2 - h5 12. cxd5 - exd5 13. Rxe4 — fxe4 14. f3 - exf3 15. Bxf3?! - Dg7 16. Dd3 - g4 17. Bg2 — h4 18. e4 — hxg3 19. hxg3 - Dh7 20. Re2 - Dh2+ 21. Kf2 - Rf6? (21. - Hf8+!) 22. exd5 - cxd5 23. Rc3? (23. Dg6+ vinnur) 23. - Hf8 24. Dg6+ - Hf7 25. Bf4 - Bxf4 26. gxf4 og nú er komin upp staðan á stöðu- myndinni. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Hjól tapaðist DÖKKGRÁBLÁTT hjól af gerðinni Mongoose Alfa með álstýri tapaðist frá Eskihlíð 12. aðfara- nótt sl. fostudags. Þetta er í þriðja skipti sem hjól er tekið frá þessum dreng og eru allir sem eitthvað kunna að vita um þetta hjólhvarf beðn- ir að láta Brynjólf vita í síma 551-2436. Penni tapaðist GYLLTUR, grannur, nokkuð þungur penni tapaðist fyrir u.þ.b. fjór- um vikum. Inni í pennan- um er stimpill með nafni eigandans og kennitölu. Viti einhver hvar þessi penni er niðurkominn er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 553-7837. Með morgunkaffinu VILTU koma hingað og segja mér hvað þú gerð- ir við litla bróður þinn. COSPER Víkveiji skrifar... T3 EYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR XV er, að mati Víkveija, ásinn, sem innanlandsflug okkar snýst um. Ef hann verður lagður niður og hlutverk hans fært yfír á Kefla- víkurflugvöll getur það þýtt að end- ir sé bundinn á innanlandsflug okk- ar. Hvers vegna? Skoðum málið. Varanlegt slitlag þjóðvega gerir þá greið- og fljótfarnari en áður. Þjóðvegalengdir hafa og stytzt ár frá ári. Og nú er talað um göng undir Hvalfjörð. Ef Reykvíkingar þurfa í náinni framtíð að aka til og frá Keflavík til að fljúga til staða innanlands, t.d. til Sauðár- króks, sýnist mun einfaldara, hag- kvæmara og ódýrara að aka þang- að á eigin bíl. Til skamms tíma var reglubundið áætlunarflug til Blöndóss. Það heyrir nú sögunni til - með betri landsamgöngum. Ef Reykjavíkur- flugvöllur verður lagður niður og aka þarf dijúgan spotta á innan- landsflugvöll týnast fjölmargar aðr- ar „flugleiðir" í sömu „glatkistuna" og Blöndóssflugið - og trúlega inn- anlandsflugið að stórum hluta og störf mörg er því heyra til. Trauðla styrkir það atvinnulíf í höfuðborg- inni né skatttekjur Reykjavíkur- borgar. Það kemur því Víkveija spánskt fyrir sjónir þegar einn af oddvitum R-listans talar um „niðurlagningu" Reykjavíkurflugvallar sem það er koma skal samkvæmt kokkabókum nýrrar borgarmálaforystu! xxx VÍKVERJI gluggaði á dögunum í frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1995. Þar eru ýmsar stór- ar tölur sem eiga það sameiginlegt að vera allar dregnar upp úr vösum skattborgaranna. Rekstrarkostnaður ríkissjóðs tekur til sín 47 milljarða króna, þ.e. 47 þúsund milljónir króna. Engir smáaurar það! Annar út- gjaldaþáttur er samt sem áður heil- um milljarði króna þyngri en rekstr- arkostnaðurinn: „neyzlu- og rekstr- artilfærslur". í neyzlu- og rekstrartilfærslum 1995 eru lífeyristryggingar fýrir- ferðarmestar, 17 milljarðar króna. Sjúkratryggingar næstar, tíu millj- arðar. Greiðslur vegna búvörufram- leiðslu eru með 5,1 milljarð. At- vinnuleysistryggingasjóður með 3,5 milljarða. Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga með 2 milljarða. Lánasjóður íslenzkra námsmanna með 1,5 millj- arð. Uppbætur á lífeyri 870 m.kr. Slysatryggingar 540 m.kr. Aðrir minna. Auk þessara tveggja meginút- gjaldaþátta, rekstrarkostnaðar og neyzlu- og rekstrartilfærslna, gleypir samansöfnuð skuldasúpan 12,6 milljarða króna í vaxtagjöld ein saman, eða meira en stofnkostn- aður (vegamál, hafnamál, heilbrigð- isstofnanir o.fl.), sem er með 11,9 milljarða. Aðrir þættir eru smærri. xxx HEILDARTEKJUR ríkissjóðs 1995, samkvæmt endurskoð- aðri áætlun, nema 114,4 milljörðum króna. Þetta er sú fjárhæð sem fólk og fyrirtæki greiða á árinu í eyðsluskatta (virðisauka, tolla o.fl.) og tekjuskatta. En ríkisbúskapur- inn áætlar að eyða gott betur, eða 123,3 milljörðum króna. Mismunur- inn bætist ofan á skuldafjallið, sem kostar tólf þúsund og sex hundruð milljónir í vexti 1995. í þjóðhagsáætlun fyrir komandi ár segir að heildarskuldir hins opin- bera, ríkissjóðs og sveitarfélaga, fari í um það bil 253 milljarða króna á þessu ári. Þetta samsvarar 56% af landsframleiðslu. Hreinar skuldir nema hins vegar um 160 milljörðum króna,, eða um 35% af landsfram- leiðslu. Erlend lán eru rúmlega helmingur heildarskulda bins opin- bera. Víkverji er þeirrar skoðunar að síðustu árin hafi verið stigið all- nokkuð á opinberar útgjaldabrems- ur og að dregið hafí úr sjálfvirkum hækkunum frá ári til árs. En betur má ef duga skal. Byijandi efna- hagsbata verður að nota, að mati Víkverja, til að vinda ofan af skuld- unum. Ef ekki, komumst við vart út úr vítahring umframeyðslunnar heilskinnuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.