Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 4
I 4 MIÐVIKUDAGUR 8. NQVEMBER 1995___________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ tilkynnti í gær að tekin hefði verið ákvörðun um að veita Angelicu Olteanu frá Rúmeníu dvalarleyfi á íslandi. Jóhann Jóhannsson, yfirmaður útlendingaeftirlitsins, sagði að Olteanu hefði sótt um dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum, en ekki pólitískt hæli og að loknu viðtali við hana í gærmorgun hefði verið ákveðið að verða við umsókn hennar. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem Rauði krossinn hélt í gær að viðstöddum Jóhanni, Olteanu, Jóhannesi Georgssyni, túlki hennar, og Hólmfríði Gísladóttur, deildarstjóra hjá Rauða krossinum. Eftir svörum Jóhanns að dæma var Olte- anu veitt dvalarleyfi af persónulegum ástæðum, en hún vildi sem minnst um að- stæður sínar segja á blaðamannafundinum. Olteanu sótti ekki um hæli sem pólitískur flóttamaður vegna þess að samkvæmt Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslendingar eru aðiljar að, er gert ráð fyrir að flóttamenn sæki um pólitískt hæli í fyrsta viðkomulandi eftir brottför frá heimalandinu. í tilfellum sem þessu er því oft veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum og sagði Jóhann að það væri „engin sérís- lensk lausn“. „Sígaunar undir þrýstingi í Rúmeníu" Olteanu er rúmenskur sígauni. Sígaunar hafa átt undir högg að sækja í Rúmeníu og oft verið gerðir að blórabögglum þegar á hefur bjátað. „Sígaunar eru undir þrýstingi í Rúmeníu og ekki velkomnir," sagði Olteanu. „Þó er ástandið nú betra [en áður en Nicolae Ceau- sescu féllj. Það er hægt að tjá sig án refsing- ar og ferðast milli landa. Nú eru hindranim- ar á Vesturlöndum og erfitt að komast þangað.“ Olteanu vann við þjónustustörf í Rúm- eníu. Fyrir tveimur mánuðum hélt hún til Englands og þaðan til íslands. Um Eng- landsdvölina vildi hún ekkert segja. Olteanu kvaðst, hafa átt von á þessum móttökum hér. „Ég valdi ísland af því að [hér] myndi ég verða örugg,“ sagði Olteana og bætti við að fólk hefði verið sér gott og hjálpsamt. „Ég vil þakka Rauða krossinum og fólki, sem hefur boðið fram hjálp sína.“ Rúmenska stúlkan fær land- vistáíslandi Umsókn um dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum afgreidd á örskotsstundu Morgunblaðið/Þorkell ANGELICA Olteanu frá Rúmeníu situr fyrir svörum á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær til að tilkynna að henni hefði verið veitt dvalarleyfi á íslandi af mannúðarástæðum. Olteanu á hægri hönd situr Jóhannes Georgsson frá Rúmeníu, sem túlkaði orð hennar. Óvenju skjót afgreiðsla Nokkur umræða hefur verið um útlend- ingaeftirlitið og fæð fióttamanna á íslandi undanfarið. Umsókn um landvist á íslandi hefur sennilega sjaldan fengið jafnskjóta afgreiðslu og mál Olteanu. Málið var ekki tekið fyrir fyrr en i gærmorgun og dvalarleyfi hafði verið samþykkt fyrir hádegi, þótt enn hafi ekki verið gengið frá ýmsum formsatriðum. Jóhann vísaði hins vegar á bug að þessi umræða hefði haft áhrif á ákvörðunina um að veita Olteanu landvistarleyfi. „Þessi ákvörðun var ekki tekin undir þrýstingi, þótt maður hafi fundið hvernig straumar Iágu,“ sagði Jóhann. „Við skoð- uðum sögu hennar. Hún sækir um dvalar- leyfi og einkalíf hennar var komið í ákveðið þrot. Það var vilji til að leysa úr hennar málum." Að sögn Jóhanns er „ekkert annars flokks" við landvistarleyfi Olteanu. Hún fær fullt dvalarleyfi og lögheimili á ís- landi, sem veiti henni aðgang að hinu ís- lenska kerfi. Hún hefði áfram rúmenskt vegabréf. Sagði hann að Útlendingaeftir- litið hefði ekki fjármagn til að aðstoða fólk í hennar stöðu og hefði því verið leitað á náðir Rauða krossins. „Bónorð í fullri alvöru“ Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri sagði að Rauði krossinn myndi aðstoða Olteanu eftir mætti. Reynt yrði að koma henni í íslenskunám eins fljótt og auðið væri. Olteanu ætti rétt á stuðningi félags- málastofnunar í tvö ár á meðan hún væri að koma undir sig fótunum. Hólmfríður sagði að hún hefði fengið boð um búsetu í Mývatnssveit og Rangár- vallasýslu og einnig hefði henni borist at- vinnutilboð. Þá barst „bónorð ungs manns í fullri alvöru“, sagði Hólmfríður. „Þetta var hans leið til að sýna mannúð í verki." Olteanu kom hingað til lands á miðviku- dagskvöld í síðustu viku. Þegar meina átti henni inngöngu í landið bar hún eld að fötum sínum á Leifsstöð svo flytja þurfti hana á sjúkrahús. Daginn eftir komuna sótti hún um hæli á íslandi. I Jörðinni Einarsnesi endanlega bætt skerðing á laxveiðihlunnindum frá árinu 1957 37 milljónir í bætur vegna skertra veiðihlunninda Einarsnes varð fyrir mestu tjóni Á grundvelli þessa álits umboðs- manns tókst samkomulag milli Óðins og lögmanns hans, Jóns Steinars GERÐARDÓMUR hefur dæmt land- búnaðarráðuneytið til að greiða Óðni Sigþórssyni, bónda í Einarsnesi, að höfuðstóli um 8,7 milljónir króna, sem að hluta til bera vexti frá 1983 og dráttarvexti frá 1987. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu bætumar nú nema tæplega 37,5 millj- ónum króna, að teknu tilliti til þeirra vaxta, dráttarvaxta og verðbóta, sem gerðardómurinn mælir fyrir um 'að fjárhæðin skuli bera. Fjárhæðinni er ætlað að bæta end- anlega þá skerðingu á laxveiðihlunn- indum jarðarinnar sem áður hafði verið bætt að hluta og rekja má til setningar laga um lax- og silungs- veiði árið 1957. Gerðardómurinn gengur út frá því að veiðitjón Einars- ness vegna hertra krafna laganna um netalagnir hafi numið um 40 tonnum af laxi á tímabilinu 1977-1987. Einarsnes er neðsta jörðin við Hvítá í Borgarfírði. Hertar kröfur lax- og silungsveiðilaganna frá 1957 til neta- lagna í ám og ijarlægðar, sem vera skyldi á milli neta í ám, skertu neta- veiðihlunnindi jarðanna við Hvítárósa, einkum Einarsness. Fyrir landi Ein- arsness falla álar flær landi en á jörð- unum fyrir ofan en lagabreytingin fólst m.a. í því að til lengdar hverrar veiðivélar skyldi telja fjarlægð hennar frá bakka jafnt hvort sem girt væri yfír alit svæðið eða þótt aðeins væri net í straumál langt frá landi. Bændum við Hvítárósa var upphaf- iega bætt skerðingin með gerðardómi frá árinu 1959. Á grundvelli hans fengu þeir um árabil greiddar bætur með árlegu gjaldi. Laxa- og silungs- lögunum var breytt árið 1970 þannig að munur var gerður á fyrirkomulagi bótagreiðslna eftir því hvort þeir teld- ust hafa misst veiði að mestu eða öllu leyti. Þá skildust leiðir milli Einarsness og hinna jarðanna, þar sem Einarsnes var eina jörðin sem talin var hafa orðið fyrir meiri háttar tjón. Aðrar jarðir en Einarsnes fengu síðan þá skerðingu sem þær höfðu orðið fyrir endanlega bætta 1991 en éftir 1987 telst bótaréttur þeirra hafa fallið nið- ur. Óðinn Sigþjórsson bóndi í Einars- nesi taldi að við þetta uppgjör hefði hann ekki notið jafnræðis á við aðrar jarðir við Hvítárósa og verið látinn sæta ólögmætri mismunun. Þá skoð- un staðfesti umboðsmaður Alþingis, sem árið 1993 komst að þeirri niður- stöðu að ríkinu bæri að ganga til samninga við eigendur Einarsness og bæta tjón þeirrar jarðar á sama grundvelli og annarra. Gunnlaugssonar hrl, og landbúnað- arráðuneytisins, um að vísa ágrein- ingi sínum til gerðardóms til ákvörð- unar fullnaðarbóta vegna skerðing- arinnar. í gerðardóminn voru skipaðir Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari, oddamaður, Ámi Jónsson, fyrrv. landnámsstjóri og Jón Sveinsson hdl. Vilhjálmur Ámason hrl. flutti mál rík- isins fyrir gerðardóminum. Samið var um að gerðardómurinn ætti að leggja sömu forsendur til grundvallar við útreikning bóta til Einarsness og gert hafði verið vegna annarra jarða en áður greiddar bætur til Einarsness kæmu til frádráttar. í niðurstöðum gerðardómsins er fallist á kröfugerð lögmanns Óðins. Veiðitjón Einarsness er reiknað út frá þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar mati á tjóni Bóndhóls og annarra bæja við ósinn, en heildartjón Einarsness taldist rúmlega tvöfalt á við Bóndhól, sem orðið hafði fyrir næst mestri skerðingu hlunninda sinna. Kröfugerðin var annars vegar mið- uð við árin 1977-1983. Eins og kraf- ist hafði verið komst gerðardómurinn að þeirri niðurstöðu að greiða ætti vegna áranna 1977-1983 kr. 2.574.156 og hafði þá verið tekið til- lit til áður greiddra bóta sem námu 967.232. krónum. Þessa fjárhæð á ríkissjóður að greiða með dómvöxtum frá 1. september 1983-14. apríl 1987 en með dráttarvöxtum frá 14. apríl 1987 til greiðsludags. Með dóms- og dráttarvöxtum jafngildir sú upphæð rúmlega 31 milljón króna. Vegna tímabilsins frá 1984-1987 ber ríkissjóði að greiða kr. 6.198.423 sem fylgi lánskjaravísitölu frá því í desember 1993 til júní 1995 en beri dráttarvexti frá þeim tíma. Verðbæt- umar nema um 94 þúsund krónum. Gerðardómurinn telur hins vegar að auknir veiðimöguleikar fyrir landi Einarsness, sem kunni að stafa af því að óslína Hvítár var dregin upp á nýtt, ættu ekki að skerða bótarétt jarðarinnar. Gerðardóminum var einnig falið að leggja mat á hvort og þá hvemig nýtt veiðisvæði sem skapaðist fyrir landi Einarsness í kjölfar þess að ós- lína Hvítár var færð frá Nestá um Borgarfjarðarbrú komu til álita í málinu. Niðurstaðan var sú að ný óslína og hugsanlegur aukinn veiði- réttur sem af henni leiddi skerti ekki rétt Einarsness til bóta vegna þeirrar hlunnindaskerðingar sem jörðin hefði áður orðið fyrir. Handteknir í miðstöð fíkniefna- ; dreifingar 1 TÍU manns voru handteknir í hús- leit fíkniefnalögreglu í Mjölnisholti í Reykjavík í fyrrakvöld. Þetta er þriðja húsleitin sem gerð er þarna á innan við mánuði og hefur verið lagt hald á um 100 grömm af hassi og talsvert magn af amfet- amíni, auk vopna, þýfis og neysluá- I halda. j Húsráðandi hefur margsinnis komið við sögu fíkniefnamála og * segir fíkniefnalögreglan að hús þetta, þar sem áður var Bananasal- an í Reykjavík, virðist vera stór miðstöð fyrir dreifíngu og neyslu fíkniefna. í húsleitinni í fyrrakvöld var lagt hald á tugi gramma af hassi og talsvert magn af amfetamíni. Fjórir aðilar voru enn í haldi fíkniefnalögreglunnar í gær vegna f málsins. J -----»-♦ -♦--- Alsæla og kókaín í póstinum [ TOLLVERÐIR á bögglapóststof- J unni fundu sl. fimmtudag 330 töfl- } ur af alsælu og 57 grömm af kóka- íni í bréfi stíluðu á aðila í Reykja- vík. Fíkniefnalögreglan tók málið til rannsóknar og efnin í vörslu sína. Fjórir aðilar voru handteknir grun- aðir um að hafa átt efnin og hús- leitir voru gerðar á tveimur stöðum í borginni en rannsókninni telst J nú lokið án þess að tekist hafi að . sanna hveijir hlut áttu að máli. Efnin eru hins vegar í vörslum J lögreglunnar og verður þeim eytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.