Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGÚR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íslenski dansflokkurínn býður sex ballettverk á stóra sviði Borgarleikhússins Tjáning ánorða * Islenski dansflokkurinn býður unnendum balletts og dans upp á sannkallaða veislu með sýningu sem samanstendur af sex verk- um, gömlum og nýjum. Þröstur Helgason kynnti sér dagskrána og ræddi við Robert LaFosse, aðaldansara við New York City Ballet og höfund eins verksins. Morgunblaðið/ÞorkeN „ÞETTA er bara fólk að dansa, konur eru á táskóm og stundum íyfta karlarnir þeim, stundum segja þau einhveija sögu, stund- um ekki,“ segir Robert LaFosse, einn af höfundum þeirra sex verka sem flutt verða á sýningum dansflokksins. SLENSKI dansflokkurinn frumsýnir dagskrá sem nefnist Sex ballettverk á stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, fímmtudag, en þar munu verða sýndar perlur úr eldri verkum og ný innlend og erlend verk. Flakkað verður um í tíma og rúmi þar sem verkin eru frá ýmsum tímaskeiðum og heimshlutum. Nýtt íslenskt, Hnotubrjóturinn o.fl. Á sýningunni verður frumflutt nýtt íslenskt ballettverk, Næsti viðkomustaður: Álfasteinn, eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, danshöf- und og skólastjóra Listdansskóla íslands en hún hefur samið fjölda dansverka fyrir flokkinn og skól- ann. Tónlistin er eftir Sigurð Þórð- arson en útsetningu og undirleik- annast Szymon Kuran. Hnotu- bijótinn við tónlist Tchaikovsky þekkja flestir aðdáendur hins klassíska balletts en flutt verður hið vinsæla Grand pas de deux. Blómahátíðin í Genzano er einþátt- ungur sem danski ballettdansarinn og danshöfundurinn August Bo- umonville samdi árið 1858. Tón- listin er eftir Edvard Helsted og Holger Simon Paulli. La Sylphide er sömuleiðis verk í tveimur þátt- um eftir Boumonville. Fluttur verður tvídans úr 2. þætti verks- ins. Tónlistin er eftir Lovenskjold. Flutt verða brot úr Rauðum rósum eftir Stephen Mills við tónlist Edith Piaf og síðast en ekki síst verður flutt verkið Rags eftir Robert La- Fosse við tónlist eftir Scott Joplin. Létt og skemmtilegt LaFosse er aðaldansari og dans- höfundur hjá New York City Ball- et. Hann er talinn mjög skapandi danshöfundur og verk hans hafa verið sýnd víða um heim. LaFosse var hér á landi fyrir skömmu vegna uppsetningar verks síns, Rags. í samtali við blaðamann sagði hann að heiti verksins skírskotaði bæði til þeirrar tónlistar sem kölluð væri Rags, eða Ragtime, og til slit- inna fata eða þvottakiúta. „Verkið fjallar um fjögur tímaskeið, annan áratuginn, þriðja, fjórða og fimmta. Eitt danspar túlkar hvert tímaskeið fyrir sig. í mínpm huga er tónlist Scotts Joplin tímalaus. Hún var ekki mjög vinsæl þegar hann samdi hana um aldamótin síðustu, sennilega vegna þess að hann var svartur og að fást við hinn forboðna jass. Þetta var und- irheimatónlist. Verkin hans urðu hins vegar sífellt vinsælli þegar leið á öldina og við þekkjum hana kannski best úr kvikmyndinni The Sting. Ég samdi verkið í Þýskalandi á síðasta ári. Ég fór til Dachau þar sem nasistar voru með fangabúðir í stríðinu og varð fyrir mjög mikl- um áhrifum. Ég fór ,að hugsa um grimmd hins tilviljunarkennda dauða en í þessum búðum voru drepnir 30.000 einstaklingar sem höfðu ekki unnið neitt illt. Og ég fór að hugsa um alnæmi sem tor- tímir einmitt hópi fólks, og í þeim hópi getur verið hver sem er. Það er því kannski eilítil undiralda í verkinu þótt því sé fyrst og fremst ætlað að vera létt og skemmtilegt. Það er enda mikið um að vera í verkinu. Margar persónur koma fyrir, sjóari, vændiskona, þjónn, maraþondansarar og fleiri." Dans skilst alls staðar LaFosse segir að verkið sé ekki í klassískum stíl heldur sé því ætl- að að gefa ballettdönsurum tæki- færi til að skvetta dálítið úr klauf- unum. „Ég fléttaði inn í verkið sitthvað úr samkvæmisdönsum tímabilsins sem það fjallar um, það er því eins konar blanda af þeim og hefðbundnum ballettdansi." LaFosse segir það eitt af mark- miðum sínum að færa ballettinn til almennings í meira mæli en gert hefur verið. „Það er eins og fólk sé hrætt við ballett, því finnst hann framandi, illskiljanlegur kannski. En það er í raun ekkert sem fólk þarf að vita áður en það fer að horfa á ballettsýningu. Þetta er bara fólk að dansa, konur eru á táskóm og stundum lyfta karlarnir þeim, stundum segja þau einhveija sögu, stundum ekki. En dans er fyrst og síðast tjáning án orða sem mér þykir áhugaverð- asta listformið, það er alltaf hægt að snúa út úr orðum þínum en það verður ekki gert við dansinn. Að auki er hann alþjóðlegur, dans skilst allsstaðar. Verk eins og Rags er einn liðurinn í því að kynna ballettinn, breiða hann út því að fólk þekkir tónlistina sem hann er saminn við og það vekur áhuga.“ LaFosse er 36 ára og hefur dansað ballett síðan hann var 5 ára. Hann segist ætla að dansa í nokkur ár í viðbót. „Ég dansa þar til líkaminn segir hingað og ekki lengra. Ég hef svo sífellt fengist meira við að semja og mun sjálf- sagt að endingu færa mig alveg yfir á það svið.“ LaFosse samdi sinn fyrsta ballett árið 1985, Dótt- ir Rappacinis, fyrir flokk Mikhails Baryshnikov. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hann samið fjölda verka og hlotið viður- kenningar fyrir störf sín, meðal annars menningarverðlaun New York borgar og viðurkenningu frá The School of American Ballet. Sýningin á morgun hefst kl. 20 en einnig verður sýning sunnudag- inn 12. nóvember á sama tíma og laugardaginn 18. nóvember kl. 14. EIN myndanna sem prýða listaverkadagatalið fyrir árið 1996. Listaverkadaga- tal Listasafns Reykjavíkur NÝLEGA kom út á Kjarvalsstöðum listaverkadagatal fyrir árið 1996. Um er að ræða dagatal, prýtt mynd- um af verkum eftir nokkra af helstu listamönnum þjóðarinnar, úr eigu Listasafns Reykjvíkur. Dagatalið er hannað til að geta staðið á borði en það er í sérhann- aðri öskju úr plexigleri sem svipar til askna utan um geisladiska. Opin virkar askjan sem standur fyrir dagatalið en lokuð sem hulstur. Dagatal Listasafns Reykjavíkur kostar 795 krónur og er meðal ann- ars til sölu í safnaverslunum safpsins á Kjarvalsstöðum og í Ásmundar- safni. íslandssaga og Latibær ÞEIR breyttu íslandssögunni und- irtitill Tveir þættir af landi og sjó nefnist bók eftir Vilhjálm Hjálmars- son, fyrrverandi ráðherra, sem Æsk- an gefur út fyrir jólin. í þætti af landi er fjallað um þau ráð sem vask- ir menn gripu til þegar ófærð og ill- viðri lokuðu leiðum og bjargarleysi vofði yfir. í þætti af sjó segir frá árabátaútgerð Færeyinga héðan. Magnús Scheving þolfímimeistari er höfundur barnabókarinnar Áfram Latibær! Værukærir íbúar í Latabæ eru miður sín vegna frétta um íþróttahátíð sem halda á í öllum bæjum og borgum. í bókinni er fjöldi mynda eftir Halldór Baldursson og henni mun fylgja geisladiskur með leiðbeiningum Magnúsar um léttar leikfimiæfingar, við tónlist eftir Mána Svavarsson. Orðskviðir og aldagömul speki BÖKMENNTIR Fræðlbók ÍSLENSKIR MÁLSHÆTT- IR - ÍSLENSK ORÐTÖK Ritstjóri/höfundur Sölvi Sveinsson. Teikningar Brian Pilkington. Iðunn — 247 og 225 síður. Hvor bók um sig 3.880 kr. Saman í öskju 7.760 kr. FÁTT kemur sér betur í erfíðum orðaskiptum en meitlað spakmæli, sem segir allt sem segja þarf þegar binda þarf endi á langvinnt þref og bollalengingar. Margvíslegar rök- leiðslur blikna þá eins og hjóm fyrir aldagamalli visku sem þjóðin hefur meitlað í meðförum sínum og ósjald- an sett fram í „stuðlanna þrískiptu grein“. Ræðumönnum, rithöfundum og öðrum yrkjendum málsins kemur því ve! að hafa aðgang að hand- hægu málshátta- og orðtækjasafni þar sem má lesa sér til um „rétta“ (hefðbundna) meðferð máltækja, grafast fyrir um uppruna þeirra og afla sér nýrra áhalda í rökfimi og stílbrögðum. Nú hefur bókaútgáfan Iðunn ráðist í að gefa út „íslenska málshætti" (1. útg.) og „íslensk orðtök“ (áður útg. 1993) sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman. Eru það gagnleg rit og skemmtileg af- lestrar - þótt vissulega sé efninu ekki gerð tæmandi skil, enda vísast ómögulegt. Eldri útgáfur íslendingar hafa haldið orðtökum sínum til haga um aldi'r, og eru til málsháttasöfn í handritum allt aftur á 16. öld. Um miðbik síðustu aldar safnaði dr. Hallgrímur Scheving 2.800 málsháttum sem birtir voru í boðsriti Bessastaðaskóla og Finnur Jónsson gaf út annað málsháttasafn árið 1920. Verkefnið hefur því löng- um verið talið þarft, enda hafa all- margir fetað í fótspor þeirra Finns og Hallgríms. Ber helst að nefna þá Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjala- vörð og Óskar Halldórsson sem tóku saman málshætti fyrir Almenna bókafélagið fyrir um þijátíu ámm. Er það grundvallarrit um íslenska málshætti sem hefur verið marg endurprentað enda kveðst Sölvi Sveinsson taka mið af því ásamt riti Halldórs Halldórssonar „íslenskt orðtakasafn" (1991). Framsetning og uppflettiorð Á bókarkápum „íslenskra orð- taka“ og „íslenskra málshátta“ er því heitið að sá sem er í „vafa um rétta notkun íslensks málsháttar" geti „flett upp í bókinni og fundið hvemig málshátturinn er og hvað hann merkir“. Ekki stenst þetta fyr- irheit fyllilega því allmargir máls- hættir og orðtök hafa ekki ratað inn á síður bókanna auk þess sem þær eru að sumu leyti óþjálar fyrir mark- vissa leit,. þótt skemmtilegt sé að blaða í þeim. Helsta orsök þessa er ósamræmi í meðferð lykilorða. í öðru bindinu eru annars vegar „orðalyk- ill“ og hins vegar „merkingarlykill" aftast í bókinni. Lesandanum er ekki ljóst hvað skilur þar á milli og hvoru megin hann á að leita. í hinu bindinu em hins vegar notuð hugtökin „lyk- ilorð“ og „atriðisorð" sem lesandi getur flett upp aftast, án þess að merkingarmunurinn á þessu tvennu sé ljós. Vandséð er hvaða nota- gildi þessi tilhögun hef- ur. Flokkun Beitt er ólíkum að- ferðum við að flokka annars vegar orðtökin - hins vegar málshætt- ina, og virðist hrein hentistefna ráða því. Efnisflokkar orðtak- anna ero t.d: „hemað- ur“, „íþróttir*1, „tafl og spil“, „lík- amshlutar í orðtækjum" og kafli sem nefnist „milli íjalls og fjöro" auk „ýmissa orðtækja". Þetta er ómarkviss flokkun, og ekki vel til þess fallin að einfalda leit. Sama má segja um' málshættina. Þeim er skipað undir nokkra „yfírmáls- hætti“. Heitir t.d. einn kaflinn: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi" og gefur til kynna að hann inni- haldi orðskviði um búskaparhætti. Óljósari eru fyrirsagnir á borð við: „Þú ert strá, en stórt er drottins vald“ og „Fuglinn segir bí, bí, bí“ sem er reyndar tilvitnun í vísu eftir Sveinbjörn Egilsson, en ekki máls- hátt. Þó er bót í máli að aftan við málsháttabókina gefur að Iíta alla málshætti hennar í stafrófsröð, og því hægt að fletta þeim upp eftir minni. Sama er uppi á teningnum í orðtaka- safninu, nema hvað þar eru orðtökin höfð í staf- rófsröð fremst í bók- inni. Hefði farið betur á því að samræma efn- isskipan bindanna tveggja. Þakkarvert framtak Þá saknaði ég þess að ýmis yngri orðtök og málshættir, sem drepið er á í formála, skuli ekki höfð með í meginmáli verksins, og að ekki skuli vera hægt að fínna þá í atriðisorðum (eða orðalykli). Má nefna ýmsa skemmtilega málshætti sem Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, hefur búið til um alnæmis- hættuna: „Gýs upp smit við gjálífi" og „Enginn veit hver eyðni ber - ávallt hafðu gát á þér“. Hvað sem þessum athugasemd- um líður er verkið skemmtilegt af- lestrar, skýringamar vel samdar og myndskreyttar af okkar ágæta lista- manni Brian Pilkinton. Framsetn- ingin laðar að - sem er mikils virði þegar koma þarf fróðleik á fram- færi, einkum við ungt fólk. Fram- takið er því vert að þakka, enda lík- legt að margir muni sjá sér hag í því að eignast þessar bækur og hafa þær við höndina. Ólína Þorvarðardóttir Sölvi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.