Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 255. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Bolsévikkar hylltir RÚSSNESKIR kommúnistar hlýða á ræður á útifundi í Moskvu í gær þegar minnst var 78 ára afmælis byltingar bolsé- vikka. Nokkrir halda á myndum af Lenín og Stalín. Kommúnist- um og stuðningsflokkum þeirra er nú spáð allt að 40% fylgi í þingkosningunum sem fram eiga að fara 17. desember. Ásamt ýmsum samtökum og fiokkum ákafra þjóðernissinna, sem einn- ig eru andvígir markaðshyggju síjórnvalda og vestrænum um- bótum, gætu kommúnistar náð traustum meirihluta á þingi. ■ Kommúnistum spáð sigri/17 ísraelar hefja á ný friðarviðræður við Palestínumenn Lofa að hægja ekkí á sáttaumleitunum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR héldu í gær áfram við- ræðum við Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) og fullvissuðu þau um að morðið á Yitzhak Rabin yrði ekki til þess að hægja á tilraunum til að koma á varanlegum friði í Miðaustur- löndum. „Ég held áfram því ferli sem við höfum hafíð,“ sagði Shimon Per- es, starfandi forsætisráðherra ísraels. Israelar opnuðu í gær á ný landa- mærin að Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu og komust þá þúsundir Palestínumanna til vinnu. Viðræð- urnar í gær snerust um bæinn Jenín á Vesturbakkanum, sem vérður und- ir stjórn Palestínumanna síðar í mánuðinum samkvæmt sjálfstjórn- arsamningi ísraela og PLO. Sýrlendingar létu í ljós vilja til að sættast við ísraela. Málgagn sýr- lenska stjórnarflokksins, al-Baath, hvatti Peres til að blása nýju lífi í friðarviðræðurnar og sagði þörfina á friði í Miðausturlöndum hafa auk- ist eftir morðið á Rabin. Gyðingar handteknir Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hvatti ísraela til að grípa til harðra aðgerða gegn öfgasinnuðum gyðing- um eftir að námsmaður, sem lagðist gegn friðarsamningum ísraela og PLO, myrti Yitzhak Rabin forsætis- ráðherra á laugardag. Arafat er sjálfur undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjamönnum og Israelum um að binda enda á árásir Palestínu- manna, sem ieggjast gegn friðar- samningunum._ Lögreglan í ísrael hefur handtekið fjóra gyðinga, sem höfðu fagnað drápinu á Rabin. Að sögn ísraelsku fréttastofunnar Item er búist við fleiri handtökum en margir þeirra, sem lögreglan leitaði, væru í felum. Ekkja Rabins sakaði í gær stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Likud- flokkinn, um að hafa alið á hatri í garð forsætisráðherrans með brigsl- um um föðurlandssvik og bera þann- ig ábyrgð á morðinu. Benjamin Net- anyahu, leiðtogi Likud, vísaði þessu á bug. Hann sagði að flokkurinn hefði aldrei lagst gegn friði og benti á að það var hann sem friðmæltist við Egypta. Embættismenn PLO sögðust telja að morðið yrði til þess að styrkja þau öfi í ísrael sem vilja friðmælast við araba og að stuðningurinn við öfga- menn úr röðum gyðinga minnkaði. ■ Segir frið mikilvægari/16 Dómar í bresku vopnasölumáli ógiltir Alvarleg ásökun gegn ráð- herrum London. Reuter. ÁFRÝJUNARRÉTTUR í London ógilti í gær dóma yfir fjórum mönn- um, sem voru fundnir sekir um ólöglega vopnasölu til íraks fyrir rúmlega þremur árum. Sagði í úrskurðinum, að ráðherrar í bresku stjórninni hefðu á sínum tíma neit- að að birta skjöl, sem hefðu dugað mönnunum til sýknu. „Mjög alvarleg staða“ Michael Heseltine aðstoðarfor- sætisráðherra sagði, eftir að úr- skurðurinn lá fyrir, að staðan væri „mjög alvarleg“ en dómurinn sagði, að skjölin hefðu sýnt, að ríkisstjórnin hefði vitað um vopna- söluna til íraks fyrir Persaflóastríð en látið hana óátalda. Meinað um sönnunargögn Mennirnir, fjórir kaupsýslu- menn, voru dæmdir í febrúar árið 1992 og fengu þrír þeirra skilorðs- bundinn dóm en einn var sektað- ur. Þeir héldu því fram, að vopna- útflutningur hefði verið með fullri vitund breskra stjómvalda en gátu ekki sannað það þar sem ráðherr- arnir neituðu að gera opinber skjöl um það mál. Þetta mál er spegilmynd af öðru, sem varðaði Matrix Churchill-verk- fræðifyrirtækið, en málssókn gegn því var hætt í nóvember 1992 þeg- ar fyrrverandi varnarmálaráðherra viðurkenndi, að ríkisstjórnin hefði í raun stutt vopnasölu til íraks fyrir Persaflóastríð. ■ Áfall fyrir Major/16 Reuter ÍSRAELSKUR drengur horfir á gröf Yitzhaks Rabins í gær þegar þúsundir ísraela komu þangað til að votta minningu hans virðingu sína, daginn eftir að hann var borinn til grafar. Laxeldi Norðmanna 25% sölu- aukning Ósló. Morgunblaðið. ÚTFLUTNINGURINN á norsk- um eldislaxi verður um 260.000 tonn í ár og 25% meiri en í fyrra, að sögn sambands norskra fiskeldisfyrirtækja. Sambandið segir að met- framleiðsla Norðmanna á eldis- laxi hafí stuðlað að lágu verði á mörkuðunum að undanförnu. Það hafí einnig áhrif á verðið að kaupendur búist við að Norð- menn eigi eftir að auka fram- leiðsluna á stórum eldislaxi, sem verði seldur á lægra verði. Sambandið telur brýnt að stöðva þessa verðþróun og koma í veg fyrir að Evrópusam- bandið geri ráðstafanir til að draga úr innflutningnum frá Noregi. Bresk fískeldisfyrirtæki hafa knúið á um slíkar ráðstaf- anir á síðustu vikum. Juppe fækkar ráðherrunum París. Reuter. ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, stokkaði upp í stjórn sinni í gær og fækkaði ráðherrunum úr 42 í 33. Juppe sagði að upp- stokkuninni væri ætlað að skapa „fámennari en samhentari sveit“ ráðherra sem gæti knúið fram óvinsælar sparnaðaraðgerðir. - Öll stjórnin sagði af sér í gærmorgun en Jacqu- es Chirac forseti skipaði Juppe aftur í embætti forsætisráðherra og fól honum að mynda nýja stjórn. Jean Ai-thuis fjármálaráðherra, Herve de Cha- rette utanríkisráðherra og Jean-Louis Debre inn- anríkisráðherra halda allir embættum sínum, sem og Jacques Toubon dómsmálaráðherra og Charles Millon varnarmálaráðherra. Franck Borotra, einn af fjórum nýjum ráðherr- um í stjórninni, var skipaður iðnaðarráðherra og fer hann einnig með póst- og fjarskiptamál. Segir stjórnina „fámennari og samhentari“ Alain Lamassoure, fyrrverandi Evrópumálaráð- herra, var gerður að fjárlagaráðherra og tals- manni stjórnarinnar. Þrettán ráðherrum vikið frá Fyrir uppstokkunina hafði Chirac boðað áherslubreytingu í efnahagsmálum, fallið frá því að baráttan gegn atvinnuleysinu hefði forgang, eins og hann lofaði í kosningabaráttunni, og kynnt aðgerðir til að spara í velferðarkerfinu og minnka fjárlagahallann. Jacques Barrot atvinnumálaráðherra var skip- aður í nýtt ráðuneyti, sem fer bæði með félags- og atvinnumál, og hann fær það verkefni að knýja fram breytingar á velferðarkerfinu. Tveim- ur ráðherrum, sem undirbjuggu breytingarnar ásamt Barrot, var vikið frá. Þrettán ráðherrum var vikið frá og þeirra á meðal er Elizabeth Hubert heilbrigðisráðherra sem hafði sætt gagnrýni vegna áforma um að hækka gjöld sjúkrahúsa. Fjórar konur eru í nýju stjórninni en voru tólf áður. Gengi frankans hækkaði og hlutabréf hækkuðu í verði vegna uppstokkunarinnar og henni var almennt vel tekið innan stjórnarflokkanna. Sósíal- istar sögðu fráfarandi stjórn þá skammlífustu í 37 ára sögu fimmta lýðveldisins og töldu upp- stokkunina til marks um að Chirac hefði fengið „hræðslukast“ vegna síminnkandi vinsælda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.