Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona farðu nú að koma þér að þessu áður en hún klárar bókina . . . Sambúðarfólk eigi sama rétt og hjón til fjárhagsaðstoðar Þörf á heildarlöggjöf um óvígða sambúð FÓLK í óvígðri sambúð mun eiga sama rétt til fjárbagsaðstoðar sveitarfélaga og hjón, nái frum- varp það fram að ganga, sem Pál! Pétursson félagsmálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu er svohljóð- andi málsgrein bætt við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga: „Sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einnig karl og kona sem búa saman og eru bæði ógift, enda hafi sambúðin verið skráð í þjóð- skrá í a.m.k. eitt ár áður en um- sókn er lögð fram.“ í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að við útreikning á fjárhagsaðstoð til einstaklings, sem er í óvígðri sambúð, megi ekki taka tillit tii tekna sambýl- ings, þar sem lögin kveði ekki sérstaklega á um sambúðarfólk. Á milli sambúðarfólks ríkir ekki gagnkvæm framfærsluskylda eins og milli hjóna. í athugasemdunum kemur fram að viða séu í lögum ákvæði, sem kveði á um að fara skuli með sam- búðarfólk eins og hjón. „Slík laga- ákvæði kveða ekki beinlínis á um framfærsluskyldu milli sambúðar- fólks, en ganga þó í þá átt,“ segir þar. Æskilegt að afstaða löggjafans komi fram í greinargerðinni kemur hins vegar líka fram að óheppilegt sé að hafa þannig sérstök ákvæði um sambúðarfólk á víð og dreif í lögum: „Æskilegt hefði verið að í lögum væri að finna afstöðu löggjafans í þessu efni og fyrst væru sett heildarlög um óvígða sambúð í stað þess að byija á því að setja ákvæði um sambúð á víð og dreif í lög sem geta bundið hendur löggjafans komi til þess síðar að setja eigi heildstæð lög um sarnbúð." Morgunblaðið/Þorkell Aðeins . hluti þaksins eftir EKKI verður grafið í snjó- flóðið, þar sem Minjasafn Flateyrar stóð, til að leita að munum úr safninu, heldur verður beðið þar til snjórinn þiðnar, jafnvel til vors ef svo ber undir. Er þetta gert til að koma í veg fyrir hugsan- Iegar skemmdir á dýrmætum safnmunum. Minjasafnið gjöreyðilagðist í flóðinu og dreifðust munir víða. Eini heillegi hlutinn úr húsinu, sem sjáanlegur er, er hluti af þakinu sem borist hefur langan veg með flóðinu. Þar fann Jón Sigurpálsson, minja- vörður Byggðasafns Vest- fjarða, eintak af blaðinu Stockholms Tidningen, frá árinu 1938, fast í þekjunni en hann skoðaði aðstæður á flóðasvæðinu. Sameinuðu þjóðirnar SÞ kosta ekki mikla peninga Gunnar Pálsson HHÁLFRAR aldar af- mælis Sameinuðu þjóðanna var ný- lega minnst með pomp og pragt í New York, að við-. stöddum leiðtogum þeirra 185 ríkja, sem fylla flokk hinna sameinuðu þjóða. Hátíðarbragurinn er þó ekki einhlítur, því að sögn framkvæmdastjóra sam- takanna vofir gjaldþrot yfir samtökunum, ef svo heldur sem horfir. Gunnar Pálsson, sendiherra íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, segir engan efa leika á því að aðild íslands að samtökun- um hafi þjónað hagsmunum landsmanna en kveður fjár- hagsvanda Sþ mikið áhyggjuefni. Þegar Gunnar er beðinn um að meta gagnið af aðild íslend- inga að Sameinuðu þjóðunum, minnir hann á að íslendingar hafi ekki gerst stofnaðilar, því það hafi aðeins staðið þeim þjóðum til boða, sem sögðu öxulveldunum stríð á hendur á sínum tíma. „En eitt fyrsta verk hins nýstofnaða iýðveldis var að sækja um inn- göngu og þegar hún fékkst 1946 innsiglaði það stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar á alþjóðavett- vangi. Það hafði gríðarlega mikið pólitískt táknrænt gildi óg hefur í raun enn sama gildi. Innan SÞ hafa íslendingar svo getað unnið að framgangi mark- miða íslenskrar utanríkisstefnu og þá kemur hafréttarsamstarfið fyrst upp í hugann. í krafti aðild- arinnar hefur okkur tekist að tryggja yfirráðin yfir efnahagslög- sögu okkar. Það er ekki sjálfgefið að það hefði tekist, ef hafréttar- starfið innan SÞ hefði ekki komið til. Af skyldum málum má nefna baráttu gegn mengun sjávar og fyrir ábyrgri fiskveiðistjórnun." Alþjóðavæðing er víða til umræðu og misjafnt hvort fólk virðist átta sig á þessum breytingum. Virðist þér íslendingar átta sig á hvað er að gerast í heiminum? „Það er enginn efi á að skilning- ur á eðli þeirra breytinga, sem ganga yfir heiminn hefur farið vaxandi. í því efni hefur aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og G,att-samningnum haft sitt að segja. Það blasir við í efnahags- málum að lönd heims eru háð hvert öðru, hn það er einnig að aukast skilningur á að pólitísk viðfangs- efni, til dæmis á sviði hafréttar- mála, umhverfis- og þróunarmála og fíkniefna- og glæpavarna verða ekki leyst nema með sameiginlegu átaki allra ríkja. Tölvu- og fjar- skiptátækni gjörbreytir heiminum En þessar breytingar vekja ekki aðeins upp spurningar um skiln- ing, heldur um pólitísk viðhorf. Það er víða til umræðu hvort fullveldi og þjóð- ríki heyri sögunni til, meðan aðrir benda á að slíkt sé fjarstæða. Þjóðríki reisi skorður, sem ekki sé hægt að yfirstíga. Um leið vakna spurningar um framvindu Sameinuðu þjóðanna og hvort þær eigi að fá sjálfstætt valdsvið, sem löndin beygi sig und- ir. Þetta eru réttmæt umhugsunar- efni, sem menn mun greina á um áfrarn." Slæm fjárhagsstaða SÞ er stað- reynd. Hvert stefnir íþeim málum? „Fjárhagsvandinn liggur eins og mara á samtökunum og fram- kvæmdastjórinn hefur bent á að Sameinuðu þjóðirnar séu allt að því gjaldþrota. Það hefur þegar verið gert mikið til að skera niður, ► Gunnar Pálsson fæddist í Reykjavík í janúarmánuði 1955. Hann hóf störf í utanríkisráðu- neytinu 1984. Árið 1991 var hann skipaður sendiherra ís- lands við Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) sem fram fór í Vínarborg. í fyrra hóf hann störf sem sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Gunnar stundaði nám í Dublin á írlandi og Tubingen í Þýska- landi á árunum 1977 til 1979 en lauk doktorsprófi í stjóm- málafræðum frá Buffalo- háskóla í New York árið 1984. draga úr sóun og í raun hefur verið skorið inn að beini. Ef það dugir ekki til verður að fækka sjálfum beinunum. En það er erf- itt, því SÞ eru sífellt falin fleiri verkefni, ekki síst á sviði friðar- gæslu. Það fer ekki saman að skera niður annars vegar og krefj- ast aukinnar starfsemi hins vegar. Það er mikið gert úr að SÞ hafi brugðist í Bosníu og Sómalíu og að fátt sé gert annað en að framleiða pappír. Þetta er hins vegar afskaplega villandi mynd af samtökunum. SÞ kosta ekki mikla peninga. Framlögin í heim- inum til hermála eru 150 Banda- ríkjadalir á hvert mannsbarn, en öll framlög til SÞ eru tveir dalir á mann. Þegar forseti allsherjar- þingsins, sem er Portúgali, setti þingið benti hann á að öll fjárlög SÞ næmu aðeins fjórðungi af framlögum Portúgala til mennta- mála og eru Portúgalir þó ekki nein stórþjóð. Þegar verið er að áfellast starf- ið í Bosníu eða Sómalíu má ekki gleyma að SÞ eru aðeins verkfæri aðildarríkjanna. Ef löndin í örygg- isráðinu hafa ekki þann pólitíska og gagnrýna SÞ fyrir að gera ekki það, sem þeim var ekki sett fyrir. Verkefnið var ekki að koma á friði með hervaldi. Til þess hefði vita að ímynd Sameinuðu þjóð- anna skuli vera eins neikvæð og raun ber vitni, því þó gera megi betur má ekki gleyma að með því að þjóðir heims tali saman á þess- um vettvangi er verið að gefa stór- um og vanmegnugum hópi mann- kyns von um betra líf.“ SÞ eru sífellt falin fleiri verkefni vilja, sem til þarf, þá verður verk- færinu ekki beitt. í Bosníu hefur ---------- bæði verið unnið að friðargæslu og mann- úðarstarfi. Því hefur hins vegar verið hafnað að gefa samtökunum afl til að stilla til frið- ar, svo það þýðir þá ekki að koma þurft miklu meira herlið og þá efalaust ' með meiri tilkostnaði. Það er dapurlegt til þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.