Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 21 FJÖLMIÐLUIM Sjónvarpsstöðin Fjölsýn hefur útsendingar í Vestmannaeyjum Sex útsendingarrásir Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÓNVARPSSTÖÐIN Fjölsýn í Vestmannaeyjum hóf formlega starfsemi nýverið er stöðin var opnuð við athöfn í húsnæði því er tækjabúnaður Fjölsýnar er til húsa. Fjölsýn er hlutafélag í eigu ein- staklinga og fyrirtækja og einnig á Vestmannaeyjabær hlut í félag- inu. Fjölsýn sendir efni út með örbylgjusendingum. Sent er út á sex rásum, þar af eru fimm erlend- ar rásir sem endurvarpað er gegn- um gervihnött en á einni rás verð- ur sent út ýmiss konar innanbæjar- efni, aulýsingar, textaðar bíó- myndir og ýmislegt annað efni. Erlendu rásirnar sem Fjölsýn end- urvarpar eru Cartoon Network og TNT, Discovery, MTV, Eurosport og Sky news. Fjölsýn var stofnuð á síðasta ári eftir að Vestmannaeyjabær hafði haft forgöngu um undirbúning að stofnun félagsins. í sumar hófust tilraunaútsendingar meðan verið var að ganga endanlega frá öllum tækjabúnaði. Móttökudiskur fyrir sendingar frá gervihnöttum er staðsettur efst í bænum sem og sendiloftnet stöðvarinnar en þar sem sent er út á örbylgju þarf sendigeislinn að berast til móttak- andans i sjónlínu frá sendiloftnet- inu. Notendur þurfa því sérstakt örbylgjuloftnet til að taka við send- ingunum og einnig þurfa þeir af- ruglara því efnið er sent út ruglað þannig að einungis áskrifendur geta notið þess. Afruglunarbúnað- ur stöðvarinnar getur afruglað alls 32 stöðvar í einu þannig að hægt er að horfa á allar útsendar rásir samtímis hjá hveijum notenda í gegnum einn afruglara, en ekki bara eina rás eins og þekkst hefur hjá öðrum sjónvarpsstöðvum hér- lendis enda er afruglunarbúnaður Fjölsýnar sá fýrsti sinnar gerðar sem settur er upp í Evrópu. Sýnt var beint frá formlegri opnun stöðvarinnar á innanbæjar- rás Fjölsýnar. Við opnunina flutti Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, ávarp og opnaði stöðina formlega, en einnig fluttu ávörp Eiríkur Bogason, veitustjóri, og Jón Á. Ólafsson, stjórnarformaður Fjöl- sýnar. í máli þeirra kom fram að öll vinna við undirbúning hefði gengið mjög vel og með góðu samstarfi bæjaryfirvalda og einstaklinga hefði þessi draumur um sjónvarp í Eyjum orðið að veruleika. Fram kom að þrátt fyrir að sjónvarps- stöðin væri að fara fyrst formlega af stað á laugardaginn þá væru þegar komnir yfir 150 áskrifendur og þeim fjölgaði dag frá degi. Notendur sem gerast áskrifend- ur að Fjölsýn greiða tæpar tuttugu þúsund krónur í inntökugjald en síðan er áskriftargjald að stöðinni 1.790 krónur á mánuði. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SJONVARPAÐ var frá opnunarathöfninni á einni rásinni. GESTIR virða fyrir sér hluta af tækjabúnaðinum. Sprangað um vefinn Á HEIMASÍÐU Netscape má finna meðal annars beta-útgáfu 2 af Netscape 2.0, en Netscape býð- ur hverjum þeim sem finnur villu í forritinu verðlaun, mis- mikil eftir því hversu alvarleg villan er. Einnig má finna á síð- unni Netscape Power Pack 1.0, sem í eru ýmsar viðbætur, þar á meðal Acrobat til að lesa .pdf- skjöl, Apple QuickTime 1.9.2 fyr- ir kvikmyndir o.fl. Slóðin er http://home.netscape.com/, en fyrir þá sem eru með Netscape er nóg að smella á N-ið á forrit- inu. Windows 95 hefur selst vonum framar að sögn Microsft-manna þó ekki sé sársaukalsut að skipta úr Windows 3.x. Tölvutímaritið PC World rekur einskonar gagnabanka fyrir Windows 95- notendur þar sem finna má ýms- an hugbúnað og tilheyrandi hjálpartól. Slóðin er http://www.pcworld.com/ win95/ en einnig má gerast áskrifandi að ráðleggingum vegna Windows 95 og fá sendar ábendingar um forrit. Slóðin er http://www.pcworld.com/ win95/win95tipoday.htmI. Björk Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um Bandaríkin. Ymsar heimasíður tengjast Björk, þar á meðal hennar eigin síða í http://www.bjork.co.uk en upplýsingar um tónleikaferðina, hvar verði leikið næst o.fl. má finna á slóðinni http://pathfind- er.com/4*RkopHhJQMAQLlP- /elektra/. BRÆÐURN- IR Frederick og David Barclay eiga fyrir The European. Barclay- bræður kaupa Scotsman London. Reuter. BARCLAY-tvíburabræðurnir í Bret- landi hafa keypt blaðaútgáfuna Scotsman Publications fyrir ótiltekna upphæð að sögn fyrirtækisins Thom- son Corp í Kanada. Scotsman Publications gefur með- al annars út blöðin Scotsman, Scot- land on Sunday og Edinburgh Even- ing News. Thomson-blaðaútgáfan, sem til- kynnti í júní að hún hygðist selja öll blöð sín í Bretlandi, hefur einnig selt forlaginu Northcliffe News- papers blaðið Aberdeen Press and Journal fyrir 82 milljónir punda. Northcliffe Newspapers er dóttur- fyrirtæki Daily Mail & General Trust. Þar með hafa öll blöð Thomsons í Bretlandi verið seld. Skozkir kaup- sýslumenn hafa gert ráð fyrir að blöð fyrirtækisins í Skotlandi verði seld fyrir um 175-200 milljónir punda. 500 millj. punda stórveldi Barclay-bræðurnir frá London keyptu Scotsman-útgáfuna fyrir milligöngu eigin ljárfestingarfyrir- tækis, Ellerman Investments. Þeir eru 57 ára gamlir, búa í skattapara- dísinni Monte Carlo og ráða yfir fast- eigna- og skipáútgerðarfyrirtæki, sem er metið á 500 milljónir punda. Fýrir þremur árum keyptu þeir blaðið European og björguðu lífi þess eftir gjaldþrot fyrrverandi eiganda, útgáfustórveldis Roberts Maxwells. I október keyptu Barclay-bræður Ritz Hotel í London fyrir 75 milljón- ir punda og í síðustu viku öfluðu þeir 72 milljóna punda með því að selja 24% í London Casinos Internat- ional. Charles Garside, ritstjóri Europe- an, þakkaði Barclay-bræðrum stuðn- ing við blaðið og sendi Scotsman Pubhcations heillaóskir þegar gengið hafði verið frá kaupunum. Garside sagði jafnframt að Skotar tækju miklu jákvæðari afstöðu til Evrópu- samstarfsins en Englendingar. Garside neitað því að eitthvað væri dularfullt við viðskiptahætti Barclays-bræðra, sem þykja einræn- ir. „Þeir vilja fá að vera í friði, vilja ekki láta taka af sér myndir og vilja ekki láta mikið á sér bera,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.