Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
STÆKKUIM ÁLVERSIMS
Sautján milljarða kr, framkvæmdir í tengslum við stækkun álversins
Hagvöxtur 0,7% meiri á
næsta ári en áætlað var
Áhrif á efnahagslífið
1966
skv. Pjóðhagsspá og
Fjártagafrumvarpi
Hagvöxtur 2%
Fjárlagahalli 4 ma. kr
Fjölgun starfa 1.700 ársverk
Verðbólgas 2,5%
Viðskiptajöfnuður +0,7%
Aukinn vöruútflutningur 2,5 ma kr.
Áhrif vegna
stækkunar
álversins
2,7%
3-3,5 ma. kr
750átveimárum
2,5%
-0,3%
6,6 ma. kr. (1998)
HEILDARKOSTNAÐUR við
stækkun álversins í Straumsvík,
við nauðsynlegar hafnarfram-
kvæmdir og framkvæmdir á veg-
um Landsvirkjunar, til aukinnar
orkuframleiðslu á næstu tveimur
árum, er áætlaður allt að 17 millj-
arðar króna, að mati Þjóðhags-
stofnunar. Er talið að bygging nýs
kerskála og aðrar framkvæmdir í
tengslum við stækkun álversins
muni kosta nálægt 14 milljörðum
kr.
Þjóðhagsstofnun áætlar að hag-
vöxtur á næsta ári verði 0,7%
meiri en áætlað hafði verið, vegna
framkvæmda við stækkun álvers-
ins og að landsframleiðslan á
næsta ári aukist því um 2,7%. Frið-
rik Már Baldursson, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun, segir að
reikna megi.með að sá hagvöxtur
muni haldast á næstu 4-5 árum.
Til lengri tíma litið mun stækkun
álbræðslunnar leiða til þess að
þjóðarframleiðslan aukist um 0,5%
ef miðað er við að álverð haldist
svipað og það er í dag.
750 ný ársverk á tveimur árum
Þjóðhagslegur sparnaður eykst
og horfur í atvinnumálum batna
umtalsvert vegna framkvæmd-
anna, einkum í byggingariðnaðin-
um en Þjóðhagsstofnun hefur ekki
lokið endurmati á atvinnuleysisspá
sinni fyrir næsta ár vegna fram-
kvæmdanna sem ráðist verður í. í
þjóðhagsáætlun er ráð fyrir því
gert að atvinnuleysi verði 4,8% á
næsta ári, en þar sem aukin um-
svif koma einkum fram í bygging-
arstarfsemi, þar sem atvinnuleysi
er mikið, munu áhrif af stækkun
álvers á atvinnustigið verða meiri
en ella hefði verið.
Áætlað er að ársverkum sem
tengjast með beinum hætti fram-
kvæmdunum í tengslum við stækk-
un álversins muni fjölga um 750
á næstu tveimur árum en eftir-
spurn eftir vinnuafli verði þó mest
á miðju ári 1997. Áætlað er að við
byggingu álversins verði til um 450
ársverk en 270 ársverk í tengslum
við orkuframkvæmdir og hafnar-
framkvæmdir.
Friðrik sagði að einnig yrði um
veruleg óbein áhrif að ræða vegna
þessara fram-
kvæmda.
Þannig myndu
fjármunir sem
felast í orku-
mannvirkjum
nýtast betur og
tekjur ríkis og
sveitarfélaga
aukast umtals-
vert, sem gæti
skapað svig-
rúm til skatta-
lækkana og
fjölgunar
starfa.
Þjóðhagsstofnun telur ekki
ástæðu til að endurskoða verð-
lagsspá sína fyrir næsta ár en þjóð-
hagsáætlun gerir ráð fyrir 2,5%
verðbólgu á næsta ári. „Við teljum
að það sé nægur slaki í efnahags-
lífinu og sérstaklega í byggingar-
iðnaðinum, sem geti tekið við þessu
án þess að það myndist þrýstingur
á verðlag," sagði hann.
Engin ástæða til að
vextir rjúki upp
Friðrik sagði að ótti, sem vart
hefði orðið á fjármálamarkaði, við
miklar vaxtahækkanir væri
ástæðulaus. Ef haldið yrði fast við
þá stefnu sem mörkuð væri í fjár-
lögum, myndi halli ríkissjóðs
minnka og engin ástæða væri til
að ætla að vextir myndu ijúka upp
úr öllu valdi. Sagði hann að ætla
mætti að halli ríkissjóðs myndi
minnka um hálfan til heilan milljarð
kr. frá því sem fjárlagafrumvarpið
gerir ráð fyrir, vegna aukinna
tekna, og verða nær þremur millj-
örðum kr. í stað fjögurra milljarða
eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.
Þjóðhagsstofnun reiknar ekki
með breytingum á launaþróuninni
á næsta ári en kaupmáttur gæti
þó batnað ef atvinnutekjúr aukast
vegna meiri vinnu við framkvæmd-
irnar.
Horfur eru á að viðskiptajöfnuð-
urinn verði óhagstæðari á næsta
ári en á yfirstandandi ári eða sem
nemur um~-l% og verði mínus
0,3-0,4% af landsframleiðslu skv.
áætlun Þjóðhagsstofnunar í stað
0,7% afgartgs á næstá ári, eins og
fyrri spá stofnunarinnar gerði ráð
fyrir.
Þegar rekstur nýs kerskála hefst
í Straumsvík og framleiðslugeta
verksmiðjunnar eykst mun útflutn-
ingur fara vaxandi. Þjóðhagsstofn-
un áætlar að vöruútflutningur
muni þá hugsanlega aukast um
6,6 milljarða á ári frá og með ár-
inu 1998, miðað við álverð í dag.
Talið er að varanleg aukning lands-
framleiðslunnar verði á bilinu
0,7-0,8% vegna framleiðsluaukn-
ingar álversins en heildaraukning-
in vegna aukinna umsvifa verði
rúmlega 1%.
Formaður Hlífar
í Hafnarfirði
Vonast
eftir við-
horfs-
breytingii
„ÞETTA hefur mjög góð áhrif á
atvinnuástandið hér í Hafnarfirði
og öllu höfuðborgarsvæðinu og
áhrifín síast um allt þjóðfélagið,"
segir Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður Verkamannafélagsins Hlíf-
ar í Hafnarfirði, um ákvörðun um
stækkun álvers íslenska álfélags-
ins í Straumsvík.
Töluvert atvinnuleysi hefur ver-
ið í Hafnarfirði og segist Sigurður
vonast til að fréttir um stækkun
álversins leiði strax til þess að það
fari að fækka á atvinnuleysisskrá.
„Ég vona að búið sé að sleikja
botninn á niðursveiflunni og eftir
þetta liggi leiðin í atvinnumálun-
um upp á við,“ segir Sigurður.
Þarf fleiri körfur
Hann segist vonast til þess að
þessar fréttir leiði til ákveðinnar
viðhorfsbreytingar. Þessi bjartsýn-
ispunktur sé ekki lengur von held-
ur staðreynd og það gæti ýtt á
atvinnurekendur að hugsa sér til
hreyfings með framkvæmdir.
Jafnframt því að fagna aukinni
atvinnu við áliðnaðinn lýsir for-
maður Hlífar áhyggjum sínum af
samsetningu atvinnulífsins. Segir
að það vanti meiri fjölbreytni í
vinnuna, betra sé að hafa eggin í
fleiri en einni körfu.
Hugnr í málmiðn-
aðarfyrirtækjum
Ar
&
(T) Kerskáli 3 með 160 kerum
(|) Þurrhreinsibúnaður
(3) Tengivirki
(4) Steypuskáli
© Vöruskemmur
© Nýr hafnarbakki
Alverið í Straumsvík stækkar
YFIRLITSKORT af Straumsvík. Rauði liturinn sýnir þær framkvæmdir
sem ráðist verður í við stækkun álversins.
Yfirmaður hráálsdeildar Alusuisse-Lonza í Sviss
Tímasetningin kemur sér vel
FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam-
taka iðnaðarins segir að ákvörðun
um stækkun álversins í Straumsvík
komi á mjög heppilegum tima.
Framkvæmdir við stækkunina
muni vega upp á móti samdrætti
í opinberum framkvæmdum sem
boðaðar eru í fjárlagafrumvarpi
næsta árs.
Gríðarleg verkefni skapast fyrir
málmiðnaðarfyrirtæki við upp-
bygginguna og er mikill hugur hjá
þeim að taka þátt. Hugsanlegt er
að fyrirtækin þurfi að ráða erlenda
málmiðnaðarmenn til starfa.
„Við erum mjög ánægðir," segir
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins. Segir
hann að framkvæmdirnar muni
hafa mjög jákvæð áhrif í verktaka-
starfsemi, byggingariðnaði og
málmiðnaði. Bendir hann á að iðn-
aðurinn sé almennt að rétta úr
kútnum en byggingariðnaðurinn sé
eðli málsins samkvæmt nokkuð á
eftir í þeirri þróun. Því komi það
sér vel að ráðist er í framkvæmdir
við stækkun álversins, ekki síst í
• ljósi þess að í fjárlagafrumvarpi
fyrir næsta ár sé boðaður enn frek-
ari samdráttur í opinberum fram-
kvæmdum. Þetta komi þess vegna
á heppilegum tíma.
Væntanlega liggur fyrst fyrir að
bjóða út jarðvinnu vegna þeirra
bygginga sem reisa þarf í Straums-
vík og síðan byggingu húsanna.
Gríðarleg verkefni eru á málm-
iðnaðarsviðinu við uppsetningu og
smíði búnaðar álversins.
Sveinn Hannesson segist hafa
orðið var við að fyrirtæki í málm-
iðnaði hafi verið að undirbúa sam-
eiginleg útboð í ýmis verk. Vonast
hann til að verkin verði boðin út
í þeim einingum sem íslensku fyr-
irtækin ráði við enda sé þá von til
þess að hagstæð tilboð berist og
sé það fyrirkomulag báðum aðilum
til hagsbóta. Hefur Sveinn trú á
því að íslensku fyrirtækin séu sam-
keppnisfær og telur líklegt að þau
muni fá veruleg verkefni við þessa
uppbyggingu.
Hugað að samvinnu
Stálsmiðjan hf. hefur tekið þátt
í þeim forútboðum sem eigandi
álversins hefur gert og var stór
verktaki við byggingu álversins í
Straumsvík á sínum tíma. Ágúst
Einarsson, framkvæmdastjóri
Stálsmiðjunnar, segir ljóst að fyr-
irtækið muni bjóða í einhver verk
í Straumsvík, en segir ekki endan-
lega afráðið hvort það verði gert
í samvinnu við önnur málmiðnað-
arfyrirtæki. Segist hann bjartsýnn
á góðan árangur því íslensk fyrir-
tæki njóti ákveðinnar fjarlægðar-
Verndar gagnvart erlendum fyrir-
tækjum. Hins vegar muni Stál-
smiðjan leggja áherslu á að þjóna
áfram viðskiptavinum sínum í
skipaviðgerðum en láti þá ekki
sitja á hakanum þó tímabundin
verkefni kunni að fást við stækkun
álversins.
Sveinn og Ágúst benda á að lítil
endurnýjum hafí orðið í málmiðnað-
inum á erfiðleikatímum skipa-
smíðaiðnaðarins. Segir Sveinn að
skipasmíðastöðvamar séu ekki
lengur þær útungunarstöðvar
málmiðnaðarmanna sem þær áður
voru. Þetta hafi reyndar verið að
breytast en hugsanlega þurfí þó
að leita eftir málmiðnaðarmönnum
erlendis frá til að taka kúfinn sem
verður í verkefnum ef íslensku
málmiðnaðarfyrirtækin fá mikla
vinnu við stækkun álversins.
ZUrich. Morgfunblaðið.
NÝI kerskálinn í Straumsvík verð-
ur væntanlega tekinn í notkun
seinni hluta árs 1997. Wolfgang
Stiller, yfirmaður hráálsdeildar
A-L, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að tímasetningin
kæmi sér sérstaklega vel. Samn-
ingur A-L um kaup á áli úr gamla
Alusuisse álverinu í Essen rennur
út árið 1998 og ólíklegt er að fyrir-
tækið haldi áfram álframleiðslu í
Steg í Sviss.
„Alfyrirtæki verða að framleiða
vissan hluta hrááls síns sjálf og
mega ekki vera of háð opnum mark-
aði. Það kemur sér því vel að viðbót-
arframleiðslan í Straumsvík hefst
einmitt þegar við þurfum á áli að
halda.“
Sama fyrirtækið hefur umsjón
Rolf Wingler, starfsmaður Alesa,
mun hafa yfirumsjón með bygging-
arverkefninu á íslandi. Hann hefur
starfað hjá fyrirtækinu í 20 ár og
hefur mikla reynslu. Alesa er verk-
fræðifyrirtæki A-L. Það sá einnig
um byggingu gamla álversins í
Straumsvík. Sérstök hönnun A-L á
ofnum verður notuð í kerskálann,
en fyrirtækið hefur góða reynslu
af þeim frá Söral í Noregi. Stiller
á ekki von á að nein tæknileg vand-
ræði komi upp við byggingu nýja
skálans.
Alusuisse notar vatnsorku við
álframleiðslu sína bæði í Noregi og
á íslandi. Stiller sagði að það væri
mikill kostur þar sem orkan er hrein
og á góðu verði, sérstaklega á ís-
landi.