Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 31-
MARGRÉT
MA TTHÍASDÓTTIR
+ Margrét Matt-
híasdóttir
fæddist í Reykjavík
10. janúar 1936.
Hún lést á Land-
spítalanum 1. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Matthías
Sveinbjörnsson lög-
regluvarðstjóri, f.
16.10. 1904, d.
13.10. 1975, og Sig-
rún Bjarnadóttir
Melsteð húsmóðir,
f. 11.5.
18.8. 1965. Systkini
hennar eru: Bjarni, f. 1934;
Sveinbjörn, f. 1938; Þórunn, f.
1942; Matthildur Ósk, f. 1947;
og Bogi, f. 1951, d. 1951.
Hinn 11. desember 1954 gift-
ist Margrét eftirlifandi eigin-
manni sínum, Hjálmtý Edward
H’álmtýssyni, f. 5.7. 1933, fyrr-
verandi bankafulltrúa og
söngvara. Börn þeirra eru: 1)
Ásdis, skrifstofustjóri, f. 21.8.
1954. Sonur hennar er Ingi Þór
Steinþórsson, f. 9.5. 1972. 2)
Sigrún, söngkona, f. 8.8. 1955,
gift Þorkeli Jóelssyni hljóð-
færaleikara. Dætur þeirra eru
Salóme, f. 30.12. 1985, og Val-
dís, f. 30.12. 1985. 3) Lucinda
Margrét, f. 7.6. 1957. Börn
hennar og Bjarka Þórarinsson-
ar læknis eru Egill, f. 3.8. 1976,
og Thedóra, f. 5.9. 1984, sam-
býlismaður Luc-
indu nú er Gísli
Helgason húsamál-
ari. 4) Matthías
Bogi, húsasmíða-
meistari, f. 25.5.
1959, kvæntur
Guðríði Loftsdótt-
ur leirlistakonu.
Börn þeirra eru,
Loftur Guðni, f.
23.12. 1980, og
Margrét, f.
7.7.1984. 5) Jó-
hanna Steinunn,
tækniteiknari, f.
19.2. 1962, í sam-
búð með Michael Dean Pollock
verkamanni og ljóðskáldi. Son-
ur þeirra er Marlon Lee Úlfur,
f. 18.1. 1982. 6) Arnar Gunnar,
verzlunarmaður og söngnemi,
f. 11.2. 1964. Synir hans eru
Natan Jarl, f. 10.12. 1991, og
Kristján Orri, f. 27.9. 1993. 7)
Páll Óskar, söngvari, f. 16.3.
1970.
Margrét útskrifaðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1953. Hún vann mestan hluta
ævi sinnar við húsmóðurstörf
og söng í kirkjukórum. Undan-
farinn rúman áratug starfaði
hún sem ritari á Landspítalan-
um tók þátt í félagsstörfum og
stofnaði m.a. kór SFR.
Útför Margrétar fer fram frá
Dómkirkjunni i dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
ÉG SÁ þig í draumi. Við vorum
stödd á Landspítalanum í heim-
sóknarleiðangri til þín. Á ganginum
mættum við þér ferðbúinni og glað-
legri í fasi. Þú virtist ekki sjá okk-
ur, en hélst þína leið létt á fæti.
Þá hringdi síminn í Túnfæti og
okkur var sagt að þú ættir varla
langt eftir, værir eiginlega á förum.
Við drifum okkur í bæinn til þín
en komum aðeins of seint, þú varst
endanlega sofnuð.
Vegna þessa er harmur minn
ekki eins óbærilegur, en söknuður-
inn er þeim mun meiri. Söknuður
eftir ömmu Möggu, sem alltaf var
svo hlý og góð við barnabörnin sín.
Tók þeim alltaf opnum örmum og
leyfði þeim að koma til sín. Söknuð-
ur eftir tengdamömmu sem aldrei
var tannhvöss, þó að oft væri ærin
ástæða til. Söknuður eftir „skipu-
laginu“ eins og við afi Týri kölluðum
það, þegar þú þeystir með honum
um héruð milli ættingja og vina,
með skottið á Volvóinum „þéttset-
ið“ hnallþórum. Söknuður eftir öll-
um glaðværu hlátrasköllunum og
söngstundunum á „Sóló“ og víðar,
þegar þú „skipulagðir" tertur eða
steikur, spilaðir á píanó eða orgel,
sagðir sögur eða söngst heimatil-
búnar milliraddir með afa Týra.
Elsku tengdamamma mín, fyrir
allt þetta og miklu fleira er ég óend-
anlega þakklátur, því að þú hefur
gert mig ríkari í hjarta. Ég veit að
þessar horfnu stundir munu ekki
hverfa fyrir fullt og allt heldur lifa
með okkur í þínum anda. Megi
kærleikurinn sem var þitt leiðarljós
ríkja þar sem þú ert nú. Þegar ég
nú kveð þig hinstu kveðju vona ég
að þú verðir okkur alltaf sú fyrir-
mynd sem þú jafnan varst í lífi þínu.
Þinn ástkær og einlægur tengda-
sonur,
Þorkell Jóelsson.
Margrét Matthíasdóttir var að-
eins 59 ára að aldri er hún lést
eftir stutta en harða baráttu við
krabbamein.
Ung giftist hún frænda okkar
Hjálmtý E. Hjálmtýssyni og eignuð-
ust þau sjö böm.
Hennar hlutverk hér í lífinu var
því stórt, og það átti líka hug henn-
ar og hjarta. Heimilið iðaði af lífi
og fjöri og þegar börnin uxu úr
grasi eitt af öðru áttu barnabörnin
alltaf athvarf hjá afa og ömmu.
Hún var myndarleg húsmóðir og
kræsingarnar sem urðu til í litla
eldhúsinu hennar á Sólvallagötu 33,
gleymast seint. Hún hafði fallegan
persónuleika, var hlý og mild, róleg
og yfirvegnð og geislaði af lífs-
þrótti.
Magga hafði ákaflega fallega
söngrödd og þar mættust þau hjón-
in á miðri leið. Raddir þeirra hljóm-
uðu fallega saman og auðheyrt var,
að í áranna rás höfðu þau lagað
raddir sínar hvora að annarri. Þau
hafa sáð fræjum sönglistarinnar í
hjarta barna sinna, því öll hafa þau
erft áhugann á söngnum, og sum
þeirra náð langt á því sviði.
Hún var kórstjóri okkar í frænku-
félaginu þegar við þurftum að stilla
saman strengina við ýmis tækifæri
á fjölskyldusamkomum, fann hinn
rétta tón, og leiðbeindi hópnúm svo
að útkoman varð betri en ella hefði
orðið. Nú er söngur hennar hljóðn-
aður en ómur hans lifir áfram í
hjarta okkar allra.
Við biðjum Guð að lýsa ástvinum
hennar fram á veginn, og gefa þeim
öllum styrk á sorgarstundu.
Við kveðjum hana með virðingu
og þökk.
Frænkufélagið Túlla
Hansen.
Við andlát Margrétar Matthías-
ardóttur komu mér í hug þau fleigu
orð Fjallræðunnar: „Sælir eru
hjartahreinir, því að þeir munu Guð
sjá.“(Matt 5:8) Þau lýsa vel lífi
hennar og starfi.
Fyrstu kynni okkar Margrétar
voru fyrir tæpum áratug í gegnum
vináttu við eitt barna hennar. Mann
hennar, Hjálmtý Hjálmtýsson,
kannaðist ég við úr banka- og söng-
lífinu.
Á nýársdag 1986 höguðu örlögin
því þannig að ég hitti þau hjón í
heimsókn hjá sömu persónu á
sjúkrahúsi hér í borg. Það var eins
og við manninn mælt, þau drifu
mig með sér heim í kaffi og kræs-
ingar. Á hinu snotra, hlýlega og
listræna heimili þeirra hjóna að
Sólvallagötu 33, naut ég höfðings-
skapar, ásamt öðrum gestum. Þá
rann upp fyrir mér hversu lífsglatt
og elskulegt fólk þar væri á ferð.
Allir náðu óvenjuvel saman. Þar
sem aðalumræðuefnið var tónlistin
og ekki síst óperur, sem var sameig-
inlegt áhugamál allra viðstaddra.
Upp frá þessum fyrstu kynnum
tókst góð vinátta með mér og þess-
um sérstæðu hónum. Hjá þeim var
tónlistin miðpunktur lífsins og eng-
in furða að nokkur börn þeirra hafí
helgað líf sitt sönggyðjunni eins og
alþjóð þekkir. Með réttu er hægt
að tala um „hina syngjandi íjöl-
skyldu“.
Við áttum góð samskipti, bæði
með heimsóknum, símtölum og þeg-
ar við hittumst á tónleikum. Sam-
skiptin þróuðust í nokkur svonefnd
„óperukvöld". Þá var glatt á hjalla,
mikið hlustað og flogið hátt. Við
höfðum ekki undan að velja óperur
og hlusta á mismunandi aríur. Tón-
listin flæddi inn og út um öll hý-
býli okkar á þessum kvöldum og
var mildi að nágrannarnir kærðu
ekki hávaðann.
Fyrir mig var það eins og himna-
sending að kynnast þeim Margréti
og Hjálmtý. Fyrir utan hlustunina
snerust samræður okkar að mestu
um tónlist. Það var spáð og hug-
leitt um hinar mismunandi óperur,
tónskáld, söngvara, hljóðfæraleik-
ara, hljómsveitir, hljómsveitarstjóra
og ekki síst hljómburð í hinum mis-
munandi tónleikasölum. Samræð-
urnar og fræðslan var fyrir mig
eins og háskóli í tónlistarfræðum.
Margrét hafði meðfætt næmi
fyrir öllum þessum þáttum. Hún
lagði mikið upp úr tilfínningalegri
túlkun frekar en of mikilli tækni
sem oft á tíðum getur virkað kulda-
leg á áheyrandann. En reynslan er
sú, að með aldri og þroska verður
þetta niðurstaða flestra hlustenda.
Kynni þeirra hjóna hófust í
söngnámi hjá Sigurði Birkis, róm-
uðum söngkennara. Hjá honum
stunduðu þau söngnám í tvö ár.
Þau voru árum saman ágætir
söngvarar, með náttúrulega rödd
af Guðs náð. í stað þess að halda
utan til framhaldsnáms, blossaði
ástin og þau gengu í hjónaband og
fóru að búa. Þá hófst brauðstritið
og söngurinn varð að aukabúgrein.
Margrét söng í ýmsum kórum, á
tónleikum og með Hjálmtý. Þau
Hjálmtýr fóru í nokkrar söngferðir
út á landsbyggðina og héldu tón-
leika. Hef ég heyrt nokkra aðila
minnast með gleði og þakklæti tón-
leika þeirra sem voru eftirminnileg-
ir, ekki síst vegna góðrar fram-
komu. Margrét og Hjálmtýr kynntu
heimsmenninguna, m.a. á stöðum
sem ekki voru í alfaraleið og fátt
um tónleikahald. Þar voru þau sér-
staklega kærkomnir gestir.
Ég var svo lánsamur að heyra
þau hjón syngja í Hrunakirkju á
fallegum hvítasunnudegi árið 1994.
Sú hátíðarstund er okkur öllum,
sem nutum söngsins, ógleymanleg
ánægja. Margrét og Hjálmtýr
sungu dúett Ave Maria eftir Schu-
bert og hafði Margrét útsett þær
raddir sem þau sungu saman, en
það gerði hún að jafnaði.
Þegar ég nú hugsa til þeirrar
stundar, þá renna upp fyrir mér
ljóðlínur úr Dísarhöll Einars Bene-
diktssonar, þær gætu verið ein-
kunnarorð Margrétar: „Mín hæsta
sorg og mín æðsta gleði, þær hitt-
ast í söngvanna hæðum.“
Margrét Matthíasdóttir var í eðli
sínu hlédræg og lítt fyrir að trana
sér fram. Meðal ættingja og vina
var hún hrókur alls fagnaðar. Hún
lifði hógværu lífi, fyrst sem hús-
móðir og móðir 7 barna, sem öll
eru mikið myndar- og manndóms-
fólk og bera foreldrunum fagurt
vitni.
Þegar börnin voru komin á legg
fór hún að vinna utan heimilisins
sem hjúkrunarfulitrúi á geðdeild
Landspítalans. Þar starfaði hún af
sinni alkunnu samviskusemi í rúm-
an áratug. Þeir eru éflaust margir
sjúklingamir sem Margrét hefur
hitt og styrkt með kærleik og til-
fmningu sinni fyrir þeim sem um
sárt eiga að binda.
Veraldlegur auður skipti Mar-
gréti lítt máli og var hún nýtin og
útsjónarsöm með það sem hún hafði
úr að spila. Ég heyrði hana aldrei
minnast á fjármál og eigin hag eins
og títt er um fólk. Hún var sátt við
sitt og átti þeim mun stærri hlut í
„andlegum auði“ sem óx og dafn-
aði með ástundun, aldri og lífs-
reynslu. Þar hafði Margrét úr mikl-
um sjóði að gefa og gaf ríkulega
öllum þeim sem voru tilbúnir til
þess að meðtaka og njóta með
henni.
Með árunum skynjaði ég æ meir
þá miklu dýpt og víðáttu sem Mar-
grét bjó yfir. Hún var næm á mann-
lífið og skynjaði það skarpar en
margur annar. Hún hélt dagbók í
áraraðir og kæmi mér ekki á óvart
að þar leyndust mörg gullkomin.
Síðla júlímánaðar sl. skömmu
eftir velheppnað sumarleyfi erlendis
uppgötvaðist að Margrét var haldin
banvænum sjúkdómi sem fór eins
og logi um líkama hennar og lagði
hana að velli á skömmum tíma.
Ég heimsótti og talaði við hana
tvívegis á þessu tímabili. Dáðist ég
að þeim andlega styrk og innri friði
sem hún bjó yfir. Hún hughreysti
fjölskyldu sína og vini með sinni
stóísku ró. Hún var sátt við Guð
og menn og gat hafa sagt:
„Dauðin ég óttast eigi afl þitt
né valdið gilt, í Kristí krafti’ ég
segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“
(H.P.)
Ármann Reynisson.
Mig langar að kveðja hana vin-
konu mína með örfáum orðum, en
að hún skuli vera horfin okkur
svona fljótt og svo snöggt, er erfitt
að sætta sig við. Magga var alltaf
svo sterk enda tók hún veikindum
sínum af mikilli stillingu og það var
reisn yfir henni fram til hinstu
stundar.
Ég kynntist Möggu veturinn sem
við settumst í Kvennaskólann í
Reykjavík. Við áttum samleið í skól-
ann á morgnana og ég varð fljót-
lega heimagangur heima hjá henni.
Mágga líktist mömmu sinni í
mörgu. Sigrún mamma hennar var
alltaf í góðu skapi og hafði nógan
tíma til að spjalla, þó heimilið væri
stórt og í nógu að snúast.
Magga átti ekki langt að sækja
söngáhugann. Matthías pabbi henn-
ar hafði mikinn áhuga á tónlist og
var góður söngmaður og sungu þau
oft saman. Þegar hún kynntist Ebba
sínum þá held ég að það hafi ekki
síst verið söngurinn sem varð til
þess að þau hrifust hvort af öðru.
I fyrstu stóð hugur þeirra til að
fara í nám til Ítalíu saman, en fljót-
lega fæddust bömin eitt af öðru
og draumurinn fjarlægðist. En í
gegnum blessuð börnin sá hún
drauma sína rætast, þar sem Diddú,
Hanna Steina og Páll Óskar hafa
öll lagt sönginn fyrir sig með mikl-
um vinsældum, en öll geta þau
sungið.
Magga var með rólyndustu
manneskjum sem ég hef kynnst um
dagana, það var sama þó bömunum
fjölgaði og heimilið stækkaði, alltaf
virtist hún hafa nógan tíma og aldr-
ei heyrðist hún kvarta. Á meðan
börnin uxu úr grasi var hún heima
og hugsaði um heimilið og annaðist
það að miklum myndarskap. En
þegar börnunum fækkaði heima þá
fór hún út á vinnumarkaðinn og
fékk vinnu á geðdeild Landspítalans
sem hjúkrunarritari. í því starfi
lagði hún sig alla fram eins og henn-
ar var von og vísa og ef til hennar
var leitað með eitthvað, hafði
Magga alltaf nógan tíma aflögu.
Var hún formaður hjúkmnarritara-
félagsins nú síðustu ár. í sauma-
klúbb höfum við verið saman frá
því í Kvennó og var oft gam'an að
hlusta á Möggu, því hún sagði svo
skemmtilega frá.
Magga tók alla tíð þátt í söng,
söng í kirkjukórum og Skagfirsku
söngsveitinni m.a. og á Landspítal-
anum stofnaði Magga kór starfs-
manna, söngur var jú alltaf hennar
líf og yndi og sé ég nú Möggu fyr-
ir mér í kór efstu hæða.
Elsku Ebbi og þið öll, guð gefí
ykkur styrk á erfíðri stund. Blessuð
sé minning Möggu.
Steinunn Jónsdóttir
og fjölskylda.
Erfíð er leit að orðum í myrkvið-
um hugans, sem hæfíleg séu þeirri
andrá er naumur tíminn og óræð
eilífðin skerast og vekja okkur til
hinstu spuma handan daglega
amstursins, og okkar mjög brýna
brölt verður að þeim hégóma sem -
það er. Undarleg er huggunin sem
dulúðin veitir, sú dul er mannsand-
ann gmnar í trú, list, fegurð og
sköpun, og býr að baki djúpum til-
fínningum, kærleika, gleði og sorg,
er þær falla í einum farvegi saman.
Sú mæta kona sem nú er óvænt
kvödd um aldur fram var ein þess-
ara sterku en hlédrægu kvenna og
mæðra sem eru meiri burðarásar
samfélagsins en við gerum okkur
alltaf ljóst. Hér á vinnustáð sínum
var hún í hringrásinni miðri, vélrit-<»»
aði, afgreiddi símtöl af vinsemd og
þolinmæði, kom skilaboðum áleiðis
og tók þátt í öllu sem gerðist,, minn-
ug og mannglögg með afbrigðum,
þekkt að brosmildi, hlýju og lipurð
við alla jafnt. Hún var ein okkar,
þessa ríflega í meðallagi samstæðr.
hóps, í blíðu og stríðu um árabil. Á
góðum stundum söng hún með okk-
ur, en þó einkum fyrir okkur, glæsi-
legar aríur, stundum með eigin-
manni sínum, svo seint mun gleym-
ast. Tónlistin átti hug hennar.
Söngur og bros eru samgróin minn-
ingu Margrétar Matthíasdóttur.
Þau verðmæti lifa. Við kveðjum
Margréti með einlægu þakklæti og
vottum ástvinum hennar samúð.
Samstarfsfólkið á deild 33-C,
geðdeild Landspítalans.
• Fleiri minningargreinar um
Margréti Matthíasdóttur bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.
t
Innilegar kveðjur og þakkir sendum við
öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför
okkar hjartkæra
FINNBOGA JÓNS
RÖGNVALDSSONAR,
sem lést þann 14. október.
Kolbrún Sigfúsdóttir,
Hulda Guðný Finnbogadóttir, Linda Bára Finnbogadóttir,
Elfa Dögg Finnbogadóttir,
Rögnvaldur Finnbogason, Hulda Ingvarsdóttir,
Ingvar Rögnvaldsson, Guöný Dóra R. Gurstad.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður,
ömmu og langömmu okkar,
TOVE ENGILBERTS,
Flókagötu 17.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
11 B á Landspítalanum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgitta og Greta Engilberts
og fjölskylda.