Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.11.1995, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 13 AKUREYRI Hlutafjárútboð í Skinna- iðnaði hf. hefst á morgun Á MORGUN fimmtudag hefst sala hlutabréfa í Skinnaiðnaði hf. Um er ræða áður ákveðna hlutafjár- aukningu í fyrirtækinu upp á 10 milljónir króna að nafnvirði og hins vegar áframhaldandi sölu á hlut Akureyrarbæjar í Skinnaiðn- aði. Heildareign Akureyrarbæjar var rúmar 23,7 milljónir króna en eftir er að selja hlutabréf fyrir rúma 21 milljón króna að nafn- virði. Bréfin verða seld á genginu 3,0. Núverandi hluthafar eiga for- kaupsrétt í einn mánuð á þeim 10 milljónum sem til sölu eru vegna hlutafjáraukningarinnar. Þau bréf sem eftir verða eftir mánuðinn fara síðan á almennan markað. Hins vegar eiga allir rétt á að kaupa hlutabréf bæjarins strax á fimmtu- daginn og reyndar hafa þegar ver- ið seld hlutabréf í eigu bæjarins fyrir um 2,5 milljónir að nafnvirði, á genginu 2,6-2,9. Hægt að kaupa bréf með afborgunum Stefnt er að því að fjölga hluthöf- um í Skinnaiðnaði og í því skyni hyggst Kaupþing Norðurlands, sem hefur umsjón með sölunni, bjóða kaupendum upp á kaup á hlutabréf- um með afborgunum. Kaupendur þurfa að staðgreiða 25% af kaup- verði bréfanna en eftirstöðvarnar eru lánaðar með gjalddögum 15. febrúar, 15. maí og 15. ágúst á Iþróttahús Þórs rætt í bæjarsljórii Engir peningar til fyrr en árið 1999 „í MÍNUM huga eru þessi hús ekki á dagskrá fyrr en eftir árið 1998,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir for- seti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi bæjarstjórnar í gær, en mikl- ar umræður urðu á fundinum um bókun íþrótta- og tómstundaráðs, þess efnis að gengið verði til við- ræðna við íþróttafélagið Þór um byggingu íþróttahúss á félagssvæði þess. Þórarinn E. Sveinsson, Fram- sóknarflokki og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að pen- ingagreiðslur úr bæjarsjóði til bygg- ingar íþróttahús Þórs hæfust ekki fyrr en lokið hefði verið við upp- byggingu Sundlaugar Akureyrar. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að skoða þyrfti ýmsa þætti málsins áður en hægt yrði að afgreiða þá. Engir peningar væru til í bygginguna fýrr en í fyrsta lagi 1999. Ekki hægt að verða við öllum óskum Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, tók í sama streng og sagði að nýlega hefði verið gengið frá áætlun um framkvæmdir á veg- um bæjarins næstu þrjú ár og þar væri ekki minnst á umrætt íþrótta- hús. Allar nefndir hefðu beðið um meira fé til að auka þjónustu en því miður hefði ekki verið hægt að verða við því. Oddur H. Halldórsson, Fram- sóknarflokki, sagði að með vaxandi velsæld hefði þeim fjölgað sem stunduðu íþróttir og væri jjað eitt helsta áhugamál fólks. I sínum huga væri því ekkert til fýrirstöðu að byija strax á byggingu íþrótta- hús við félagsheimili Þórs. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði bókun íþrótta- og tóm- stundaráðs fýrsta skrefið í máliiiu og fagnaði því. Samflokksmaður hans, Björn Jósef Arnviðarson, sagðist gjarnan vilja sjá íþróttahús rísa á Þórssvæðinu ásamt fleiri húsum sem til þyrfti til íþróttaiðk- unar, en miðað við samþykkta þriggja ára áætlun væru menn að blekkja sjálfa sig héldu þeir að húsið risi strax. Fyrsti farmur- inn 1 Krossanes LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur VE var á leið til Akureyrar í gær með um 800 tonn af loðnu og var von á honum til löndunar um miðnætti. Þetta er fýrsti farmurinn sem berst í Krossanes í tæpa fjóra mánuði. Þá er Sigurður VE á loðnumiðunum og mun hann einnig landa í Krossa- nesi. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, segir að loðnan sé blönduð og er lýsisnýting- Hjálpræðisherinn Yfirmenn í heimsókn HJÓNIN Norunn og Roger Rasmuss- en, sem er yfirmaður safnaðarstarfs Hjálpræðishersins í Noregi, íslandi og Færeyjum, verða gestir hjá Hjálp- ræðishernum á Akureyri í vikunni. Af því tilefni verður samkoma í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. nóv- ember, að Hvannavölium 10 og kvöldvaka annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. nóvember. ALHUBATOLVUKERFi BÓKHALDSKERFI HAGKVÆM LAUSK FYRIR WQRKGRQUPS NETKERFl gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 næsta ári. Lánið er án vaxta og verðbóta en hins vegar er ekki lán- uð hærri upphæð en 101.250. kr. sem er 75% af 135.000. kr. og miðast við hámarksskattaafslátt einstaklinga vegna hlutabréfa- kaupa. Til að hægt sé að skrá fyrirtæk- ið á Verðbréfaþingi íslands þurfa hluthafar að vera 200 eða fleiri og það er m.a. ástæðan fyrir því að boðið er upp á lánakjör vegna kaup- anna. Morgunblaðið/Kristján UM 140-150 starfsmenn vinna hjá Skinnaiðnaði hf. Fjölmargir þeirra vinna á tvískiptum yöktum en í einhveijum deildum er unnið allan sólarhringinn. Á myndinni eru starfsstúlkur Skinna- iðnaðar að spýta skinn. in í kringum 13%. Hann segir að baráttan á miðunum norður af Straumnesi sé hörð og enn sé eng- inn kraftur í veiðunum. Guðmundur VE var búinn að vera um tvo sólar- hringa á miðunum og vantar um 100 tonn upp á að skipið sé með fullfermi. Afkastageta loðnuverksmiðjunn- ar í Krossanesi er um 450-500 tonn á sólarhring og þar starfa 15-16 manns. Rábstefna Lagnafélags íslands og Samtaka ibnabarins Samræmt byggingareftirlit allra hagur Ráöstefnustjóri: Fundarstjórar: veröur haldin fimmtudaginn 9. nóvember n.k. ab Gullhömrum, Hallveigarstíg 1, Reykjavík Kristián Ottósson, vélstjóri, framkvæmdastjóri Lagnafélags ísl. dr. Valdimar K. Jónsson, prófessor í vélaverkfræði, formaöur iðnaðar- og vélaverkfræöiskorar verkfræðideildar Háskóla íslands og Guðmundur Hjálmarsson, byggingatæknifræðingur, deildarstjóri byggingadeildar Tækniskóla íslands. Ritarar: Kolviður Helgason, blikksmíbameistari, formaöur Félags blikk- smiðjueigenda og Ámundi Halldórsson, pípulagningamaður, fulltrúi efnissala, deildarstjóri pípudeildar Húsasmibjunnar hf. Kl. 08.30 Skráning þátttakenda. Kl. 09.00 Setning rábstefnunnar: Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. Kl. 09.30 Úttekt Iðntæknistofnunar íslands um Ábata þjóöfélagsins af bættum verklagsreglum lagnamanna. Freygarður Þorsteinsson, verkfræðingur, deildarstjóri Ibntæknistofnun íslands. Kl. 09.50 Ástand lagnamála í byggingum - Opinbert eftirlit í dag. Erlendur Hjálmarsson, byggingafr., byggingarfulltrúi í Hafnarfirðh Kl. 10.10 Brýnar úrlausnir í eftirliti og úttektarmálum. Einar Þorsteinsson, byggingatæknifr., deildarstjóri Lagnadeildar Rb. Kl. 10.25 KAFFIHLÉ Kl. 10.45 Guðfinnur Ólafsson, pípulagningameistari, fulltrúi iðnmeistara á lagnasvibi, formaður Félags pípulagningameistara, Sæbjörn Kristjánsson, byggingar- tæknifræöingur, Forsjá hf. verkfræðistofa og Ólafur Guðmunsson, byggingar- fulltrúi, Snæfellsness- og Borgarfjarðarumdæmis, formaður Félags byggingarfulltrúa. Kl. 11.30 Samræming gæðamála og eftirlit. Guðmundur Guðmundsson, vélaverkfræðingur, Samtök iðnabarins. Kl. 11.50 Áhrif úttekta á iðgjöld tryggingafélaga. Daníel Hafsteinsson, rekstrartæknifr., Sambandi íslenskra tryggingafélaga. ki. 12.oo HÁDEGISMATUR Á STAÐNUM Kl. 13.30 Samræming eftirlitsaðila, úrbætur. dr. Hafsteinn Pálsson, byggingaverk- fræðingur, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Kl. 1 3.45 Starfsemi óháðra skoðunarstöbva. Karl Ragnars, vélaverkfræðingur, stjórnarmaður í Skoðunarstofunni hf. Kl. 14.00 Innleiðing gæðastjórnunar fámennra hönnunarstofa og iagnafyrirtækja Danmörku. Sigurður Magnús Harðarson, véltæknifræðingur, úttektarmaður gæðastjórnunarkerfa hjá dönsku staðlastofnuninni Dansk Standard. Kl. 14.30 Innleiðing gæbastjórnunar hjá pípulagnafyrirtækjum í Noregi. Ólafur Eggertsson, rekstrartæknifræöingur, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Norske Rörleggerbedrifters Landsforening - WS. ki. 15.oo KAFFIHLÉ Kl. 15.20 Ab loknum framsögum starfa umræðuhópar. Kl. 17.30 Ráðstefnuslit. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skráning þátttöku er hjá Lagnafélagi íslands, Samtökum ibnabarins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og vib innganginn á rábstefnuna. Rábstefnan er öllum opin. Á rábstefnunni verba veitingar, hádegisverbur, kaffí og meblœti allan daginn LAGNAFÉLAC ÍSLANDS <a) SAMTOK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.