Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 35 AFMÆLI Bæklingur um börn og krabbamein STYRKTARFÉLAG krabbameins- sjúkra barna hefur látið útbúa bækling til að dreifa í nánasta umhverfi barna sem greinast með krabbamein. Þar getur td. verið um að ræða skóla, ættingja, vini og kunningja. Bæklingurinn inniheldur upp- lýsingar um krabbamein og afleið- ingar þess ásamt nokkrum ráðum um hvernig fjölskyldu barnsins kemur best að komið sé fram við hana. Meginmarkmið með dreifingu þessa bæklings er að reyna að koma í veg fyrir þá einangrun sem TIL SKÓIA LEIKSKÓLA, BARNAHEIMILA. NÁGRANNA. VINA OG KUNNINGJA ÞEGAR BARN GREINIST MEÐ KRABBAMEIN Nokkiar upfilýstngar og raóloggingii' sem koma banvntt crj fj&skyktu Þess vel SKB STYBKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKBA BARNA fjölskyldur bama með krabbamein hafna allt of oft í. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SKB að Suðurlands- braut 6 alla virka daga kl. 10-14. Björguðust úr logandi húsi TVEIR lögreglumenn, sem urðu elds varir í húsi í Aratúni í Garðabæ aðfaranótt mánudags, björguðu manni á áttræðisaldri út úr logandi húsinu. Þá var eigin- kona mannsins komin út úr húsinu. Tilkynnt var um eldinn til slökkviliðsins í Hafnarfirði kl. 3.30 á sunnudagsnótt og þegar að var komið stóðu eldtungur út um glugga á norðurgafli hússins. Að sögn Þorsteins Hálfdánar- sonar, aðalvarðstjóra hjá Slökkvi- liði Hafnarfjarðar, gekk slökkvi- starfið mjög greiðlega. íbúarnir, eldri hjón, voru komnir út úr hús- inu þegar slökkvilið kom á staðinn og voru þeir fluttir á slysadeild. Konan var með áverka en maður- inn er talinn hafa fengið reykeitr- un. Slökkvistarfi lauk á u.þ.b. hálf- tíma og var lítið vatn notað. Þó urðu miklar skemmdir í húsinu. Þorsteinn telur að kraumað hafi lengi í eldinum og hann náð að magnast upp þegar rúða á húsinu sprakk. Loftklæðning í húsinu er að mestu brunnin. Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í gangi fýrir utan svefn- herbergi. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru og stendur rannsókn á því yfir. Tónleikar á Kringlukránni BANDARÍSKI djasspíanóleikarinn Paul Weeden heldur tónleika ásamt Birni Thoroddsen á Kringlukránni í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. nóv- ember og hefjast þeir kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Paul hefur leikið með fjölda heims- þekktra djasstónlistarmanna, lék m.a. í stórhljómsveit Count Basie til þriggja ára, segir í fréttatilkynningu. Paul er nú búsettur í Noregi og starf- ar þar við kennslu og hljómleikahald. Þeir félagar Paul og Björn leika saman gítartónlist eftir m.a. Ham- mersteen, C. Parker og M. Davis. Bjöm er að vinna um þessar mundir að gítardiski sem m.a. Philip Cath- erine og Doug Rainy leika á og er heimsón Paul Weeden liður í því verki. Fyrirlestur um fram- hjáhald og þjóðtrú FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Gísla Sigurðssyni í Skólabæ við Suðurgötu miðviku- dagskvöldið 8. nóvember kl. 20,30. Gísli Sigurðsson er sérfræðingur á Árnastofnun. Hann mun tala um Kötludraum, eitt vinsælasta sagna- kvæði síðari alda. í kvæðinu segir af Kötlu sem er ófrísk þegar Már eiginmaður hennar kemur heim af Alþingi. Hún gefur þá skýringu að hún hafi verið leidd fyrir huldu- mann í draumi og mestur hluti kvæðisins fjallar síðan um viðbrögð Más við þessum tíðindum, og bræðra Kötlu í sumum gerðum. Allir reynast sammála um að hylma yfir með Kötlu og láta eins og Már eigi barnið. Gísli mun velta fýrir sér ástæð- um þess að kvæðið var svo vinsælt þegar það kemur fyrst fram í hand- ritum, tengja það við raunverulega trú fólks á huldufólk og skoða það í tengslum við helstu ógn þessa tíma, Stóradóm, sem vofði yfir þjóðinni frá 1564 og bauð dauða- refsingu fyrir „glæp“ Kötlu. Tónleikar í Glaumbar HLJÓMSVEITIN Sælgætisgerðin i kvöld, miðvikudaginn 8. nóvember. heldur upp á eins árs afmæli sitt Á tónleikunum mun hljómsveitin um þessar mundir og ætlar af því kynna nýtt efni sem kemur út á tilefni af halda tónleika í Glaumbar geisladisici eftir um hálfan mánuð. Myndakvöld Ferðafélagsins MYNDAKVÖLD Ferðafélagsins verður í kvöld, miðvikudaginn 8. nóvember, í nýja salnum í félags- heimilinu að Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. Jón Viðar Sigurðsson sýnir myndir og segir frá ferðalagi sínu á Vestur-Grænlandi sl. sumar. M.a. mun svæðið kringum Disko- flóa, gönguferð yfir Nuussuaq- skagann og frá Uummannaq. Gerður Jensdóttir og fl. sýna myndir úr sumarleyfisferð (göngu- ferð) sem farin var í byijun ágúst meðfram Langasjó, um Fögrufjöll og Skælinga í Eldgjá. ÓSKAR ÁGÚSTSSON Vor og fýrstu bílar komu yfir Vaðlaheiði. Sigurður Lúther frá Fosshóli, Jónas Rask frá Húsavík, Illugi og Gestur ofan úr Mý- vatnssveit. Allir á Ford og Chevrolet með stóru húsi og palli. Þeir settu svip á bæinn og farþegar þeirra líka. Vorið var komið, Við börnin fór- um í stuttar buxur með bera fætur í strigaskó. Stríðinu lauk og hermenn hurfu á braut. Og áfram héldu þeir að koma yfír Heiðina. En svo kom vorið þegar fólksbíll flaut í kjölfar kappanna. Hann sem ók var sagður kennari frá Laugum í Reykjadal og farinn að hyggja á sumarumsvif þar á stað. Hraði, hár rómur og sérsaumuð föt hans vöktu athygli blaðsöludrengs í miðbænum. Fötin græn, jakkinn með lokufellingum í baki og föstu belti í mitti. Inn var snarast til Ágústs Kvarans, Tómasar Stein- grímssonar og Co. og Valgarðs Stefánssonar, en allir ráku þeir umboðs- og heildsölufyrirtæki í þá tíð í miðbæ Akureyrar. Þessi vörpulegi maður sem fór í slóð kappanna var Óskar Ágústs- son íþróttakennari, sem ráðinn hafði verið að Laugaskóla í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu sjálft lýðveldisárið 1944. Hann kom af þökkum Bolafljóts - Sauð- holti, Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu, kominn af harðduglegu sunnlensku bændafólki. Óskar sótti Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan lauk hann kennaraprófí frá íþróttakennara- skóla íslands sumarið 1941. Strax sama ár gerðist hann farkennari á vegum Ungmennafélags íslands og Iþróttasambands íslands og gegndi því starfí til 1944. Með glaðværð sinni og félagslyndi var hann vinsæll kennari. Fór víða um Vesturland, Vestfirði og Norður- land á þessum árum. Setti upp fimleikasýningar og sundsýningar af miklum metnaði í lok hversu námskeiðs. Unga fólkið beið með tilhlökkun á þessum árum eftir íþróttakennaranum er hleypti lífí og krafti í einhæft hvunndagslíf fámennra byggða. Ég sem þessa fátæklegu kveðju rita í tilefni af 75 ára afmæli vin- ar míns Óskars Ágústssonar bý við einn kennslustaða hans á þess- um árum - Kolviðarneslaug - er stendur á bökkum Haffjarðarár í Eyja- og Miklaholtshreppi. Menn minnast hér enn þessa unga Sunn- lendings er kom og kenndi þeim að synda með miklum fítonskrafti og skemmtilegheitum. Sundstað- urinn höfðaði sérstaklega til Ósk- ars því þar hafði Glímu-Gestur Bjamason hafið sundkennslu árið 1840. __ Er Óskar minnist þessara ára frá farkennslunni, er það einn staður sem verður honum minnis- stæðari en aðrir, en það er Bíldu- dalur. Þar var hann árið 1943 í febrúar er vélskipið Þormóður ferst með allri áhöfn og farþegum, samtals 31 manni. 22 þeirra, sem fórust, áttu heima á Bíldudal, eða um tíundi hluti þerra er þá áttu þar heima. Atburðum þessum og — leikur að Itera! Vinningstölur 6. nóv. 1995 Leiörétting 1.3.8*14.18.26*28 Vinningstölur 7. nóv. 1995 1*11*13 *16 »20 ®21»24 þeirri sorg og þján- ingu er ríkjandi var á staðnum gleymir hann aldrei og eflaust hefur þessi atburður haft þau áhrif að Óskar fer að huga að fastri kennarastöðu. Og Sunnlendingur- inn flyst að Laugum og gerist þar meiri Þingeyingur en elstu menn þekktu til. Haustið 1944 hefur hann kennarastarf þar. Að ýmsu er að huga við stóran Hér- aðs- og heimavistarskóla. Starf- semi, vandvirkni og þjónusta við húsbændur og nemendur verður hans aðall. Þá skýtur upp ástinni. Skagfírskur hússtjómarkennari kemur inn í líf Óskars, Elín Frið- riksdóttir, og þau ganga í hjóna- band 18. september 1948 og stofna heimili á Laugum. Börnin Friðrik Ágúst, Hermann, Knútur og Una María koma í heiminn og hafa þau hjón átt sannkölluðu barnaláni að fagna. Störf hlaðast á húsbóndann. Umsjón með mögu- neyti skólans verður að umfangs- miklu starfi. Hann gerist póstaf- greiðslumaður. Tekur við rekstri sumargistihúss á Laugum. Stofnar til verslunarreksturs. En ekki duga þessi umsvif, til formennsku Hér- aðssambands S.-Þingeyinga er hann kvaddur og er þar formaður í 20 ár en situr samfellt í stjórn HSÞ í alls 28 ár. Hann upplifir Landsmót UMFÍ á Laugum 1946 og sér þar þá íþróttavakningu sem er að verða í hinum dreifðu byggðum landsins og það verður honum að hugsjón að hvetja til dáða í sínu héraðs- sambandi. Aldrei hvarf það heldur úr huga hans að styðja og styrkja íþróttastarfsemi nágranna sinna í Ungmenna- og íþróttasambandi N-Þingeyinga. Hann hafði eignast draum - þann að hefja merki HSÞ svo hátt að eftir yrði tekið. Góð þátttaka í landsmótum og meistaramótum ÍSÍ á næstu árum sýndi að staðið var vel að undirbúningi íþrótta- fólks heima fyrir. Metnaður var lagður í það að keppendur kæmu vel klæddir og vel undirbúnir til keppni í nafni HSÞ. Vorið 1957 er sá sem þetta rit- ar ráðinn til þess, á vegum UMFÍ að ferðast um mestan hluta lands- ins að undirbúa landsmót UMFÍ á Þingvöllum sumarið 1957. Eitt af verkunum var að konm á undan- keppni í knattspyrnu. Ákveðið var að tiltekið kvöld skyldu lið HSÞ og UMSS mæta á knattspyrnu- velli Þórs á Akureyri. Dómari hafði verið ráðinn og Skagfírðingar mættu til leiks á tilsettum tíma. En boð sem Óskar Ágústsson átti að fá um þennan leik náðu eyrum hans aldrei svo lið HSÞ mætti ekki til leiks þetta kvöld. Undirrit- aður fór leiður af staðnum ásamt Skagfirðingum. Nú var vandi á ferðum. Vegna starfa míns varð ég að fara næsta morgun til Reykjavíkur. Á suðurleið áði ég í Brú í Hrútafirði og ætlaði að reyna að ná til Óskars. En ekki þurfti ég að panta símtal við hann held- ur var það hann sem hafði pantað samtal við mig, rækist ég inn á símstöð á leiðinni suður. Við kom- ust í samband og fann ég strax að honum var nokkuð niðri fyrir og er ég ætlaði að hefja mína ræðu í símann sagði hann: „Þegi þú, ég-borga símtalið." Lítið var sagt í framhaldi af þessari setn- ingu. Þetta voru fyrstu kynni mín af Óskari þó ég hefði séð hann sem blaðsöludrengur í miðbæ Akueyr- ar forðum. En ekki voru þetta síð- ustu kynni mín af honum. Leiðir okkar lágu oftar og oftar saman á vegum íþróttahreyfíngarinnar og því láni átti ég að fagna að vera í ranni hans og forsjá tvö unaðsleg suðurþingeysk sumur. Árið 1958 var farið að ræða hvar næsta landsmót UMFÍ skyldi haldið. _ Sýnt þótti þá þegar að Óskar Ágústsson vildi láta draum sinn rætast. Gekk hann fram af mikilli festu og lofaði því að ef landsmótið yrði haldið á Laugum tækju Þingeyingar fulla fjárhags- ábyrgð á mótshaldinu. Fór svo að HSÞ fékk mótið í annað sinn. Þar lögðust félagar sambandsins á eitt og undir skipulegri stjóm Óskars var haldið eitt af glæsilegustu landsmótum UMFÍ til þess tíma. Mótsdagana unnu allir sem einn maður hver að sínu verki. Sagt var: „Ef þú vilt hitta Óskar þá skaltu ekki leita að honum, stattu bara kyrr, hann kemur eftir augnablik. Hann var aldrei kyrr á sama stað.“ Draumur Óskars rættist að fá að sjá og stjórna glæsilegu landsmóti á Laugum. Mörg landsmót hafa síðan verið haldin og meðan Óskar dvaldi og vann að hinum ýmsu málum á Laugum lét hann ætíð gott af sér leiða ef HSÞ átti í hlut. - Árið 1985 verða þáttaskil í lífí Óskars er hann og Elín kona hans flytja til Reykjavíkur, en allt til 1989 fer Óskar norður til Lauga að annast rekstur sumargistihúss- ins. Ekki þykir mér ósennilegt að við þau kaflaskil sem eru í lífi manna er þeir kveðja starfsvett- vang, sem þeim hefur verið kær, finni þeir fyrir þeim einmanaleik er fylgir því að vera þar sem fjöld- inn heldur sig. Brota-brot úr ævistarfi og góðri kynningu hafa hér verið færð á bláð. Hvert það verkefni sem ósk- ar hefur tekið sér fyrir hendur eða verið falið á starfsamri ævi gæti rúmað stóra kafla í mikilli sögu. íþróttahreyfingin hefur veitt hon- um heiðursmerki og ÍSÍ gert hann að heiðursfélaga. Að lokum, kæri Óskar, hafðu þökk fyrir allt og megi góðar minningar liðinna ára líða um hug þér á þessum afmælis- degi þínum. Aðeins eitt að lokum. Gaman væri að hitta með þér Hjálmar sterka næst þegar ég kem í heimsókn. Höskuldur Goði. HAPPA, draít KRINGLUNNAR 7.-10. nóyember KRINGWN -heppilegur staður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.