Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átakið „íslenskt, já takk“ hefst á morgun ÞINGMENNIRNIR Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sig- fússon og Benedikt Davíðsson fofSeti ASI eru meðal þeirra sem iagt hafa lið kynningu á íslenskri framleiðslu. ÁTAKIÐ „íslenskt, já takk“ hefst í þriðja sinn fimmtudaginn 9. nóvem- ber en það hefur staðið yfír síðla hausts undanfarin tvö ár. Átakið sem stendur fram að jólum nýtur sér- stakrar verndar forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Átakið hefur vakið mikla athygli og hefur góður árangur orðið til þess að samstarf aðila vinnumarkaðarins um kynningarátakið, sem upphaf- lega átti einungis að standa út árið 1993, er enn í fullum gangi. Niður- stöður könnunar'á áhrifum átaksins á viðhorf og innkaup almennings leiddu í ljós að rúmlega 72% lands- manna telja að átakið hafi haft þau áhrif að þeir velji frekar íslenskar vörur nú en áður. Markmiðið er enn sem fyrr að hvetja landsmenn, al- menning sem og stjómvöld, til að velja íslenskt og vekja um leið at- hygli á þeirri verðmætasköpun sem innlend atvinnustarfsemi felur I sér. Með átakinu er minnt á að með því að láta íslenskar vörur og þjón- ustu njóta sannmælis skapi neytend- ur störf hér á landi í ýmsum atvinnu- greinum, jafnt í frumframleiðslu, úrvinnslu og þjónustu. Með átakinu er fólk hvatt til að kynna sér verð og gæði íslenskrar framleiðslu og kaupa hana frekar en innflutta ef þessir þættir standast samanburð. Könnun ÍM-Gallup frá í janúar á þessu ári leiðir í ljós að 93% neyt- enda telja íslenskar vörur sambæri- legar eða betri en innfluttar vörur. íslensk vika 9.-15. nóvember Átakinu „íslenskt, já takk“ er fyrst og fremst ætlað að skapa and- rúmsloft eða umhverfí til að selja og kynna íslenska vöru og þjónustu. Það er gert með framleiðslu og dreifingu auglýsinga og kynningarefnis og einnig er sérstök vika helguð átakinu undir heitinu „íslensk vika“. íslenska vikan stendur frá 9.-15. nóvember. Margir aðilar leggja átakinu lið og verða með sérstakar kynningar á íslenskri framleiðslu þessa viku. Má þar nefna að í öllum verslunum Hag- kaups verða íslenskir dagar í öllum verslunum KÁ á Suðurlandi (standa til 19. nóvember í báðum verslun- um). Fleiri hundruð vörukynningar á íslenskum vöriim verða í gangi þessa daga og koma mörg hundruð starfs- menn verslunar og framleiðenda þar við sögu við undirbúning og fram- kvæmd. Félag bókagerðarmanna, í sam- vinnu við Samtök iðnaðarins, mun einnig hvetja til þess að almenningur hugi sérstaklega að kaupum á bók- um, blöðum og tímaritum framleidd- um á íslandi. Keilan, tákn átaksins, gædd lífi í ár hefur keilan, tákn átaksins, verið gædd lífi og verður hún á ferli í íslensku vikunni til að aðstoða þá sem eru að kynna og selja undir kjör- orði átaksins og til að vekja almenn- ing til umhugsunar. Keilan mun birt- ast í fyrsta sinn fimmtudaginn 9. nóvember nk. og ætlar hún að að- stoða íslenska framleiðendur við kynningar og hjálpa til við afgreiðslu í verslun Hagkaups í Kringlunni frá kl. 15.30. INNBYGGT ÖRYGGI FYRIR BÖRNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Aflstýri, rafdrifnum rúðum, jjarstýrðri samLzsingu á hurðum, fjarstýrðu útvarpi og segulbandstaki með þjófavöm, tvískiptu niðurfellanlegu aftursæti með höfuðpúðum og styrktarbitum í hurðum svo fátt eitt sé talið. Renauit 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr. kominn á götuna. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1 200 BEINN SÍMI: 553 1236 Með einu handtakl lyftist barna- stóllinn upp og barnið getur notað bílbeltið á öruggan hátt. RENAULT far á kostum Gjaldskrárhækk- un í Bláfjöllum Miðað við almenna verðlags- þróun HÆKKUN á gjaldskrá í Bláfjöllum er reiknuð út frá almennri verðlags- þróun frá því í október 1993 til dagsins í dag, að sögn Ómars Ein- arssonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs. Á þessu tímabili hefur launavísitalan hækk- að um 7,17% og byggingavísitalan um 4,85% en meðaltalshækkun gjaldskrárinnar í Bláfjöllum er 7%. Dagkort barna hækka mest eða um 14,3%, dagkort fullorðinna hækka um 11,1%, árskort fullorð- inna hækka um 8%, æfingakort eldri en átta ára hækka um 7,1%, hálfsdags kort fyrir fullorðna hækka um 6,7% og árskort barna hækka um 4,3%. Þjónusta við skíðamenn verður aukin í vetur og verður einnig opið á mánudögum og föstudögum til klukkan 22 eins og aðra virka daga til þessa. Um helgar verður eftir sem áður opið frá klukkan 10 til klukkan 18. Þá verður eins og síð- astliðinn vetur ekki selt í þijár byij- endalyftur. -----*—*—*--- Minningabók um Rabin MINNINGABÓK um Yitzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, sem íslendingar og aðrir sem hér eru búsettir geta ritað nöfn sín í, liggur frammi á ísraelsku ræðismanns- skrifstofunni, Ármúla 26, Reykja- vík. Skrifstofan verður opin kl. 9-12 og 13-16.“ ] geiica flísai r Ití s tórh Öfði SÍI 17, við Gullinbrú, ni 567 4844 I | I I í I I I » I í » ■ » i I I L 1 t :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.