Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Myndbirting
frumorkunnar
TOLLI: Tunglið, vatnið og gyðjan. Olía á striga, 1995.
MYNPLIST
Selfossbíó — Ilótel
Sclfossi
MÁLVERK
Tolli - Þorlákur Kristinsson. Opið
alla daga kl. 14-21 til 12. nóvember.
Aðgangur ókeypis
ÞAÐ verður seint sagt um Tolla
að sem myndlistarmaður fari hann
hefðbundnar leiðir til að koma verk-
um sínum á framfæri. Atorkan er
mikil, og sýningarhald á Þórshöfn,
Keflavík og Siglufirði er jafn eðli-
legur þáttur í starfi hans eins og
útrás til Seoul í Kóreu, Ballerup í
Danmörku og London í hjarta
Bretaveldis, en á öllum þessum
stöðum hafa íbúamir fengið tæki-
færi til að njóta verka Tolla undan-
gengin ár. Nú er tækifærið Selfyss-
inga og annarra Sunnlendinga.
Sýningarstaðurinn kemur í ljós
sem eins konar leyndarhluti Hótel
Selfoss (til hægri þegar komið er
yfir brúna góðu), sem ætlað var
hlutverk kvikmyndasalar og jafnvel
leikhúss. Þær framkvæmdir komust
aldrei yfir hugmyndastigið og síðan
hefur stór salur staðið auður og
yfirgefinn - og reynist henta ágæt-
lega sem grámóskuleg umgjörð um
litríka myndlist Tolla, en hann hef-
ur sett hér upp hálfan annan tug
stórra málverka sem öll eru unnin
á þessu ári.
Hér ber fýrst fyrir augu litríkar
landslagsmyndir, sem Tolli hefur
unnið mikið með síðustu ár; fjöl-
breyttir litir eru bornir á strigann
með kröftugri og iðandi pensil-
skrift, sem mótar landið um leið
og það stekkur á móti áhorfandan-
um í birtunni. Myndbyggingin vísar
á stundum í fjársjóð hefðarinnar
eins og hún hefur birst í verkum
Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefáns-
sonar, en hið sérstæða flapði birt-
unnar, sem oftar en ekki kemur
innan úr miðjum fletinum (sbr.
„Bjarmaland", nr. 13), berpersónu-
legu handbragði Tolla sterkt vitni.
Kímnin er heldur ekki langt undan,
þó sumum kunni að fínnast hið
mannlega innskot í „Sögusvið" (nr.
11) helst jaðra við helgispjöll i nátt-
úrunni; frumkraftur hennar og feg-
urð fái best notið sín án slíkra við-
bóta.
Meirihluti málverkanna á sýning-
unni tengist þó nýjum viðfangsefn-
um, sem helst má kenna við goð-
sögulegt upphaf mannsins, þegar
tákngildi lífsins voru enn virkur
þáttur tilverunnar. Hér hefur Tolli
enn breytt um stíl, þó sum einkenni
myndbyggingarinnar séu hin sömu
og fyrr. Litfletir eru stærri og
dekkri en fyrr, og mótaðir jafnt
með notkun sköfu og breiðra
pensla; birtan kemur hins vegar enn
frá miðju myndarinnar, og ræður
þaðan mestu um mótun myndbygg-
ingarinnar.
Kvenfígúran.er sterkur þáttur í
þessum málverkum, þar sem hún
birtist álút eða beygð, líkt og hrædd
við umhverfi sitt; aðrar táknmyndir
nautshöfuðs og fugla vega á móti
sem ímyndir styrks og frelsis, sem
munu leiða hana á örugga braut.
Flest þessara verka ná að skapa
sterka myndræna heild; má þar
nefna „Tunglið, vatnið og gyðjuna"
(nr. 2), þar sem hefðbundin mynd-
bygging skilar eftirminnilegri
ímynd; „í djúpi draumanna" (nr.
7) og „Fæðing ljóss“ (nr. 4) vísa
ekki síst til náttúrunnar og þeirra
tákna, sem við leitum þar.
Þeir táknheimar sem Tolli er tek-
inn að kanna í þessum nýjustu verk-
um sínum færa hann á nýtt svið,
sem má ef til vill öðru fremur kenna
við frumorkuna sem maðurinn jafnt
sem náttúran byggir á; í henni ber
að leita. upphafsins, sem önnur þró-
un hefur hafist frá. Þetta er við-
kvæmt svið sem auðvelt er að mis-
bjóða og leiða til væmni, eins og
ijölmörg dæmi nýaldar-listar eru
glöggt merki um, og verður fróð-
legt að sjá á hvern hátt Tolla tekst
til við að beisla þessi viðfangsefni.
Sunnlendingum og öðrum list-
unnendum er bent á að nota tæki-
færið vel og njóta þessarar sýning-
ar listamannsins þann stutta tíma
sem hún stendur.
Eiríkur Þorláksson
Listmunaupp-
boð á Hótel
Sögu
GALLERÍ Borg heldur listmunaupp-
boð á Hótel Sögu, fimmtudaginn 9.
nóvember kl. 20.30. Boðin verða upp
verk eftir helstu listamenn þjóðarinn-
ar og má þar nefna Jóhannes S.
Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug
Blöndal, Jón Stefánsson, Gunnlaug
Scheving, Erró, Þorvald Skúlason og
Svavar Guðnason. Einnig verða tvær
myndir eftir Guðmund Thorsteinsson,
Mugg, frá New York.
Af yngri listamönnum má nefna
Sigurbjöm Jónsson, Sigurð Örlygsson
og Gunnar Öm. Einnig verða boðnar
upp koparstyttur og ekta handunnin
persnesk teppi.
Verkin verða sýnd í Gallerí Borg
við Austurvöll mánudaginn 6. nóv-
ember, þriðjudaginn 7. nóvember,
miðvikudaginn 8. nóvember og
fímmtudaginn 9. nóvember frá kl.
12-18.
Orð til þroska
Morgunblaðið/Áadls
SÝNINGIN Orð til þroska — norskar barna- og
unglingabækur var opnuð við hátíðlega athöfn í
Borgarbókasafni Reykjavíkur á mánudag. Orð til
þroska er umferðarsýning, haldin í íslenskum al-
menningsbókasöfnum að frumkvæði norska menn-
ingarmálaráðuneytisins. Á sýningunni verður úrval
nýlegra, norskra barnabókmennta. Myndin var
tekin við opnunina en á miðju hennar má sjá norska
rithöfundinn Torill Thorstad Hauger sem las upp
úr einni bóka sinna af þessu tilefni.
suður-
landa-
sveifla
KVIKMYNPIR
Háskölabíó
1.000 BLÁAR KÚLUR
(MILLE BOLLE BL U)
ítölsk. 1993.
Sögusvið þessarar bráðfyndnu, ít-
ölsku gamanmyndar er fjölbýlishús
í Róm og sögupersónurnar íbúar
þess. Skrautlegur hópur sem sökum
háttalagsins eins yrði umsvifalaust
færður á spítala hér á klakanum.
Þetta eru nefnilega allt saman
ósviknir Suðurlandabúar, sem í
augum okkar, þrautpíndra, veður-
barðra gæðakapphlaupara, lifa líf-
inu í ójarðneskri Miðjarðarhafs-
maníu sem fáir kvikmyndagerðar-
menn hafa lýst betur en meistari
Fellini. Leikstjóra Þúsund blárra
kúlna tekst þó oft á tíðum vel upp
í frásögn af nokkrum fjölskyldum
og einstaklingum í fjölbýlinu. Sagan
er laus í rásinni, myndavélin fer á
milli hæða og herbergja í skipu-
lagðri kaos sem hentar efninu
mætavel. Hér segir af fjölskyldu-
meðlimum sem allir bíða á milli
vonar og ótta eftir niðurstöðu erfða-
skrárinnar á meðan lík ættarhöfð-
ingjans er að kólna i svefnherberg-
inu. Annars staðar í húsinu er ver-
ið að undirbúa giftingu en hin vænt-
anlega brúður á erfitt með að
gleyma gamla kærastanum, sem
skyndilega dúkkar upp, öllum til
armæðu. Annar íbúi þessa ágæta
húss er nýkominn úr augnaðgerð
og býr hjá aldraðri móður sinni.
Mæðginin bíða á milli vonar og ótta
eftir því að árangurinn komi í ljós.
Hann á þá ósk heitasta að hún
hafí tekist sem best en gamla kon-
an er tvístígandi; aldrei að vita
nema drengurinn hennar hlaupist á
brott í hjónaband ef hann fær sjón-
ina aftur. Á enn öðrum stað iðkar
strokumaður hinar líflegustu bólf-
arir með munaðarlegri vinkonu
sinni, uppi á þaki keppir stráka-
gengi þessa makalausa húss í við-
rekstri. Og svo mætti lengi telja.
Sjón er sögu ríkari því manngerð-
irnar eru frábærlega vel valdar, við
blasir gallerí af furðufuglum,
þokkadísum, lúðum og dándis-
mönnum, perrum og grallaraspó-
um. Það liggur við að þessi stutta
skemmtun sé á við að bregða sér
í helgarferð til Rómar.
Sæbjörn Valdimarsson
Er bara drasl í rusli?
LEIKLIST
Félagsbíói
STRÆTI
eftir Jim Cartwright. Leiksljóri
Þröstur Guðbjartsson. Sýningasljóri
Maria Kristjánsdóttir. Búningar Guð-
björg Ingimundardóttir, Sveindís
Valdimarsdóttir. Leikendur; Haf-
steinn Gislason, Kristín Krisijáns-
dóttir, Ólafur Róbert Ólafsson,
Guðný Krisljánsdóttir og margir
fleiri. Föstudagur 3. nóvember 1995.
ÉG SKELLTI mér í leikhús um
daginn, á Stræti í uppfærzlu Leikfé-
lags Keflavíkur. Höfundurinn, Jim
Cartwright, ólst upp við Strætið og
persónumar eru „raunverulegar",
þær eru fólk sem hann þekkir og lifa
lífi sem hann þekkir. Þær tala málið
sem þær tala, ekki einhveija ritskoð-
aða leikhúsmállýzku. Þær eru trú-
verðugar og sannar.
íslenzka þýðingin var tni frum-
textanum. Að þýða óvandað og „lé-
legt“ mál er eitt erfíðasta verkefni
þýðanda. Þær vilja oft verða of ýktar
eða of „dauðhreinsaðar" og lélegar
þýðingar geta gengið af annars góð-
um verkum dauðum. En í þessu til-
felli var þýðingin alveg jafnóvönduð
og „léleg“ og enski frumtextinn. Það
sem ég á við er að hún var mjög
vönduð og góð.
Fyrir tuttugu og tveimur árum var
Superstar sett upp í Austurbæjarbíói
og enn er fólk að bera Borgarleik-
hússuppfærzluna saman við hana.
Árið 1992 var Stræti sett upp á
Smíðaverkstæðinu í Reykjavík þann-
ig að viðbúið er að fólk geri saman-
burð á þeim tveim uppfærzlum, það
gerði ég a.m.k., í byijun. En ég komst
snemma að þeirri niðurstöðu að
Smíðaverkstæðisstræti væri strætið
við hliðina, Cartwrightstræti er í
Keflavík.
Sýningin byrjaði aldrei, hún bara
var. Bókmenntafræðingar og aðrir
sem þykjast vita betur en „maðurinn
á götunni" segja að persónur í sögum
og leikritum séu ekki til nema í þeim
sögum og leikritum sem þær eru
skrifaðar inn í. Þeir hafa greinilega
aldrei séð Stræti.
Þegar ég kom að Félagsbíói tók á
móti mér strákur sem sennilega hafði
dottið í olíumengaða höfnina en kom-
ið við í Pulsuvagninum þar sem hann
reyndi að skola af sér mestu drulluna
með dágóðum remúlaðislurk. Strák-
urinn var samt tiltölulega vel til fara
miðað við mennina tvo sem voru með
honum. Inni í anddyri moraði allt í
blindfullum stelpum sem ultu milli
leikhúsgesta í helgarhórudressinu
sínu með beyglaðar sígarettur og
báðu um eld.
Stræti er í raun smáleikritasafn
þar sem sagðar eru sögur af fólki
sem býr allt í sömu götu, sama
stræti. Þetta fólk er allt á botni þjóð-
félagsins, sumt í stígvélum en flest
á sandölum. Sumu líkar það vel en
flest setur upp „front“ sem segir:
„Mér líkar það vel.“ Fyrsta fólkið sem
maður kynnist er Lousie (Kristín
Kristjánsdóttir) og bróðir hennar
(Ólafur Róbert Ólafsson). Lousie er
frekar aflíðandi mannvitsbrekka sem
fer út með vinkonu sinni, Carol (Haf-
dís Ólafsdóttir) sem ér búin að koma
sér upp svo sterkum fronti, eiginlega
múr, að hún trúir sjálf að hann sé
hin sanna hún. Strætinu sjálfu kynn-
ist maður í fylgd Scullery (Hafsteinn
Gíslason). Scullery er það sem í dag-
legu tali kallast róni. Hann býr í
Strætinu, ekki við það, og er í sjálfu
sér Strætið holdi klætt. Lousie lokar
svo safninu og þá verður maður að
endurskoða myndina sem hún birti
af sjálfri sér í upphafi; er hún ekki
brattari mannvitsbrekka en hún
sýndist þá?
Sviðsmyndin var nokkuð góð, eða
frekar ætti ég að segja: Salarmyndin
var nokkuð góð, vegna þess að allur
salurinn var sviðið. Hann var meira
og minna útbíaður í veggjakroti, ekki
eftir „graffiti“-listamenn heldur
óvönduðu strætóskýlakroti. Sviðinu
var skipt í þrennt, tvær framhliðar
húsa og þar á milli var stórt hlið sem
var opnað ef leikurinn barst inn á
heimili einhvers. Um leikmyndina sáu
allir leikarar, rétt eins og leikmynd
raunvéruleikans, hana gerum við öll.
Leikaramir náðu virkilega góðum
tökum á persónum sínum, svo góðum
að ég held að þeirra eigið „sjálf'
hafi orðið eftir í búningsherberginu.
Þetta voru ekki leikarar sem ég sá á
sviðinu heldur persónur strætisins.
Framsögnin var einsog hún er á göt-
unni, ekki þessa ofurskýra, ýkta leik-
húsframsögn. Stundum þurfti ég að
vanda mig við hlustun, en ég hafði
bara gott af því.
Þeim sem fara í leikhús til að sjá
fatlegt umhverfi þar sem alltaf er sól
og gott, göfugt fólk og þroskasögu
þess, er ferð á Stræti ekki mjög gáfu-
legur leikur. Alla aðra hvet ég til að
drífa sig, ég tel mína dómgreind illa
svikna ef ekki kemur til aukasýninga
langt fram á sumar.
Heimir Viðarsson