Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 33 RAÐAUGIYSINGAR Vantar þig aukavinnu eða viltu breyta til? Vegna nýrra verkefna vantar okkur nú þegar fólk til ræstingarstarfa í Garðabæ, Kópavogi og Árbæjarhverfi. Ef þú ert 20 ára eða eldri, vandvirk(ur) og getur unnið 4-6 tíma á dag við ræstingar með vélum, þá höfum við starf fyrir þig. Vinnutími er frá kl. 21.00 fimm eða sex daga vikunnar, unnið íviku og frí í viku. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 9 og 11 til og með 10. nóvember nk. rm SECURITAS Framhaldsskóla- kennara vantar f frönsku, ensku, heimilisfræðum, sérkennslufræðum og hjúkrunarfræði. Við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði er laus hálf staða frönskukennara og einnig eru lausar hlutastöður enskukennara, sérkenn- ara, kennara í hjúkrunarfræðum og kennara í heimilisfræðum. Störfin eru laus frá og með upphafi ársins 1996. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 1. desember til Framhaldsskóla Vestfjarða, pósthólf 97, 400 ísafjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 456 3599 eða 456 4540. Skólameistari. Veitingastaður Umbjóðandi minn hefur falið mér að leita að kaupanda eða leigjanda að fjölsóttum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn er í fullum rekstri og getur nýr aðili yfirtekið reksturinn í byrjun háannatíma. Nánari upplýsingar í síma 552 7166. Sveinn Andri Sveinsson hdl. Tryggingaráögjöf vátryggingamiðlun Eru fjárfestingar í Luxemburg besti kosturinn innan EES? Nýir og spennandi möguleikar í fjárfesting- um á evrópska efnahagssvæðinu með til- komu vátryggingamiðlara. Michael Nessim, þekktur vátryggingamiðlari í London, sem er sérfræðingur í alþjóðlegum - fjárfestingum og með víðtæka reynslu í söfn- unartryggingum, heldur fyrirlestur um trygg- ingar og fjárfestingar fyrir efnameiri fjárfesta, og um reglulegan sparnað tengdan trygging- um föstudaginn 10. og laugardaginn 11. nóv. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 562 6222 þér að kostnaðarlausu. Smári Ríkarðsson, lögg. vátryggingamiðlari, Garðastræti 38, 101 Reykavík. Foreldrar barna, sem læra norsku eða sænsku í stað dönsku Munið fundinn í Norræna húsinu í dag, mið- vikudaginn 8. nóvember, kl. 20.30. Námsflokkar Reykjavíkur. Aðalfundur Stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkr- unarframkvæmdastjóra sjúkrahúsa minnir á aðalfund og málþing félagsins dagana 9. og 10. nóvember 1995. Aðalfundur fimmtudaginn 9. nóvember: 13.30-16.00 Venjuleg aðalfundarstörf: • Skýrsla stjórnar. • Reikningar lagðir fram. • Árgjald ákveðið. • Breytingar á reglugerð. • Tillögur sem borist hafa. • Stjórnarkjör, kosning endurskoðenda. • Önnurmál. Málþing föstudaginn 10. nóvember: 09.30 Samningsstjórnun. Haukur Ingibergs- son, deildarstjóri. 10.30 Kaffihlé. 11.15 Endurhönnun vinnuferla. Gísli S. Ara- son, lektor og rekstrarráðgjafi. 12.15 Matarhlé og frjálsar umræður. 14.00 Fjármögnun heilbrigðiskerfisins - framtíðarsýn: 15 mín framsögur: Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra. 15.00 Pallborðsumræður um fjármögnun heilbrigðiskerfisins - framtíðarsýn. Þátttakendur: Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra, Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður, Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður deidarinnar og hjúkrunarforstjóri, Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrun- arforstjóri, Sólvangi, Erna Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Keflavík. Ráðstefnugjald: kr. 4.000 (hádegisverður 10/11 og ráðstefnugögn innifalin). Fundarstaður: Salur 8, Hótel Loftleiðum. Stjórnin. Verslunarhúsnæði á Laugavegi Til leigu rúmlega 130 fm verslunarhúsnæði ofanlega við Laugaveginn. Laust strax. Upplýsingar í síma 588 3330. Teiknistofuhúsnæði óskast Einyrki í véla- og stálvirkjahönnun óskar eft- ir ca 40 fm teiknistofuhúsnæði í Reykjavík. Æskileg staðsetning er norðurbærinn milli Lækjargötu og Skeiðarvogarog að í nærliggj- andi húsnæði sé starfsemi af svipuðum toga. Upplýsingar veittar í síma 552 5810. Listmunauppboð á Hótel Sögu fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.30. Uppboðsverkin verð sýnd í Gallerí Borg í dag frá kl. 12.00-22.00 og á morgun frá kl. 12.00-18.00. BÖRG Laxveiðiá til leigu Tilboð óskast í allan stangveiðirétt í Sval- barðsá, Þistilfirði, frá og með næsta veiði- tímabili. Réttur er áskilinn til að taká hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila skriflega til Veiðifélags Svalbarðsár, Svalbarði, 681 Þórshöfn fyrir 1. desember nk. Nánari upplýsingar gefur Þorlákur Sigtryggsson í síma 468 1293. \kJ ÖLFUSHREPPUR SELVOGSBRAUT 2 815 ÞORLÁKSHOFN íbúðarhúsahverfi ílandi Hjarðarbóls 1, Ölfusi Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985, með síðari breyting- um, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi íbúðarhúsahverfis í landi Hjarðarbóls 1, Ölfusi. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Ölfus- hrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 9. nóvember til 30. nóv- ember 1995, á skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 4. desember 1995 á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, og skulu jsaer vera skrif- legar. Sveitarstjóri Ölfushrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs, sem festað var þann 26. október sl., verð- ur haldinn í Hamraborg 1, 3. hæð, fimmtu- daginn 16. nóvember nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. laga félagsins. 2. Gestur fundarins, Pétur Blöndal, alþing- ismaður, flytur framsöguerindi um um- hverfi íslensks atvinnulífs. 3. Umræður. 4. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórnin. Y H VÖT - félagsfundur f kvöld Hverju breytir GATT-samningurinn fyrir jþig? Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna f Reykjavík, heldur almennan féiags- fund í Valhöll í kvöld kl. 20.30. Jón Magnússon, for- maður Neytenda- félags höfuðborgar- svæðisins, og Krist- inn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, ræöa um landbúnaöinn og GATT-samninginn. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.