Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 29 MINNINGAR GUÐBERGUR INGÓLFSSON + Guðbergur Ing- ólfsson fæddist að Litla-Hólmi, Leiru, Gerða- hreppi, 1. ágúst 1922. Hann lést 1. nóvember sl. á Borgarspítalanum. Foreldrar hans voru Ingólfur Einar Sigurjónsson, fæddur 27. 1898, og Anna Guð- jónsdóttir, fædd 29. febrúar 1896. Systkinin voru sjö, að auki voru tvö andvana fædd, þau eru: Kristín Salvör, fædd 20. mars 1920, látin. Theodór, fæddur 9. júlí 1921, látinn. Siguijón, fæddur 21. ágúst 1924, Iátinn. Inga, fædd 27. nóvember 1925, látin. Þórdís, fædd 10. maí 1927. Ein- ar Frans fæddur 15. júní 1931. Guðbergur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Magnþóru Þórarinsdóttur 14. október 1944 og saman eignuðust þau 9 börn. Þau eru 1) Þórarinn Sveinn, f. 3. nóvember 1944, kvæntur Ingunni Pálsdóttur, þau eiga 1 son, frá fyrra hjóna- bandi á Þórarinn 2 dætur. 2) Bergþóra, f. 19. ágúst 1946, gift Ólafi Siguijónssyni, eiga þau 3 syni og Bergþóra 2 syni frá fyrri sambúð. 3) Jens Sævar, f. 9. desember 1948, kvæntur Ólöfu Hallsdóttur, þau eiga 5 börn. 4) The- odór, f. 19. nóv- ember 1950, kvæntur Jónu Höllu Hallsdóttur, þau eiga 4 börn. 5) Rafn, f. 18. ágúst 1952, kvæntur Rós- björgu S. Ólsen, þau eiga 3 börn. 6) Reynir, f. 18. ágúst 1952, kvæntur Sal- vöru Gunnarsdóttur, þau eiga 4 börn. 7) Anna, f. 6. september 1953, gift Kristjáni Gestssyni, þau eiga 5 börn. 8) Magnús, f. 4. janúar 1955, var í sambúð með Dagbjörtu Önnu Guð- mundsdóttur, þau eiga 3 börn. 9) Ævar Ingi, f. 18. október 1962, í sambúð með Svövu G. Sigurðardóttur, þau eiga eina dóttur. Einnig ólst upp hjá þeim til einhverra ára systursonur Guðbergs, Siguijón Skúlason, f. 12. september 1945, hann er kvæntur Arnrúnu Karlsdóttur, þau eiga 5 börn. Barnabarna- börnin eru orðin 16. Útför Guðbergs fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. EKKERT varir að eilífu og í dag er komið að leiðarlokum og langar mig með fátæklegum orðum að minnast tengdaföður míns sem mér finnst hafa farið örlítið of fljótt frá okkur. í hugann kemur mynd er ég í fyrsta skipti kom á heimili hans fyrir tæp- lega þijátíu árum. Við eldhúsborðið sat ungur, bráðhug^ulegur maður, sonurinn kynnti föður sinn og undr- aðist ég hvað faðirinn var ungur. Hann tók mér strax opnum örmum, gerði að gamni sínu og stríddi syni sínum. Þannig var Guðbergur, því átti ég eftir að kynnast betur. Ég vann fyrir hann í 20 ár og aldrei féll styggðarorð okkar á milli. Núna seinni árin var hann viljugur að segja okkur sögur frá því hann var dreng- ur í Hafnarfírði og í Fljótshlíð. Þeg- ar hann fæddist bjuggu foreldrar hans í Reykjavík, en þegar Guðberg- ur var á áttunda ári fluttist fjölskyld- an til Hafnarfjarðar og átti hann sín uppvaxtaár þar. Guðbergur gekk einn vetur í Ka- þólska skólann í Reykjavík, en eftir að fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar gekk hann í skóla hjá nunnunum í Klaustrinu og síðar í Flensborg. Hann minntist oft á hvað gaman hann hafði af skólagöngunni og sagði frá fátæktinni í uppvextinum og hvað hann varð að leggja hart að sér ungur að árum til að hjálpa fjölskyldunni til að hafa til hnífs og skeiðar, sem við nútímafólk þekkjum vart. Hann var sendur í sveit á sumrin til móðurfólks síns í Fljótshlíð þar sem hann var í kaupavinnu fram yfír fermingu og bar hann ætíð hlýj- ar tilfinningar þangað, þar hafði honum liðið vel, kannski fengið meira að bíta og brenna, en heima- fólkið var honum gott, enda sagði hann: „Fljótshlíðin er fegursti staður á íslandi." Til sextán ára aldurs var hann svo kaupmaður í Fljótshlíð á sumrin, en til sjós á vetuma og meðal annars v_ar hann hjálparkokk- ur á togara. Árið 1941 flyst fjöl- skylda hans að Gufuskálum í Leiru, Gerðahreppi. Hann bjó ekki lengi hjá fjölskyldunni þar, því þá kynnt- ist hann eftirlifandi eiginkonu, en þau hófu sinn búskap í kjallaranum að Háteig. Lengstan tíma búskapar síns bjuggu þau Beggi og Didda að Húsatóftum, en það var áður heim- ili foreldra Diddu, og við það hús var Guðbergur ætíð kenndur, „Beggi á Tóftum“. Á Húsatóftum var ætíð gest- kvæmt, enda var vel tekið á móti gestum, hjónin voru samrýnd og glaðvær og oft gleymdist hvað tím- anum leið og varð því stoppið oft lengra en til stóð, störfín geymd meðan gestirnir stóðu við því nóg voru störfín á stóru heimili. Árið 1953 ákvað Beggi að hætta til sjós en það hafði verið starf hans að mestu. Þá var sjöunda barnið á leið- inni og þótti honum of mikið fyrir konuna að vera eina heima með svo stóran barnahóp og reyndi að fá vinnu í landi. Hann fór í vinnu hjá Guðmundi á Rafnkelsstöðum og fljótlega það sama ár fór hann svo að verka saltfisk sjálfur og starfaði við það ætíð síðan. Um áramótin 1972-73 kaupir hann Hraðfrystihús Gerðabátanna, ásamt sonum sínum, og starfræktu þeir það undir nafninu ísstöðin hf. til ársins 1984. Tengda- faðir minn var stórhuga og djarfur, hans mottó var, vogun vinnur, vogun tapar og lífið er saltfískur. Á þessum árum voru þrír togarar keyptir. Fyrsti, Erlingur GK 6, sem kom nýr frá Noregi 21. desember 1975, hinir voru Sveinborg GK 70 og Ingólfur GK 42. Guðbergur lét byggja saltfiskverkunarstöð í Hvera- gerði sem hann rak í nokkur ár. Arið 1986 var þetta allt liðið undir lok, en minn ástkæri tengdafaðir neitaði að gefast upp, hann á sjö- tugs aldri stóð myrkranna á milli og vann hörðum höndum, eins og hann hafði reyndar oft gert áður og þó sérstaklega á meðan börnin voru enn ung. Ég dáðist að þrautseigju þessa manns, hann sem alla tíð var boðinn og búinn að rétta öðrum hjálpar- hönd, sérstaklega þeim er minna máttu sín. Ég var ekki sátt við að hann gæti ekki átt góða daga á efri árum, hann var búinn að skila sínu dagsverki og langt umfram það. I desemberbyijun á sl. ári veiktist hann og er þá staddur í Kolaportinu að selja sínar afurðir. Það var þá hæg heilablæðing. í lok janúar nú í árs er hann á góðum batavegi og hann var svo þakklátur fyrir það hvað hann var lítið skaddaður eftir blæðinguna, þvi hann sá svo marga á Grensásdeildinni sem voru miklu verr farnir en hann. í byijun febrúar ákveða þau hjónin svo að fara til Kanaríeyja því það gæti verið svo gott fyrir hann að vera í hitanum þar. Sú ferð hefði betur aldrei verið farin, hann var byijaður að finna fyrir einhveijum óþægindum dagana áður en þau fóru, en hann sem aldr- ei kvartaði og tók öllu sem að hönd- um bar með þrautseigju, lét ekki á neinu bera. Þau fóru en hann var fárveikur allan tímann og þau komu heim með fyrstu ferð sem gafst. Þá kom í ljós sá illvígi sjúkdómur sem að lokum dró hann til dauða. Ekk- ert var hægt að gera. Nú fóru erfið- ir tímar í hönd, aldrei kvartaði hann og annaðist tengdamóðir mín hann með slíkri fórnfýsi að ég hef þá trú að ekki geri margir betur. Með henn- ar hjálp gat hann verið heima lengst- an tíma sjúkralegunnar, en það var það sem hann vildi. Hann var þakk- látur öllu starfsfólki á deild A4 á Borgarspítalanum og vil ég fyrir hönd aðstandenda þakka þá góðu umönnum sem hann fékk þar. Að lokum langar mig til að þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast þér, kostum þínum og göllum. Það kenndi mér margt að fá að umgang- ast þig. Bömin mín kveðja afa sinn með sárum söknuði og það gera barnabömin líka. Góður guð styrki tengdamóður mína um ókomin ár. Ég kveð þig með sorg í hjarta og söknuði, það gerir sonur þinn líka. Jóna Halla Hallsdóttir. Miðvikudaginn 1. nóvember síð- astliðinn lést Guðbergur Ingólfsson fiskverkandi í Garði, eftir harða og stranga baráttu við sjúkdóma síð- ustu mánuði. Guðbergur var fæddur að Litla- Hólmi í Leiru og þar ólst hann upp. Svo sem þá var títt byijaði hann ungur að vinna og uppúr fermingu fór hann til sjós. Um þrítugt byij- aði Guðbergur að kaupa saltfisk til verkunar, vaska og þurrka. Á þeim árum var slík verkun nánast heimil- isiðnaður í Garðinum. Við kynntumst fyrst þegar hann var að kaupa saltfísk af Togararút- gerð Keflavíkur, en þar var ég verk- stjóri um skeið. Mér er vel minnis- stæður dugnaður hans og seigla. Eftirspum eftir blautfiski til verk- unar var mikil. Eldri saltfískverk- endur í Garðinum vom yfirleitt komnir í góð efni og veifuðu seðlum framan í „skítblankan“ forstjórann, strax og togarinn var að landa. En Beggi var að byija og kominn með stóra fjölskyldu. Okkur Halldóri for- stjóra fannst þetta ójafn leikur og þrátt fyrir „blankheitin" féllst Hall- dór oftast á að veita Begga nokkra úrlausn eins og Beggi kallaði það. Saltfískverkunin dafnaði hjá Begga og um árabil var hann lang stærsti framleiðandi á þurram salt- físki hér á landi. En hjá honum sem öðram í fískvinnslunni vora skin og skúrir. Eftir stendur þó að hann hélt út lengst allra í þessari grein og hann sólþurrkaði físk á reit allt til síðastliðins sumars. Beggi með sólþurrkaðan saltfisk var nánast orðinn „symból" fyrir Garðinn. Hinn 14. október 1944 giftist Guðbergur glæsilegri konu, Magn- þóra Þórarinsdóttur frá Húsatóftum í Garði. Þar bjuggu þau lengst af þar til þau fluttu til okkar í Hom- bjarg fýrir um ij'óram áram. Vægt orðað er óhætt að segja að það hef- ir farið vel á með þeim. Þau eignuð- ust 9 böm, 7 syni og tvær dætur. Afkomendur era fleiri en ég hefí tölu á. Öll þessi stóra fjölskylda ein- staklega samhent. Hér stóð ekki til að gera lífshlaupi Guðbergs Ingólfs- sonar tæmandi skil, heldur aðeins að þakka honum fyrir nábýli hér i Hombjargi, sem því miður varð allt- of stutt. Fyrir hönd okkar allra í Hombjargi. Guð geymi góðan dreng. Ólafur Björnsson. Elsku afi. Kveðjustund er rannin upp. Margar fallegar minningar koma upp í hugann er ég hugsa til baka um allt það sem við gerðum saman. Þú varst mér alltaf fyrir- mynd og ég leit upp til þín. Þú varst sterkur og góður og hélst þinni vemdarhendi yfír stóra barna- hópnum þínum, þú áttir okkur öll og við áttum þig. Elsku afi. Það er erfítt að kveðja þig. Mér finnst eins og þú gætir núna verið á leiðinni austur með ömmu (kannski með glaðning í poka). Þá myndi ég hlaupa upp um hálsinn á þér og reka þér rembings- koss eins og alltaf þegar ég hitti þig. Svo myndum við fíflast saman á meðan við biðum eftir kjötsúp- unni hennar mömmu. Eða þá að við værum á leiðinni upp í Skorrad- al til ykkar í sumarbústaðinn. Þaðan á ég fallegar minningar um þig. Ég rifjaði þær margar upp í sumar þegar við Bjössi vorum þar. Hjá þér kynntist ég í fyrsta sinn fiskvinnunni 12 ára gömul. Mér þótti það ekki alltaf gaman þá en þegar ég lít til baka var þetta bara þrælskemmtilegt þótt ég hafí nöldr- að mikið. Þeir gátu líka strítt mér á því strákarnir og gera enn. En ég lærði samt mikið af þessu. Það var alltaf gott að vera hjá ykkur ömmu. Þar mætti ég hlýju og ástúð og aldrei var það til sem ég gat ekki fengið lausn á hjá ykk- ur. Þið hafið alltaf leyst allt í sam- einingu, staðið hlíð við hlið í lífsins ólgusjó. Elsku afi. Það er svo margt sem ég hugsa um þegar ég lít til baka, svo margar minningar, bæði grátur og hlátur, gleði og sorg. Þessir síð- ustu mánuðir hafa verið okkur öll- um erfíðir, svo langir, en nú hefur þú fengið hvíld. Eg mun geyma minningarnar um þig í hjartanu. Hvíl þú í friði. Magnþóra. Nú hefur afí kvatt. Þetta kvæði kom í hug frænku minnar, Oddnýj- ar Kristjánsdóttur í Feijunesi, þeg- ar hún frétti af veikindum afa: Góði engill Góði engill, eg hef þér heitið - þó hjartað nísti kvöl - að stýra vel, í stormi lífs þó stór sé alda og svöl. Innan borðs er öll mín gæfa alt mitt líf og starf það, sem ber að þroska og vemda og, það, sem fékkst í arf. Góði engill legg mér lið að leita þess sem ber, og finna leið til farsældar • en forðast brot og sker. Ein mín fyrsta minning með afa er þegar ég, þá smá drengur, sat gegnt honum og hann hélt um hönd mína um leið og hann sagði: „Fag- ur fískur í sjó, með rauða kúlu á maganum..." Eg minnist sumar- daganna í Skorradal, borða góðan mat, fara í sund, í göngu upp í fjall eða sitja í makindum á fögra sumar- kvöldi og hlusta á afa segja frá því þegar síldin var svo mikil að torfan var allan daginn að fara hjá bátn- um. Þegar ég hugsa til baka, og lít yfír minningarnar, verður mér ljóst hvað mér leið alltaf vel hjá ömmu og afa, við mér var tekið með hlýju og ást án skilyrða. Svo komu afí og amma í heim- sókn í sveitina. Um leið og bíllinn sást glumdu köllin um leikvöllinn okkar: „Afi í Garðinum er að koma.“ Þá var eins víst og sólin kemur upp að barnabörnin fengu bijóstsykursmola. Ég dáðist alltaf að því hvað afi var léttur í lund og gat alltaf gert góðlátlegt grín að sér og öðrum, af því mátti mikið læra um lífið og tilveruna. Svo var það saltfiskurinn. Afí með saltfisk í hönd er ein mín kær- asta mynd af honum. Hjá honum var lífíð svo sannarlega saltfískur, og fyrir ungling að fá innsýn í það var gott veganesti. Hvernig var afi? Barngóður. Fá- dæma duglegur og samfara því glettinn við samstarfsfólk svo jafn- vel var tekið þátt í ærslum ungl- inga. í umræðum ákaflega skoð- anafastur og ekki síst um fískveiði- mál. Gat fengið rótgróna bændur til að ræða um físk, þar réð tilfinn- ing hjartans en ekki þjark stjórn- málaflokkanna. Dagfarsprúður en gat reiðst mjög þá sjaldan það gerðst og átti erfitt með að þola ranglæti. í allri breytni strangheið- arlegur svo eftir var tekið, raunar út fyrir viðskiptasiðfræði nútímans. Sögufróður svo af bar og víðlesinn. Ahugamálin snerust um vinnuna, fjölskylduna og hin síðari ár barna- bömin sem áttu hug hans og hjarta. Ekkert var það tekið sér fyrir hend- ur að amma væri ekki þar við hlið í blíðu og stríðu. í 'hinum erfiðu veikindum vakti hún yfir velferð hans svo einstakt var, og saman fundu þau þann styrk sem dugði til æðraleysis allan tímann. Ég minnist síðustu stundar minnar með afa, einnig þá átti hann bros og glaðleg orð hans mér. Svona koma minningarnar hver á eftir annarri eins og perlur á bandi. Skín- andi bjartar og dýrmætar perlur. Ég veit núna að ekki bætast fleiri perlur við þessa festi, þeim mun dýrmætari verður hún mér og ég mun aldrei gleyma honum afa mín- um sem gaf mér hana. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér afí, megi Guð geyma þig. Ágúst Valgarð Olafsson. Elsku afí. Meðal fyrstu bernskuminninga minna era minningabrot af full- orðnu fólki sem er að vinna við saltfísk. Þessar minningar kalla fram lykt af sólþurrkuðum saltfíski og það jafnast ekkert á við hana. Um leið tengjast þessar minningar þér því lífið var svo sannarlega salt- fískur þessa daga fyrir rúmum tutt- ugu áram. Ég veit að þú vannst mikið alla þína ævi enda í mörgu að snúast með stórt heimili, níu böm, og seinna stórt fyrirtæki eins og raun varð á, en alltaf hafðirðu tíma fyrir okkur barnabömin, sem era á fjórða tug, og svo seinna bamabamabörn- in, þau fylla tvo tugi. Heimili ykkar ömmu stóð síðan öllum opið hvenær sem var og ég minnist þess þegar skroppið var til ykkar að kvöldlagi yfír kaffíbolla að ræða málin. Þær era óteljandi ferðimar sem við bömin fengum að fara með ykkur ömmu, hvort heldur var aust- ur fyrir fjall eða upp í bústað. Elsku afi, í mjnum huga varstu ljúfmenni, alltaf i góðu skapi, barn- góður og hafðir mikla og góða kímnigáfu. Við gátum leitað til þín með svo margt, hvort sem það vora bókmenntimar, sagan, einhver ár- töl eða bara daglega amstrið. Við báram mikla virðingu fyrir þér og okkur þótti svo óumræðilega vænt um þig. Og nú ertu horfínn. En í hugarf- um era minningarnar um þig svo sterkar að mér fínnst eins og þú hafir ekki farið frá okkur, að minnsta kosti ekki langt. Við mun- um aldrei gleyma þér. Elsku amma, ég bið góðan guð að styrkja þig. Ida og fjölskylda. ERFIDRYKKJUR • Glœsilegir salir • Gómsœtar veitingar • Góö þjónusta Upplýsingar í síma 588 2300 r ( i I i I I I I I Inil S ■ I 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.